Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR - ALDREI OF SEINT! Vectavir FÆST ÁN LYFSEÐILS Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍS LE N SK A AU GL †S IN GA ST OF AN /S IA .I S L YF 2 84 55 06 /2 00 5 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi – Laugarási EKKI stendur til að fá utanaðkom- andi aðila til að endurskoða nýtt leiðakerfi Strætós bs. í heild sinni á næstunni, en stjórn Strætós sam- þykkti sl. föstudag að gera smávægi- legar breytingar á kerfinu og taka það svo út eftir áramót með þær ábendingar sem borist hafa í huga. Þær úrbætur, sem samþykkt var að gera, taka gildi 15. október, og fela m.a. í sér að þjónustutími á leið- um 12 og 16 verður lengdur fram til miðnættis, a.m.k. á þeim hlutum leið- anna sem liggja fjarri stofnleiðum, segir Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi og stjórnarformaður Stræt- ós. „Ég tel að þessar breytingar komi til móts við brýnustu þörfina í Reykjavík, því stærstu heilbrigðis- stofnanirnar liggja við þessar leiðir, þær sem ekki liggja við stofnleiðir sem ganga til miðnættis. […] Þessar leiðir fara um það svæði borgarinnar sem liggur fjærst stofnleiðum, svo að við vildum byrja á því,“ segir Björk. Áætlaður kostnaður við þessa breyt- ingu verður um 1,5 milljónir króna fram að áramótum. Ný leiðaráætlun gefin út Einnig verða tímatöflur, sem erf- iðlega hefur gengið að halda, lag- færðar, t.d. á leiðum S1, 11, 13, 14, 22 og 24, og tengingar á skiptistöðvum milli leiða athugaðar og lagfærðar ef þörf krefur. Að lokum óskar Strætó eftir sam- vinnu við aðildarsveitarfélögin um gerð nýrra biðstöðva, t.d. við Kleppsspítala. Dreifa þarf nýjum leiðaáætlunum í biðstöðvar, og gefa út nýja leiðabók þegar þessar breyt- ingar taka gildi 15. október nk. „Við munum svo gera úttekt þar sem sérstaklega verður kannað við- horf til leiðakerfisins og þjónustu- tíminn. Ef í ljós kemur að ástæða er til þess að skoða þetta enn frekar,þá gerum við það um áramót. Við ætlum ekki að fá utanaðkomandi óháðan að- ila til að gera heildarendurskoðun á leiðarkerfinu, eins og upphaflega var talað um,“ segir Björk. Reiknað er með því að niðurstöður úr úttektinni verði tilbúnar um áramót. Gagnrýni kemur ekki á óvart Úttekt Strætós verður látin duga, en þar verður farið yfir ábendingar vagnstjóra og farþega, og gerð við- horfskönnun. „Við munum svo gera síðar þessa heildarúttekt sem auð- vitað þarf að gera, en það þarf meiri reynslu á kerfið áður en það verður gert,“ segir Björk. Hún segir að mikil gagnrýni á kerfið komi sér ekki á óvart, ómögu- legt sé að gera slíkt kerfi fullkomið í fyrstu tilraun og alltaf hafi verið reiknað með því að sníða þyrfti ýmsa agnúa af kerfinu þegar reynsla kæmist á það. „Það er ekki hægt að sjá allt fyrir, og auðvitað er reynslan alltaf best.“ Breytingar ákveðnar á nýju leiðakerfi Strætó Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÍSLENSK stjórnvöld leggja hlutfallslega mest til rannsókna og þróunar af Norðurlöndunum en Noregur minnst. Þar er reiknað hlutfall til rann- sókna af heildarframlögum fjárlaga. Þá á það sama við um framlög til rannsókna og þróunar á hvern einstakling. Þar er Ísland hæst en Noregur lægstur. Þegar mælt er hlutfall framlaga af vergri landsframleiðslu er Finnland með hæsta hlutfall- ið, þá Ísland, en Danmörk er lægst. Þetta kemur fram í ritinu Rannsóknir í fjár- lögum á Norðurlöndum, þróun frá 2000 til 2005, sem Norræna ráðherranefndin gefur út. Alls lögðu ríkisstjórnir Norðurlandanna fram um 660 milljarða íslenskra króna á tímabilinu til rannsókna. Þar af voru rúmlega 9 milljarðar króna, eða um 1,4% upphæðarinnar á Íslandi. Um 50% af framlögum danska ríkisins til rann- sókna og þróunar fer beint til háskóla. Þetta hlut- fall er um 37% á Íslandi og aðeins Finnland er með lægra hlutfall. Rannsóknastofnanir fá um þriðj- ung framlaga á Íslandi, sem er nokkuð lægra en í Svíþjóð. Önnur lönd verja töluvert minna fé til rannsóknarstofnana eða á bilinu 10–15% af heild- inni. Þá veita Ísland og Svíþjóð um 20% opinbers rannsóknafjár gegnum sjóði af ýmsu tagi en Finn- land ver um 40% af sínu rannsóknafé gegnum sjóði. Danmörk er þar lægst með um 12%. Að mati Rannsóknamiðstöðvar Íslands (RANNÍS) leiðir þessi samanburður í ljós að ís- lensk stjórnvöld verja verulegum upphæðum til rannsókna og þróunar og beina fjármagni mest beint til rannsóknaraðila. Rannsókna- og þróun- arþáttur fjárlagagreiningarinnar varðaði hins vegar einungis fjármögnun hins opinbera á rann- sóknum og tekur ekki til fjármögnunar atvinnu- lífsins eða fjármögnunar rannsókna frá öðrum löndum. Ríkið bætir upp lág framlög atvinnulífs Þorvaldur Finnbjörnsson, sviðsstjóri á grein- ingasviði Rannís, segir Íslendinga hafa valið að leggja rannsóknafé beint til stofnana sem útdeili fénu. Því sé ekki alltaf mikið um fljótandi rann- sóknarfé. „Það sem menn kvarta kannski mest yf- ir er að sjóðirnir okkar eru ekkert allt of stórir þótt þeir hafi stækkað mjög mikið,“ segir Þorvald- ur. „Fyrirtækin eru hins vegar mun sterkari á öll- um hinum Norðurlöndunum hvað varðar framlög til rannsókna. Sænsk fyrirtæki eru t.d. með u.þ.b. 70% af öllum rannsóknafjárfestingum en á Íslandi er þetta hlutfall rétt rúm 50%. Það má eiginlega segja það að íslenskt atvinnulíf sé ekki eins fjöl- breytt og ekki með eins mikið af stórum fyrirtækj- um, sem halda uppi rannsóknum erlendis. Íslensk stjórnvöld koma þannig til móts við atvinnulífið með því að styrkja rannsóknir. Hér á Íslandi eru það hátæknifyrirtækin sem leggja mest í rann- sóknir, þótt íslenskt atvinnulíf hafi hingað til ekki einkennst af hátækniiðnaði. Við höfum alla tíð ver- ið háð sjávarútvegi. Nú erum við hins vegar að skipa okkur í fremstu röð vegna þess að hátækni- fyrirtækin eru að sýna mikla grósku í sambandi við fjárfestingar í rannsóknum.“ Framarlega í hópi Evrópuþjóða Íslendingar standa, að sögn Þorvalds, mjög framarlega í hópi Evrópuþjóða hvað varðar út- gjöld til rannsókna sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu. „Íslendingar eru að leggja til um 2,97%,“ segir Þorvaldur og bætir við að aðrar Evr- ópuþjóðir hafi sett sér það markmið að ná 3% en meðaltalið á evrópska efnahagssvæðinu séu tæp 2%. Svíar og Finnar standa þó ofar Íslendingum. Svíar leggja fram 3,98% og Finnar leggja fram 3,49%. „Í þessum tölum eru framlög fyrirtækja tekin inn.“ Ný skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar um rannsóknir í fjárlögum Íslensk stjórnvöld leggja mest til rannsókna Morgunblaðið/Jim Smart „OKKUR finnst náttúrlega ákaflega slæmt að íslensk fyrirtæki séu í auknu mæli að færa starfsemi sína til útlanda, því þarna er verið að flytja störf úr landi sem hlýtur að hafa neikvæð áhrif á þjóðarbúið,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson, vara- formaður Eflingar – stéttarfélags og formaður iðnaðarsviðs Starfs- greinasambandsins (SGS), en hann verður fundarstjóri á málþingi sem SGS gengst fyrir í næstu viku undir yfirskriftinni „Útrás eða flótti ís- lenskra iðnfyrirtækja?“ Bendir Guðmundur á að í iðnaði hafi snarfækkað í hópi þeirra manna sem hafði atvinnu af því að fram- leiða vöru innanlands. Plastiðnaður í vaxandi mæli að flytjast úr landi „Nú er búið að flytja þetta að miklu leyti til útlanda. Og stór og öflug fyrirtæki sem hér störfuðu í áratugi eru farin að framleiða sína vöru erlendis, t.d. í Eystrasaltslönd- unum, Búlgaríu og Serbíu,“ segir Guðmundur og nefnir að plastiðn- aður sé í vaxandi mæli að færast úr landi auk þess sem veiðafæragerð sé nánast farinn úr landi „ Okkur finnst þessi þróun mjög alvarleg,“ segir Guðmundur. Bendir hann á að fataiðnaður er ekki aðeins að leggj- ast af á Íslandi heldur einnig í Evr- ópu, þar sem framleiðsla hafi á að- eins örfáum árum flust til landa þar sem laun og starfskjör eru lakari. „Við spyrjum okkur því eðlilega hvort þetta sé útrás eða flótti undan þeim kjörum sem hér er verið að borga.“ Á fyrirhuguðu málþingi flytja er- indi þeir Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Sigurður Bragi Guðmundsson, for- stjóri Plastprent, Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, og Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri SGS. Að sögn Guðmundar verður á fundinum reynt að leita svara við því hvers vegna íslensk fyrirtæki velja að flytja starfsemi sína til útlanda, hvort tækifærin liggi annars staðar en hérlendis og eins hvaða þýðingu þessi hnattvæð- ing atvinnulífsins hafi fyrir íslenskt launafólk og fyrirtæki. Málþingið, sem er öllum opið, fer fram á Hótel Loftleiðum föstudaginn 9. septem- ber og hefst kl. 14. Útrás eða flótti íslenskra iðnfyrirtækja? „Okkur finnst þessi þróun mjög alvarleg“ SAMNINGUR um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru í Reykjavík var undirritaður sl. föstu- dag milli Námsflokka Reykjavíkur, sem heyra til menntasviðs borgar- innar, og Mímis, símenntunar. Um er að ræða þjónustusamning til þriggja ára, sem tekur einnig til þró- unar kennsluhátta í íslensku fyrir út- lendinga. Á undanförnum árum hafa um 700 útlendingar að jafnaði sótt íslensku- námskeið hjá Námsflokkunum. Með samningnum tekur Mímir að sér þessa kennslu, en fær til sín kennara sem sinnt hafa þessari kennslu hjá Námsflokkunum og nýta það náms- efni sem þar hefur verið þróað, að því er fram kemur í frétt af þessu tilefni. Fram kemur einnig að með gerð þjónustusamningsins taka Náms- flokkar Reykjavíkur fyrsta skrefið í átt að nýjum áherslum um aukna samvinnu við önnur fyrirtæki og stofnanir sem sinna fullorðins- fræðslu. Efla íslenskukennslu fyrir útlendinga Morgunblaðið/Jim Smart Ánægð með samninginn. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, Stefán Jón Hafstein, formaður mennta- ráðs, Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, og Björg Árnadóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.