Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 27 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG                                                   ! " !         #   $% %&%                                                 !           "      # ' (## "  „VIÐTÖKURNAR hafa verið von- um framar,“ segir Kristín Jóns- dóttir sem undanfarið ár hefur boð- ið Íslendingum sem sækja París heim upp á leiðsöguferðir um hverfi borgarinnar. Kristín hefur búið í París um langt árabil og þekkir vel til í borginni. Hefur hún sett upp vefsíðu www.parisardaman.com þar sem er að finna upplýsingar um gönguferðirnar um borgarhverfin, leiðarlýsingu og dagskrá auk marg- víslegra hagnýtra upplýsinga um París. Kristín var í nokkur ár leið- sögumaður í París á vegum ferða- skrifstofunnar Terra Nova en fyrir ári ákvað hún að gera þetta á eigin vegum. Í sumar segist Kristín m.a. bjóða upp á fasta göngutúra á föstudögum og laugardögum en einnig er hægt að panta ferðir utan dagskrár og fer verðið eftir fjölda þátttakenda, að sögn Kristínar. Á föstudögum eru fastar göngu- ferðir um Latínuhverfið og Mýrina (Marais, 4. hverfi). Kl. 10 fer Krist- ín með ferðalanga um Lat- ínuhverfið en gangan um Mýrina hefst kl. 15. Á laugardögum kl. 10 eru svo fastar gönguferðir um Montmartre listamannahæðina í 18. hverfi. Þessar ferðir eru opnar öllum Ís- lendingum sem eiga leið um borg- ina, segir hún. „Ég byrjaði að starfa sjálfstætt í fyrra þegar Terra Nova var seld og ákveðið var að hætta að bjóða upp á hópferðir til Parísar,“ segir Krist- ín. „Ég renndi blint í sjóinn en þetta gekk vonum framar. Alltaf mættu einhverjir, stundum bara tveir en í eitt skipti fór hópurinn upp í 12 manns,“ segir hún. „Ég get ekki hugsað mér að hætta því mér finnst svo gaman að sýna Íslendingum París. Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið, gefandi og lifandi og ekki sakar að vera sinn eigin herra,“ segir hún. Verðin eru þau sömu og í fyrra, segir Kristín. 15 Evrur (um 1.200 ísl. kr.) á mann fyrir göngutúr inn- an Parísar og ókeypis er fyrir börn upp að 16 ára aldri. Þá borga fram- haldsskólanemar hálft gjald. Kristín býður einnig upp á ýmsa sérþjónustu. Býðst hún m.a. til að sækja fólk á flugvöllinn og fara í skoðunarferð við komuna til Par- ísar Eins er hún reiðubúin að fara með þá sem áhuga hafa í versl- unarmiðstöð fyrir utan borgina. „Allar hugmyndir eru vel þegnar því hægt er að skipuleggja alls kon- ar uppákomur í borginni,“ segir Parísardaman Kristín Jónsdóttir.  FRAKKLAND | Kristín Jónsdóttir býður leiðsögn um París Gaman að sýna Íslendingum borgina Í sumar segist Kristín bjóða upp á göngutúra á föstudögum og laugardögum. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  25. júní Blönduós. Handverksdagurinn 2005 er í dag og sérstök dagskrá af því tilefni í Heimilisiðnaðarsafninu.  25. júní Árborg. Rjómabúið á Baugs- stöðum 100 ára. Afmælisdagskrá.  25. júní Fáskrúðsfjörður. Sólstöðuferð á Halaklett upp af Vattanesskriðum klukkan 20 í kvöld.  25.-26. júní. Bíldudal. Arnfirðingahátíðin hófst í gær, 24. júní, á Bíldudal og stend- ur fram á sunnudag. Eitthvað um að vera fyrir alla fjölskylduna.  26. júní Árbæjarsafn. Leikjadagur barnanna.  30. júní-3. júlí Hólmavík. Hamingjudagar á Hólmavík. Bæjarhátíð haldin í fyrsta sinn.  30.júní - 3. júlí Höfn í Hornafirði. Humarhátíð.  1 júlí - 3. júlí Vestmannaeyjar. Goslokahátíð.  30. júní - 3. júlí Ísafirði. Act Alone-leiklistarhá- tíðin.  1. - 3. júlí Ólafsvík. Færeyskir dagar. Mark- aður, leiktæki, bekkpressumót, bryggjuball og fleira.  2. júlí Eskifjörður. Ratleikur í Eskifjarð- ardal fyrir börn. Mæting við Vet- urhús klukkan 11. Morgunblaðið/Alfons Færeyskir dagar verða í Ólafsvík í næstu viku.  Á FERÐ UM LANDIÐ Hamingjudagar og Humarhátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.