Morgunblaðið - 25.06.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 31
ÚR VESTURHEIMI
Hamrahlíðarkórinn er íraun tveir kórar. Ann-ars vegar kór skipaðurnemendum hverju sinni
og hins vegar kór fyrrverandi
nemenda. Kórinn sem fór í Norð-
ur-Ameríkuferðina samanstóð af
félögum í báðum kórunum, alls 64
manns fyrir utan Þorgerði Ingólfs-
dóttur stjórnanda, Lárus H.
Bjarnason rektor og Kent Lárus
Björnsson fararstjóra.
,,Þetta hefur verið alveg stór-
kostlegt,“ sagði Þorgerður áður en
hópurinn hélt til Norður-Dakóta
og eftir að hafa sungið víða í Mani-
toba og Ontario. Þátttaka á alþjóð-
legri kórahátíð í Toronto var helsti
tilgangur ferðarinnar og hápunkt-
urinn en hópnum þótti sérlega
gaman að koma á Íslendingaslóðir
í Manitoba og hitta fólk, sem kór-
félagar gátu talað við á íslensku.
,,Allt mitt líf hef ég lesið mikið og
heyrt um Íslendingabyggðina
hérna, örlög fólksins, og hugsað
um að í huga fólksins sem fór
vestur var þetta sem fyrirheitna
landið. Svo hefur það hugsað til
baka til Íslands sem fyrirheitna
landsins.“
Þorgerður stofnaði Hamrahlíð-
arkórinn 1967 og hefur farið í
margar tónleikaferðir, jafnt innan
lands sem til útlanda. Hún segir
að hver ferð sé einstök og ekki sé
hægt að bera eina ferð saman við
aðra. ,,Það er einstakt að koma frá
okkar landi og vera einhvers stað-
ar þar sem er annað loftslag og
annar hluti af himninum yfir okk-
ur hverju sinni en hitta fólk sem á
sameiginlegar rætur og hefur
varðveitt þær.“ Þorgerður bætir
við að sér hafi líka þótt einstakt að
hlusta á ,,krakkana sína“ segja frá
því að þeir hafi verið hjá fjöl-
skyldum í Gimli sem séu svo
hreinræktaðir Íslendingar að ekk-
ert útlent blóð hafi blandast þeim.
,,Þetta er eins og sögurnar af
gömlu Gyðingunum,“ segir hún og
skilar miklu þakklæti til allra sem
lögðu kórnum lið. ,,Gestrisnin er
þessi gamla íslenska gestrisni í
sinni fegurstu mynd.“
Guðmundur Arnlaugsson byrjaði
í kórnum vorið 1993 og er fimm
árum eldri en næstelsti kórfélag-
inn. ,,Þetta hefur verið frábært,“
segir hann og bætir við að kórar
upplifi ekki oft að áheyrendur
skilji íslensku lögin. ,,Það er gam-
an að koma til útlanda og sjá að
fólk tekur undir í sumum lögum.“
Guðmundur var nemandi í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
og er nú sögukennari við skólann.
Hann segir að erfitt sé að hætta í
kórnum. Verkefni með Sinfóníu-
hljómsveitinni næsta vor sé spenn-
andi en hann ætli að sjá til um
framhaldið í haust. ,,Það er aldrei
að vita nema ég haldi áfram,“ seg-
ir hann.
Enn ein fjöður í hatt
Hamrahlíðarkórsins
Hamrahlíðarkórinn gerði stormandi lukku í tónleikaferð sinni um
Ontario og Manitoba í Kanada og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum
ekki alls fyrir löngu. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með krökkunum
undir lokin og ræddi við Þorgerði Ingólfsdóttur, stjórnanda kórsins
frá byrjun, og Guðmund Arnlaugsson, sem er elsti kórfélaginn og
hefur sungið með kórnum síðan 1993.
Morgunblaðið/Steinþór
Peter Bjornsson, menntamálaráðherra Manitoba, Guðmundur Arnlaugs-
son og Steingrímur J. Sigfússon.
Kórinn tók lagið við víkingastyttuna í Gimli.
Í Gimli söng Hamrahlíðarkórinn meðal annars lag fyrir Valdine Björnsson
til minningar um Richard, eiginmann hennar, sem andaðist 2. maí sl.
steg@mbl.is
,,VIÐ höfum fengið heilmiklar upplýsingar og
þetta er bara byrjunin,“ segir Bjarki Svein-
björnsson, tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, um
ferð sína og Jóns Hrólfs Sigurjónssonar tón-
listarkennara til Vesturheims á dögunum.
Tilgangur ferðarinnar til Norður-Dakota og
Manitoba var að fara í slóð fyrstu tveggja kyn-
slóða vestur-íslenskra tónskálda og tónlistar-
manna. ,,Við erum að leita að upplýsingum um
þá, daglegt líf þeirra, tónlistarmenntun og tón-
listarstarf,“ segir Bjarki. ,,Í raun erum við að
safna upplýsingum um allt sem tengist lífi
þeirra og það hefur komið í ljós að við höfum
ennþá aðgang að fólki sem man eftir flestum
þeirra í eigin persónu.“
Í ferðinni ræddu þeir við marga sem tengdust
tónskáldunum og tónlistarmönnunum. „Elsti
Vestur-Íslendingurinn sem við höfum talað við
er 104 ára og elsti tónlistarmaðurinn sem við
höfum hitt er 95 ára,“ segir Bjarki. ,,Það var því
ekki seinna vænna að fara þessa ferð og ná upp-
lýsingum um alla þessa einstaklinga, því það
hefur sýnt sig að gögn og persónulegir munir
hafa dreifst til fjórðu kynslóðarinnar og eru
komnir út um öll Bandaríkin og Kanada.“
Greinin „Nokkur íslensk tónskáld“ eftir Gísla
Jónsson, sem birtist í Tímariti Þjóðræknisfélags
Íslendinga 1951, kveikti áhuga tvímenninganna
á málefninu. ,,Í greininni er fjallað um 15 tón-
skáld og við vildum kynnast þeim nánar,“ segir
Jón Hrólfur.
Bjarki hélt fyrirlestur um efnið í fyrirlestra-
röð íslenskudeildar Manitobaháskóla fyrir lið-
lega ári og bað heimamenn að hafa augu og eyru
opin með frekari upplýsingar í huga. Í vor skrif-
aði hann grein í Lögberg-Heimskringlu þar sem
hann kallaði eftir frekari upplýsingum. ,,Við
fengum strax viðbrögð frá Norður-Dakota og
Manitoba og ákváðum að drífa okkur,“ segir
Bjarki.
Félagarnir tóku viðtöl við fólk með þætti í út-
varpi og sjónvarpi í huga. Auk þess mynduðu
þeir mikið af gögnum og tóku myndir af munum
sem tengjast þessari sögu.
Safna upplýsingum
um tónskáld og
tónlistarmenn vestra
Morgunblaðið/Steinþór
Jón Hrólfur Sigurjónsson og Bjarki Sveinbjörnsson ræða við Audrey Fridfinnson um afa henn-
ar Jón Friðfinnsson, sem var tónlistarkennari og tónskáld í Winnipeg.