Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar við vorum að taka Strákana okk- ar labbaði íslenskur knattspyrnumaður upp að mér, sagðist vera hommi og þakkaði mér fyrir að gera þessa mynd því að hún gæti hugsanlega breytt viðhorfi manna til samkynhneigðar í íþróttinni og annars staðar þar sem karlagildi eru í hávegum höfð,“ segir Róbert Douglas, leik- stjóri og annar handritshöfundur kvikmyndarinnar Strákarnir okk- ar, sem frumsýnd var á föstudag- inn. Myndin fjallar á gamansaman hátt um stjörnuleikmanninn Óttar Þór, markahrók KR, sem ákveður að koma út úr skápnum, öðrum leikmönnum liðsins, föður sínum sem þjálfara liðið, barnsmóður sinni og unglingssyni, til mikillar hrellingar. Róbert kveðst ánægður að hafa glatt þennan samkynhneigða knattspyrnumann og aðra félaga hans, í eða úr felum, en það sé þó fyrst og fremst aukaávinningur ef myndin leiði til einhverra slíkra sinnaskipta innan íþróttarinnar eða í þjóðfélaginu almennt. Hann hafi hvorki markvisst né meðvitað reynt að gera mynd sem stingi á samfélagslegum kýlum. „Ég er á móti myndum sem predika,“ segir hann ákveðinn. „Ég vil segja góða sögu, ekki gera sænskar vanda- málamyndir. Mér finnst hins vegar vanta leikna kvikmynd í fullri lengd um samkynhneigða á Ís- landi, og þá er ekki verra að hún sé í léttari kantinum. Og tengist fótbolta.“ Cantona vildi ekki þjálfa hommalið Raunar kom fótboltinn á undan. Fyrsta kvikmynd Róberts í fullri lengd, Íslenski draumurinn, sem fékk frábæra aðsókn á íslenskan mælikvarða og stórgóða dóma, fjallar líka um fótbolta öðrum þræði, þ.e. um menn sem horfa á fótbolta og þykjast vita mikla bet- ur en aðrir hvernig á að spila hann. „Nú vildi ég fjalla um menn sem spila fótbolta. Hugmyndin um að láta aðalpersónuna vera homma kom seinna. Ég mundi eftir að hafa lesið frétt um hommalið í Manchester sem vildi fá Eric Cantona til að þjálfa sig, en hann var of upptekinn við að sóla sig og leika strandbolta. Hann gaf þau svör að hugmyndir hans um þjálf- un væru mjög kostnaðarsamar og byggðust alfarið á stórliði í fremstu röð og eina liðið sem kæmi til greina í því sambandi væri Manchester United. Þegar þessi frétt rifjaðist upp fyrir mér datt mér í hug að það gæti verið skemmtilegt að fjalla um slíkt lið, sem alfarið væri skip- að samkynhneigðum leikmönnum. Það eru ekki margir fótboltamenn sem koma úr skápnum, að minnsta kosti ekki á leikferlinum, en sam- kvæmt rannsóknum og tölfræðinni ætti að minnsta kosti einn hommi að vera í hverju liði. Mér skilst raunar að reglulega sé haldin heimsmeistarakeppni í fótbolta samkynhneigðra, að mig minnir í Danmörku. Þar keppa hins vegar ekki leikmenn úr öðrum liðum; þeir eru ennþá í felum.“ Talið berst óhjákvæmilega að þessu mikla karlavígi, fótboltan- um, því þó að kvennaknattspyrna hafi rutt sér til rúms seinustu ára- tugi eru karllæg gildi ríkjandi í íþróttinni. Hún þykir endurspegla karlmennsku, þarna takist á þraut- þjálfaðir og stæltir strákar, leiknir með boltann og óhræddir við tækl- anir og þrumuskot – „strákarnir okkar“ eins og aðrir karlar kalla þá hlýlegum rómi þegar vel geng- ur hjá liðinu. Ekki síst eru stuðn- ingsmenn liðanna oft á tíðum „karlrembulegir“ í viðhorfum sín- um og eins og Róbert bendir á nota t.d. áhangendur liða í enska boltanum hvert tækifæri til að finna höggstað á leikmönnum and- stæðinganna, þar á meðal með glósum um karlmennsku þeirra eða meintan skort á henni. „Ég man bara eftir einum at- vinnuknattspyrnumanni sem hefur komið úr skápnum, Justin Fas- hanu, og hann var strax seldur frá liðinu,“ segir Róbert. „Hann var fyrsti atvinnuknattspyrnumaður- inn í Bretlandi sem kom út úr skápnum. Margir lofuðu hann fyrir hugrekki en innan knattspyrnu- heimsins gegndi öðru máli, þar mætti hann útskúfun og fjand- skap.“ Til upprifjunar má geta þess að Justin Fashanu hóf að leika með breska fótboltaliðinu Norwich City árið 1978 og sló fljótlega í gegn. Einkum þótti minnisstætt mark sem hann skoraði gegn Liverpool, þegar síðarnefnda liðið tapaði 5-2 fyrir Norwich City. Hann var fyrsti þeldökki leikmaðurinn í fót- boltasögu landsins til að vera verð- lagður á eina milljón punda, þegar Brian Clough, framkvæmdastjóri Nottingham Forest, keypti hann til liðsins árið 1980. Fashanu var í gagnkynhneigðu sambandi á þess- um tíma en tók fljótlega að kynna sér tilveru samkynhneigðra í Nott- ingham og fann sig þar heima. Þegar Clough uppgötvaði kyn- hneigð hans var hann tafarlaust rekinn úr liðinu. Fashanu hélt hins vegar áfram að mæta á æfingar uns Clough kallaði til lögregluna til að vísa honum frá leikvangi liðs- ins. Fashanu lék um tíma með Notts County eftir þetta en þar meiddist hann á hné og þótti ekki burðugur leikmaður eftir það. Hann var lát- inn spreyta sig með liðum á borð við Manchester City, West Ham og Newcastle, en meiðslin gerðu honum ófært að spila áfram. Fas- hanu bjó eftir það um tíma í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem hann vonaðist til að endurlífga fótboltaferil sinn samfara því að hann rak bar fyrir samkynhneigða. Þau áform runnu í sandinn og hann sneri aftur til Englands árið 1989 og ári síðar upplýsti hann op- inberlega um kynhneigð sína. Hann varð samstundis forsíðumat- ur slúðurblaðanna og ekki síður vöktu athygli fullyrðingar hans um að hann hefði átt í kynferðissam- böndum við ótilgreinda breska þingmenn. Hann flutti aftur til Bandaríkjanna nokkrum árum síð- ar, í kjölfar misheppnaðra við- skiptaævintýra. Hann þjálfaði ný- stofnað fótboltalið í Maryland-ríki en hélt í skyndingu til Englands vorið 1998, með handtöku vofandi yfir sér eftir að sautján ára piltur ásakaði hann um að hafa misnotað sig kynferðislega. Nokkrum vikum síðar fannst hann látinn í bíla- geymslu í London, og var úrskurð- að að um sjálfsvíg hefði verið að ræða, þótt sumir efuðust um að þá skýringu. „Hann fékk svakalega útreið,“ segir Róbert. „Bróðir hans, knattspyrnumaðurinn John Fashanu, fyrirgaf honum til dæmis ekki kynhneigð hans og þeir ræddu ekki saman um árabil. John var síðar meir dæmdur í ævilangt bann fyrir að hagræða úrslitum leikja og stunda veðmálasvindl. Menn fyrirgáfu honum hins vegar þessa starfsemi, en öðru máli gegndi um Justin, er fékk trúleg- ast aldrei uppreisn æru í breska fótboltanum.“ Háalvarlegt drama vond hugmynd Róbert tiltekur annað dæmi um að kaldur hrollur hafi farið um fót- boltamenn, þegar framkvæmda- stjóri ítalska liðsins Perugia, Luc- iano Gaucci, tilkynnti sumarið 2003 að hann hygðist finna knatt- spyrnukonu til að spila með liðinu, og gera Perugia þannig fyrsta liðið í heiminum þar sem konur og karl- ar léku samhliða á vellinum. „Kon- ur hafa sama rétt og karlar,“ sagði Gaucci kokhraustur við það tæki- færi. „Það kom hvergi fram í reglum ítalska boltans að konur mættu ekki keppa í sama liði og karlar,“ segir Róbert. „Gaucci ætl- aði síðan að festa kaup á aðal- stjörnu bandaríska kvennaliðsins í fótbolta, en rétt áður en þau við- skipti fóru fram var reglunum breytt þannig að ómögulegt var að hafa blönduð lið. Þetta var bylting- arkennd hugmynd, en næstum óbærileg tilhugsun fyrir þá sem hafa varið þetta karlavígi frá alda- öðli. Því þó að það séu fordómar hvarvetna er vissulega ýtt undir þá í fótboltaheiminum.“ En þrátt fyrir alvarlegar hliðar á efninu segir Róbert aldrei hafa komið til greina að sniðganga skopið. „Við skoðuðum þessa hug- mynd út frá ýmsum hliðum, en komumst snemma að þeirri nið- urstöðu að það væri vond hug- mynd að gera háalvarlegt drama um mann sem er að koma úr skápnum. Þetta er þó ekki Ævintýri Robba í bíó- og boltalandi Strákarnir okkar er fyrsta leikna íslenska kvikmyndin í fullri lengd um samkyn- hneigða á Íslandi, auk þess að vera trúlega ein fyrsta ef ekki alfyrsta leikna kvik- myndin í heiminum um fót- boltalið sem eingöngu er skipað hommum. Sindri Freysson settist niður með leikstjóranum Róberti Douglas og uppgötvaði ým- islegt sem hann vissi ekki um m.a. homma í knatt- spyrnu, Mars uppi á Kjal- arnesi og teiknimynda- persónuna Robba. Morgunblaðið/RAX Róbert Douglas horfði barnungur á heiminn í gegnum tökuvél og fagnar nú þriðju leiknu mynd sinni í fullri lengd. ’Við ætluðum okkurheldur aldrei að vera kurteisir við nokk- urn mann, en þó ekki reyna að ganga fram af fólki.‘ Róbert við tökur á Strákunum okkar með viðeigandi kröfuspjald að baki sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.