Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 19
ERLENT
www.toyota.is
Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð.
Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 12.00 til 16.00.
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
af sérvöldum bílum
Þrjúhundruð
og fimmtíu
þúsund króna
afsláttur ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/
SI
A
.I
S
T
O
Y
28
72
0
0
6/
20
05
Pasadena í Kaliforníu. AP. | Flest virðist benda til að
ferðalagi geimferjunnar Cosmos-1 hafi lokið að-
eins 83 sekúndum eftir að henni var skotið á loft
á þriðjudagskvöld en Cosmos-1 var tilraunaflaug
er senda átti út í geim til að sýna og sanna að
hægt væri að knýja geimferju áfram í geimnum
með sólarorku.
Það voru bandarísk samtök, The Planetary
Society, sem stóðu að gerð geimflaugarinnar en
hún var send á loft í samstarfi við rússnesk yfir-
völd. Louis D. Friedman, forsvarsmaður samtak-
anna, sem stofnuð voru af stjarneðlisfræðingnum
og rithöfundinum Carl Sagan, viðurkennir að lík-
lega hafi tilraunin mistekist.
Rússneska geimvísindastofnunin sagði í gær að
„næsta öruggt“ væri að sprengiflaugar Cosmos,
sem hjálpa til við að knýja geimferjur á loft og á
brott út í geim, hefðu bilað 83 sekúndum eftir að
ferjunni var skotið á loft af rússneskum kjarn-
orkukafbáti í Barentshafi á þriðjudag. Telja
fulltrúar stofnunarinnar að geimferjan hafi kom-
ið til jarðar nálægt Novaya Zemlya, eyjaklasa
sem skilur að Barentshaf og Kara-haf.
Flak ferjunnar hefur hins vegar ekki fundist.
Stutt ferðalag
hjá Cosmos-1
NÚ þegar hálft ár er liðið frá tsunami-flóðbylgj-
unum sem urðu í Indlandshafi og ollu gríðarlegu
manntjóni og eyðileggingu í mörgum löndum
Suðaustur-Asíu, er atburðanna minnst á Norður-
löndum en talið er að um 850 Norðurlandabúar
hafi farist í flóðbylgjunum. Ekki hefur enn tekist
að bera kennsl á lík allra þeirra Norðurlandabúa
sem fórust og margra er enn saknað.
Svíar urðu fyrir mestu manntjóni af Norður-
landaþjóðunum, 543 Svíar fórust eða er saknað.
Að sögn sænsku TT fréttastofunnar er almennt
talið að viðbrögð stjórnvalda á Norðurlöndum
fyrsta sólahringinn eftir að flóðbylgjurnar skullu
á hafi verið lítil og tilviljanakennd. Bent er á að
nú þegar hálft ár er liðið frá hörmungunum séu
Svíar eina Norðurlandaþjóðin sem hefur ekki
lokið við opinbera rannsókn á þeim viðbúnaði
sem viðhafður var í landinu vegna atburðanna.
850 Norðurlandabúar
fórust í flóðbylgjunum
SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
hefur vakið reiði margra Finna vegna um-
mæla sem hann lét falla um samskipti sín við
forseta landsins, Törju Halonen, annars veg-
ar og finnska matargerð hins vegar.
Forsaga málsins er sú að bæði Finnar og
Ítalir vildu fá til sín höfuðstöðvar Mat-
vælastofnunar Evrópusambandsins (ESB)
og þegar barátta milli landanna tveggja um
að fá til sín stofnunina stóð sem hæst, í lok
ársins 2003, lét Berlusconi þau orð falla að
hún gæti ekki farið til Helsinki því „Finnar
vita ekki einu sinni hvað prosciutto er.“
Svo fór að Ítalir fengu matvælastofunina
til sín og voru höfuðstöðvar hennar opnaðar í
Parma nú í vikunni. Við það tækifæri lék Ber-
lusconi á als oddi og sagði meðal annars eft-
irfarandi um samskipti sín við finnska forset-
ann: „Þegar leitað er eftir ákveðinni
niðurstöðu er nauðsynlegt að nota öll tiltæk
vopn. Þess vegna dró ég fram glaumgosa-
taktana, dustaði af þeim rykið ef svo má
segja, og biðlaði ítrekað til forsetans blíð-
lega.“ Berlusconi ræddi einnig um finnska
matargerð og sagði: „Ég hef komið til Finn-
lands og þurft að þola finnskan mat þannig að
ég er fullfær um að gera samanburð. Hér í
dag fær Barroso [Jose Manuel, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB] að smakka culatello
[skinku úr héraðinu] en ekki reykt hrein-
dýrakjöt frá Finnlandi.“
Hvetja Finna til að sniðganga
ítalskar matvörur
Finnar voru óhressir með orð ítalska for-
sætisráðherrans og var ítalski sendiherrann í
Finnlandi kallaður á fund vegna málsins í
finnska utanríkisráðuneytinu. Að sögn tals-
manns ráðuneytisins var tilgangur fundarins
sá að „lýsa furðu yfir ummælum ítalska for-
sætisráðherrans.“ Matti Vanhanen, forsætis-
ráðherra Finnlands, gerði síðan grín að mál-
maður forsætisráðherrans gerir hins vegar
lítið úr atvikinu og segir orðin hafa fallið í
gamni og að þau séu alls ekki tilefni milli-
ríkjadeilu. Ráðherrann hafi einungis verið að
„að sýna vinsemd við hátíðlegt tækifæri“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berlusconi
lætur falla orð sem þykja ósmekkleg. Frægt
var þegar hann sagði við Martin Schultz, full-
trúa Þjóðverja á Evrópuþinginu, að hann yrði
tilvalinn í hlutverk varðmanns í kvikmynd
sem væri verið að framleiða á Ítalíu um út-
rýmingarbúðir nasista. Þá vöktu orð hans við
starfsmenn kauphallarinnar í New York at-
hygli, en þá vildi hann hvetja til fjárfestinga í
ítölskum fyrirtækjum: „Önnur ástæða til að
fjárfesta á Ítalíu er sú að við erum með gull-
fallega ritara... æðislegar stelpur.“
inu á blaðamannafundi: „Málinu er lokið. Ég
hef ekkert á móti ítölskum mat. Ég er mjög
hrifinn af spagettíi, að því gefnu að það sé
ekki of mikið kryddað.“
En málinu virðist ekki lokið af hálfu allra
Finna og fara þar fremst samtök bænda og
skógareigenda sem hafa lagt til að finnska
þjóðin sniðgangi ítalskar matvörur það sem
eftir lifir sumars, þar á meðal vín og ólífuolíu.
Varðmaður í útrýmingar
búðum og æðislegar stelpur
Ummæli Berlusconi hafa einnig vakið
hneykslan á Ítalíu og vilja stjórnarand-
stöðuþingmenn að hann dragi þau til baka.
Þau hafi verið óviðeigandi og einn ein
„klaufalegu mistökin“ í framkomu hans. Tals-
„Dró fram glaumgosataktana“
Berlusconi ergir Finna með ummælum um samskipti sín við Halonen
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
bab@mbl.is
Reuters
Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, ræða málin.