Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 23 UMRÆÐAN NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE TILBOÐ Amerískar lúxus heilsudýnur TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 72.000.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 Fyrirtækjaþjónusta Pantanasími 515 5100 • Fax 515 5101 www.oddi.is 50%afsláttur 479kr Verð áður 959kr Hvað skiptir máli? Áherslupennar, 10 í pk. Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 Fyrirtækjaþjónusta Pantanasími 515 5100 • Fax 515 5101 Rafhlöðuheftari www.oddi.is 50%afsláttur 1.445kr Verð áður 2.890kr Láttu ekki hefta þig! Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 Fyrirtækjaþjónusta Pantanasími 515 5100 • Fax 515 5101 www.oddi.is 30%afsláttur 375kr Verð áður 539kr Rúllaðu dæminu upp! Reiknivélarúllur 57 mm x 40 m BSRB gerir margar alvarlegar athugasemdir við frumvarp menntamálaráðherra um Rík- isútvarpið. Þau atriði sem vega þar þyngst eru breytingar á eignaraðild að RÚV, þ.e. að stofna sam- eignarfélag um Rík- isútvarpið. Þá gerir BSRB alvarlegar at- hugasemdir við ákvæði sem varða réttarstöðu starfs- manna. Ef við lítum fyrst á eignaraðildina þá fel- ur það í sér þversögn gagnvart íslensku máli að ræða um að félag sé sam- eign eins aðila. „Sameignarfélag“ ríkisins eins er í sjálfu sér ekkert annað en hreinn ríkisrekstur sem á að lúta þeim almennu reglum sem gilda um stofnanir ríkisins. Benda má á að í öðrum tilvikum þar sem opinberir aðilar eiga aðild að sameignarfélögum eru eigendur alltaf fleiri en einn, sbr. t.d. Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nýtt frumvarp um sam- eignarfélög sé í vinnslu hjá iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu. Þegar það verður orðið að lögum má gera ráð fyrir því að taka þurfi tillit til efnis þeirra laga við rekst- ur Ríkisútvarpsins. Frá þessu er a.m.k. ein undantekning og lýtur hún að því hversu margir eig- endur koma að rekstri sameign- arfélagsins, segir í greinargerð- inni. Þar er bent á að fordæmi séu fyrir því að gerðar séu undantekn- ingar á slíkum ákvæðum og nefna Póst- og símamálastofnun og Lyfjaverslun ríkisins sem dæmi, en þeim var breytt í hlutafélög þótt hluthafinn væri bara einn. Þessi dæmi eru tæpast sambæri- leg því skýrar laga- reglur voru um hluta- félög sem gátu átt við í meginatriðum þótt einungis einn aðili ætti allt hlutaféð. Þessu er ekki til að dreifa varðandi sam- eignarfélög. Lögfestar reglur eru ekki til um starfsemi þeirra og ólögfestu regl- urnar, sem taldar eru gilda um sameignarfélög, byggjast einmitt á þeirri forsendu að um sé að ræða fleiri en einn eiganda að félagi sem beri ótakmarkaða ábyrgð á rekstri. Réttarstaða starfsmanna Ljóst er að breytt eignarhald hefur það í för með sér að rétt- arstaða starfsmanna breytist verulega og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins gilda ekki lengur fyrir þá verði frum- varpið að lögum. Hvað þýðir þetta nákvæmlega varðandi réttarstöðu starfsmanna RÚV þegar stofnunin verður „lögð niður“ og „sameignarfélagið“ tek- ur við rekstrinum? Ekki verður betur séð en að baki frumvarpinu búi sú hugsun að breytt skuli rétt- arstöðu þeirra ríkisstarfsmanna, sem starfa hjá RÚV, án þess þó að annar aðili en ríkið taki við starfseminni. Áfram á RÚV að lúta stjórn ríkisvaldsins og það ber áfram ótakmarkaða ábyrgð á starfseminni. Með öðrum orðum er verið að setja lög um að starfs- menn RÚV verði áfram starfs- menn ríkisins án þess þó að um kjör þeirra, réttindi og skyldur, gildi almennar reglur um starfs- menn ríkisins. Brot á lögum Nauðsynlegt er að hafa að- ilaskiptalögin frá 2002 og lög um tímabundna ráðningarsamninga í huga þegar verið er að breyta réttindum starfsmanna RÚV en svo virðist ekki hafa verið gert. BSRB telur það stangast á við framangreind lög að binda boð um „sambærilegt starf“ við starfs- menn með ótímabundna ráðningu. Allir starfsmenn njóta verndar gegn uppsögnum samkvæmt að- ilaskiptalögunum. Samkvæmt aðilaskiptalögunum á RÚV sf. að yfirtaka gildandi ráðningarsamninga með þeim rétt- indum og skyldum sem þar grein- ir. Þá eiga starfsmenn RÚV sf. að njóta réttinda og bera skyldur í samræmi við ákvæði kjarasamn- ings. Kjarasamningurinn á því að gilda þar til honum verður sagt upp eða hann rennur út eða þar til annar kjarasamningur öðlast gildi eða kemur til framkvæmda. Biðlaunarétturinn Samkvæmt frumvarpinu um RÚV eiga starfsmenn að missa biðlaunarétt ef þeir taka við starfi eða hafna starfi. BSRB lítur svo á að með frumvarpinu sé verið að þrengja þann biðlaunarétt sem starfsmenn RÚV hafa áunnið sér í starfi. Að mati BSRB er eina rétta leiðin varðandi áunninn biðlauna- rétt starfsmanna að starfsmenn fái einfaldlega notið þeirra rétt- inda sem í honum felast þegar gerðar eru skipulagsbreytingar hjá stofnunum ríkisins sem leiða til þess að biðlaunarétturinn verð- ur virkur. Sértæk löggjöf sem er sett í því skyni að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn fái notið rétt- inda sem þeir hafa áunnið sér í starfi er að mati BSRB andstæð eignarréttarvernd stjórnarskrár- innar. Lífeyrisréttindi Ekki er annað hægt að lesa úr frumvarpinu en að réttindi þeirra sem eru í A-deild verði óbreytt við breytingu í sameignarfélag. Hins vegar virðist ekki vera hugsunin að þeir sem ráða sig til starfa eftir gildistöku laganna verði með aðild að LSR. Hvað rétt þeirra sem eru í B-deild LSR varðar þá er sett inn ákvæði um að fólk geti ekki á sama tíma verið í vinnu og notið lífeyris. Þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag var sambæri- legt ákvæði í þeim lögum. Það var hins vegar fellt niður með lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf. Því geta starfsmenn Póstsins og Landssím- ans verið að vinna og verið á líf- eyri. Eru nú fjölmörg dæmi um einstaklinga sem þannig stendur á um. Jafnræðisreglu er því ekki gætt í frumvarpinu og þyrfti að bæta úr því ef þessi lög á annað borð verða samþykkt. Vanreifað frumvarp Frumvarp menntamálaráðherra er eins og hér hefur komið fram óljóst um margt og vanreifað. Í því felst alvarleg aðför að rétt- indum starfsmanna Ríkisútvarps- ins auk þess sem miklir vankantar eru á þeim þáttum sem lúta að stjórnsýslu stofnunarinnar og tengslum hennar við ríkisvaldið. Óljóst og vanreifað frumvarp um RÚV Erna Guðmundsdóttir fjallar um frumvarp mennta- málaráðherra um RÚV ’Þau atriði sem vegaþar þyngst eru breyt- ingar á eignaraðild að RÚV, þ.e. að stofna sameignarfélag um Rík- isútvarpið. ‘ Erna Guðmundsdóttir Höfundur er lögfræðingur BSRB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.