Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 24

Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 24
24 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÝNING á ljósmyndum Ragnars Axelssonar var opnuð á hádegi í gær á Austurvelli. Borgarstjóri Reykjavíkur Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir opnaði sýninguna en Sig- urður Svavarsson útgáfustjóri Eddu hélt stutta tölu áður og ræddi meðal annars um að nauðsynlegt hefði verið að gefa ljósmyndabók hans, Andlit norðursins, út í fleiri tungumálum þar sem hróður Ragn- ars hefði borist langt út fyrir land- steinana. Ragnar Axelsson hefur um árabil verið í framvarðasveit íslenskra fréttaljósmyndara. Hann hefur starfað við Morgunblaðið frá 1976 og farið víða um heim í störfum sín- um. Mesta áherslu hefur Ragnar lagt á að skrá mannlífið í Norður- Atlantshafi eins og sýningin á Austurvelli ber með sér, en mynd- irnar eru teknar víðsvegar um Ís- land, Færeyjar og á Grænlandi. Sýningin á Austurvelli mun standa til 1. september en þá er möguleiki á að hún ferðist áfram til Færeyja og víðar um heim. Ragnar var að vonum ánægður með opn- unina. „Að sjálfsögðu er maður glaður með þetta. Hins vegar er það leiðinlegt þegar pólitíkin blandast inn í hluti sem þessa. Það má deila um það hvort stöplarnir séu fallegir eða ekki en það er hryggilegt að við séum ennþá á þessu plani hér á landi.“ RAX á Austurvelli Björn Vignir Sigurpálsson fréttaritstjóri Morgunblaðsins var að sjálfsögðu viðstaddur opnun sýningar Ragnars Axelssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Axelsson er ef til vill vanari að vera á bak við linsuna. Sigurður Svavarsson útgáfustjóri Eddu sem gefur Andlit norðursins út, Ragnar Axelsson og Konráð Sigurðsson. „FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks- ins harma að R-listinn skuli ætla að breyta samþykktum Listasafns Reykjavíkur í algerri andstöðu við stjórnendur Listasafns Reykjavík- ur, starfsmenn þess og Samtök ís- lenskra myndlistarmanna.“ Þetta kemur fram í bókun fulltrúa sjálf- stæðismanna í Menningar- og ferða- málaráði en gefin hefur verið út yfir- lýsing vegna málsins. Gísli Marteinn Baldursson, vara- borgarfulltrúi og fulltrúi sjálfstæðis- manna í ráðinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að minnihlutinn væri mjög hissa á því að R-listinn vilji standa svona að málum. „Við í Sjálfstæðiflokknum erum í sjálfu sér ekkert fráhverf þeirri hug- mynd að setja á stofn einhvers konar stjórn Listasafns Reykjavíkur. En sú stjórn sem ákveðið hefur verið að setja á laggirnar er pólitískt skipuð og sett á í algjörri andstöðu við myndlistarmenn og stjórnendur listasafnsins,“ segir Gísli Marteinn. Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar samþykkti ný- lega að leggja til breytingu á sam- þykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur um að stofna þar safnaráð skipað af Menningar- og ferðamálaráði til ráð- gjafar og stuðnings safninu. Í bókun sjálfstæðimanna er jafn- framt vitnað í þær umsagnir sem nú- verandi forstöðumaður safnsins og Samband íslenskra myndlistar- manna lögðu fram vegna breytinga á samþykktinni. Þar er lýst yfir mikilli óánægju um hvernig staðið er að málunum. „Að mínu mati ætti svona stjórn að vera tengd atvinnulífinu. Vera milliliður atvinnulífs og almennings annars vegar og Listasafns Reykja- víkur hins vegar. Stjórnin ætti að hjálpa forstöðumanninum að fjár- magna sýningar og þess háttar. Þetta safnaráð R-listans uppfyllir ekki nein af þeim skilyrðum. Eina skilyrðið sem þeir setja er að stjórnin hafi þekkingu og áhuga á myndlist og rekstri menningarstofn- ana. Það er mjög teygjanlegt skil- yrði og ljóst að þeir geti skipað hvern sem þeir vilja,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir engan ánægðan með þessar breytingar nema meirihlut- ann og tilvonandi forstöðumann Listasafns Reykjavíkur. „Með fullri virðingu fyrir nýja forstöðumann- inum og hans starfi þá hefur hann ekki unnið í safninu og sér ekki eins vel og núverandi forstöðumaður hvernig safnið stendur og hvað þarf til að þar gangi vel.“ Myndlist | Sjálfstæðismenn ósáttir við ákvörðun R-listans Harma vinnu- brögð vegna nýs safnaráðs Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is ÞAÐ verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Reykholtshátíð 2005 sem hefur að leiðarljósi að flytja sígilda tónlist í sögulegu umhverfi. Hátíðin verður haldin í níunda sinn dagana 22. til 24. júlí í Reykholtskirkju. Í þetta sinn verður lögð áhersla á samvinnu erlendra og íslenskra tón- listarmanna. Erlendir þáttakendur verða samtals fimm í ár, auk inn- lendra tónlistarmanna. Meðal gesta hátíðarinnar verður hinn þekkti franski fiðluleikari Phil- ippe Graffin, sem er mörgum að góðu kunnur. Hann leikur á Busano fiðlu sem var smíðuð í Feneyjum ár- ið 1750 og þykir mikill dýrgripur. „Philippe mun m.a. leika Poéme eft- ir Chausson í útsetningu tónskálds- ins fyrir einleiksfiðlu, píanó og strengjakvartett og er hann eini fiðluleikarinn sem flytur verkið í þessum búningi,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Philippe hefur komið fram á tónleikum víða um heim og m.a. leikið með Yehudi Menuhin, Rostropovich, Mörtu Arg- erich, Thibaudet og fleirum. Vytaut- as Barkauskas samdi nýverið verk fyrir hann sem verður flutt á hátíð- inni og hefur hlotið ýmiss verðlaun, þ. á m. lithásku tónskáldaverðlaunin 2004. Philippe Graffin þykir áræðinn í tónsköpun sinni og auk þess að leika hefðbundin verk og sígilda kammertónlist leitar hann sífellt að nýjum víddum bæði í túlkun eldri verka og í flutningi nýrrar tón- listar.“ Hinn þekkti tenór Donald Kaasch mun einnig verða gestur Reykholts- hátíðar en hann söng nýverið hlut- verk Fausts í Fordæmingu Fausts eftir Berlioz með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hann hefur sungið við öll helstu óperuhús heims, þ. á m. á La Scala, við Metropolitan óperuna, í Bastillu-óperunni í París og víðar. Hann hefur sungið með mörgum virtustu hljómsveitum heims og m.a. unnið með stjórnendum eins og Claudio Abbado, James Levine, Simon Rattle o.fl. Hann kom nýverið fram ásamt Fílharmóníuhljómsveit Lundúna og á Edinborgarhátíðinni,“ segir Steinunn Birna. Donald kemur fram á tónleikum laugardaginn 13. júlí kl 15.00 ásamt Steinunni Birnu og flytur lög eftir ensk tónskáld og þekktar óperuaríur. Brindisi píanótríóið Brindisi píanótríóið frá Englandi verður einnig gestur hátíðarinnar. Tríóið skipa Caroline Palmer píanó- leikari, Jaqueline Shave fiðluleikari og Michael Stirling sellóleikari. Þau munu flytja verk eftir ýmsa höfunda þ. á m. Haydn, Schumann, Beet- hoven og Ravel. Tríóið tók við af Brindisi strengjakvartettinum sem Jacqueline og Michael voru bæði meðlimir í. Þau hófu síðan samstarf við Car- oline og hafa starfað saman sem píanótríó í fimm ár. Ásdís Valdi- marsdóttir lág- fiðluleikari kemur einnig fram ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða föstudaginn 22. júlí kl 20.00 og eru tileinkaðir hjónunum Clöru og Robert Schumann. Þar verða fluttar m.a. þrjár rómönsur fyrir fiðlu og pí- anó og einleiksverk fyrir píanó eftir Clöru og píanókvartett eftir Robert. Á laugardeginum 23. júlí verða tvennir tónleikar. Þeir fyrri kl 15.00 þar sem Donald Kaasch muna flytja m.a. tónlist eftir ensk tónskáld og þekktar óperuaríur. Um kvöldið verða svo tríó- tónleikar þar sem flutt verða píanó- tríó eftir Haydn og Ravel og strengjatríó eftir Beethoven. Flytj- andi verður Brindisi píanótríóið ásamt Graffin, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur og Ásdísi Valdimarsdóttur. Lokatónleikarnir verða svo sunnudaginn 24. júlí kl 16.00. Þá verða flutt verk eftir ýmsa, þ. á m. Strengjadúó eftir Mozart í G-dúr og kvintett eftir Schubert í C-dúr D956 op post.163 fyrir tvær fiðlur, víólu og tvö selló.Auk þess flytur Graffin téða partítu eftir Barkauskas. Tónlist | Reykholtshátíð haldin í níunda sinn í næsta mánuði Philippe Graffin og Don- ald Kaasch meðal gesta Steinunn Birna Ragnarsdóttir Donald Kaasch Philippe Graffin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.