Morgunblaðið - 07.05.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 21
MENNING
MOZART og Mendelssohn verða
leiddir til öndvegis á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
í Akureyrarkirkju á sunnudaginn
kl. 16.
Á efnisskrá eru tvö verk eftir
W.A. Mozart, forleikur að óperunni
Don Giovanni og fiðlukonsert í G-
dúr. Eftir Felix Mendelssohn verð-
ur leikin sinfónía í A-dúr sem oft
er nefnd „ítalska sinfónían“.
Einleikari á tónleikunum er
Greta Guðnadóttir fiðluleikari.
Mozart samdi fimm fiðlukons-
erta sumarið og haustið 1775, þá
19 ára gamall. Konsertana samdi
hann fyrir sjálfan sig og flutti þá á
hirðtónleikum í heimaborg sinni
Salzburg. G-dúr konsertinn er sá
þriðji í röðinni og ber þeirri tónlist
vitni sem hann kynntist best á
þessum árum.
„Það er mikil vorstemning í
þessum konsert,“ segir einleik-
arinn, Greta Guðnadóttir. „Hann
einkennist af mikilli bjartsýni og
lífsgleði og þar af leiðandi er ákaf-
lega ánægjulegt að spila hann.“
Felix Mendelssohn segir frá því í
bréfi, sem hann ritaði á Ítalíu í
febrúarmánuði árið 1831, að hann
sé að vinna að sinfóníu og að hún
sé eitt veigamesta verk sem hann
hafi fengist við fram að þessu. Sin-
fónían, sem hefur verið kölluð
ítalska sinfónían, átti eftir að valda
honum miklum heilabrotum og
hugarangri og var ekki gefin út
fyrr en að tónskáldinu látnu þar
sem Mendelssohn hafði ætlað að
endurgera hana. Tónskáldið greip
þó til ítölsku sinfóníunnar þegar
Fílharmóníufélagið í Lundúnum
pantaði hjá honum sinfóníu ásamt
öðrum verkum árið 1833 og var
hún frumflutt 13. maí þar í borg.
Þrátt fyrir óánægju tónskáldsins
hafa tónvísindamenn keppst við að
lofsyngja sinfóníuna og sér-
staklega lokakaflann sem þykir
hreinasti gimsteinn. Tónskáldið
sjálft sagði þann kafla vera saminn
undir áhrifum kjötkveðjuhátíðar í
Rómaborg.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
er að þessu sinni skipuð 40 hljóð-
færaleikurum sem koma víðs veg-
ar að af landinu, þó að stærstum
hluta sé um að ræða hljóðfæraleik-
ara sem búa og starfa á Norður-
landi.
Stjórnandi hljómsveitarinnar er
Guðmundur Óli Gunnarsson en
hann hefur verið aðalhljómsveit-
arstjóri SN frá stofnun hennar.
Mozart og
Mendels-
sohn nyrðra
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Guðmundur Óli Gunnarsson hljóm-
sveitarstjóri.
Fréttir
í tölvupósti