Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 31 MINNINGAR ✝ Kjartan Ólafssonfæddist á Þóru- stöðum í Bitrufirði í Strandasýslu 27. jan- úar 1931. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ólafur Elías Einarsson og Friðmey Guðmunds- dóttir. Systkini hans eru Elísabet, f. 10 mars 1932, Ásta Kristjana, f. 24 ágúst 1936, og Ingþór, f. 21. september 1945. Árið 1952 kvæntist Kjartan Guðmundu Haraldsdóttur, f. 31. ágúst 1928, d. 19. sept. 1989, og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: Óla Friðmey, f. 24 október 1952, Ólafur Har- aldur, f. 3. apríl 1954, d. 20. maí 1979, Ingvar Einar, f. 22. des. 1957, d. 9. okt. 2004, og Gísli Kristján, f. 23. okt. 1965. Kjartan bjó alla sína tíð að Sandhól- um í Bitrufirði og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína og var organisti í Óspaks- eyrarkirkju um tíma. Útför Kjartans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur á Óspakseyri laugardaginn 14. maí. Mér er alltaf mikils virði mega geyma fagran sjóð. Björt er sól í Bitrufirði, bjart er yfir æskuslóð. Lék ég mér sem lítill strákur, labbað var þá upp á brún eða líkt og fimur fákur frjáls ég hljóp um fjöll og tún. Lífið var mér létt í spori, ljúfu æskuárin góð. Allt varð þá að einu vori, ættjörð þér ég syng mín ljóð. Minningar sem gleði geyma, gleðja augun tindaskörð. Þar sem ljúfar lindir streyma og líða hljótt í Bitrufjörð. (Har. Haraldsson yngri.) Nokkur orð um mág minn látinn. Okkar kynni eru orðin löng og margs að minnast. Það mun hafa verið um 1950, að systir mín Guð- munda og kona mín unnu saman í Heyrnleysingjaskólanum einn vet- ur, og það atvikaðist þannig að þær náðu mjög vel saman, og það verður úr að Elísabet, sem er frá Þórustöð- um í Bitrufirði, kemur því að að Guðmunda verður ráðin sem kaupa- kona um sumarið eftir að Óspak- seyri og það verður svo að bróðir hennar Kjartan verður svona hrifinn að það varð ekki aftur snúið. Þau trúlofa sig og það verður úr að þær ráða sig svo að Reykholti í Borg- arfirði. Veturinn eftir og að næsta sumri fara báðar svo að Þórustöð- um, og þar er talað um að þau fari að byggja sér nýbýli sem síðar varð að Sandhólum. Ég fór þarna í heim- sókn þá um sumarið og við Elísabet fórum að líta hvort á annað, og svona endaði þetta, við gift í kross. Kjartan og Guðmunda gifta sig í febrúar 1952 og eignast sitt fyrsta barn það sama ár. Það mun hafa borið í milli að við byggðum saman nýbýli þarna að Sandhólum en úr því varð ekki. Við Ella giftum okkur 1955 og eignumst okkar fyrsta barn 1954. Það verður úr að ég hætti hjá Slippfélaginu í Rvík hf. og við Ella fórum norður í Bitru að byrja bú- skap og jafnframt byggja með Kjartani þetta nýbýli að Sandhólum. Komum snemma um vorið og við Kjartan ásamt einum smið og bónda þarna, Gísla í Gröf, byggjum að mestu íbúðarhúsið, fjósið og hlöður og fjárhús. Þetta var mikið verk, en Kjartan var laginn maður mjög, allt sem að þessu laut, trésmíði, mæl- ingar og allt þetta, lá mjög fyrir hon- um en ég er ekki smiður góður eins og sagt er, get varla rekið nagla rétt, en svo komu sveitungarnir þegar steypt var. Það hefur oft verið minnst á þetta átak Kjartans og það er ekki furða, unnið fram á nætur allt vorið og fram á haust, með bú- skapnum á Þórustöðum, en þar bjuggu foreldrar hans, Ólafur Elías Einarsson og Friðmey Guðmunds- dóttir. Þarna voru þá líka foreldrar Ólafs, Einar Ólafsson og Ingunn Helga Gísladóttir, og tvö önnur systkini hans, Ásta Kristjana og Einar Ingþór. Svona var þetta í sveitum hér áður að það þekktist ekki annað en öll fjölskyldan væri saman. Ég verð að segja að þetta mótar mann eins og Kjartan sem var nátt- úrubarn mikið, hafði náttúrlega alist upp við þetta og var mikill fjöl- skyldumaður alla tíð. Við Kjartan náðum vel saman og unnum þetta allt með dugnaði hans í fyrirrúmi. Eins var með okkar eig- inkonur, þar var sko vinskapur í góðu lagi, og það þurfti krafta og þor til að hafa við honum, þvílíkur dugn- aðarforkur var hann. Ég verð að segja að mér leist ekki mjög vel á mig þarna fyrir norðan í fyrstu, en þetta landslag grípur mann og heillar þegar maður hefur verið þarna nokkurn tíma. En bú- skaparhugleiðingar hverfa hjá okk- ur Ellu og látið var nægja að fara á haustin í leitir og fórum við alltaf þessi ár á eftir og um páska og jafn- vel jól, og svo líka á rjúpu. Þetta var heimavöllur Dadda, rjúpnaveiðar og tófuveiðar, og allt sem hægt var að nýta til bjargar. Skektan notuð við rauðmagaveiði og svo silungur í ánni þarna, ein sú besta bleikja sem mað- ur smakkar. Svo var þetta fólk allt mjög söngelskt og allir sungu þarna við öll tækifæri og það var oft gleð- skapur og gaman. Daddi hafði mjög góðan bassa og var lagviss mjög, lærði að spila á orgel hérna fyrir sunnan og spilaði í kirkjunni á Óspakseyri lengi. En svo ég komi nú að Þórustöðum aftur, þar var alltaf mjög gest- kvæmt, stundum meira en nóg að mér fannst. Pabbi Dadda, Ólafur, var oddviti, síðan hreppstjóri og endaði sem kaupfélagsstjóri. Þetta bauð upp á mjög mikið af gestakom- um, og eftir að þau flytja þarna burtu, helst þetta aftur við Sand- hóla. Þar var oft mjög margt um manninn og fjör og gaman, og sung- ið mikið. Daddi þá hrókur alls fagn- aðar, en fyrst og fremst var mað- urinn mikil búmaður, fjárglöggur með afbrigðum og náttúrubarn, vel lesinn og þekkti alla bæi nánast á Ís- landi. Maður kom sko ekki að tóm- um kofunum þar, allar kirkjur og presta flesta, og svo lesinn um ætt- fræði að maður gat flett bara upp í honum. En þetta gerist ekki án áfalla, sonur þeirra Ólafur ferst með svip- legum hætti 1979 og svo missir hann konu sína 1989 og stuttu síðar fer hann að minnka við sig smátt og smátt og Ingvar sonur hans tekur við búskapnum að mestu leyti. Fyrir tveimur árum greindist hann með illvígan sjúkdóm og verður svo fyrir einu áfallinu enn er Ingvar sonur hans varð bráðkvaddur í leitum síð- asta haust. Það er komið að leiðarlokum og við Ella vottum nánustu aðstand- endum samúð okkar. Hafðu þökk fyrir allt, mágur og bróðir. Haraldur Haraldsson. Í dag er til moldar borinn móð- urbróðir minn Kjartan Ólafsson bóndi á Sandhólum í Bitrufirði í Strandasýslu. Það er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans nokkrum fátæklegum orðum. Hann fæddist 27 janúar árið 1931 að Þórustöðum í Bitru, og hóf síðar búskap að Sandhólum nýbýli á land- areign Þórustaða þar sem hann bjó alla sína tíð. Hann kvæntist Guðmundu Har- aldsdóttur frá Reykjavík föðursyst- ur minni og eignuðust þau fjögur börn. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var í sveit hjá honum afa mínum Ólafi Elíasi Einarssyni og ömmu minni Friðmeyju Guðmundsdóttur, foreldrum Kjartans, og ég man hvað ég var stoltur þegar Kjartan frændi hringdi í afa og bað um að fá mig í vinnu niður í Sandhóla. Það var alla tíð alveg einstaklega gaman að koma þar á bæ. Kjartan var náttúrubarn og það sem skipti hann mestu máli var fólk og fjöll og búskapurinn var honum í blóð borinn. Hann var fróður mjög og vel lesinn um land og þjóð. Minn- isstæðustu ferðalög sem ég hef farið um landið var með honum, hann þekkti flesta bæi og sögustaði á landinu þó að hann hefði aldrei kom- ið þar áður. Kjartan var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og hafði yndi af söng og orgel var hans hljóðfæri sem hann lærði ungur á og fallegri söng og spil hef ég aldrei heyrt en einmitt heima hjá honum í sveitinni minni. Hagmæltur var hann og vel pennafær þó hann flíkaði því aldrei og gestrisinn með afbrigðum og það var hrein upplifun að ræða við hann um lífið og tilveruna og hlusta með honum í kvartett og karlakór flytja ættjarðarlög sem voru honum mjög hjartfólgin. Það er komið að leiðarlokum hjá Dadda frænda sem mér þótti alveg óendanlega vænt um og söngur þagnar seint í byggð sem átti slíkan mann. Það eru margir sem eiga um sárt að binda núna, systkini hans, mamma, Ásta og Ingþór og Didda og Gísli og fjölskyldur, afabörn, Siggi Óli, Ingunn og Guðmundur Kjartan. Guð veri með ykkur á þess- ari sorgarstund en það er guð sem vísar okkur veginn áfram og það er vor í lofti og þó að skýjað sé í dag þá er sólin alltaf björt í Bitrufirði þar sem ekki bara fólk heldur líka fjöll syrgja í dag einn af bestu sonum þessa lands. Blessuð sé minning þín, kæri frændi, og hafðu þökk fyrir allt. Haraldur Haraldsson. Elsku Daddi, nú er komið að kveðjustund og tregt er tungu að hræra en eftir stendur þakklæti fyr- ir allar yndislegu stundirnar hjá þér í sveitinni. Þú varst alltaf besti frændi í heimi og hafðir nógan tíma fyrir okkur krakkana og alltaf var stutt í grínið og glensið og sögurnar margar sem við fengum að heyra. Söknuður okkar er mikill og við er- um svolítið fátækari núna þegar vantar „æðsta prestinn“ eins og ég kallaði þig oft í gríni. En Daddi minn, það deyfir sárin að eiga dásamlega minningu um liðnu árin og ég bið guð að vera með þínum nánustu á þessari sorgar- stund og læt hér fylgja nokkrar lín- ur úr ljóði sem bróðir minn sendi þér eitt sinn: Ég línur skrifa lítið kann, læt þó flakka brag um heiðursfrænda og hestamann sem hyllum við í dag. Hugur leitar heim til þín, heyrist sungið lag þar sem fögur fjallasýn faðmar þig í dag. Ei er lífið alltaf vor, er því stundum hark. Gengnu spor þín geyma þor, geyma mikinn kjark. Öll þín störf og öll þín tryggð eilífð meta kann. Söngur þagnar seint í byggð sem á slíkan mann. (Har. Har.) Hafdís Haraldsdóttir (Haddý). Elsku frændi, nú þegar þú ert horfinn frá okkur rifjast upp margar góðar minningar frá veru minni í Sandhólum í gegnum tíðina. Alltaf fannst mér leiðin norður alveg skelfilega löng og við Bjarki vorum farin að spyrja strax í Hvalfirðinum hvort við værum ekki að verða kom- in því að við vorum svo spennt. Og seinna þegar ég var farin að vinna í Staðarskála voru þær ófáar frívakt- irnar sem ég keyrði til ykkar. Alltaf fannst mér ég vera að koma heim, svo vel var tekið á móti mér. Og þó að heimsóknunum hafi fækkað þessi seinustu ár fann ég samt alltaf þessa tilfinningu þegar ég kom, það var eins og ég væri að koma heim. Þegar ég kom til þín á spítalann og sá þig í þessum hvítu spítalaföt- um þá fannst mér þú svo ólíkur sjálf- um þér. Ég saknaði þess að sjá þig ekki í lopapeysu og helst hefði ég viljað hitta þig heima á Sandhólum eða í fjörunni þar sem að þér fannst svo gott að vera. Mér fannst svo sárt að heyra þig segja að þú mættir ekki fara heim aftur í vor því að ég vissi að það yrði þér erfitt að vera fastur fyrir sunnan þegar allt væri að fara á fullt í sveitinni, sauðburður að byrja og allt að lifna við. En nú veit ég að þú ert kominn heim í sveitina þína og getur fylgst með þegar krían kemur og í þetta skipti getur hún þó allavega ekki goggað í skallann á þér eins og hún gerði þó svo oft hér áð- ur. Mikill er okkar missir, á innan við átta mánuðum eruð þið Brói báðir farnir frá okkur. Elsku Didda og fjölskylda, Gísli og fjölskylda og Lilli minn. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð og vona að guð gefi ykkur nægan styrk til að takast á við þessa erfiðu tíma. Ingibjörg. Elsku Daddi frændi, mig langar til þess að kveðja þig með örfáum orðum. Það var dýrmætt að fá að eiga frænda eins og þig. Þú varst ákaflega fróður og skemmtilegur maður. Það var alltaf jafn yndislegt að koma í Sandhóla, alltaf skemmti- legar minningar um hverja einustu ferð þangað. Nú er orðið tómlegt í Sandhólum en þú varst orðinn veikburða og ég trúi því að þér líði vel þar sem þú ert núna í faðmi ástvina þinna er farnir eru. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð að veita þeim Diddu og Gísla, börnum og öðrum ástvinum styrk um alla framtíð. Hvíl í friði, elsku besti frændi minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elísabet (Ellý). Nú er minn kæri vinur, Kjartan Ólafsson, bóndi á Sandhólum í Bitru, hættur að búa. Þar er dauft yfir bæ því að sonur hans Ingvar lést síðast- liðið haust og er stórt skarð höggvið í lítið samfélag, Bitruna. Kjartan var afburða vel af guði gerður. Einn af þessum mönnum sem náðu að lifa tímana tvenna. Hann virtist vita, geta og kunna flest. Hann sagði stundum af sinni einstöku gamansemi að fólk fætt fyrir stríð væri miklu merkilegra, en hinir sem á eftir komu. Ungur lærði hann organleik suður í Reykjavík og lék á orgel árum sam- an í litlu kirkjunni sinni á Óspaks- eyri. Þetta var ein af fáum dvölum hans af bæ. Var sístarfandi og tókst af fádæma dugnaði að sjá sér og sín- um farborða, enda bóndi af bestu gerð. Hann var einstakur söng- og gleðimaður, frábær sagnaþulur og þekkti sveitir og jarðir á landinu af bókum betur en margur, er þar hafði dvalið, þótt hann hefði ekki þar komið. Gestrisinn var hann með eindæm- um og virtist alltaf hafa stund til að sinna þeim, sem hjá garði fóru og var mjög umhugað um að veita vel. Þá við kynntumst var hann orðinn mjög slitinn enda búinn að taka vel til hendinni árin öll. Sagaði rekavið miskunnarlaust í höndunum í sín hús. Afburða veiðimaður var hann bæði til sjós og lands og var léttur í spori er hann hélt til fjalla að sækja sér rjúpu til búdrýginda. Mörg voru þau heimili er nutu góðs af hans snilldar kjötvinnslu. Reykti frábært kjöt hvert haust. Gaf vinum og vandamönnum sér til mik- illar gleði. Ég er ekki viss að fá tæki- færi til að kynnast öðrum eins snill- ingi á lífsleiðinni og mun ég sakna hans sárt, því að það voru algjör for- réttindi að fá að vera gestur slíks öð- lings. Aðstandendum bið ég Guðs blessunar. Magnús Sigurðarson, Indriðastöðum. KJARTAN ÓLAFSSON Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÚLÍUSAR HELGA GUÐMUNDSSONAR frá Garðhúsum, Garði, Smáraflöt, Garði. Sérstakar þakkir færum við Björgunarsveitinni Sigurvon, Sandgerði, og Björgunarsveitinni Ægi, Garði, sr. Birni Sveini Björnssyni og Richard D. Woodhead. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Óskarsdóttir, Óskar Júlíusson, Linda Birgisdóttir, Friðbjörn Júlíusson, Sveinbjörg Gunnlaugsdóttir, Agnar Trausti Júlíusson, Neli Traskeviciute, Kjartan G. Júlíusson, Helena Piechnik og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, HALLDÓRS BIRGIS OLGEIRSSONAR vélstjóra, Gullsmára 7, Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Borg, María Halldórsdóttir, Bjarni H. Matthíasson, Elín Ósk Halldórsdóttir, Guðmundur Þ. Björnsson, Ásta Halldórsdóttir, Ómar Ásgeirsson, Garðar Halldórsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Ragnar Halldórsson, Óskar Elvar Guðjónsson, Hallbjörg Thorarensen, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.