Morgunblaðið - 07.05.2005, Page 40

Morgunblaðið - 07.05.2005, Page 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Svínið mitt © DARGAUD HEYRÐU NÚ MIG!! SJÁIÐ HVAÐ ÞETTA ÓGEÐSLAEGA DÝR YKKAR HEFUR GERT! ÞETTA VAR EKKI HANN ÉG GEF YKKUR FIMM MÍNÚTUR TIL ÞESS AÐ HREINSA GANGSTÉTTINA! ER ÞAÐ SKILIÐ?! FEITI HARÐSTJÓRI HANN ER EKKERT SMÁ LEIÐINLEGUR ÞESSI STÓRI HLUNKUR! HVAÐ GETUM VIÐ GERT? ÉG VEIT UM LAUSN ÁN ÞESS AÐ SKÍTA SIG ÚT GROIN! HÍHÍ ÉG NOTA STÆRSTA KÍNVERJA SEM ÉG Á Í ÞETTA. VIÐ LOSUM OKKUR ALVEG VIÐ AÐ HREINSA TIL HLAUPIÐ! ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ HREINSA STÉTTINA FORÐUM OKKUR! BURT BURT EN GANGSTÉTTIN ER ORÐIN HREIN HA? GRETTIR!! MATUR!! VARSTU FYRIR VONBRIGÐUM? PÍNU ÞETTA ER PÁSKADANS- INN OKKAR... HANN SÝNIR HVAÐ VIÐ ERUM ÁNÆGÐIR YFIR LÍFINU... ÞETTA ER EINS KONAR GLEÐIDANS... FUGLINN ER GLAÐUR YFIR ÞVÍ AÐ HANN SÉ EKKI Í MATINN ÞESSA PÁSKANA... TAKK AFTUR FYRIR AÐ PASSA, RÓSA ÞAÐ VAR EKKERT MÁL AÐ PASSA KALVIN ÞAÐ VAR NÚ GOTT. ÉG SKAL NÁ Í BÍLINN OG KEYRA ÞIG HEIM GÓÐA NÓTT RÓSA OG TAKK FYRIR... EKKERTMÁL... ER HÚN FARIN? Dagbók Í dag er laugardagur 7. maí, 127. dagur ársins 2005 Fátt gleður litla sæl-kerahjarta Vík- verja meira en þegar íslenska veitingahúsa- og skyndibitaflóran verður auðugri. Um síðustu helgi tók þetta sama litla sælkerahjarta kipp þegar Víkverji ráfaði fyrir einskæra til- viljun og ennþá meiri forvitni inn á nýjan skyndibitastað í mið- borginni. Heitir sá upp á engilsaxnesku Purple Onion – eða Fjólublár laukur – enda tjáði veitingamaður Víkverja að fyrirmyndina væri að finna í Eng- landi. Staðurinn er niðurkominn í Hafnarstræti, þar sem hinn ágæti Nonnabiti var áður til húsa. x x x Það fyrsta sem vakti áhuga Vík-verja var að þarna á matseðl- inum var swarma, skyndibiti sem minnir einna helst á kebab, sem Vík- verji kynntist fyrst á ferðum sínum um Mið-Austurlönd, nánar tiltekið Saudí-Arabíu. Þessi réttur er einnig býsna vinsæll í syðri hluta Austur- Evrópu enda kom á daginn að hinn nýi skyndibitastaður er að fullyrða má sá fyrsti sem bíður upp á skyndi- bita að rússneskri fyrirmynd. Einkar vingjarnlegur veit- ingamaðurinn, sem sagðist vera Jórdani, tjáði Víkverja að þessi ljúffenga hvítlauks- kröftuga útgáfa af swarma væri einn allra vinsælasti skyndibiti í stór- borgum Rússlands. Hann nyti einnig mik- illa vinsælda í Eng- landi og nú vildi hann kanna hvort hinir víð- sýnu Íslendingar væru eins ginnkeyptir fyrir swarmanu. x x x Þarna var einnigboðið upp á fleiri rússnesk-austurlenska skyndirétti; eins og djúpsteikta kartöfluklatta (samosur) og fylltar rússneskar pönnukökur. Eiginkona Víkverja ætlaði að prófa kartöfluklattana en veitingamanninum til mikillar gremju átti hann þá ekki lengur til. Í sárabætur bauð hann eiginkonunni hinsvegar upp á að bragða rúss- neska pönnukökuna með kjúklingi; bakaða á staðnum, sem hún vit- anlega þáði. Reyndist sá réttur eigi síðri og á Víkverji sannarlega eftir að venja komu sína á þennan nýja skyndibitastað; ekki einasta vegna tilbreytingarinnar og góðs matar heldur einnig vegna þess að þar vita menn hvað þjónustulund er. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Sýning | Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra, Bólstaðarhlíð 43, efnir til sýningar á munum sem unnir hafa verið í félagsstarfinu í vetur á sunnudag og mánudag kl. 13–17 báða dagana. Á sunnudag syngur söngkvartettinn Vallargerðisbræður og á mánudeginum verður tískusýning. Kaffi og meðlæti verður í boði báða dagana. Morgunblaðið/Eyþór Listmunir eftir aldraða MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. (Fil. 4, 12.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.