Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 11

Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR SÉRFRÆÐINGUR á sviði sjálfbærrar þróunar í ferðaþjónustu, Eugenio Yunis, segir í samtali við Morgunblaðið að Íslend- ingar geti verið í far- arbroddi á þessum vett- vangi ef rétt er á málum haldið, bæði af hálfu stjórnvalda og fyrirtækja og einstaklinga í ferða- þjónustu. Yunis er aðal- fyrirlesari á ráðstefnu sem fer fram á Grand hótel í dag um umhverf- isvottun í ferðaþjónustu. Ferðamálaráð og sam- gönguráðuneytið standa að ráðstefnunni ásamt fleiri aðilum tengdum ferðaþjónustunni. Eugenio Yunis er Chilebúi en hefur undanfarin ár starfað hjá Alþjóðaferðamálaráðinu í Madríd, WTO. Síðustu 20 ár hefur hann fengist við þróun og stjórnun ferðamála á alþjóðagrundvelli út frá sjónarhóli opinberra aðila. Af ýmsum störfum má nefna að hann er fulltrúi WTO gagnvart Sameinuðu þjóðunum hvað varðar sjálfbæra þróun og bar t.d. ábyrgð á undirbúningi alþjóðaárs vistvænnar ferðamennsku árið 2002. Þá stýrir Yunis samskiptum WTO við aðildarríki samtakanna vegna sjálf- bærrar þróunar, vistvænnar ferða- mennsku og uppbyggingar vanþró- aðra ríkja í ferðaþjónustu. Yunis segist hafa nokkur skilaboð fram að færa í Íslandsferð sinni. Í fyrsta lagi leggi hann ríka áherslu á að ferðaþjónusta verði viðurkennd sem sjálfbær atvinnugrein og litið verði á hana út frá sjónarhóli um- hverfisverndar, félagslegra þátta, efnahagsmála og menningar. Sé þetta ekki gert nái ferðaþjónustan ekki að blómstra til langs tíma. Yunis segir að svo virðist sem Ís- lendingar hafi áttað sig á þessu, mið- að við fund sem hann átti í gær í sam- gönguráðuneytinu með embættismönnum og forsvars- mönnum íslenskrar ferðaþjónustu. Þar hafi hann m.a. verið upplýstur um þingsályktunartillögu fyrir Al- þingi um áætlun í ferðamálum til árs- ins 2015, þar sem fram komi m.a. að Ísland stefni að því að ná forystu í umhverfisvænni ferðaþjónustu. Þetta sé góðs viti, sem og að staðið sé fyrir stórri ráðstefnu um þessi mál. „Það er ykkar lán hvað búa hér fáir á stórri eyju, fjöldi ferðamanna er ekki svo mikill og þess vegna er mun auðveldara að hafa stjórn á þróun ferðaþjónustunnar. Hægt er að beina henni inn á ákveðna markaði og þið hafið öll tækifæri til að þróa hér öfl- uga sjálfbæra ferðaþjónustu. Þið get- ið miðlað áfram af ykkar reynslu og verið í fararbroddi,“ segir Yunis. Stjórnvöld skapi umgjörðina Hann segist í öðru lagi leggja áherslu á hlutverk og mikilvægi stjórnvalda í því að skapa rétta um- gjörð fyrir umhverfisvæna þjónustu. Einkaaðilar skipti þar vissulega máli en stjórnvöld geti ekki verið stikkfrí. Skapa þurfi aðstæðurnar og um leið rétta löggjöf. Margs konar verkfæri þurfi að vera við höndina til að koma á sjálfbærri ferðaþjónustu. Ekki sé hægt að komast langt á eldmóðinum einum saman. Hugtakið sjálfbær ferðaþjónusta á sér ekki langa sögu í raun. Yunis bendir á að á sjöunda og áttunda ára- tug síðustu aldar hafi fyrst verið orðið vart við áhyggjur fólks af umhverfinu og umgengni mannsins við það. Með umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Rio de Janeiro árið 1992 hafi tekist að skilgreina þetta hugtak bet- ur og loks árið 1995 hafi Staðardag- skrá 21 verið komið á um sjálfbæra ferðaþjónustu. Ekki sé lengur litið á ferðaþjónustu sem einangrað fyr- irbæri heldur sé farið að fjalla um hana í víðara samhengi. Spurður um áhrif stórra fram- kvæmda á viðkvæmum svæðum á borð við Kárahnjúkavirkjun á ferða- þjónustu segist Yunis ekki hafa kynnt sér þá framkvæmd ítarlega. Almennt verði að taka mið af áhrifum virkjana eða námugerðar á nánasta umhverfi, ferðaþjónustu þar á meðal. Allar at- hafnir mannanna orki tvímælis og nefnir Yunis þar dæmi um áform í Evrópu um að virkja vindorku í stað olíu eða gass. Þá hafi komið fram mótmæli vegna sjónrænnar meng- unar af vindmyllum. „Ef viðbrögðin eru alltaf í þessa veru getum við alveg eins setið kyrr og ekki aðhafst neitt. Við þurfum bara að reyna að lág- marka áhrif okkar athafna á um- hverfið og taka tillit til þess,“ segir Eugenio Yunis. Eugenio Yunis um sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu Íslendingar geta verið í fararbroddi Morgunblaðið/Eyþór Eugenio Yunis, annar frá hægri, á fundi í samgönguráðuneytinu í gær með Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Elíasi Bj. Gísla- syni, forstöðumanni upplýsinga og þróunarsviðs Ferðamálaráðs. Auk þeirra sat fund- inn Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vestmannaeyjar | Hestamannamót eru ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar Vest- mannaeyjar eru annars vegar enda hesta- eign ekki algeng þar á bæ. Þó eru nokkrir frístundabændur í Eyjum sem halda bæði fé og hross og er Magnús Kristinsson, útgerð- armaður með meiru, í þeirra hópi. Hann læt- ur ekki landfræðilegar aðstæður aftra sér detti honum eitthvað í hug. Sem áhugamaður um hesta vill hann færa mót í heimahagana og um síðustu helgi stóð hann fyrir þriðja mótinu frá 1994. Hann fékk hesta og hesta- menn af fastalandinu í heimsókn auk heima- fólks en hápunktur mótsins var brúðkaup Ásu Birgisdóttur og Páls Heiðars Högnason- ar. Þau hafa búið saman í tíu ár en Páll bað Ásu að loknu mótinu á föstudeginum og ná- kvæmlega 24 tímum síðar skáru þau brúð- artertuna í veislu sem Magnús og Lóa kona hans héldu brúðhjónunum. Magnús var ánægður í mótslok og sagði að hingað hefðu komið tuttugu hestamenn og sextán hestar af fastalandinu en um tíu heimamenn tóku þátt í mótinu. Á föstudeg- inum var riðið vítt og breitt um Heimaey og endað á sveitarsetri Magnúsar, Lyngfelli, en þar fór fram töltmót þar sem um tuttugu hestar og knapar kepptu, bæði heimamenn og gestir af fastalandinu. Dómarar voru Kristján Björnsson, sóknarprestur í Landa- kirkju, og Bergur Elías Ágústsson bæjar- stjóri. Sigurvegari mótsins varð Ármann Ár- mannsson útgerðarmaður og þótti Magnúsi ekki verra að hann er ættaður frá Látrum í Vestmannaeyjum. Um kvöldið var borðhald í veislusal Eyjabústaða og á efir stjórnaði Árni Johnsen brekkusöng við mikinn fögnuð við- staddra. Þriðja hestamótið í Eyjum „Þetta er þriðja mótið sem haldið er hér í Eyjum, fyrsta var haldið 1994 en þá kom hingað hópur frá Mosfellsbæ, annað mótið var 2003, að hluta til sami hópur og kom hingað núna. Þessi mót eru miklu minni í sniðum en þessi hefðbundnu hestamannamót en þar eru nokkur þúsund manns þannig að þetta er gjörólíkt og miklu persónulegra. Fólkið sem hingað kom var mjög ánægt með móttökurnar, veðrið og aðstæður og mest er um vert að það á góðar minningar frá ferð- inni til Eyja,“ sagði Magnús. „Við höfum búið saman í tíu ár og stundum verið að tala um að láta pússa okkur saman en ekkert orðið úr því fyrr en núna,“ segir Ása þegar hún er spurð út í brúðkaupið. „Palli bað mín eftir mótið á föstudeginum og við ákváðum að gifta okkur daginn eftir en þetta var allt mjög skemmtilegt því sr. Krist- ján var dómari á mótinu.“ Hjónin Ása Birgisdóttir og Páll Heiðar Högnason koma út úr kirkjunni með syni sínum Sveini Andra. Brúðkaup á hestamannamóti í Eyjum Hér eru þeir sem unnu til verðlauna í töltkeppninni. Dómarar í töltkeppninni voru þeir séra Kristján Björns- son sem situr við stýrið og Bergur Ágústsson bæjarstjóri. Morgunblaðið/Sigurgeir „VIÐ botnum ekkert í þessari um- gengni. En það virðist eins og ein- hverjir komi þarna af og til og hendi ýmsu rusli og alls kyns dóti á borð við ónýta ísskápa og sófa,“ segir Þór- ólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá honum við þeim fréttum að fólk væri að losa sig við rusl í Öskjuhlíð. Spurður hvort hann telji fólk með þessum hætti vera að komast undan því að borga förgunargjald hjá Sorpu segist Þórólfur eiga erfitt með að sjá það þar sem almenningur geti notað stöðvar Sorpu endurgjalds- laust þegar um almennan heimilis- úrgang er að ræða. Aðspurður sagði Þórólfur ástandið í Öskjuhlíð ekki verra nú en oft áður. „Þetta er ekki stöðugt ástand, en gerist þó af og til og þá helst á kvöldin og um helgar,“ segir Þórólfur og bendir á að starfs- menn garðyrkjustjóra bregðist ætíð fljótt við þegar þeir verði varir við rusl á svæðinu eða fái ábendingu þess efnis og fjarlægi það um hæl. Að sögn Þórólfs er alltaf eitthvað um að fólk skilji eftir einnota grill og umbúðir því tengdu, en einnig sé greinilegt að einhverjir komi með rusl sitt á bílum gagngert í þeim til- gangi að losa sig við það í Öskjuhlíð- inni, því yfirleitt sé ruslið skilið eftir í Austurhluta Öskjuhlíðar, nálægt veginum sem liggi þar í gegn eða ná- lægt útskotum þar sem gert er ráð fyrir hægt sé að snúa bílum. „Einnig er líka eitthvað um það að fólk fari með ruslið inn á gangstíga þrátt fyrir að við höfum lokað stígunum með stórum steinhnullungum, þá er þeim einfaldlega velt til hliðar og keyrt inn á lokaða stíga,“ segir Þórólfur og tekur fram að þar á bæ hafi menn ekki tök á að vera með vaktmann stöðugt á svæðinu. „Þannig að við eigum engin augljós úrræði, önnur en að höfða til samvisku almenn- ings.“ Húsgögn meðal þess sem skilið hefur ver- ið eftir í Öskjuhlíð HREPPSNEFND Akrahrepps kom nýlega saman til fundar þar sem fjallað var um fyrirhugaðan flutning hringvegarins um Norður- árdal í Skagafirði. Fjórir af fimm nefndarmönnum samþykktu þá leið sem Vegagerðin hefur viljað fara en með nokkrum skilyrðum þó. Einn nefndarmanna skilaði séráliti og vildi halda sig við þá útfærslu sem hreppurinn vildi upphaflega fara. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa deilur verið um vegarstæðið milli heimamanna og Vegagerðarinnar. Um nokkurt skeið hefur framkvæmdin verið inni á samþykktri vegaáætlun en að sögn Jóns Rögnvaldssonar vega- málastjóra er vonast til að und- irbúningur verksins komist nú á fullt og útboð fari fram í haust. Jón segist aðeins hafa heyrt af niður- stöðu Akrahrepps munnlega en þegar hún berist skriflega verði skilyrði hreppsins skoðuð betur. Vonandi verði hægt að fá endan- lega niðurstöðu í málið. Að sögn Agnars Gunnarssonar, oddvita Akrahrepps, eru skilyrðin þau helst að gerð verði tvenn und- irgöng undir nýja veginn fyrir ábú- endur á Fremri-Kotum, reið- og rekstrarleið um gamla veginn verði afgirt, reynt verði að hafa veg- svæðið mjórra en staðið hefur til og tryggt verði að landbrot verði sem minnst við færslu Norðurár í landi bæjanna Egilsár, Flatatungu og Tungukots. Agnar segir þetta mál hafa verið erfitt fyrir hreppinn en vonandi takist nú sættir. Akrahreppur um Norðurárdalsveginn Leið Vegagerðarinn- ar samþykkt með nokkrum skilyrðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.