Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 45
ÓSJÁLFRÁTT dettur manni kvik-
myndin Skylmingaþrællinn (Glad-
iator) í hug þegar maður horfir á Ríki
Drottins. Fimm árum eftir hana leik-
stýrir Ridley Scott aftur stórmynd
sem gerist aftur í öldum, þótt um
1000 ár skilji sögurnar að. Mynd-
irnar skarta báðar eftirminnilegum
og áhrifaríkum bardagaatriðum,
stórkostlegri sviðsmynd og natni við
smáatriðin. Hér er líka fjallað um
hugrekki, réttlæti og fórnfýsi. En
það er Skylmingaþrællinn sem
stendur betur að vígi þegar kemur að
sögunni.
Balian er franskur járnsmiður á
12. öld, sem nýlega hefur grafið bæði
konu og barn. Þá kemur baróninn og
krossfarinn Godfrey af Ibelin til hans
og segist vera faðir hans og býður
honum að koma með sér til Jerúsal-
em. Eftir hik þiggur Balian það í
þeirri von að bjarga konu sinni frá
vist í helvíti, en samkvæmt trú kaþ-
ólskra á þeim tíma var hún dæmd
þangað þar sem hún framdi sjálfs-
morð. Faðir hans deyr á leiðinni en
Balian kemst til Jerúsalem og endar
með því að bjarga fólkinu í borginni
frá innrás múslimanna.
Það sem stendur upp úr eftir
myndina eru án efa bardagaatriðin,
en líka samningaatriðin. Myndin gef-
ur mjög góða tilfinningu fyrir því
hvernig stríð fóru fram á þessum
tíma. Ekki bara hversu hrikalegar
aðferðirnar voru þegar barist var
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, og
allt snérist um að leika á andstæðing-
inn með herkænskubrögðum. Líka
að í raun báru óvinirnir virðingu hvor
fyrir öðrum sem ekki virðist fyr-
irfinnast í dag. Menn ákváðu leik-
reglurnar fyrirfram, fóru eftir þeim
og sömdu síðan skynsamlega eftir að
þeir voru að niðurlotum komnir.
Það er Orlando Bloom sem á að
halda myndinni uppi í hlutverki Bal-
ians en það tekst ekki nógu vel. Hann
er umkringdur frábærum leikurum
sem allir gera vel í minni hlut-
verkum, og hann lendir óvart í
skugganum af þeim. Jafnvel hin
óþekkta Eva Green er mjög sterk
sem prinsessan af Jerúsalem. Or-
lando leikur ágætlega þótt ég hefði
frekar viljað sjá karlmannlegri mann
í hlutverkinu. Hlutverkið er bara
ekki nógu vel skrifað. Það að vilja
bjarga eiginkonunni frá vítislogum
er of ósnertanlegt markmið, auk þess
sem við vitum aldrei hvort það tekst.
Það er enginn drifkraftur í gangi og
Balian er meira leiksoppur örlag-
anna frekar en annað. Við þekktum
hann heldur ekki nógu vel áður en
haldið var af stað í krossferð til að
vita að hann væri fær um að stjórna
heilum her. Hvaðan fékk hann þá
visku og allt sitt verkvit? Eru
kannski allir járnsmiðir svona feiki-
lega klárir? Hlutverkið er á reiki, þar
með stefna kvikmyndarinnar í heild,
og áhorfandinn fær þar með ekki að
taka þátt.
Ríki Drottins er vissulega stór-
mynd, en bara ekki nógu góð. Hún
útskýrir aðstæður ekkert, og kennir
okkur þar með lítið um sögu Jerúsal-
em eða þessa tímabils, nema þegar
kemur að stríðsrekstri. Hún fer einn-
ig rangt með ýmsar sögulegar stað-
reyndir, en þar sem það er gert í
þeim tilgangi að skapa meira drama,
er það fyrirgefanlegt. Í raun hefði
þurft meira drama.
„Vissulega stórmynd, en bara ekki nógu góð,“ segir Hildur Loftsdóttir um Kingdom of Heaven.
Stefnulaus stórmynd
KVIKMYNDIR
Smárabíó og Regnboginn
Leikstjórn: Ridley Scott. Handrit: William
Monahan. Kvikmyndataka: John Mathie-
sen. Aðalhlutverk: David Thewlis, Liam
Neeson, Orlando Bloom, Marton Csokas,
Eva Green, Brendan Gleeson, Jeremy
Irons, Edward Norton, Alexander Siddig
og Ghassan Massoud. 145 mín. BNA/
SP/Bretland. 20th Cent. Fox 2005.
Ríki Drottins / Kingdom of Heaven)
Hildur Loftsdóttir
Hinn gamalreyndi og glæsilegiClint Eastwood segist gjarn-
an vilja vinna að nýju með leik-
konunni Hilary Swank, en hún lék
aðalhlutverkið í mynd hans Million
Dollar Baby sem var sigursæl á
Óskarsverðlaunahátíðinni í ár.
Eastwood hlaut Óskars-
verðlaunin fyrir bestu leikstjórn
og Swank var verðlaunuð fyrir
besta leik í kvenhlutverki á hátíð-
inni í ár.
Eastwood getur vel hugsað sér
að starfa að nýju með Swank. „Við
erum með ýmis ný verkefni í bí-
gerð. Hún er hreint út sagt frá-
bær,“ segir leikstjórinn og leik-
arinn um Swank.
Fólk folk@mbl.is
ÁLFABAKKI
AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar ÁLFABAKKI
Fyrsta stórmynd sumarsins
FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR
Geggjaðasta og frumlegasta
grínmynd ársinser komin í bíó.
Byggð á einni vinsælustu bók
alheimsins eftir Douglas Adams.
j l
í i i í í .
i i i l
l i i i l .
HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
HITCHHIKER´S GUIDE... VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
THE JACKET kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára.
SAHARA kl. 5.30- 8 - 10.30
THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6 - 8 - 10
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4
SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 8.15 - 10.30
MRS. CONGENIAL. 2 kl. 6
HITCHHIKER´S.. kl. 5.50 - 8 - 10.10
SAHARA kl. 8 - 10
THE ICE PRINCESS kl. 6
THE PACIFIER kl. 8
BOOGEY MAN kl. 10.30.
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 6
HITCHHIKER´S...
kl. 8 - 10.10
XXX2 KL. 8 - 10
HITCHHIKER´S GUIDE...
kl. 6 - 8 - 10
SVAMPUR SVEINSSON kl. 6
Jacket kl. 8 - 10
SLÓ RÆKILEGA Í GEGN
Á ÍSLANDI, USA OG Á BRETLANDI
Ferðablað Morgunblaðsins,
Sumarferðir 2005, fylgir
blaðinu föstudaginn 27. maí.
Vertu með í
Sumarferðum 2005 -
blaðinu sem verður á ferðinni
í allt sumar!
Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16
mánudaginn 23. maí
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
Sumarferðir 2005
Vertu með í ferðahandbók sumarsins!