Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Í heiminn heima ÚR VERINU „ÞAÐ líður ekki sá dagur að ég finni ekki til,“ segir Jóna Björg Jósefsdótt- ir en hún lenti í bílslysi fyrir sautján árum. Jóna er ein fjögurra einstak- linga sem koma fram í nýjum auglýs- ingum Vátryggingafélags Íslands (VÍS) í þjóðarátaki gegn umferðar- slysum. Jóna var ekki í bílbelti þegar hún lenti í árekstri á gatnamótum og kastaðist því út um afturgluggann. „Ég var á spítala í nokkurs konar plastbrynju í þrjá mánuði. Svo tók við endurhæfing og enn þann dag í dag er ég í verkjameðferðum,“ segir Jóna sem einnig hefur misst bróður sinn í bílslysi. Sif Elíasdóttir lenti í hörðum árekstri fyrir rúmum mánuði og ber enn merki þess í andlitinu. „Við vin- konurnar vorum að koma úr bakarí- inu og á leið aftur í skólann þegar við keyrðum fyrir strætó. Hámarkshrað- inn þarna var 30 km en strætó var lík- lega á 60 km hraða. Ég var ekki í belti og hentist því um,“ segir Sif sem er að verða sautján ára en hefur ákveðið að bíða með ökuprófið. „Ég treysti mér ekki til að byrja að læra að keyra strax, ég er ennþá frekar smeyk í um- ferðinni.“ Berent Karl Hafsteinsson lenti í al- varlegu mótorhjólaslysi árið 1992 en um fimmtungur beina í líkama hans brotnaði. „Ég var í spyrnu við fé- lagana og ætlaði að sýna strákunum hver væri bestur á hjóli á Skagan- um,“ segir Berent Karl en hann gisk- ar á að hann hafi farið yfir 200 km hraða. „Ég lenti síðan ofan í holu og missti stjórn á hjólinu.“ Berent var meira eða minna á sjúkrahúsi í hálft ár. „Það bjargaði mér hvað ég var vel á mig kominn þegar ég slasaðist. Ég var mikið í lík- amsrækt en fór síðan úr 77 kílóum í 44-45 kíló við sjúkrahúsvistina,“ segir Berent sem lætur engan bilbug á sér finna þótt hann sé með gervifót og endurhæfingin sé enn í gangi. „Ég syndi og lyfti og hef meira að segja verið einfættur spinning-kennari. Það er flest hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ Þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum hófst „Það líður ekki sá dagur að ég finni ekki til“ Morgunblaðið/Árni Torfason Berent Karl, Jóna Björg og Sif eru þrjú þeirra sem koma fram í nýjum aug- lýsingum VÍS í þjóðarátaki gegn umferðarslysum. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is LEIÐBEININGASKILTI um hæfilegan hraða á hættulegum vegaköflum verða sett upp á ýmsum stöðum á landinu í sum- ar. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem Vátryggingafélag Íslands (VÍS) efndi til í vikunni í tilefni af þjóðarátakinu „Hægðu á þér – tökum slysin úr umferð“. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarna- og öryggismálafulltrúi VÍS, bendir á að ellefu „svartir blettir“ séu á hringveginum þar sem hvað flest umferðarslys verða. Meiri hluti þeirra er á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Tæplega 70% banaslysa sem hafa orðið á þessu ári urðu í dreifbýli en að sögn Ragnheiðar eru eignatjón algengari í þéttbýli. Ástæðan fyrir því sé sú að í þéttbýli sé umferðar- hraði minni. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri rann- sóknarnefndar umferðarslysa, segir að hámarks- hraði á þjóðvegum sé aðeins miðaður við bestu aðstæður. Í krappri beygju sé 90 km. hraði á klukkustund hins vegar allt of mikill. „Ef öku- menn gera mistök og tvö ökutæki lenda saman þá verður alvarlegt umferðarslys eða banaslys. Venjulegir fólksbílar eru ekki hannaðir til að þola árekstur á þessum hraða og mannslíkaminn má sín lítils,“ segir Ágúst. Hann bætir við að hraðakstur sé mjög stórt vanda- mál á þjóðvegum landsins. „Í fyrra urðu tvö banaslys í umferðinni sem rannsóknanefnd umferðaslysa mat að meginorsök væri ekki hraðakstur heldur ofsaakstur eða á milli 140 og 160 km. á klukkustund,“ segir Ágúst. Leiðbeiningaskilti á „svörtum blettum“ Á fyrsta ársfjórðungi árs- ins 2005 var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum nærri 20,2 milljarð- ar króna samanborið við tæplega 19,7 milljarða á sama tímabili 2004. Afla- verðmæti hefur því aukist um tæplega 3% frá fyrra ári eða nærri 540 milljónir króna samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Verðmæti botnfiskaflans var 13,9 milljarðar og jókst um tæpar 220 millj- ónir króna (1,6%). Verð- mæti þorsks var 8,5 millj- arðar króna og dróst saman um tæpar 900 milljónir króna (-9,5%). Verðmæti ýsuaflans nam 2,5 milljörðum og jókst um tæpar 540 milljónir (27%). Verð- mæti karfa var tæplega 1,5 millj- arðar og er það aukning um 350 milljónir frá fyrra ári (31%). Verð- mæti loðnuaflans nam 4,7 milljörð- um króna og jókst um 1,1 milljarð (32%). Þá var verðmæti skel- og krabbadýraafla 69 milljónir króna en var 420 milljónir á sama tímabili 2004. Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslustöðva var á fyrsta fjórðungi þessa árs 9,8 millj- arðar króna og var það 2% minna en á sama tíma í fyrra. Verðmæti sjófrysts afla var 5,2 milljarðar króna en nam tæpum 4,7 milljörð- um á fyrsta ársfjórðungi ársins 2004 og hefur því aukist um 13 % á milli ára. Verðmæti afla sem seldur var á fiskmörkuðum til fiskvinnslu innanlands dróst saman um 4%, var 2,9 milljarðar króna samanborið við 3 milljarða á sama tímabili 2004. Í gámum var fluttur út ferskur fiskur fyrir 1,8 milljarða sem er aukning frá fyrra ári um tæpar 360 milljónir króna (25%). Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 3,9 milljarðar króna sem er samdráttur um 220 milljónir eða 5% frá fyrra ári. Mestur sam- dráttur varð á Vesturlandi, tæpar 570 milljónir króna eða sem nemur 37%. Á Suðurlandi hefur hins vegar orðið aukning milli ára, tæpar 500 milljónir eða sem nemur 27%. Meira aflaverðmæti í ár                                  !   " #  $$%&   '()* +)+ ,('')- -)' ).  (*)- )* ,(,*)* *) )   /   ,-('.+)+ ,(--)* (.), ), .),    ,-(.,) .)- (-) '.)- ,)'                  Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að úthluta til skipa á grundvelli aflahlutdeildar þeirra 300 lestum af steinbít sem fyrirsjáanlegt er að nýt- ast ekki til línuívilnunar. Í upphafi fiskveiðiársins 2004/ 2005 voru 944 lestir af leyfi- legum steinbítsafla teknar frá til að mæta línuívilnun í steinbít. 497 tonn í línuívilnun Þegar eftir standa rúmir tveir mánuðir af fiskveiði- árinu hafa aðeins verið nýttar 497 lestir af þessum heim- ildum til línuívilnunar. Fiski- stofa úthlutar þessum við- bótarheimildum til skipa á næstu dögum. Rétt er að taka fram að aukningu í steinbít er úthlutað til hvorutveggja krókaaflamarksbáta og afla- marksskipa á grundvelli hlut- deildar þeirra í steinbít. Kvóti á stein- bít aukinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.