Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 49

Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 49 MENNING Belgískar vöf Nýlega bættist við enn einn ljúffengur réttur í kaffiteríu Perlunnar. Bragðið á gómsætum nýbökuðum belgískum vöff lum í kaffiteríunni á 4. hæð. Næg ókeypis bílastæði! BELGÍSKAR VÖFFLUR Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - perlan@perlan.is - www.perlan.is Hr in gb ro t „BLÓM eru jákvæð tákn og allir hafa gaman af þeim,“ segir Arnór G. Bieltvedt listmálari sem opnar sýningu á verkum sínum í sal Ís- lenskrar grafíkur í dag. Sýningin hefur hlotið nafnið Ljós og litberar sem Arnór fær frá skynjun sinni á blómum. „Að mála blóm er eins og að mála lifandi lit. Línan þarf að gera alla vinnuna til að halda verkinu saman. Liturinn og formið sameinar svo hugmyndina í málverkinu,“ segir Arnór. Það eru sjö ár frá síðustu sýningu Arnórs á Íslandi svo það er tími til kominn að hann sýni Íslendingum hvað hann hefur verið að gera í myndlistinni síðan. Blandar saman ýmissi tækni Hann teiknar og málar alls kyns myndir; portrait, abstrakt, blóm og landslag en ákvað að einbeita sér að einu viðfangsefni fyrir þessa sýningu. Arnór blandar saman ýmissi tækni; akrýl, pastel, olíu og penna og vill ekki vera háður neinni einni tækni. Uppistaða málverka hans er liturinn og litur blóma hefur þar sterkustu áhrifin. Arnór mál- ar í expressjónískum stíl, þar sem hraði og ná- kvæmni vinna saman og tjáir hann tilfinningar og hugsanir í gegnum liti, línur og form. Arnór segir stundum erfitt að tala um mál- verk því orðin séu svo ólík skynjuninni á myndunum. Hann líki þó blómum stundum við leikara á sviði sem hægt sé að stilla upp á mis- munandi vegu og leika sér svolítið með. „Ég hef gaman af áskorunum í listinni, vil taka áhættu og fara ótroðnar slóðir,“ segir hann. Arnór er yfirmaður listadeildar North Shore Country Day School í Winnetka og kennir unglingum á menntaskólastigi mynd- list. Hann hefur einnig kennt fullorðnum og starfaði í sjö ár í skóla fyrir vandræðaungl- inga. „Þar voru krakkar sem höfðu átt við eit- urlyfjavanda, þunglyndi og athyglisbrest að stríða. Þetta var ungt fólk með djúpa lífs- reynslu og það var ótrúlegt að sjá hvernig það notaði lífsreynsluna í listsköpun,“ segir Arnór. Lært mikið af nemendum sínum Sjálfur hefur hann lært mikið af nemendum sínum og telur sig eiga eftir að læra mikið í myndlistinni. Hann er búinn að fara víða og læra margt en myndlistin er eini þátturinn í lífi hans þar sem honum líður eins og unglingi. Arnór kennir myndlist átta tíma á dag, ráð- leggur nemendum sínum og leysir ýmsar gát- ur listarinnar. Hann er því stöðugt að æfa sjón og hugsun. „Fólk á að vera óhrætt við að skapa og ekki hugsa um það hvort einhver sé að horfa yfir öxlina á því,“ segir Arnór að lokum. Á sýningunni hjá Grafíksafni Íslands sýnir hann átta teikningar og ellefu málverk og stendur sýningin til 10. júlí. Myndlist | Arnór G. Bieltvedt heldur málverkasýningu í sal Íslenskrar grafíkur Enn unglingur í myndlistinni Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Arnór G. Bieltvedt hefur búið lengi í Bandaríkjunum og starfar þar sem kennari og listmálari. LISTASTEFNUNNI í Basel lauk formlega síðastliðinn mánudag. Að sögn forsvarsmanna var þessi stærsta og virtasta nútímalistakaupstefna heims afar vel heppnuð að þessu sinni. Talið er að um 56.000 gestir hafi sótt Basel heim af þessu tilefni, sem er met í 36 ára sögu listastefnunnar, og um 1.700 fjölmiðlamenn. Alls tóku 275 gallerí frá öllum heimshlutum þátt að þessu sinni og var sala verka með besta móti, að sögn galleríista á staðnum. Listastefnan í Basel verður aftur haldin að ári. Á myndinni virða gestir á stefnunni fyrir sér sápu- stykki sem talið er gert úr likamsfitu ítalska forsætis- ráðherrans, Silvio Berlusconi, eftir að hann fór í andlit- lyftingu og fitusog. Þetta verk Gianni Monti nefnist Hreinar hendur og seldist á innan við klukkustund á opnunardegi listastefnunnar, 14. júní. Verkið keypti svissnesskur einkasafnari á 15.000 evrur, tæpar 1,2 milljónir króna. Reuters Góð aðsókn og árangur í Basel ÁRNI Þórarinsson rithöfundur og blaðamaður á Morg- unblaðinu hefur ákveðið að fela JPV- útgáfu næstu saka- málasögu sinnar um Einar blaðamann sem fyrst kom fram í sakamálasögunni Nóttin hefur þúsund augu. Mál og menning hefur annast útgáfu verka Árna fram til þessa. Hefur sent frá sér fjórar skáldsögur Árni hefur áður sent frá sér fjórar skáldsögur. Nóttin hefur þúsund augu kom út 1998 og hef- ur einnig verið gefin út í Dan- mörku og Þýskalandi. Hvíta kan- ínan kom út 2000, Blátt tungl 2001 og Í upphafi var morðið 2002, í samvinnu við Pál Kristin Pálsson, en kvikmyndaréttur hennar hefur verið seldur til Storm ehf. Þeir Árni og Páll Kristinn voru einnig handritshöfundar sjónvarpsþátta- raðanna Dagurinn í gær, RÚV 1999, sem Hilmar Oddsson leikstýrði, og 20/20, RÚV 2002 sem Óskar Jónasson leikstýrði. Sjónvarpsmyndin 20/20 var tilnefnd til fernra Edduverð- launa, þ. á m. fyrir besta handrit. Árni Þórarinsson á að baki langan feril í íslenskri blaða- mennsku og við dag- skrárgerð fyrir út- varp og sjónvarp. Hann hlaut blaða- mannaverðlaunin árið 2004 fyrir fréttaskýringu sína um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem birtist í Tímariti Morgunblaðsins síðastliðið sum- ar. Útgáfan væntir góðs af samstarfinu „Það er JPV-útgáfu fagnaðar- efni að fá svo góðan liðsmann í sínar raðir og væntum við góðs af samstarfinu við Árna Þórarins- son,“ segir Jóhann Páll Valdi- marsson útgáfustjóri. Árni Þórarinsson til JPV-útgáfu Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.