Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480
www.1928.is
Blaðaborð m/rós
áður kr. 7900.
nú kr.3900
Sumartilboð á völdum vörum
allt að 70% afsláttur
Sófaborð brúnt
áður kr. 29000
nú kr. 9000
Vínbar
áður kr. 8500
nú kr. 4200
Bakkar
áður kr. 2500 stk.
nú kr. 900 stk.
Sófaborð
áður kr. 19.500
nú kr. 9000
Hringborð í ljósu og dökku
áður kr. 4900
nú kr. 2500
Ýmiss önnur tilboð í gangi
Þú ert nú meiri þverhausinn, það er ekki nóg að maður þurfi að búa til sína eigin sam-
gönguáætlun, maður verður líka að vinna verkin sjálfur.
Íslendingar hafa veriðmjög virkir í að takaþátt í Leonardó da
Vinci starfsmenntaáætlun
Evrópusambandsins en í
ár eru liðin 10 ár frá upp-
hafi áætlunarinnar hér á
landi, en Ísland á aðild að
henni í gegnum EES-
samninginn. Áætluninni
má í grófum dráttum
skipta í tvennt, annars veg-
ar í mannaskipti sem eru
verkefni fyrir ungt fólk í
námi og vinnu og leiðbein-
endur og stjórnendur, t.d. starfs-
mannastjóra og fræðslustjóra, sem
eru í stöðu til þess að miðla þekk-
ingu áfram til starfsmanna sinna.
Hins vegar er um að ræða stærri
verkefni, svokölluð tilraunaverk-
efni, sem unnin eru í samstarfi
a.m.k. þriggja landa og geta spann-
að 12–24 mánuði. Þórdís Eiríks-
dóttir, verkefnisstjóri mannaskipta
á Landsskrifstofu Leonardó, segir
rétt rúmar 30 milljónir króna fást
til mannaskiptaverkefna hérlendis.
Til tilraunaverkefnanna, sem eru
talsvert stærri í sniðum og ólík
mannaskiptum, fást um 150 millj-
ónir króna á ári.
Á þessum tíma hafa um 1.800
manns nýtt sér möguleika til
starfsþjálfunar og símenntunar í
flestum Evrópusambandsríkjum.
Þátttaka í áætluninni hefur sti-
gaukist ár frá ári. Íslendingar hafa
stýrt 32 fjölþjóðlegum tilrauna-
verkefnum á tímabilinu og á 10 ár-
um hefur þátttaka í mannaskipta-
verkefnum fjórfaldast. Árið 1995
voru Íslendingarnir 61 talsins en í
fyrra fóru 229 manns utan.
Flestir sem fóru utan í fyrra
voru leiðbeinendur eða stjórnend-
ur eða um helmingur. Því næst
kom fólk í grunnstarfsnámi eða 64
talsins.
Hámarksstyrkur til hvers ein-
staklings er 5.000 evrur sem jafn-
gildir rúmum 400 þúsund íslensk-
um krónum.
Markmið Leonardó starfs-
menntaáætlunarinnar er að styðja
við þekkingu í Evrópu og bæta við
aðgerðir 32 aðildarlanda áætlunar-
innar í starfsmenntun. Þróun
starfsmenntunar er mikilvægur
hluti þeirrar áætlunar Evrópusam-
bandsins að það verði öflugasta
þekkingarhagkerfi heims árið 2010
eins og kemur fram í stefnuyfirlýs-
ingu leiðtoga sambandsins í Lissa-
bon árið 2000. Helstu áherslur í
þessari þróun eru að koma upp
sameiginlegum ramma fyrir mat á
getu og starfsfærni einstaklinga,
innleiða aðferðir sem tryggja
gegnsæi prófskírteina og hæfnis-
vottorða, auka hreyfanleika vinnu-
afls og skapa betri tækifæri til sí-
menntunar.
Markmið sem styrkja þessar
áherslur voru sett við upphaf ann-
ars áfanga Leonardó áætlunarinn-
ar árið 2000. Öll verkefni sem áætl-
unin styður þurfa að falla að einu
eða fleirum þessara markmiða:
1. Að bæta fagkunnáttu og færni
fólks.
2. Að auka gæði og aðgang að sí-
menntun í starfsþjálfun.
3. Að stuðla að og styrkja framlag
starfsmenntunar til nýsköpunar.
Mannaskipti eru samheiti fyrir
starfsþjálfun og mannaskipti í Evr-
ópu. Hægt er að fara í mannaskipti
til allra landa Evrópusambandsins
og þrátt fyrir að Norðurlönd og
England séu enn vinsælustu lönd-
in, hafa Íslendingar líka farið til
„nýju“ Evrópusambandslandanna,
t.d. Tékklands, Póllands, Eistlands
og Slóveníu og vinsældir Suður-
Evrópulanda færast stöðugt í vöxt.
Að sögn Þórdísar Eiríksdóttur
styrkja mannaskiptaverkefni fólk
til að afla sér reynslu og þekkingar
innan síns fagsviðs í öðrum Evr-
ópulöndum.
Sambönd til framtíðar
Ávinningur mannaskipta felur
meðal annars í sér nýja verkfærni,
tungumálaþjálfun og viðskipta-
sambönd til framtíðar.
Mannaskipti skiptast í tvo hluta,
mannaskipti og starfsmannaskipti.
Hið fyrrnefnda er fyrir fólk í
starfsnámi, ungt fólk á vinnumark-
aði og háskólanema. Starfsþjálf-
unina má taka sem hluta af námi,
eftir að námi er lokið eða á meðan á
samningi stendur. Dvalarlengd
mannaskipta er frá þremur vikum
til 12 mánaða. Dvalarlengd starfs-
mannaskipta er hinsvegar 1–6 vik-
ur.
Opinberir aðilar sem tengjast
starfsmenntun og starfsþjálfun,
geta lagt inn umsóknir um styrki á
auglýstum umsóknarfrestum en
þeir eru tvisvar á ári eða í febrúar
og að hausti.
Árið 2004 var í fyrsta skipti veitt
evrópsk gæðaviðurkenning fyrir
mannaskiptaverkefni og voru tvö
íslensk verkefni meðal þeirra 20
bestu í undanúrslitum.
Annars eru veittar annað hvert
ár gæðaviðurkenningar fyrir
mannaskiptaverkefni, eða svoköll-
uð Fyrirmyndarverkefni.
Að sögn Þórdísar hafa Íslend-
ingar verið afar duglegir við að
nýta sér þá styrki sem í boði eru og
árlega berist fleiri umsóknir en
hægt sé að styrkja. Aðspurð segir
hún stofnanir, fyrst og fremst
skóla sem kenna verklegar grein-
ar, nýta sér mannaskiptastyrkina
frekar en fyrirtæki í einkageiran-
um.
Fréttaskýring | Tíu ár frá upphafi Leonardó
starfsmenntaáætlunarinnar á Íslandi
Fjórfalt fleiri
fara utan
Um 1.800 manns hafa nýtt sér mögu-
leika til starfsþjálfunar og símenntunar
Afmælishátíðin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hlutir byggðir á verkum og
hugmyndum da Vinci
Í tilefni afmælisins verður af-
mælishátíð í Ráðhúsi Reykjavík-
ur 19. maí nk. með ýmsum dag-
skráratriðum sem tengjast
Leonardo da Vinci og stendur
hún fram til mánudagsins 23.
maí. Í tilefni af afmælinu var efnt
til samkeppni meðal framhalds-
og háskólanema um myndverk
eða hlut sem unnið er eftir hug-
mynd Leonardo da Vinci.
Úrslitin verða kunngerð á hátíð-
inni og verkin verða til sýnis í
sýningarsal Ráðhússins.
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
„SVAR ráðherra veldur vonbrigð-
um. Það er ómálefnalegt og það svar-
ar ekki efnislega neinum þeim at-
hugasemdum sem komu fram í
okkar bréfi,“ segir Páll Torfi Önund-
arson yfirlæknir um svar heilbrigð-
isráðherra við bréfi tólf yfirlækna
þar sem settar voru fram tillögur að
stjórnkerfisbreytingum á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi (LSH), t.d.
er varðar starfssvið sviðsstjóra og
yfirlækna. Engin niðurstaða hafi
fengist í málið með svari heilbrigð-
isráðherra, að mati Páls Torfa.
„Það er hlálegt að láta stjórnend-
ur sjúkrahússins sjálfa svara um-
kvörtunarbréfi okkar um stjórnun-
arhætti á LSH án þess að gefa okkur
færi á að gera athugasemdir við þau
svör en rangt er farið með mörg at-
riði í svarinu,“ segir Páll Torfi en í
svarbréfi heilbrigðisráðherra, sem
sent var málsaðilum í byrjun mán-
aðarins, kemur fram að óskað hafi
verið eftir umsögn þáverandi for-
stjóra sjúkrahússins, Jóhannesar M.
Gunnarssonar, við athugasemdum
tólfmenninganna. Kemur fram í
bréfi ráðherrans að engar athuga-
semdir séu gerðar við umsögn for-
stjórans.
Álitaefnin óbreytt
„Ráðherrann er að hvítþvo stjórn-
endur sjúkrahússins með bréfi sínu
og tekur ábyrgð á efni þess. En það
er alveg ljóst að málinu er ekki lokið.
Álitaefnin eru óbreytt.“
Segir Páll Torfi að almenningur
hafi rétt á að álitaefnum sé eytt og að
niðurstaða fáist í hvort uppbygging
stjórnskipulags á sjúkrahúsinu sé
með eðlilegum hætti. „Það hlýtur að
vera krafa löggjafans að lögin haldi í
landinu og að skipulag opinbers
sjúkrahúss sé bæði faglegt og lög-
legt og að yfirmenn geti gegnt lög-
bundnum starfsskyldum sínum og
þróun lækninga með hagsmuni sjúk-
linga og þjóðarinnar að leiðarljósi.
Við munum skoða allar leiðir til að fá
hlutlausan úrskurð um stöðu okkar,“
segir Páll Torfi.
Telur ráðherra ekki
hafa svarað efnislega
ALÞINGI hefur samþykkt að
veita 17 einstaklingum íslenskan
ríkisborgararétt. Allsherjarnefnd
bárust 54 umsóknir um ríkisborg-
ararétt, en nefndin mælti einungis
með að umsóknir frá 17 yrðu sam-
þykktar.
Einstaklingarnir eru frá Rúm-
eníu, Króatíu, Kúbu, Georgíu, Ník-
aragva, Filippseyjum, Bandaríkj-
unum, Lettlandi, Taílandi,
Frakklandi, Gvæjana, Kólumbíu,
Noregi, Mósambík og Tyrklandi.
17 fengu rík-
isborgararétt
♦♦♦