Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín MaríaHafsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1955. Hún lést á heimili sínu laugardaginn 30. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir Hall- beru Ólafsdóttur, húsmóður, f. 29. maí 1936, og Hafsteins Þórs Stefánssonar, fyrrv. skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, f. 26. janúar 1936, d. 21. maí 2000. Kristín átti tvær systur. Þær eru: 1) Auður Aðalheiður, f. 10. júlí 1962, maki hennar er Þorbjörn V. Gestsson, börn þeirra eru Hildur Hafdís og Davíð. 2) Stefanía Ólöf, f. 29. maí 1967, fyrrv. maki hennar er Pálmi Bernhardsson, barn þeirra er Laufey. Hinn 30. mars 1985 giftist Kristín Halldóri Þ. Sigurðssyni, flugstjóra, f. 11. október 1947. Barn þeirra er Aðalheiður Björg, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, f. 7. nóvember 1987. Þau slitu samvistir 1994. Kristín lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum að Núpi í Dýrafirði 1971. Hún varð stúd- ent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1975, lauk BA-prófi í ensku og dönsku frá Háskóla Íslands 1980 og prófi í upp- eldis- og kennslu- fræði frá sama skóla 1983. Hún starfaði sem kennari við Námsflokka Reykja- víkur 1975–1979 og 1983–1985, var forfallakennari við Haga- skóla 1977–1979, stundakennari við Ármúlaskóla 1980 og 1983. Hún varð kennari við Laugalækj- arskóla 1981 og kenndi þar til ársins 1998. Hún starfaði sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands sumrin 1976–1979 og sem flug- afgreiðslumaður sumrin 1980– 1985. Útför Kristínar hefur farið fram. Elsku Stína mín. Það er óskaplega sárt að þurfa að kveðja þig svona snögglega og fyrir aldur fram. Það er þó huggun harmi gegn að núna ertu laus við þrautir sjúkdómsins sem þú varst haldin, en vissulega varpaði hann oft skugga á líf þitt. Ég ætla hins vegar að geyma vel minningarn- ar um þær ótal mörgu og góðu sam- verustundir sem við áttum þegar þú gekkst sólarmegin í lífinu. Fyrir þær stundir er ég þakklát. Þá gafstu líka ríkulega af þér, enda hafðir þú svo marga góða eiginleika; þú varst hlý, örlát og skemmtileg. Mér þótti ákaf- lega vænt um þig og ég veit að það var gagnkvæmt. Laufeyju minni varstu góð frænka og hún á líka eftir að syrgja þig. Ég trúi því að pabbi hafi tekið á móti þér og að hann umvefji þig með ást og kærleika. Ég kveð með sömu orðum og þú varst vön að kveðja með: „Guð veri með þér.“ Þín systir Stefanía. Elsku systir mín, mágkona og frænka, við kveðjum þig hinstu kveðju. Nú ert þú frjáls frá öllum þjáningum sjúkdómsins sem hafði heltekið þig. Við munum sakna þín en við vitum að þú hefur það gott núna. Það eru margar góðar minningar sem við höfum um þig. Sendum þessa bæn, vegna þess að við vitum að þú hafðir mikið dálæti á henni. Guð styrki Aðalheiði dóttur þína í sorg sinni og Guð geymi þig. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Auður A. Hafsteinsdóttir, Þorbjörn V. Gestsson, Hildur Hafdís og Davíð Þorbjörnsbörn. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann engin skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burtu úr heimi hröðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku vinkona. Eftir að ég fékk fréttirnar af láti þínu settist ég niður og fór að fletta í gegnum gömul myndaalbúm sem ég á og þar eru ófá- ar myndirnar af þér. Af þeim öllum skín lífsgleðin og grallarasvipurinn frá þér. Þú áttir svo gott með að láta öllum líða vel í kringum þig með þinni alkunnu frásagnarsnilld og bröndur- um. Það var ekki skrítið hvað þú sóp- aðir að þér mörgum vinum og kunn- ingjum og alls staðar varstu hrókur alls fagnaðar. Við hittumst fyrst sex ára gamlar í tímakennslu og fylgdumst síðan að í Breiðagerðisskóla til 12 ára aldurs er þú fluttir í Árbæjarhverfið. Við hætt- um ekkert að hittast þótt um lengri veg væri að fara. Ein minningin sem ég á frá þessum tíma er þegar ég heimsótti þig í Hraunbæinn og við gengum upp að Rauðavatni. Þú sagð- ir mér að þú hefðir lesið svo frábæra bók sem ég ætti endilega að lesa. Þeg- ar við vorum komnar að Rauðavatni hafðirðu þulið upp innihald bókarinn- ar næstum orðrétt og ég þurfti auð- vitað ekkert að hafa fyrir að lesa hana. Staðreyndin er sú að þar sem þú varst nálægt þurfti maður voða- lega lítið að opna munninn, þú sást al- veg um það og það hentaði mér ágæt- lega. Mér er það einnig minnisstætt þeg- ar við horfðum saman á bíómyndir að þú varst alltaf að útskýra myndirnar fyrir mér. Ég sagði eitt sinn við þig að ég sæi alveg hvað væri að gerast og skildi ágætlega og þú truflaðir mig. Þá afsakaðir þú þig og sagðir mér að þú værir svo vön að sitja með litlu systrum þínum og horfa á sjónvarpið og þær væru alltaf að biðja þig um að útskýra fyrir þeim efnið og að lesa textann fyrir þær og þú bara gleymd- ir þér. Þannig varstu; alltaf reiðubúin að leiðbeina og hjálpa, jafnvel óafvit- andi. Þegar við vorum 18 ára gamlar fór- um við saman til Jersey til að vinna á hóteli. Hvílíkt sumar! Við brölluðum margt og oft hefur samferðafólk okk- ar verið þreytt á okkur þegar við vor- um að rifja upp þennan skemmtilega tíma. Við þurftum t.d. að færa hót- elgestunum morgunte í rúmið kl. hálf- átta á morgnana og ósjaldan lenti teið í gólfinu enda við misvel upplagðar svo snemma að morgni og eins gátum við oftast séð eitthvað fyndið við fólkið þar sem það lá í rúmunum og töluðum við um það á okkar ylhýra máli og enginn skildi neitt hvað við vorum brosmildar. Oft sagðir þú einhvern brandara áður en ég bankaði á dyrnar og fór inn og ég átti í vandræðum með að halda andlitinu. Þú gast líka verið alvarleg stundum og á þessum tíma hjálpaðir þú mér og stóðst með mér eins og klettur þegar ég fékk slæmar fréttir að heiman. Þú varst búin að ákveða að læra ensku í háskólanum og feta í fótspor pabba þíns og verða kennari. Það var ótrúlegt hvað málið lá vel fyrir þér, þú gast talað ensku eins og innfæddur Skoti, Londonbúi, Jerseybauni o.s.frv. allt eftir því hverjir voru í kringum þig. Þetta sumar varðst þú ástfangin upp fyrir haus og fannst það frekar súrt að þurfa að fara heim að hausti til að klára menntaskólann. Eiginlega hafði enginn í heiminum orðið svona ástfanginn eins og þú, það hélst þú allavega. Seinna meir kynntistu honum Geira og áttir með honum nokkur ár og enn seinna Halldóri sem gaf þér hana Heiðu, gimsteininn þinn. Það eru svo ótal margar góðar minningar sem ég á um þig, Stína mín, og maður getur ekki annað en brosað í gegnum tárin þegar þær koma upp í hugann enda varstu með afbrigðum skemmtileg. Síðustu árin hafa verið þér erfið og ekki allt farið eins og til stóð. Ég veit að þér líður betur núna og að pabbi þinn hefur tekið vel á móti þér. Þú varst trúuð manneskja og kunn- ir ógrynnin öll af bænum og versum sem þú fórst með á kvöldin áður en þú fórst að sofa og svo signdirðu þig í bak og fyrir og einnig alla þá sem í kring- um þig voru. Ég kveð þig nú, Stína mín, með orðunum sem voru svo oft kveðjuorð- in þín: Góða nótt og Guð geymi þig. Elsku Heiða mín, þú áttir góða mömmu og hún var stolt af þér. Ég votta þér samúð mína og eins Höllu ömmu þinni, systrunum Auði og Stef- aníu og fjölskyldum þeirra. Sólveig Helgadóttir. Stína var góð vinkona. Við kynnt- umst þegar við bjuggum í sama húsi í Samtúninu. Við náðum strax vel sam- an og heimili okkar runnu saman eins og við værum ein fjölskylda. Við vor- um með merkjakerfi, bönkuðum í rör- in hjá ofnunum ef við vildum kalla hvor á aðra til að spjalla eða borða, því oft voru sameiginlegar máltíðir í hús- inu. Stína var dýravinur og við vorum báðar með ketti sem fundu andrúms- loftið og gengu inn og út á báðum heimilum. Þetta var fjórbýlishús og seinna bættust góðir vinir við í hinar tvær íbúðirnar, þ. e. öll pörin í húsinu voru vinir og á svipuðum aldri, milli tvítugs og þrítugs. Stína var á þessum tíma flugfreyja á sumrin og kennari á veturna og sinnti báðum störfum af miklum áhuga og sóma. Það geislaði gleði og góðvild frá henni, hún hafði skemmti- legan húmor og alltaf stutt í hlátur- inn. Hún var mjög félagslynd, fjörug og skemmtileg og því hrókur alls fagnaðar í veislum. Stína var alltaf tilbúin að hjálpa ef á þurfti að halda og gerði aldrei flugu mein í orðsins fyllstu merkingu, því hún lagði mikið á sig við að koma út flugum án þess að meiða þær. Þetta var mjög skemmtilegur tími og eftir á að hyggja líklega með þeim betri í lífi Stínu sem var allt annað en auðvelt alveg frá byrjun. Síðan skildu leiðir, ég flutti til Danmerkur og var þar í mörg ár og við tókum sín hvora stefnuna. Elsku Stína, takk fyrir allt gamalt og gott. Elfa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Blíð vornóttin kom og vafði Stínu örmum. Nú leggst hún til hvíldar í sumargræna jörð, laus við hjartans þrár. Stína, fágæt perla, týnd í tímans hafi hefur nú lokað skel sinni. Þegar litið er til baka birtast minningarnar eins og skærar stjörnur á himni. Stína í enskudeildinni, í svartri Ála- fossúlpu með ljósar fléttur. Stína við Þingvallavatn í grænum vaðstígvél- um og regngalla að veiða murtur. Stína í Hollywood, glæsileg eins og kvikmyndastjarna. Stína flugfreyja á leið til fjarlægra landa. Stína með kis- urnar sínar. Stína sem elskaði að vera úti í íslenskri náttúru, á skíðum eða í berjamó, að ferðast um heiminn, með vinum sínum og fjölskyldu. Stína sem elskaði lífið og kunni að njóta þess. Stína stuð, því af henni geislaði lífið og fjörið. Stína alltaf svo glöð og skemmtileg, hrókur alls fagnaðar, miðpunkturinn í hverju samkvæmi, svo ólík okkur. Stína farsæll kennari. Stína í Undralandi. Stína í garðinum sínum með tré og blóm „að moldvarp- ast“. Stína á mestu gleðistund lífsins, þegar allir draumar höfðu ræst, loks- ins með Heiðu sína í fanginu. Stína í klóm drekans, fórnarlamb óttans. Stínu var tilgangur lífsins hugleik- inn, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og varðveitti vel einlæga barnstrú sína. Hún laðaði að sér menn og málleysingja enda mikill dýravinur og félagsvera. Stína mátti ekkert aumt líta og hafði einlæga samúð með þeim sem minna máttu sín. Hún gat verið einstaklega orð- heppin og fyndin og gerði óspart grín að sjálfri sér. Hún var ör á hrós og þess nutum við vinkonurnar ríkulega. Þannig var Stína og þannig munum við hana. Margt ber að þakka. Við tvær undirritaðar hefðum aldrei kynnst nema fyrir tilstilli hennar, þegar hún birtist með aðra okkar sem „boðflennu“ í þrítugsafmæli hinnar. Frá þeirri stundu urðum við allar vin- konur. Við vottum Heiðu, fjölskyldu henn- ar og öllum sem þótti vænt um Stínu, okkar dýpstu samúð. Við kveðjum vinkonu okkar með orðunum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Kristínar Mar- íu Hafsteinsdóttur. Halldóra og Þorgerður. KRISTÍN MARÍA HAFSTEINSDÓTTIR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is LEGSTEINAR Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hfj. S. 565-2566 Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, lang- afa, langalangafa, bróður, mágs og föður- bróður, OLIVERS KRISTJÁNSSONAR, Vallholt 3, Ólafsvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á St. Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Anna Elísabet Oliversdóttir, Jóhanna Helga Oliversdóttir, Magnús Steingrímsson, Hjördís Oliversdóttir, Jón Þorbergur Oliversson, Kolbrún Þóra Björnsdóttir, Guðmunda Oliversdóttir, Páll Ingólfsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Björg Lára Jónsdóttir, Kristján Helgason, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts HALLDÓRS HÖSKULDSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Kristjánsdóttir og fjölskylda. Jæja, afi, nú hefurðu kvatt þetta líf. Við söknum þín sárt en huggum okkur við að þú ert kominn á örugg- an stað þar sem þér líð- ur betur. Okkur finnst við vera svo rík að hafa fengið að kynnast þér og að eiga svo mikið af minningum um þig. Allar eru þær góðar, enda verð- ur þú alltaf besti afi okkar. Við gæt- um talið endalaust upp minningar um þig en þær minningar sem eru okkur ofarlega í huga eru: Að horfa á þig leggja kapal. Þú kenndir okkur að í kapli mætti svindla tvisvar, frá- JÓN B. KRISTINSSON ✝ Jón Baldur Krist-insson fæddist í Reykjavík 15. júlí 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 28. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 6. maí. bær regla. Svo var það súkkulaðið í skúffunni, ja, það var alltaf gott að gæða sér á súkkulaði frá afa. Öll frábæru gamlárskvöldin sem við eyddum saman, þeim kvöldum gleymum við aldrei og viljum við þakka þér fyrir þau. Já, afi, þú gast nú líka verið svo fyndinn. Þegar þú tókst út úr þér fölsku tennurnar fyrir okkur, okkur fannst það svo gaman. Þú varst okkur svo kær, elsku afi. Við ætlum að segja börnum okkar frá þér þar sem þau voru ekki eins heppin og við að fá að kynnast þér. Megir þú hvíla í friði, elsku afi. Þú munt ávallt lifa í hjört- um okkar og æskuminningum. Þín barnabörn Ína Dóra og Baldur Örn. Ísland telst í dag til efnuðustu þjóða veraldar. Fyrir um 100 árum vorum við í hópi fátækustu þjóða Evrópu. Þarna hefur orðið stökk- breyting. Margt veldur en líklega má helst þakka þennan árangur þeirri kynslóð er uppi hélt samfélagi okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.