Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 9

Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 9 FRÉTTIR ÞÝSKUNÁMSKEIÐ GOETHE ZENTRUM www.goethe.is 551 6061 er kominn út Rafiðnaðarmenn, rafhönnuðir, arkitektar! Við segjum stórtíðindi. Út er kominn nýr og stórglæsilegur vörulisti sem sýnir á yfir 500 síðum og í 13 litamerktum köflum hið mikla úrval raflagnaefnis og lýsingar- búnaðar sem við höfum á boðstólum. Komið í heimsókn og fáið eintak af listanum. Hjá okkur fæst allt frá vöfflujárni til virkjunar. GH -S N 05 08 00 3 Grunnskóli - Framhaldsskóli - Háskóli NÁMSAÐSTOÐ Íslenska • Franska • Spænska • Stærðfræði Enska • Þýska • Danska • Efnafræði • Eðlisfræði Greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf., sími 557 9233, www.namsadstod.is HALDIN verður ein fjölskyldu- messa í Bústaðakirkju í dag kl. 11:00. Missagt var í blaðinu í gær að það væri barnamessa kl. 11 og almenn guðsþjónusta kl. 14. Organisti er Aðalheiður Þor- steinsdóttir og prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og boðið er upp á molasopa eftir messu,. Næsta sunnudag 11. september verður barnamessa kl. 11:00 og al- menn guðsþjónusta kl. 14:00 og verður það fyrirkomulag til vors. Messur í Bústaðakirkju MÁR Hall Sveinsson sem býr í bæn- um Mobile í Alabama í Bandaríkj- unum og rætt var við í blaðinu í gær vegna hamfaranna á svæðinu var ranglega sagður heita Már Hallur í viðtalinu. Leiðréttist það hér með. LEIÐRÉTT Rangt nafn FYLGI Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs mælist nú 19% sam- kvæmt nýrri könnun Þjóðarpúls Gallup á fylgi flokkanna. Hefur fylgi flokksins ekki mælst svo mikið frá því í desember í fyrra. Bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og Samfylkingin lækka um tvö prósentustig. Sjálf- stæðisflokkurinn er með ríflega 36% stuðning, en Samfylkingin nýtur stuðnings tæplega 30%. Framsókn- arflokkurinn hækkar úr 9% í tæp- lega 11%, en Frjálslyndi flokkurinn fengi rúmlega 4% fylgi ef kosið væri til Alþingis í dag. Naumlega 21% tók ekki afstöðu eða neitaði að gefa hana upp. Rík- isstjórnin mælist, líkt og í síðasta mánuði, með nær 50% stuðning og fylgi stjórnarflokkanna er saman- lagt svipað og í síðasta mánuði, eða nær 47%. Könnunin var gerð í síma dagana 28. júlí til 29. ágúst. Úrtakið var 2.392 manns og svarhlutfall 61%. VG bætir við sig fylgi FRÍÐA Þor- steinsdóttir frá Vestri-Leirár- görðum færði ný- verið Barna- heillum – Save the Children 50.000 króna gjöf. Fríða varð átt- ræð 26. ágúst síð- astliðinn og ákvað að verja því fé sem hún fengi í afmælisgjöf til styrktar börnum. Fríða eignaðist tíu börn og eru níu þeirra á lífi. Hún hefur mikið dálæti á börnum og starfaði m.a. við Heiðarskóla í 20 ár. Hún kaus að styrkja Barnaheill þar sem henni fellur vel framtíðarsýn samtakanna, sem er að búa börnum betri heim. Skv. upplýsingum sam- takanna verður gjöf Fríðu varið til styrktar verkefnum hér innanlands. Færði gjöf til styrktar börnum Fríða Þorsteinsdóttir KNATTSPYRNUDEILD Víkings í Reykjavík og barna- og unglingaráð félagsins hafa nú hrundið af stað und- irskriftasöfnun til stuðnings kröfu sinni um að Reykjavíkurborg gangi til samninga við félagið um gervigras- völl á svæði þess við Traðarland. Víkingar munu á næstu dögum ganga í hús og safna undirskriftum auk þess sem listar munu liggja frammi til 16. september í verslunar- miðstöðinni Grímsbæ og í Ísgrilli við Bústaðaveg. Í undirskriftaskjali Víkings, sem er í nafni íbúa í Bústaða-, Fossvogs-, og Smáíbúðahverfum, foreldra, iðkenda og stuðningsmanna Víkings yfirleitt, kemur fram að ungir knattspyrnuiðk- endur í félaginu búi nú við það að þurfa að sækja æfingar í önnur hverfi Reykjavíkur meirihluta ársins. Þann- ig æfi ungir Víkingar á gervigrasvell- inum í Laugardal, Framvellinum við Safamýri og í Egilshöll í Grafarvogi. Þá kemur fram að Víkingum hafi þar að auki verið úthlutað afar óhagstæð- um æfingatímum og jafnvel utan lög- legs útivistartíma barna og unglinga. Slíkt ástand er að mati Víkinga óvið- unandi.. Eitt af fáum félögum án gervigrasvallar Róbert Agnarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir löngu kominn tíma til að félagið fái gervigrasvöll. „Svæðið sem Víkingur hefur er mjög takmarkað og miðað við það að við höfum meira en 400 börn og unglinga þarna við æfingar og keppni segir það sig sjálft þegar maður kemur þarna að það er ekkert pláss þarna,“ segir Róbert. „Við erum eitt af fáum liðum í Reykjavík sem ekki hafa gervigrasvöll og við erum líklega það lið sem er með minnsta æfingasvæðið af þeim öllum. Það er búið að vera svo mikið álag á æfinga- svæðinu í sumar að við neyðumst til að taka upp allt grasið í haust og tyrfa þetta upp á nýtt og þá verður ekki hægt að æfa aftur næsta vor. Gamla æfingasvæðið er meira og minna ónýtt.“ Víkingar vilja gervigrasvöll ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.