Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 27

Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 27 áttu flokks síns og árangurinn væri „mikilvægt skref í þá átt að við náum okkur aftur á strik“. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, var sömuleiðis ánægður með úrslit síns flokks, sem bætti við sig mun meira fylgi en Íhaldsflokkurinn þótt ekki fjölgaði þingsætum hans að sama skapi – vegna kosninga- kerfisins. Hann sagði í ávarpi sínu á kosninganóttina að skeið þriggja flokka kerfis hefði haldið innreið sína í brezkum stjórnmálum. „Ég fagna því. Það er heilbrigð þróun,“ sagði Kennedy. Eftir stendur þó að flokkur hans hefur ekki áhrif á þingi í neinu samræmi við þann skerf atkvæða, sem kom í hans hlut. Stjórnin ætlar að hlusta og læra Viðbrögð forystu Verkamanna- flokksins við úrslitunum virtust eins og stundum áður samræmd og þaulæfð; kannski Alastair Camp- bell, áróðursmeistarinn sem var sóttur úr pólitískri útlegð til að stýra kosningabaráttu Verka- mannaflokksins, hafi skrifað hand- ritið. Tony Blair sagði í gær auð- mjúkur að hann hefði „hlustað og lært“ í kosningabaráttunni. Gordon Brown sagði á kosninganótt að nú yrði Verkamannaflokkurinn að „hlusta og læra“. Og David Blunk- ett, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem neyddist til að segja af sér en ýmsir bjuggust við í gær að yrði í nýrri stjórn Blairs, sagði að flokk- urinn yrði að „hlusta á raddir fólks- ins“. Mikið er auðvitað í húfi fyrir Verkamannaflokkinn. Tony Blair hefur viljað gera flokkinn að hinum náttúrulega stjórnarflokki Bret- lands, en þann sess skipaði Íhalds- flokkurinn áður. Verkamannaflokk- urinn vonast til að geta unnið fjórðu kosningarnar í röð eftir fjögur til fimm ár. „Nú er spurningin; var þetta bara svolítil dýfa í kjölfar Íraks- stríðsins, sem Verkamannaflokkur- inn getur komið sér upp úr og byggt sig upp undir forystu Gordons Browns eða verður þetta eins og síðasta kjörtímabil Johns Majors, þar sem ríkisstjórnin var veik og staulaðist áfram síðustu skrefin áð- ur en hún var slegin af í kosning- um?“ segir Simon Atkinson. y, stjórn- London gir að þar i um það Michael bætti leið- vilji. „Það a en Mich- stu niður- lokksins,“ við Morg- verða nú askoðun.“ fræðingur rirtækinu streng. ngursríka num. En svara við hvort þeir mu braut a róttæk- kksins og til að geta ns þýðir r ákveðið r af sér. Í nn myndi hendi á manns; ll í næstu 68 ára. í að flokk- n um það reglunum yrir yngri í gær að ningabar- igurvegari Reuters rd unum í Bretlandi sé sögulegur hefur Verkamannaflokkurinn nsen skrifar frá London um úrslit brezku þingkosninganna. 12345 46&& / 72853&!4 *)    @   ./) @ )  #  #    ) )A@) .   "  )   #) / $% @$$     ?  1 & "   1 + ,+ ""  "" , +-; = =BB   ). 6&  = ==< =< >< + ). 6&  ,+< = +>< -< T? G "  " # :  4  .'500 TT  0,"'0  .'500 * ,0 G "  " # , :  *) !# / ) $ ./ /)    rsætisráðherra, Downingstræti 10, í gær. Blair á vinstri hönd er dóttirin Kathryn, ky. olafur@mbl.is ÞÝSKI sagnfræðingurinn Bernd Wegner er einn af fremstu fræði- mönnum þjóðar sinnar í hern- aðarsögu og hefur ritað mikið um seinni heimsstyrjöld. Hann er pró- fessor við Helmut Schmidt-háskól- ann í Hamborg og flytur á morgun erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lok- um átakanna í Evrópu. Einnig mun Þór Whitehead, prófessor við HÍ, flytja erindi um hlutverk Íslands í heimsstyrjöldinni en hann hefur ritað mikið um þau efni. Þór segist að- spurður munu ræða hvernig stjórn- völd hérlendis hafi reynt að taka samtímis tillit til ólíkra hagsmuna. „Íslendingar lýstu yfir ævarandi hlutleysi 1918 með sambandslög- unum og voru hlutlausir þegar stríðið hófst 1939. Síðan kom eiginlega strax í ljós að stjórnvöld hér urðu nauðug viljug að eiga nokkurt samstarf við bandamenn. Samþykkt var við- skiptabann á Þýskaland sem innlend stjórnvöld sáu um að framfylgja hér,“ segir Þór. Hann segir að sam- starfið við hernámslið Breta hafi fyrst og fremst farið fram að tjalda- baki til að ögra ekki þjóðinni með því að brjóta augljóslega gegn hlutleys- isstefnunni og þjóðernishyggju al- mennings. Stjórnvöld hafi verið milli steins og sleggju. En hvers vegna töpuðu Þjóðverjar stríðinu? „Menn hafa hneigst til að svara spurningunni á tvo vegu,“ segir Bernd Wegner. „Annars vegar beina menn at- hyglinni að vissum at- burðum. „Menn segja til dæmis: Hitler ákvað að gera þetta frekar en hitt við ákveðnar aðstæður, hann hefði ekki átt að ráðast á Rússa, hann hefði ekki átta að lýsa yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum. Hin nálgunin er mjög ólík og það er sú sem ég nota, þá er meira hugað að því sem lá til grundvallar ákvörð- unum. Ég álít að vissir grunnveik- leikar hafi verið í stefnu Þýskalands ef borið er saman við stefnu banda- manna og þess vegna hafi Þjóðverjar tapað stríðinu. Það var ekki fyrir til- viljun að Þjóðverjar völdu rangar lausnir.“ Nasistar kunnu ekki að heyja nútímastríð – Hvaða veikleika áttu við? „Fyrst og fremst var um að ræða áhrifin af hugmyndafræðinni, óskyn- samlegar aðferðir við að taka ákvarð- anir. Hitler var alltaf látinn leika að- alhlutverkið þegar ákvarðanir voru teknar og þetta hentar alls ekki í flóknum heimi nútímans. Nasistar höfðu búið sig undir stríð, það var helsta takmark stjórnar þeirra en voru illa færir um að skipuleggja nú- tímalegt og flókið stríð, þar sem áherslan er á iðnað og framleiðslu. Annað er að þeir voru líka ófærir um að heyja stríð með bandalags- þjóðum.“ Wegner segir að þungamiðjan í hugmyndafræði nasista hafi verið að berjast, heyja styrjöld. Hugtakið friðsamlegt Nasista-Þýskaland væri mótsögn í sjálfu sér. „Nasisminn kom sér upp ákveðnum eigin, innri þrótti. Ég trúi ekki á neina sjálfvirkni í sög- unni en eðli nasismans olli því að hann hlaut að nokkru leyti með sjálf- virkum hætti að grafa sína eigin gröf. Hitler notaði í einhverjum mæli þá aðferð að deila og drottna í upphafi. En atburðarásin tók á vissan hátt af honum völdin. Hann var vissulega öflugur stjórnmálamaður og hafði mikla hæfileika í sumum efnum. Honum var lýst sem hálfgerðu of- urmenni í áróðrinum og kannski trúði hann því sjálfur að hann stýrði öllu af jafnmiklu öryggi og fullyrt var. En ég hallast að stefnu þeirra sem segja að Hitler hafi ýtt undir og skapað aðstæður sem þvinguðu hann til að grípa til sífellt róttæk- ari aðferða, þetta var nánast keðju- verkun sem rak hann út í hrunið. Eftir 1941 tel ég að hann hafi fremur verið leik- soppur en sá sem stýrði atburða- rásinni.“ – Þjóðverjar töldu sig vera yf- irburðaþjóðina. Hvaða áhrif hafði þetta? „Þetta var þröskuldur í mörgum skilningi. Þú nefndir samstarf við aðrar þjóðir, þeir gátu ekki myndað bandalög með öðrum á jafnrétt- isgrundvelli. Menn kunnu einvörð- ungu að beita valdi með þeim afleið- ingum sem því fylgja, framleiðslan snarminnkaði í öllum hernumdu löndunum í stríðinu. Þetta hindraði þá líka í að meta stöðuna rétt, þetta viðhorf brenglaði sýn þeirra á heiminn. Ef menn eru sannfærðir um að allt sem þeir gera sjálfir sé betra en hjá öðrum, þeir séu klárastir allra, hafa þeir alltaf hneigð til að vanmeta fjendur sína. Það gerðu nasistar og líka fólk sem ekki taldi sig vera nasista en starfaði í valdakerfinu. Menn máttu ekki velta því fyrir sér hvort aðrar þjóðir gætu verið fremri en Þjóðverjar! Naumur sigur bandamanna? – Þýskaland er aðeins eitt af ríkjum Evrópu, vissulega var það annað mesta iðnveldi heims 1939 en nóg er að skoða landakort til að sjá aflsmun- inn. Hlutu þeir ekki að tapa? „Margir hafa komist að allt ann- arri niðurstöðu. Bretinn Richard Overy, mjög virtur sagnfræðingur, ritaði fyrir nokkrum árum bók með titlinum Hvers vegna bandamenn sigruðu. Hann rökstuddi vel þá skoð- un sína, en sannfærði mig ekki, að bandamenn hefðu sigrað með naum- indum,“ segir Wegner. Hann segir að meðal þýskra sagnfræðinga sé hins vegar ríkjandi sú skoðun að Þjóð- verjar hafi varla átt möguleika á sigri og þeir hafi í reynd verið búnir að tapa snemma í stríðinu. Sjálfur gangi hann jafnvel lengra og segi að Þýska- land hafi aldrei átt möguleika á að vinna stríðið í heild sinni. Þjóðverjar hafi hins vegar sýnt að þeir gætu sigrað á afmörkuðum vígstöðvum. „Það var ekki ætlun Hitlers að hefja heimsstyrjöld, hann vildi heyja lítil stríð, takmörkuð stríð gegn ein- um óvini í senn, ekki mörgum. Þann- ig hugðist hann styrkja grundvöll veldis síns smám saman. Leifturstríðið gegn Rússum [sem hófst í júni 1941], Barbarossa- áætlunin, bar ekki fyllilega árangur en Hitler hafði ætlað sér að fresta þátttöku Bandaríkjanna amk. þang- að til Sovétríkin væru hrunin. En þau hrundu ekki. Í ljós kom að stríðið yrði langt og Bandaríkjamenn fylgdu stefnu sem merkti að ekki skipti miklu hvort þeir væru formlega stríðsaðilar eða ekki. Hitler hafði ekki traustar upplýs- ingar um samningaviðræðurnar sem Bandaríkjamenn áttu í við Japana. Versta niðurstaðan var sú að þeir semdu og þá gætu Bandaríkjamenn einbeitt sér að átökunum í Evrópu sem fyrr eða síðar hefði orðið dýr- keypt fyrir Þýskaland. Þess vegna taldi Hitler best að lýsa strax yfir stríði á hendur Bandaríkjunum eftir árás Japana 1941 á Pearl Harbour. Þetta var einskonar tilraun til að verða fyrri til en sjálf framtíðin, flýja inn í hana og hefja gagnárás. Honum fannst af tvennu illu skárri kostur að virðast amk. vera gerand- inn sterki en láta gagnaðilann lýsa yf- ir stríði gegn sér.“ Wegner segist ekki hrifinn af að tala um þáttaskil í sögunni en mik- ilvæg umskipti hafi samt orðið í des- ember 1941. Þá hafi Japanar ráðist á Bandaríkin, Þjóðverjar lýst yfir stríði á hendur Bandaríkjunum og Sov- étmenn stöðvað sókn Þjóðverja við Moskvu og hafið gagnsókn. „Allur rammi stríðsins breyttist varðandi tíma og rými. Fram til þessa höfðu átökin verið takmörkuð og frá sjón- arhóli Þjóðverja var um að ræða röð leifturstríða. Gagnsókn Sovétmanna merkti að þetta yrði ekki lengur leift- urstríð heldur langvarandi hernaður og ráðamenn Þýskalands voru ekki búnir undir að heyja slíkt stríð. Tíma- áætlun þeirra hrundi og stríðið varð einnig raunveruleg heimsstyrjöld frá þessum tímapunkti, barist var bæði í Evrópu og Austur-Asíu. Við þessar aðstæður var Hitler orðinn bara einn af mörgum en ekki sá sem réð ferðinni. Jodl hershöfðingi vitnaði síðar í Hitler sem um þetta leyti komst að þeirri niðurstöðu að ef til vill gæti hann ekki unnið og Jodl var honum sammála. Ef til vill gæti niðurstaðan orðið jafntefli.“ Óttuðust hefndir óvinanna – En hvers vegna studdu flestir Þjóð- verjar Hitler allt til endalokanna? „Fólk óttaðist að ef Þjóðverjar töp- uðu myndi þjóðinni verða gereytt. Menn vissu ekki nákvæmlega hvað var að gerast en vissu að framin voru fjöldamorð, vissu að hræðilegir hlutir voru að gerast á austurvígstöðv- unum. Margir og ekki síst hermenn hugsuðu með sér að ef það sem Þjóð- verjar væru að gera öðrum þjóðum myndi koma yfir þá sjálfa, þeirra eig- in fjölskyldur, væri aðeins ein leið til: að berjast til að koma í veg fyrir þann hrylling að andstæðingarnir fengju að hefna sín,“ segir sagnfræðing- urinn Bernd Wegner. Gátu ekki unnið Þýski sagnfræðingurinn Bernd Wegner flytur erindi um heimsstyrjöld- ina síðari í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag í tilefni af því að 60 ár eru frá stríðslokum í Evrópu. Kristján Jónsson ræddi við Wegner og einnig Þór Whitehead prófessor sem mun fjalla um hlutverk Íslands í stríðinu. Morgunblaðið/Eyþór Bernd Wegner: „En ég hallast að stefnu þeirra sem segja að Hitler hafi ýtt undir og skapað aðstæður sem þvinguðu hann til að grípa til sífellt rót- tækari aðferða, þetta var nánast keðjuverkun sem rak hann út í hrunið.“ Þór Whitehead kjon@mbl.is ’Jodl hershöfðingi vitnaði síðar íHitler sem um þetta leyti komst að þeirri niðurstöðu að ef til vill gæti hann ekki unnið stríðið og Jodl var honum sammála. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.