Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 15
eða að meðaltali rúmlega 15 ára
gamlir. „Þetta er þáttur sem við
þurfum virkilega að velta fyrir okk-
ur,“ segir hún. „Eftir því sem krakk-
arnir eru yngri eru þeir óþroskaðri
og þá eru minni líkur á að þeir noti
getnaðarvarnir á markvissan hátt.
Þegar maður er mjög ungur er líka
spurning hversu auðvelt maður á
með að ræða þetta við foreldra sína.
Unglingurinn er ef til vill búinn að fá
þau skilaboð að það eigi ekki að byrja
að stunda kynlíf fyrr en seinna og þá
þorir hann alls ekki að tala um þetta.
Unglingar geta því lent í verulegum
vanda.
Ég hef rætt við unglinga í svoköll-
uðum rýnihópum og þeir hafa sagt
mér að þeim, einkum þeim sem eru
yngri, finnist erfitt að nálgast
smokka og oft vandræðalegt að
kaupa þá. Þeir sem upplifa niðurlæg-
ingu við smokkakaup eru hræddir
við að upplifa hana á nýjan leik og
þora kannski ekki að fara aftur,“ seg-
ir Sóley.
Hér á landi er tíðni fóstureyðinga
meðal unglingsstúlkna í dag svipuð
og á hinum Norðurlöndunum. Ísland
skar sig áður úr hvað þetta varðar.
Tíðni fóstureyðinga hefur hins vegar
hækkað hérlendis og á tímabilinu
2000–2004 voru í fyrsta skipti fleiri
sem fóru í fóstureyðingu en áttu
barnið.
Aðspurð hvað valdi segir Sóley
fóstureyðingar geta tengst mögu-
leikum á menntun. „Í Reykjavík er
hæsta tíðni fóstureyðinga. Hugsan-
lega eru fleiri stúlkur nú sem hyggja
á langskólanám og vilja mennta sig.
Úti á landi er það kannski frekar fé-
lagslega viðurkennt að verða móðir
ung að árum. Auk þess hefur ungt
fólk sums staðar getað fengið vel
launaða vinnu þar án þess að fara í
skóla. Þetta eru auðvitað bara
vangaveltur og ég hef ekki gert sér-
staka rannsókn á þessu. Það væri
hins vegar verðugt rannsóknarefni
að skoða hvort viðhorf til barneigna
séu önnur á landsbyggðinni en í
Reykjavík,“ segir Sóley.
Í tengslum við fóstureyðingarnar
tók Sóley níu djúpviðtöl við þrjár
stúlkur sem ákveðið höfðu að láta
eyða fóstri en hætt við á seinustu
stundu.
„Í viðtölunum kom vel í ljós hvað
svona stór ákvörðun er erfið fyrir
ungar stúlkur. Þær þurftu allar mik-
ið á hjálp að halda varðandi ákvarð-
anatökuna og leituðu víða eftir
stuðningi en mæður þeirra gegndu
þar lykilhlutverki.
Stúlkurnar sögðu að þær myndu
sjá mjög mikið eftir því ef þær færu í
fóstureyðingu. Hvað þær ættu að
gera skapaði því mikla togstreitu.
Þær dauðlangaði að halda áfram í
skóla og vera með vinum sínum en
voru á sama tíma ófrískar og sáu
fram á eitthvað allt annað. Það getur
fylgt því mikil angist að standa
frammi fyrir þungun þegar maður er
ungur að árum,“ segir Sóley.
Fáar fyrirmyndir
„Ég held að margir foreldrar átti
sig á að börn þeirra séu byrjuð að
stunda kynlíf en ég held líka að fjöl-
margir bíði eftir því að þeir merki
eitthvað og þá fari að gruna að þau
séu farin að lifa kynlífi. Þá hafa þau
ef til vill stundað kynlíf í einhvern
tíma og kannski of seint að tala um
forvarnir.
Einhvern veginn þurfum við að
byrja fyrr til að geta byggt ung-
lingana upp þannig að þeir sýni kyn-
ferðislega ábyrgð. Við þurfum að
kenna þeim að lifa heilbrigðu kynlífi.
Við þurfum að koma þeim skila-
boðum til pilta að það sé í lagi að
nota smokka og við þurfum að velta
fyrir okkur hvernig við getum
minnkað spennuna sem tengist
notkuninni.
Ungt fólk vantar á margan hátt
fyrirmyndir. Í bíómyndum sjáum
við sjaldan fólk sem dregur fram
smokkinn á mikilvægasta augna-
bliki ástaleiksins. Þegar unglingar
hafa kvikmyndir sem fyrirmyndir
læra þeir ekki um þá ábyrgð sem
kynlífi fylgir. Foreldrar, skólarnir
og allir aðrir sem málið varðar verða
þá að ræða þetta við þá.“
Kynfræðslu í framhaldsskóla
– Hvað viltu sjá gerast næst?
„Ég myndi vilja að við skoðuðum
kynfræðslu mjög vel og legðum ríka
áherslu á hana. Hún á að vera í skól-
unum frá byrjun og þarf líka að taka
upp í framhaldsskólum. Þar hefur
hún verið mjög takmörkuð eða
hreinlega engin.
Ég vil að við skoðum vel innviði
kynheilbrigðisþjónustunnar, hvernig
við byggjum hana upp og hvað hefur
áunnist með þeirri þjónustu sem
þegar er boðið upp á. Fleiri og fleiri
stöðvar hafa tekið upp unglingamót-
töku en ég tel að henni þurfi að haga
þannig að hún nái vel til ungs fólks.
Við þurfum að leggjast á eitt hér á
landi til að stuðla að kynheilbrigði
unglinga. Kannski er fyrsta skrefið
að við áttum okkur á og viðurkenn-
um að margt ungt fólk byrjar
snemma að stunda kynlíf og kannski
fyrr en margan grunar.“
sigridurv@mbl.is
ACTAVIS mun verða aðalsamstarfsaðili Íslensku körfu-
boltaakademíunnar í Fjölbrautaskóla Suðurlands í eitt ár
eða frá 1. október nk. til 30. september 2006. Íslenska hug-
búnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Sideline Sports á Íslandi
er samningsaðili fyrir hönd körfuboltaakademíunnar.
Fyrr á þessu ári var gerður samstarfssamningur til
fjögurra ára um starfsemi íslenskrar körfuboltaakademíu í
Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) milli skólans, Sideline
Sports og Sveitarfélagsins Árborgar. Verkefnið byggist á
því að sextán afrekspiltar í körfubolta stundi nám í FSu en
njóti jafnframt þjálfunar í körfuknattleik hjá þjálfurum
Sideline Sports. Verður stuðst við hugbúnað sem Sideline
Sports framleiðir og hugmyndafræði sem hann er byggður
á en hugbúnaðurinn hentar bæði leikmönnum og þjálf-
urum í öllum hópíþróttum. Markmiðið er að efla fag-
mennsku og fjölbreytni í þjálfun körfuboltaliða. Allt
fræðsluefni mun verða gefið út á rafrænu formi og unnt
verður að nálgast það á vefsvæði körfuboltaakademíunnar.
Á myndinni eru Harpa Leifsdóttir, sviðsstjóri markaðs-
sviðs Actavis, og Brynjar Karl Sigurðsson, þróunarstjóri
Sideline Sports, við undirritun samningsins.
Actavis styrk-
ir körfubolta-
akademíuna NÝ tískuverslun, Ilse Jacobsen *
Hornbæk verður opnuð á Garða-
torgi í Garðabæ á morgun, mánu-
daginn 5. september. Eigendur
verslunarinnar eru hjónin Ragn-
heiður Óskarsdóttir og Hallgrím-
ur Thorsteinsson.
Ilse Jacobsen er danskur
hönnuður sem framleiðir og selur
skó og fylgihluti í rúmum tug
verslana undir eigin nafni á
Norðurlöndum og Sviss. Ilse Ja-
cobsen * Hornbæk búðin á
Garðatorgi verður sú 12. í röð-
inni.
Í versluninni verða einnig seld-
ir bolir frá Ilse, og auk þess fata-
línur frá öðrum dönskum hönn-
unarhúsum. Þetta eru Baum und
Pferdgarten, Heartmade og Naja
Lauf. Búðin verður líka með
gallabuxur frá Citizens of Hum-
anity, sem er bandarískt merki.
Ilse Jacobsen er danskur hönn-
uður sem framleiðir og selur skó
og fylgihluti í rúmum tug versl-
ana undir eigin nafni á Norður-
löndum og Sviss. Ilse Jacobsen *
Hornbæk búðin á Garðatorgi
verður sú 12. í röðinni.
Ný tískuverslun
opnuð í Garðabæ