Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 11
FRÉTTIR
ÍBÚAKOSNING um deiliskipulag á Sel-
tjarnarnesi er í Valhúsaskóla í dag, laugardag.
Kjörstaður opnar kl. níu og er opinn til kl. 22
í kvöld. Rétt til þátttöku hafa allir Seltirningar
á kosningaaldri, þ.e. 18 ára og eldri á kjördegi.
Kjörskrá hefur legið frammi á bæjarskrif-
stofum Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2,
frá 14 júní.
Í kjörinu ræður einfaldur meirihluti at-
kvæða úrslitum en engin tiltekin ákvæði um
lágmarksþátttöku eru sett. 3318 eru á kjör-
skrá. Úrslit kosninganna verða bindandi fyrir
bæjarstjórn við gerð formlegs deiliskipulags.
Kosningarnar snúast um deiliskipulag
Hrólfsskálamels og Suðurstrandar en tillög-
urnar tvær sem kosið er um eru auðkenndar
með bókstöfunum H og S. Tillaga H gerir ráð
fyrir gervigrasvelli á Hrólfsskálamel, við
íþróttamiðstöðina, og að byggt verði nokkuð á
Hrólfsskálamel og Suðurströnd þar sem nú er
íþróttavöllur. Tillaga S gerir ráð fyrir að
íþróttavöllur verði á Suðurströnd sem áður, en
að byggt verði á Hrólfsskálamelnum.
Atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk í
gær. „Að öðru leyti, þar sem það á við, verður
við framkvæmd kosningarinnar tekið mið af
lögum nr. 6/1998 um kosningar til sveitar-
stjórna,“ segir í auglýsingu frá yfirkjörstjórn.
Morgunblaðið tók tvo íbúa á Seltjarnarnesi
tali, en þeir styðja hvor sína tillöguna.
Frekar hengdur en skotinn
„Þessar háu byggingar sem eru settar á
Hrólfsskálamelinn við Nesveg í báðum tillög-
unum, er sú hlið málsins sem snýr að okkur á
Austurströndinni,“ segir Kristján Bjartmars-
son íbúi á Seltjarnarnesi en hann telur tillögu
H illskárri kostinn. Á Austurströnd búa 210 af
3318 á kjörskrá, skv. upplýsingum bæjarskrif-
stofu.
„Samkvæmt H-tillögunni eru háu bygging-
arnar reyndar aðeins fjær.“ Hæsta byggingin
á að vera sex hæðir en aðrar byggingar fjög-
urra hæða, að sögn Kristjáns. „Fólk á efstu
hæðum hér í húsinu mínu hefur útsýni alveg
suður á Reykjanes, Keili og hvaðeina. Það er
ósátt við þessi háu hús sem svo sem hefur
komið fram áður.“
Kristján segir það fara mjög í taugarnar á
íbúum að húsið á gatnamótum Suðurstrandar
og Nesvegar sem upphaflega átti að vera sjö
hæðir en svo fjórar vegna óánægju íbúa, sé nú
allt í einu orðið sex hæðir aftur.
„Í S-tillögunni er meiri traffík eftir Nesvegi
að þessum húsum sem verða á Hrólfsskálamel,
en það er okkur áhyggjuefni.“ Hann segir þó
sagt að umferðin verði minni en af þeim fyrir-
tækjum sem eru þar núna, en munurinn sé sá
að nú er umferðin frá Suðurströnd.
„Af þessum tveimur ástæðum tel ég
H-tillöguna illskárri.“ Á hinn bóginn segir
Kristján að sér finnist það klúður að troða
íþróttavellinum „með skóhorni“ á Hrólfs-
skálamel eins og tillaga H gerir ráð fyrir.
Hann gagnrýnir að rýnihópur um skipu-
lagsmál hafi ekki fengið svigrúm til að klára
sína vinnu. Einnig gagnrýnir hann reglur um
kosningarnar. Engin lágmarksþátttaka sé í
þeim en niðurstöðurnar eigi þó að vera bind-
andi.
Óttast að bærinn taki
niðurstöðu sem allsherjarumboði
„Ef fólk kýs tillögu H eins og í mínu tilfelli
af því hún er skárri kosturinn af tveimur ill-
um, þá er engan veginn hægt að líta á það sem
sérstakan stuðning við þá tillögu. Þess vegna
finnst mér þetta svolítið undarlegt því auðvitað
eru ýmsir kostir í stöðunni í báðum tilfellum ef
við lítum svo á að aðalatriðið sé staðsetning
vallarins. Þessar byggingar þurfa til dæmis
ekki að vera sex hæðir,“ segir Kristján sem
óttast að bærinn taki niðurstöðu kosninganna
sem „einhvers konar allsherjarumboði til að
keyra í gegn þá tillögu sem fær fleiri atkvæði,
með öllum kostum og göllum.“
Kristján segist fyrst og fremst hafa viljað
gefa vinnu rýnihópsins meira svigrúm, en ját-
ar að hafa sjálfur ekki fylgst svo vel með
vinnunni. „Það er ekki fyrr en núna að þessar
tillögur eru lagðar fram að maður vaknar að-
eins til lífsins. En auðvitað er ekki komin end-
anleg útkoma í málinu. Það á í framhaldinu eft-
ir að gefa út skipulag og þá gefast tækifæri til
að hafa áhrif á útkomuna,“ segir Kristján sem
orðar afstöðu sína svo að hann kjósi frekar H
fyrir hengdur, en S fyrir skotinn.
Minna magn bygginga –
meira svigrúm fyrir miðbæ
„Málið snýst um að ljúka við bæjarmynd
Seltjarnarness og tryggja að hún verði falleg.
Hún þarf að bera svip sjálfstæðs bæjarfélags,
þannig að íbúunum sé sómi að og þeir stoltir af
bæ sínum, en umfram allt þarf hún að vera far-
sæl umgjörð sem varðveitir og hlynnir að lífs-
gæðum íbúanna,“ segir Ólafur Egilsson sem
styður S tillögu. „Það skiptir höfuðmáli að ver-
ið er að skipuleggja miðsvæði. Sá annmarki er
á því að taka ákvörðunina núna, að starfi rýni-
hópsins um skipulagsmál var slitið áður en
ljóst var orðið hvað verður um verslun og þjón-
ustu sem tilheyrir miðju hvers bæjarfélags.“
Hann segir einkar mikilvægt að málum sé ráð-
ið til lykta þannig að fyrst og fremst sé byggt á
óskum íbúa. Þau umskipti sem orðið hafi í því
efni síðan í fyrra séu því fagnaðarefni.
„Einn kostur S-tillögunnar er að mínu mati
sá að tvímælalaust er hægt að búa miklu betur
að íþróttaiðkun í bænum á þeim stað sem völl-
urinn er núna,“ segir Ólafur sem telur það
spennandi kost að byggja upp iðkun frjáls-
íþrótta um leið og búið sé í haginn fyrir knatt-
spyrnuna og alhliða líkamsrækt fólks á öllum
aldri. Honum þykja þau rök að máli skipti
hvoru megin við íþróttahúsið völlurinn er
vegna búningsklefa o.fl. út í hött. „Ef verið
væri að tala um íþróttaaðstöðu fyrir fatlaða
ætti þetta vissulega við,“ segir Ólafur. „Það
hvað H-fólkið hefur gert þessi nánast auka-
atriði að miklu máli finnst mér sýna hvað rökin
þeim megin eru léttvæg. Margir undrast líka
hvernig það getur gerst að framáfólk í íþrótta-
starfseminni sé að beita sér gegn því sem er
augljóslega miklu betri aðstaða og sumir í leið-
inni snúast gegn eigin hugmyndum um stað-
arval til framtíðar.“ Hann telur því ekki und-
arlegt að ríflegur meirihluti í rýnihópnum um
skipulagsmál hafi talið skynsamlegast að völl-
urinn yrði áfram á sama stað, eins og fram
komi í fundargerðum hópsins.
Ólafur segir að honum ói við þeim vanda-
málum sem háreysti og ljósamöstur í þrengsl-
unum á Hrólfsskálamel myndu skapa fyrir fólk
í íbúðum aldraðra og íbúa blokkarinnar sem
H-tillagan geri ráð fyrir að rísi meðfram endi-
löngum vellinum. „Það er heldur ekki hægt,
finnst
mér, að meta gervigrasvöllinn sem kostar
80-120 milljónir út frá því hvort líta megi á
hann sem framlengingu á leiksvæði yngstu
barnanna. Okkur er öllum yfirmáta annt um
börnin í bæjarfélaginu. Málum yngstu grunn-
skólabarnanna sem sækja Mýrarhúsaskóla er
vel borgið með stækkun skólasvæðisins sem
S-tillagan gerir ráð fyrir.“
Varðandi verslun og þjónustu, segir Ólafur
að miklu skipti hvað um „þessa mikilvægu
þætti í hverju bæjarfélagi“ verði nú. Hann
segir það létta á umferð að þeir verði sem mest
á Eiðistorgi en því miður þyki engan veginn
víst að það gangi upp. „Þá þarf rými annars
staðar á því miðsvæði bæjarins sem Hrólfs-
skálamelur og Eiðistorg mynda. Ekkert svig-
rúm verður til þess ef H-tillagan yrði ofan á.
Algjört öngþveiti gæti skapast í skipulagsmál-
unum. Stórt skemmuhús á bensínstöðvarlóð
Skeljungs lýtir aðkomuna að bænum verulega
og átroðningur við Austurstrandarhúsin yrði
óbærilegur fyrir íbúa.“
Ólafur bendir á að fyrir fáeinum árum hafi
verið samþykkt í bæjarstjórn svonefnd Stað-
ardagskrá 21 en framkvæmd ekki verið sinnt.
Þar sé lögð rík áhersla á að skapa líflegan
miðbæ sem íbúar geti hist, keypt vörur sínar
og þjónustu, notið menningar, sest inn á kaffi-
hús, o.fl. Til baga sé að þetta verkefni skuli enn
vera óleyst.
Hann segist vona að línur skýrist við kosn-
ingarnar, en að margir hafi
saknað þess að ekki væri fyrst lögð fram til-
laga að aðalskipulagi svo umgjörð miðsvæð-
isins lægi fyrir. Afar brýnt sé að það komi
fram sem fyrst „svo að hægt sé að fjalla um
þessi mikilvægu mál heildstætt.“
Ólafur segir tvennt í tillögunum nú bind-
andi, staðsetningu vallarins og bygginga-
magnið. „Af því byggingamagnið er skv.
S-tillögu hóflegt á Hrólfsskálamel skapar hún
nauðsynlegt svigrúm og möguleika á að haga
endanlegum byggingum þannig að þær m.a.
taki miklu meira
tillit til íbúa við Austurströnd en gert er í
hugmyndum arkitekta bæjarins og tel ég
brýnt að það verði gert.“
Hvað varðar afkomu bæjarfélagsins sem
nokkuð hefur verið rædd, segir Ólafur að
hvorki lítilsháttar fækkun íbúa né munurinn á
byggingamagni tillagnanna tveggja skipti
nokkru meginmáli. Það komi best fram í því að
þrátt fyrir lítilsháttar íbúafækkun hafi tekjur
bæjarins stórvaxið og nánast öllum stofn-
framkvæmdum bæjarins sé lokið. „Sigurgeir
bæjarstjóri gat á uppbyggingarskeiði rekið
bæinn ár eftir ár með færri íbúum en nú búa
þar en afkomu sem oftast var til fyrirmyndar.
Ég trúi því að Jónmundur sem nú hefur náð að
rétta nokkuð kúrsinn í skipulagsmálunum
muni finna ráð til þess líka nú þegar uppbygg-
ingunni er að nær öllu lokið.“
Kosið um skipulagsmál á Seltjarnarnesi
Kristján Bjartmarsson Ólafur Egilsson
LANDSSÍMINN villti viljandi og með-
vitað fyrir viðskiptavinum sínum með
kynningu á tilboði fyrirtækisins „Allt
saman hjá Símanum“ sem var auglýst í
um þrjár vikur í fyrrasumar, að mati
samkeppnisráðs. Þessu til stuðnings
vísar ráðið m.a. tölvupósts starfsmanna
sem eru að hluta birtir hér til hliðar.
Þetta kemur fram í ákvörðun sam-
keppnisráðs vegna tilboðsins en ráðið
hafði áður með bráðabirgðaákvörðun 9.
júlí bannað Símanum að kynna tilboðið.
Með bráðabirgðaákvörðun 9. júlí 2004
var Símanum bannað að kynna tilboðið
og skrá nýja viðskiptavini samkvæmt
því. Samkeppnisráð hefur nú komist að
þeirri niðurstöðu að ekki var um að
ræða skaðlega undirverðlagningu, eins
og OgVodafone hélt fram í erindi sínu
til ráðsins í fyrra. Það var engu að síður
mat ráðsins að Landssíminn hefði á al-
varlegan hátt skekkt samkeppni á þeim
mörkuðum sem tilboðið tók til og þann-
ig misnotað markaðsráðandi stöðu sína
og brotið gegn 11. grein samkeppnis-
laga. í ákvörðun ráðsins er miðað við að
Síminn væri markaðsráðandi á öllum
þeim mörkuðum sem tilboðið tók til,
þ.e. á talsíma-, gsm- og internetmark-
aði.
Verulegar ahugasemdir eru gerðar
við kynningu Símans á tilboðinu og hún
sögð hafa verið vísvitandi villandi.
Eins og fyrr segir bar tilboðið yfir-
skriftina „Allt saman hjá Símanum“ og
voru tiltekin afsláttartilboð í heima-
síma, 50% afsláttur að hringja og senda
SMS í þrjú önnur gsm-númer hjá Sím-
anum, 100 MB frítt gagnamagn frá út-
löndum eða afsláttur af ADSL auk þess
sem reglulega yrði boðið upp á sér-
tilboð.
Frekari upplýsingar voru ekki gefn-
ar, að því er fram kemur í ákvörðuninni,
en neytendur hvattir til að skrá sig á
heimasíðu fyrirtækisins eða með því að
hringja í þjónustuver. Samkeppnisráð
taldi ekki unnt að túlka auglýsingarnar
öðruvísi en að neytendur hefðu verið
hvattir til að kaupa talsíma-, gsm- og
netþjónustu ásamt ADSL-tengingu hjá
Símanum. Jafnframt að nauðsynlegt
hefði verið að kaupa alla þessa þjón-
ustuþætti til að njóta tilboðsins.
Síminn upplýsti á hinn bóginn að ein-
göngu hefði verið nauðsynlegt að kaupa
gsm-þjónustu og ADSL-tengingu til
þess að viðskiptavinir nytu hinna aug-
lýstu kjara.
Samkeppnisráð telur framsetningu á
áskriftartilboði Landssímans mjög vill-
andi og líklega til þess að skapa alvar-
legan misskilning á eðli tilboðsins og að
Síminn hafi „viljandi og meðvitað villt
um fyrir neytendum og viðskiptavinum
sínum.“ Þá hefðu komið fram gögn sem
sýni að frá upphafi hefði verið stefnt að
því að markaðsherferðin yrði villandi.
Samkeppnisráð telur Símann hafa misnotað stöðu sína
Auglýsingar voru
vísvitandi villandi
Morgunblaðið/Jim Smart
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Meira á mbl.is/ítarefni
DÓRA Sif Tynes, lögfræðingur OgVodafone, sagðist fagna
ákvörðun Samkeppnisráðs um að Síminn hafi misnotað mark-
aðsráðandi stöðu sína með því tvinna saman ólíka þjónustu-
hætti og veita tryggðarafslætti í svonefndu „Allt saman hjá
Símanum.“
Það væri sérstaklega athyglisvert að lesa um undirbúning til-
boðsins en þar kæmi fram að þó að nóg væri að hafa tvær þjón-
ustuleiðir hjá Símanum hefði allt markaðsefni verið hannað
þannig að viðskiptavinir héldu annað.
OgVodafone býður upp á samtvinnunartilboð, líkt og „Allt
saman“ tilboð Símans. „Munurinn á Landssímanum og okkur er
sá að Landssíminn er markaðsráðandi á öllum þessum mörk-
uðum sem um ræðir, heimasíma-, farsíma og internetmarkaði,
en það erum við ekki,“ sagði hún.
Athyglisverð lesning
EVA Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi, sagðist ekki geta tekið
undir það álit Samkeppnisráðs að Síminn hefði viljandi ætlað að
villa um fyrir sínum viðskiptavinum með auglýsingum á tilboð-
inu „Allt saman hjá Símanum“.
Þá vekti það furðu sína að OgVodafone skyldi hafa kært til-
boðið, sérstaklega í ljósi þess að stuttu síðar hefði OgVodafone
samtvinnað alla sína þjónustu. Með því hefði fyrirtækið gengið
tveimur skrefum lengra en Síminn sem hefði einungis tvinnað
saman gsm- og ADSL-þjónustu. Hún benti á að Síminn hefði
fyrir löngu hætt með tilboðið og auglýsti nú betri tilboð. Þá
væri illskiljanlegt að aðeins OgVodafone sem væri með 40-50%
hlutdeild á gsm-markaði, gæti samtvinnað þjónustu sína.
Ekki viljandi villandi
HÉR fyrir neðan er birt brot úr tveim af þrem tölvupóstum sem
vísað er til í ákvörðun samkeppnisráðs:
„Til að fá inngöngu í Vildarklúbbinn, þarftu að vera með
ADSL og GSM hjá Símanum & bein/boðgreiðslur. Allar auglýs-
ingar gefa til kynna að heimilissími sé líka skylda. (það hefur
verið hugsunin að það fylgi með og verðið auglýst þannig að all-
ir þeir sem skrá sig í heimilisáskriftina séu þannig sjálfkrafa
meðlimir „Vildarklúbbs Símans“).“
„Viðskiptavinurinn mun geta valið á milli 50% afsláttar í
tvo eða 30% í þrjá en munum við hætta að auglýsa 50% í tvo
nema með þessum áskriftarleiðum sem í boði verða. Með því
móti munum við reyna að fá [viðskiptavin] Símans til að skynja
það að hann þurfi að vera með „alla“ sína þjónustu hjá fyrir-
tækinu til þess að fá allt það sem í boði er.“
Reynt að fá fólk til að „skynja“