Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 10
E
inkahlutafélögum hefur fjölgað
gríðarlega á allra síðustu ár-
um. Þau voru 734 árið 1995,
1802 árið 1999 og 1997 árið
2000. Sérstaka athygli vekur
kippur í nýskráningum árið
2002. Á því ári fjölgaði ný-
skráðum einkahlutafélögum úr 1.841 í 3.093
eða um 1.252 frá árinu á undan. Glöggir
menn rekja kippinn til skattalagabreytingar
árið áður, þ.e. þegar skattar af hagnaði fyr-
irtækja voru lækkaðir úr 30% í 18%. Við
skattalagabreytinguna hafi margir einstak-
lingar með eigin rekstur séð sér hag að
stofna einkahlutafélag um reksturinn frem-
ur en að telja fram sem einstaklingar.
En hverju munar fyrir einstakling með
eigin rekstur að telja fram undir nafni
einkahlutafélags eða eigin nafni?
Skemmst er frá því að segja að hagnaður
af einkarekstri er skattlagður með sama
hætti og laun. Hagnaðurinn ber því 24,75%
skatt til viðbótar við 12–13% útsvar eða um
37% samanlagðan skatt. Rétt er að taka
fram að formlega ber viðkomandi að reikna
sér laun af starfi sínu, m.a. til útreiknings á
tryggingar- og lífeyrisiðgjaldi. Rétt eins og
launin telst þó rekstrarafgangurinn til tekna
og skattleggst á sama hátt og launin.
Ef sami maðurinn með sjálfstæðan rekst-
ur ákveður að stofna einkahlutafélag um
reksturinn ber honum að reikna sér laun
eða svokallað endurgjald. Fjármálaráðu-
neytið hefur gefið út reglur um lágmarks
reiknað endurgjald frá árinu 1979. Listi yfir
lágmarks endurgjald er uppfærður og færð-
ur inn á heimasíðu ríkisskattstjóra
www.rsk.is á hverju ári. Á vegum embættis-
ins hefur verið gert sérstakt átak í því skyni
að tryggja að farið væri eftir reglunum.
Rétt eins og einstaklingurinn á undan
greiðir einstaklingur með einkahlutafélag
tekjuskatt og útsvar af reiknuðu endur-
gjaldi. Hins vegar greiðir hann aðeins 18%
fyrirtækjaskatt af hagnaðinum sem eftir er
og afganginn af upphæðinni getur hann
greitt sjálfum sér út sem arð eftir að hafa
greitt af honum 10% fjármagnstekjuskatt.
Eftir að hafa dregið launin frá hagnaðinum
greiðir hann því ekki 37% heldur rétt ríflega
26% skatt af afganginum. Útsvar greiðir
hann aðeins af endurgjaldinu, þ.e. launun-
um.
Árni Harðarson, yfirmaður skatta- og lög-
fræðisviðs Deloitte hf., gaf blaðamanni upp
dæmi af sjálfstætt starfandi lögfræðingi
með einnar milljón króna hagnað af vinnu
sinni á mánuði. „Lögfræðingurinn byrjar í
báðum tilfellunum á því að reikna sér um
530.000 kr. laun samkvæmt lista frá rík-
isskattstjóra. Eftir að því er lokið er ekki
ólíklegt að hann þurfi að greiða um 300.000
kr. kostnað af rekstrinum. Afganginn eða
um 170.000 kr. getur hann annaðhvort gefið
upp undir eigin nafni eða í gegnum einka-
hlutafélag. Ef hann ákveður að telja fram
undir eigin nafni greiðir hann rétt eins og af
laununum um 25% tekjuskatt og 12–13% út-
svar af upphæðinni eða samtals um 37%
skatt. Ef hann á hinn bóginn gefur þennan
rekstrarafgang upp í gegnum einkahluta-
félag byrjar hann á því að greiða af honum
18% skatt eða 30.600 kr. Eftir að því er lok-
ið getur hann svo ákveðið að greiða sér af-
ganginn af upphæðinni eða 140.000 kr. sem
arð með 10% skatt. Hann greiðir því 35.000
kr. í skatt af þessum hagnaði í staðinn fyrir
að hafa greitt 63.000 kr. ef hann hefði talið
hann fram sem einstaklingur.“
Hentar ekki öllum
Ráðleggja þá endurskoðendur einstak-
lingum með eigin rekstur yfirleitt að stofna
einkahlutafélag um reksturinn?
„Alls ekki alltaf,“ svarar Árni og segir
misjafnt hvort einkahlutafélög henti ein-
staklingum með rekstur. „Ótrúlega margir
virðast halda að þeir geti einfaldlega greitt
sér allan hagnað af rekstri út sem arð með
10% fjármagnstekjuskatti. Eins og ég hef
útskýrt er því alls ekki þannig farið. Fólk
verður að byrja á því að greiða sjálfu sér
laun áður en til skattahagræðisins kemur.
Viðmið ríkisskattstjóra eru líka töluvert há í
mörgum greinum, t.d. er viðmiðið alltof hátt
fyrir heimahjúkrun. Stofnun einkahluta-
félags felur í sér ákveðinn byrjunarkostnað.
Ef lítill hagnaður er af rekstri borgar sig
alls ekki að leggja út í þann kostnað fyrir
litla eða enga skattalækkun. Fólki hættir
líka til að gleyma því að ekki er hægt að
taka út úr félaginu nema með formlegum og
réttum hætti. Félagið á peningana – ekki
þú.“
Hins vegar getur stofnun einkahlutafélags
hentað mörgum. „Ef einhver ætlar að fara
út í góðan rekstur leikur ekki vafi á því að
stofnun einkahlutafélags er góður kostur.
Ein ástæða er auðvitað skattahagræðið.
Önnur er að með einkahlutafélagi getur þú
takmarkað ábyrgð þína. Ef reksturinn geng-
ur ekki upp tapar þú ekki eigum fjölskyld-
unnar, aðeins því sem þú lagðir upp með. Þú
ákveður því hvað þú hættir miklu í rekstr-
inum. Svo er hægt að telja upp ýmsa fleiri
kosti, t.d. eru afborganir af námslánum mið-
aðar við ákveðið hlutafall af útsvarsstofni –
launum. Með því að greiða sér hluta tekna
sinna sem arð er því hægt að lækka afborg-
anir námslána. Ekki má heldur gleyma því
að einkahlutafélög eru líka hugsuð sem eins
manns félög og því er alls ekkert óeðlilegt
að einstaklingar stofni einkahlutafélög um
rekstur sinn.“
Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri Hag- og
upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitar-
félaga, nefnir fleiri hvata til stofnunar
einkahlutafélaga. „Með stofnun einkahluta-
félags verða einstaklingurinn og fyrirtækið
að tveimur lögaðilum. Þess vegna getur ein-
staklingurinn tekið ýmiss konar kostnað út
úr rekstrinum. Endurskoðendur hafa sagt
manni frá ýmsum aðferðum sem gera við-
komandi aðilum auðveldara með að ná niður
hagnaði einkahlutafélaganna og þar með
skattgreiðslum miðað við að hafa rekstur
fyrirtækisins í einkarekstri.“
Sveitarfélögin tapa
Eins og fram hefur komið greiða einka-
hlutafélög ekki útsvar af öðrum rekstrar-
hagnaði en launum. Samfara fjölgun einka-
hlutafélaga hafa sveitarfélögin því orðið af
umtalsverðum útsvarstekjum á síðustu ár-
um. Gunnlaugur Júlíusson, Eggert Jónsson,
fyrrverandi borgarhagfræðingur og Guðrún
Torfhildur Gísladóttir, borgarbókari, skiluðu
áfangaskýrslu til Sambands íslenskra sveit-
arfélaga um skerðingu útsvarsstofna í febr-
úar 2002. Þremenningarnir spá því í nið-
urlaginu að sveitarfélögin í landinu yrðu
árlega af ríflega 1,1 milljarði króna í
útsvarstekjur vegna fjölgunar einkahluta-
félaga á árabilinu 2002 til 2005.
Gunnlaugur leggur áherslu á að um grófa
áætlun hafi verið að ræða. „Ef ætlunin hefði
verið að fá nákvæmari niðurstöður hefðum
við þurft að kafa ofan í reikninga hvers ein-
asta fyrirtækis til þess að komast að raun
um raunverulegan hagnað. Við sáum okkur
einfaldlega ekki fært að leggja út í slíka
vinnu á sínum tíma. Ég hef heldur ekki
fengið athugasemdir við þá aðferðafræði
sem við unnum eftir þegar ég hef kynnt efni
skýrslunnar, m.a. á hádegisverðarfundi með
endurskoðendum.“
Gunnlaugur segir erfitt að svara því hvort
spádómurinn um ríflega milljarðs árlegt út-
svarstap sveitarfélaganna hafi gengið eftir.
„Ég held að hann hafi svona nokkurn veginn
ræst þó erfitt sé að meta tapið nákvæmlega.
Ef tilhneigingin er í aðra hvora áttina gæti
ég trúað að tekjutapið hafi ekki orðið jafn
mikið og við ímynduðum okkur þegar við
lögðumst yfir reikningsdæmið. Ég hef tekið
eftir því að töluverður fjöldi þeirra einka-
hlutafélaga sem stofnuð voru fyrir 2–3 árum
eru óvirk. Menn héldu að einkahlutafélögin
væru meiri gullnáma en þau reyndust vera í
reynd. Mér hefur verið sagt að menn megi
ekki hafa undir milljón á ári til að stofnun
einkahlutafélags um reksturinn borgi sig.
Aftur á móti leikur enginn vafi á því að
einkahlutafélög geta hentað ákveðnum
rekstri ákaflega vel.
Sveitarstjórar úti á landi hafa fundið fyrir
merkjanlegu tapi í útsvarstekjum samfara
því að litlir atvinnurekendur s.s. vörubíl-
stjórar, vinnuvélaeigendur, trillueigendur og
verslunareigendur svo einhverjir séu nefnd-
ir hafa stofnað einkahlutafélög um rekst-
urinn.“
Hvorki Indriði H. Þorláksson, ríkisskatts-
stjóri, né Gunnlaugur treystu sér til að meta
áhrif fjölgunar einkahlutafélaga í almenna
skattkerfið. Gunnlaugur bendir á ólíka að-
stöðu ríkis og sveitarfélaga. „Ríkið heldur
því væntanlega fram að lægri skattar örvi
atvinnusköpun og leiði þar af leiðandi til
aukinna skatttekna og því verður tæpast á
móti mælt. Ekki má heldur gleyma því að
ríkið hefur ýmsar leiðir til að ná fjármunum
sem gefnir eru eftir á einum stað í skatt-
kerfinu inn annars staðar í kerfinu, t.d. með
veltusköttum. Ríkið á því mun auðveldara
með að ná jafnvægi á sínum reikningi held-
ur en sveitarfélögin. Þau hafa bara útsvarið
og eiga litla möguleika á að auka tekjur sín-
ar. Um þennan grundvallaraðstöðumun hef-
ur samtal sveitarfélaganna og ríkisins snúist
að undanförnu.“
Hafið þið fengið til baka frá ríkinu þá
fjármuni sem þið teljið ykkur hafa tapað við
fjölgun einkahlutafélaganna?
„Sveitarfélögin bentu á tap vegna fjölg-
unar einkahlutafélaga í viðræðum sínum við
ríkið um tekjustofna sveitarfélaganna á síð-
asta og fram á þetta ár. Eftir langar við-
ræður komust menn að sameiginlegri nið-
Óréttlátur munur á skattlagningu
einka- og einkahlutafélagarekstrar?
Einkahlutafélögum hefur fjölgað
gríðarlega síðustu ár. Einn þáttur
skýringarinnar er talinn vera að
einstaklingar með eigin atvinnu-
rekstur sjái sér hag í að létta skatt-
byrði sína með stofnun einkahluta-
félags um reksturinn fremur en að
telja fram sem einstaklingar. Anna
G. Ólafsdóttir velti þróuninni fyrir
sér og afleiðingunum – og leitaði
eftir skiptum skoðunum um ólíkt
skattaumhverfi einstaklinga og
einkahlutafélaga.
10 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Að fengnum tillögum frá ríkisskattstjóra
gefur fjármálaráðuneytið árlega út viðmið
um reiknuð lágmarkslaun ólíkra starfstétta
fyrir vinnu við eigin atvinnurekstur. Hér á
eftir fara nokkur dæmi úr gildandi reglum
ráðuneytisins.
Iðnaðarmaður sem starfar einn eða
með færri en tveimur starfsmönnum –
241.000 kr. í mánaðarlaun.
Sérfræðingur sem jafnframt stýrir
rekstri þar sem starfa með honum tveir til
fimm starfsmenn – 520.000 kr. í mán-
aðarlaun.
Skipstjóri – 362.000 kr. í mán-
aðarlaun.
Bóndi sem er með sauðfjárrækt sem
aðalbúgrein og hefur meiri hluta bútekna af
henni – 89.000 kr. í mánaðarlaun.
Fjölmiðla- og listafólk, skemmtikraftar,
útgefendur og fólk í sérhæfðri sölu-
starfsemi eða þjónustu sem starfar eitt eða
með færri en tveimur starfsmönnum –
362.000 kr. í mánaðalaun.
Reglurnar er hægt að nálgast á heima-
síðu ríkisskattstjóra, www.rsk.is.
Lágmarkslaun í
eigin rekstri