Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 38

Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn á að gæta þess að treysta á félaga og samvinnu á þessu ári. Sam- bönd við maka og aðra koma þér að gagni núna. Nú er ekki rétti tíminn fyr- ir sólóflug. Naut (20. apríl - 20. maí)  Trúðu því að þér takist að bæta vinnu- aðstæður þínar á árinu. Leiðinlegur yf- irmaður flytur sig um set, eða þá að þú skiptir um vinnu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að fara í langt frí á þessu ári. Tækifæri til langferða gefast kannski einu sinni á hverjum áratug. Notaðu tækifærið, nú er komið að þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Aðstæður fyrir allt sem tengist fast- eignum eru góðar á þessu ári. Þér tekst að bæta aðstöðu þína á einhvern hátt eða laga sambandið við fjölskyldu- meðlimi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er jákvætt um þessar mundir og samskiptahæfileikar þess að sama skapi frábærir. Bjartsýnt viðhorf laðar aðra að manni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Notaðu árið í ár til þess að auka tekj- urnar. Það gengur að líkindum vel. Ein- hverjir í meyjarmerkinu fá launahækk- un eða starf, séu þeir án atvinnu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Júpíter er í vogarmerki á tólf ára fresti og dvelur um það bil ár í senn. Júpíter er í voginni núna, freistaðu þess að fá því áorkað sem þú ætlar þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú stendur yfir undirbúningstímabil í lífi sporðdrekans. Hann er í þann mund að ná miklum árangri, sem getur tengst útskrift, stöðuhækkun eða öðru sem hann er stoltur af. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er einstaklega vinsæll þessa dagana. Þiggðu boðin sem bein- línis rignir yfir þig. Gefðu kost á þér í félagsstarf og sæktu mannamót. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Horfurnar á starfsvettvangi hafa aldrei verið betri. Á þessu ári dregur stein- geitin að sér alls kyns hagnýt tækifæri og áhrifamikla einstaklinga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tækifæri tengd útgáfu, fjölmiðlun, út- löndum, ferðalögum og æðri menntun gefast vatnsberanum á þessu ári. Byrj- aðu að pakka niður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn nýtur ýmiss konar hlunninda þessa dagana. Maki hans eykur tekjur sínar (ef það á við). Kannski tæmist honum arfur. Gjafir eru á hverju strái. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú ert einstaklega skapandi og hug- myndarík manneskja. Þú ert líka duttl- ungafull og sérð heiminn með þínum sér- staka hætti. Sumir sem fæddir eru þennan dag þykja sérvitrir í háttum. Þeir sem skilja þig ekki tala niður til þín, þú lætur sem ekkert sé. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 dymbilvika, 8 ljóstíra, 9 köggla, 10 eyktamark, 11 landspildu, 13 dýrið, 15 æki, 18 á, 21 frístund, 22 vagga, 23 eins, 24 fer illum orðum um. Lóðrétt | 2 ávítur, 3 sveig- ur, 4 bregða blundi, 5 svigna, 6 gáleysi, 7 vangi, 12 fugl, 14 skaut, 15 útlit, 16 sorg, 17 yfirhöfn, 18 hljóðar, 19 flóni, 20 skrifa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hökta, 4 þvarg, 7 kúlum, 8 öflug, 9 tel, 11 rauf, 13 erfa, 14 iðjan, 15 mont, 17 nára, 20 ann, 22 læpan, 23 úlfúð, 24 myrða, 25 lærum. Lóðrétt |1 hikar, 2 keldu, 3 aumt, 4 þvöl, 5 aflar, 6 gegna, 10 eljan, 12 fit, 13 enn, 15 mælum, 16 napur, 18 álfur, 19 auðum, 20 anga, 21 núll. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Pravda Bar | Flytjendur kvöldsins: Ear Max – E-1 – Ciphah – Tyce. Upphitun: Dj Jói. Kynnir: Bjartur Beat-ur VJ’s: Biggi & Tommi. Húsið opnað kl. 20.30, aðgangs- eyrir er 300 kr. fyrir kl. 22 (500 eftir það) Allir fá disk. Nánar: www.hiphop.is. Safnaðarheimilið Vinaminni | Vortónleikar Grundartangakórsins kl. 20–21.30. Kórinn syngur ásamt einsöngvurunum Bjarna Atlasyni, Guðlaugi Atlasyni, Smára Vífils- syni og Tindatríóinu. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og píanóleikari Hólmfríður Sigurðardóttir. Seltjarnarneskirkja | VÍS-kórinn ásamt hljómsveit flytur Misa Criolla eftir argent- ínska tónskáldið Ariel Ramirez. Einsöngur Snorri Wium. Einnig flytur kórinn tónlist frá Kúbu, Venezúela o.fl. Tónleikar eru kl. 20 og er miðasala við innganginn. Verð að- göngumiða er 1.000 kr. Listasýningingar Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig Tryggvadóttir leirlistakona sýnir verk sín í galleríinu Undir stiganum, Ráðhúsi Þor- lákshafnar, í maí. Verk Rannveigar eru unn- in úr steinleir og eru flestir listmunirnir ætlaðir sem nytjahlutir. Sýningin er sölu- sýning. Geysishúsið | Íslenska bútasaumsfélagið heldur sýningu. Sýningin ber heitið Áskor- un 2005. Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir sýnir raku-brennd leirverk. Halla stundaði leir- listarnám í Bandaríkjunum árin 1987 til 1993. Hún hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Benedikts S. Lafleur myndlistarmanns. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins Ringsted. Gallerí Kambur | Sýning á myndum Þor- steins Eggertssonar. Opið alla virka daga 13–18. Lokað á miðvikudögum. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Gel Gallerí | Ólafur grafari sýnir verk sín. Grafið er komið til að vera. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista- verk úr brotajárni og herðatrjám, fyr- irlestrar, bíó o.fl. Sjá www.gerduberg.is. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni. Kaffi Mílanó | Jón Arnar Sigurjónsson sýn- ir olíumyndir á striga. Listasafn Reykjanesbæjar | Martin Smida, þýsk/tékkneskur listamaður, sýnir – 365 fiskar. Verkið samanstendur af 365 skúlp- túrum úr alls kyns efnum. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning nemenda við Listaháskóla Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ing á verkum Dieters Roth opnuð 14. maí á Listahátíð. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Diet- ers Roth opnuð 14. maí á Listahátíð. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Saltfisksetur Íslands | Jónas Bragi sýnir „Ólgur“. Sýningin er opin alla daga kl. 11–18. Skriðuklaustur | Sýning 8 listamanna af Snæfelli, þ.á m. eru verk eftir Kjarval, Finn Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Einnig er sýning á svart/hvítum ljósmyndum af fólki eftir Sigurð Blöndal í gallerí Klaustri. Sýn- ingarnar eru opnar kl. 12–17 alla daga. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ricc- ione – ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið kl. 10–17. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðl- unarsýning um ævi skáldsins og umhverfi. Sími 586 8066, netfang: gljufrasteinn- @gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna sem settust að í Utah. Mannfagnaður Heilunarsetrið | Bænahringur í alla mið- vikudaga kl. 20. Allir velkomnir. Ólafía, s: 567 7888. Hádegishugleiðsla alla miðvikudaga kl. 12.15. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður, s: 8683894/5677888. Maður lifandi | Hláturæfing Hlát- urkætiklúbbsins verður kl. 17.30. Kristján Helgason stjórnar æfingunni sem stendur í u.þ.b. 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hestamiðstöð Suðurlands | Stóðhesta- sýning fer fram á Gaddstaðaflötum. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður með blóðsöfnun á Sauðárkróki við Skag- firðingabúð í dag kl. 10.30–17. og 11. maí kl. 9–11.30. Á Blönduósi á planinu við Esso- skálann 11. maí kl 14–17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14–17. Tekið við fatnaði og öðrum gjöfum þri. og miðv. kl. 11–16. Sími 551 4349. Netf.mnefnd@mi.is. Fundir Al-Anon | Al-Anon fjölskyldudeildirnar halda fund alla daga vikunnar. Skrifstofa Al-Anon er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10–13, þriðjudaga kl. 13–16. Nánari upp- lýsingar á www.al–anon.is. Litla-Brekka | Kynfræðifélag Íslands held- ur almennan félagsfund kl. 19–21 í Litlu- Brekku í veitingahúsinu Lækjarbrekku í Bankastræti. M.a. verður kynning á vænt- anlegum þemadegi nk. haust og skipun undirbúningsnefndar, kynning á náms- uppbyggingu norrænu kynfræðifélaganna, kynning á ráðstefnu norrænu kynfræði- félaganna í Finnlandi í september nk. o.fl. Málstofur Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Snjólfur Ólafsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson kynna rannsóknir á ánægju viðskipta- fræðinema í málstofu Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar kl. 12.20. Mál- stofan er haldin í Háskóla Íslands í Öskju, stofu 132. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu deildarinnar, www.vidskipti.hi.is. Námskeið Bókaútgáfan Salka | Sigurður Skúlason leikari leiðbeinir um andlega vellíðan og innri ró, í dag kl. 20–22. Til grundvallar not- ar Sigurður bókina „Um hjartað liggur leið“. Skráning á audur@salkaforlag.is. Púlsinn, ævintýrahús | Fjögurra vikna námskeið um Fryggheilun með Reyni Katr- ínar hefst í dag. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur orkuheimi gyðju og goða. Hreyfing, hugleiðsla og slökun. Skráning í síma 8485366. Útivist Ferðafélagið Útivist | Fram í september er boðið upp á gönguferðir á miðvikudögum kl. 18.30. Farið er frá Toppstöðinni í Elliða- árdal og ekið á eigin bílum út fyrir bæinn þangað sem gönguferðin hefst. Sjá kynn- ingu á þessum ferðum í ferðaáætluninni. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is  THE DOORS tribute band heldur sína þriðju tónleika á Gauk á Stöng í kvöld og annað kvöld. „Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í ágúst í fyrra og síðan aftur í desember við afar góðar undirtektir. Nú verður allt keyrt í botn aftur – bandið er búið að æfa stíft og hefur gert gott betur með því að bæta við tveimur lögum á prógrammið og hvetjum við alla til að mæta tímanlega á staðinn til að tryggja sér miða,“ segir Björgvin Franz Gíslason einn liðsmanna sveitarinnar. Húsið verður opnað kl. 21. Allt keyrt í botn á Gauknum í kvöld CAFE Rósenberg býður gestum upp á danskan vísnasöng í kvöld kl. 22. Esben Bøgh Laursen kallaður Esben syngur á dönsku. Hann hefur til dæmis unnið með trúba- dornum Sigga Björns. Frítt er inn. Annað kvöld mun Siggi Björns stíga á svið ásamt eistneskum tónlistarmanni, Olavi Körre. Tónlist með nýju efni eftir Sigga kemur út í haust. Aðgangseyrir 500 kr. Tónleikar flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.