Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 29

Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 29 UMRÆÐAN SÓFADAGAR Seljum nokkra sýningasófa með allt að 25% afslætti. 15% afsláttur af öllum sérpöntuðum sófum. Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 OPIÐ SUNNUDAG 13-17 NÚ ERU atkvæðaseðlar í for- mannskjörinu komnir heim til Sam- fylkingarfólks um allt land. Mikilvægt er að við veljum þann frambjóðanda sem getur komið okk- ur í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Ég treysti Ingibjörgu Sól- rúnu til þess og til að verða næsti forsætis- ráðherra á Íslandi. Báðir frambjóðendur til formanns hafa margt til síns ágætis. Össur hefur unnið gott frum- kvöðulsstarf sem for- maður fyrstu árin ásamt þeim mörgu sem lögðu hönd á plóginn til að gera Samfylkinguna að þeim flokki sem hún er í dag.Hann hefur sjálfur sagt að hann líti á Ingibjörgu Sólrúnu sem framtíðarleiðtoga flokksins og sem slík var hún forsætisráð- herraefni okkar jafnaðarmanna í síð- ustu Alþingiskosningum þar sem Samfylkingin vann góðan sigur. Und- ir þá skoðun hans tek ég heilshugar og nú er tækifærið til að láta það verða að veruleika. Tími til að breyta Ingibjörg Sólrún er hæfileikaríkur forystumaður og ferst vel úr hendi að leiða saman fólk úr ólíkum áttum eins og sýndi sig í borgarstjóratíð hennar. Þar leiddi hún farsællega samstarf þriggja flokka í Reykjavíkurlistanum, sem sigraði örugglega í þrígang í kosningum í borginni. Það er komin þreyta í stjórnmálin og krafa um breytt vinnubrögð verð- ur æ sterkari. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt í verki að hún vill kalla sem flesta til samráðs við stefnumótun og ákvarðanir. Um það ber vönduð vinna í framtíðarnefndinni vitni, en ég tók þátt í starfi hennar ásamt fjölda annarra flokks- manna.Ingibjörg Sól- rún er lýðræðislegur og heiðarlegur stjórn- málamaður, sem á mik- ið erindi í forystu landsmálanna. Samfélag lífsgæða, jafnaðar og réttlætis Húsfyllir var á glæsi- legum baráttufundi stuðningsmanna Ingi- bjargar Sólrúnar í Borgarleikhúsinu sl. miðvikudagskvöld. Þar sagði hún m.a.: „Ríkisstjórnin hefur skapað hér samfélag valdstjórnar og misskipt- ingar. Hún hefur klúðrað því tæki- færi sem hún hafði til að takast á við nauðsynlegar breytingar á velferð- arkerfinu, menntakerfinu og atvinnu- lífinu. Breytingar sem hefðu getað skapað hér þróttmikið samfélag al- mennra lífsgæða, jafnaðar og jafn- réttis. Á tímum góðæris og hagvaxtar er lag til að takast á við slíka hluti – þá er hægt að nota auðlegðina til að skapa víðtæka sátt um nauðsynlegar kerfisbreytingar. Búa í haginn fyrir framtíðina og finna lausnir sem taka mið af þörfum fjölskyldnanna fyrir þjónustu og létta þeim lífið, jafna líf- eyrisréttindi landsmanna, renna styrkari stoðum undir almannatrygg- ingar, skapa nýjar leiðir í mennta- kerfinu og sátt í umhverfismálum. Til þess hefur ríkisstjórnin hvorki haft þrek né vilja.“ Samfylkingarfólk og aðrir jafn- aðarmenn geta tekið undir þessi orð Ingibjargar Sólrúnar og einnig þá framtíðarsýn sem fram kom í máli hennar á fundinum – að við ættum óhikað að nota hvert tækifæri til að skapa samstöðu um fyrirmyndarsam- félag á Íslandi þar sem félagslegu misrétti er úthýst og atorka og sköp- unarkraftur einstaklinganna fær not- ið sín. Samfélag þar sem við erum ábyrg bæði gagnvart okkur sjálfum og hvert gagnvart öðru. Kæru flokksmenn, nýtið atkvæð- isréttinn í formannskosningunni sem nú stendur yfir og komið atkvæðum ykkar tímanlega til skila. Það er kominn tími til að breyta – gerum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur að formanni Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún – alla leið Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um formannskjörið í Samfylkingunni ’Ingibjörg Sólrún erlýðræðislegur og heið- arlegur stjórnmálamað- ur, sem á mikið erindi í forystu landsmálanna. ‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG TILHEYRI X-kynslóðinni. Þeir sem tilheyra X-kynslóðinni eru fæddir á árunum 1961 til 1976. Stundum hefur verið talað um þessa kynslóð sem tómu eða gleymdu kynslóðina. Sagt er t.d. að einstaklingar sem teljast til X- kynslóðar séu svartsýnir, kald- hæðnir og rótlausir. Hver hefur ekki heyrt um hippa-kynslóðina, uppa-kynslóðina, X-kynslóðina, @-kynslóðina og þumalputtakyn- slóðina? Með þessum skrifum vil ég vekja athygli á að það sé orðið þreytt og í rauninni til skammar að rakka niður og dæma heilu kyn- slóðirnar. Það hefur alltaf skilað meiri árangri að einblína á kosti einstaklinga og styðja við bakið á þeim sem þurfa stuðning í gegnum þessi tímamótaár. Við höfum öll upplifað unglingsárin og munum öll eftir ummælum sem féllu um okkur og „okkar“ kynslóð. Í starfi mínu sem starfs- mannastjóri Domino’s Pizza vinn ég mikið með ungu fólki. Hjá Dom- ino’s Pizza eru 340 starfsmenn en flestir þeirra eru á aldrinum 18–25 ára. Ég er oft spurð að því hvort það sé ekki erfitt að vinna með þessu unga fólki sem virðist ekki leggja neinn metnað í vinnuna sína. Þetta viðhorf kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Ég get sagt með stolti að hjá Domino’s eru upp til hópa fyrirmyndarstarfsmenn sem sinna starfi sínu vel. Hver hefur ekki verslað hjá Domino’s Pizza í megaviku? Álagið á starfsmenn er mjög mikið en allir standa sig með sóma og stemningin er engu lík. Hvers vegna er þessi ímynd um „lata unglinginn“ föst í huga land- ans? Hefur þessi ímynd kannski alltaf verið við lýði? Eftir því sem ég skoða málin betur finnst mér viðhorfið til unga fólksins kannski ekki hafa breyst svo mikið í gegn- um tíðina. Það hefur alltaf verið eitthvað til að gagnrýna og skapast sú hefð að brjóta niður frekar en að byggja upp. Það eru alltaf ein- hverjir sem lenda í ógöngum en látum ekki þessa örfáu einstaklinga lita allan hópinn. Snúum þessari þróun við; hvetj- um, hrósum og ýtum undir það já- kvæða í fari einstaklingsins. HELGA FJÓLA SÆMUNDSDÓTTIR, Arnarhöfða 6, 270 Mosfellsbær. Duglegt og áhugasamt ungt fólk Frá Helgu Fjólu Sæmundsdóttur, starfsmannastjóra Domino’s Pizza:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.