Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 18

Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 18
18 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Það eru mörg ljón í veginum og reynist hægara sagt en gert fyrir fótbolta- stjörnuna Óttar Þór að koma út úr skápnum. leika og er fullviss um að ég sé ekki góður leikari. Sennilega léleg- asti leikari sem til er. Ég tel mig hins vegar hafa tilfinningu fyrir því hverjir eru góðir leikarar. Ég hef minn smekk og byggi á honum. Það er hins vegar önnur saga að verk losnar aldrei við höfund sinn. Útlendingar sem hafa kynnst mér, kannski í stuttan tíma, og hafa síð- an séð myndir eftir mig, byrja iðu- lega að tala um að þeir sjái heil- mikið af mér í þeim. Að ég sem persóna sé þarna einhvers staðar. Ég bý hins vegar ekki til neitt al- ter egó til að vera fulltrúi minn í myndunum, alls ekki, en hlýt óhjá- kvæmilega að setja spor mín á þær. Annað væri óeðlilegt.“ Hann segir þó aðalpersónuna, hýra KR-inginn Óttar Þór, tæpast uppfylla það skilyrði, hvorki varð- andi persónuleika, kynhneigð eða annað. Hann sé hins vegar ánægð- ur með túlkun Björns Hlyns Har- aldssonar á boltamanninum sem hrífst af eigin kyni. „Björn Hlynur veldur hlutverki sínu mjög vel og gæti orðið næsti stórleikari Ís- lands. Ímynd hans er mjög karl- mannleg, hann er hár og dökkur, karl af því tagi sem aðrir karlar vilja líkjast og konur vera með – eða öfugt. Ég virði það líka við Björn Hlyn að hann tekur leik- listina alvarlega. Það eru til leik- arar sem mæta á tökustað, illa undirbúnir og þess fullvissir að reynslan og sjarminn fleyti þeim í gegnum myndina, en Björn Hlyn- ur ber virðingu fyrir starfinu og það skilar sér í leiknum. Því þótt leiklistin sé ekki starfsgrein sem bjargar endilega mannslífum, skiptir hún máli og það á að um- gangast hana í samræmi við það.“ Fleira er þess valdandi að Ró- bert hefur lítinn áhuga á að standa fyrir framan tökuvélina; leikarar þurfa stundum að deila athyglinni með öðrum. „Það fyrirfinnst ekki meiri egóisti en leikstjórinn og ef ég væri ekki að stýra kvikmyndum væri ég eflaust að stýra sinfón- íuhljómsveit eða gera eitthvað annað sem gerði manni kleift að fá útrás fyrir þessa þörf,“ segir hann. „Mér finnst að vísu alltaf jafn- hallærislegt þegar frægir leik- stjórar út í heimi láta setja nafn sinn risastórum stöfum en titill myndarinnar og nöfn leikaranna koma þar fyrir neðan með smáa letrinu.“ Hann glottir. „En það eru líka ýmis önnur ráð fyrir leikstjór- ann til að vekja athygli á sér sér- staklega. Þegar þekktur leikstjóri notar t.d. óþekkta leikara fær leik- stjórinn meiri athygli en ella.“ Mennirnir sem reisa ekki fána Talið berst að upptökum á mynd Clint Eastwoods, Flags of Our Fathers, sem hafa vakið umrót hérlendis. Þar skeiða bandarískar hetjur á móti vélbyssuskothríð á Iwo Jima (öðru nafni Krýsuvík) og sex þeirra ná síðan því eftirsótta takmarki að reisa bandaríska fán- ann á gígbarmi Suribachi-fjallsins, atvik sem er svo merkingarþrung- ið í huga Bandaríkjamanna að það hefur á sér goðsögulegan blæ. Munurinn á nálgun bandarísku kvikmyndagerðarmannanna og hins íslensk-írska Róberts Douglas er bersýnilega mikill. „Ef ég hefði skrifað handrit að mynd um innrásina í Iwo Jima, uppsetningu fánans og allt það, myndi ég sjálfsagt fara mínar eig- in leiðir,“ segir Róbert. „Þetta yrði kvikmynd um þá sem fóru ekki og reistu fánann, heldur sátu eftir á skipinu og spjölluðu saman. Maður fer ósjálfrátt eftir eigin takti, hvert svo sem verkefnið er. Yf- irleitt hefur húmorinn verið ná- lægur og ég sé ekki fyrir mér að gera húmorslausa mynd, nema kannski ef einhver annar skrifaði handritið frá grunni. En ég reyni ekki markvisst að gera fyndnar myndir, málið er einfaldlega að maður er yfirleitt að semja til- brigði við sama stefið. Maður sem hefur tvær gjörólíkar sögur að segja er trúlegast snillingur. Ég held að ég hafi bara eina sögu að segja, en ég vil segja hana á sem skemmtilegastan og fjölbreytileg- astan hátt.“ Hann kveðst – eins og við er að búast – vera bíósjúklingur og hafa sem slíkur áhuga á flestöllum teg- undum mynda. Við erum einhuga í dálæti okkar á Once upon a time in America eftir Sergio Leone, ekki þarf að spyrja um The Godfather eftir Coppola, og Lukas Moodyson hinn sænski er sömuleiðis leik- stjóri sem erfitt er að þrátta um. John Cassavettes er einnig nefnd- ur. Það kemur hins vegar ögn á óvart að jafnlágstemmdur leik- stjóri og Róbert dáist að David Lean. „Ég hrífst að honum fyrir það hvernig hann málar myndirnar sínar og að þrátt fyrir stórmynd- arsvipinn fjalla þær samt um ein- staklinga. Gott dæmi um þetta er Lawrence of Arabia. Þótt þeir virðist ólíkir stendur Lean í raun nálægt því sem t.d. Ken Loach gerir, þótt myndir þess fyrrnefnda séu epískar og myndmálið stórt en þess síðarnefnda einfaldar og hrá- ar. Kannski má segja að það sé innihald þrátt fyrir umgjörðina, öf- ugt við t.d. The English Patient, sem var algjört kjaftæði, innantóm stæling á því sem Lean og aðrir meistarar gerðu margfalt betur. Annað dæmi um þetta er kín- verska myndin To live, eftir Zhang Yimou, sem rekur sögu fjölskyldu frá borgarastyrjöldinni í Kína til loka menningarbyltingarinnar. Þar er stórmyndarbragurinn ótvíræður en samt alltaf fólk í forgrunni. Það gerir gæfumuninn.“ Kvikmyndagerð frá æsku Róbert byrjaði sjálfur að fást við kvikmyndagerð á unga aldri, ís- lenska kvikmyndavorið svokallaða var nýhafið í lok 8. áratugarins þegar hann var byrjaður að gera stórmyndir sem fæstir vissu af. „Pabbi er dellukarl og átti 8 mm standard-kvikmyndavél sem við krakkarnir fengum að leika okkur með. Filmurnar í þeim voru þriggja mínútna langar og mynd- irnar urðu því að vera stuttar og hnitmiðaðar, auk þess sem þær voru án hljóðs þannig að mynd- málið varð að koma sögunni til skila. Síðan var hann einn af þeim fyrstu til að eignast vídeótökuvél og þegar hann fékk einhverjar nýj- ar græjur fengum við krakkarnir að nota þær gömlu,“ segir Róbert. En er upphafspunktinn ekki að finna fyrr? Engin ljóð, smásögur, skólaleikrit? Róbert hristir höfuðið en hikar svo. „Ég var að vísu stöð- ugt að teikna þegar ég var lítill, kópieraði Tinna og Sval og Val í minnstu smáatriðum, en breytti þó kannski einum ramma eða per- sónum. Og ég setti sjálfan mig alltaf inn í söguna. Þannig gerði ég teiknimyndasögur um Ævintýri Robba í Afríku eða Ævintýri Robba í Tíbet eða Robbi og skurð- goð með skarð í eyra eða hvað þessar bækur hétu allar. Þegar ég fékk hins vegar tökuvél í hendur hætti ég alveg að teikna. Allt frá upphafi reyndi ég að nota vélina til að segja sögu, hafa atburðarás, klippingar og persónur, í stað þess að taka bara myndir af einhverju út í loftið. Þetta voru alls konar myndir, gamanmyndir, glæpa- myndir og geimvísindamyndir. Ég byggði t.d. geimsett í her- berginu mínu og tók innrásina frá Mars eða eitthvað álíka tólf ára gamall. Setti síðan rauða plast- filmu á linsuna og fór upp í grjót- námu upp á Kjalarnesi til að nota hana fyrir landslagið á Mars.“ Hann segir að áralöng elja við kvikmyndagerð á unglingsaldri hafi skilað miklu af efni, en óvíst sé um gæðin. „Ég gaf mömmu og pabba einhvern tímann allar stutt- myndirnar mínar, eins og þær lögðu sig, í jólagjöf að mig minnir. Þær eru núna í skápum og skúff- um hér og þar. Ég hef ekki lagt í að horfa á þetta efni, og veit því ekki hvort þarna birtist einhver stíleinkenni sem sjáist í verkum mínum í dag. Efast þó um það. Þar eru alla vega engir samkynhneigð- ir fótboltamenn.“ STRÁKARNIR okkar rekja vegferð fótboltastjörnunnar Óttars Þórs til nýrrar vitundar um sjálfa sig og það eru ýmis ljón í veginum. Hann hættir með KR og tekur til við að spila með utandeildarliði sem skipað er öðrum hommum og þjálfað af fyrrum atvinnufótboltamanni, fremur vitgrönnum. Fjölmiðlar landsins fyllast kæti yfir þeirri uppljóstrun að stjarnan úr KR sé hommi, en faðir hans, þjálfari KR, er í öngum sínum og vill að hann afneiti samkynhneigð sinni og byrji aftur að spila með liðinu. Sonur Óttars er á viðkvæmum unglingsaldri og á erfitt með að sætta sig við nýja ímynd föð- ur síns, ekki síður en barnsmóðir Óttars, fyrrum fegurðardrottning með virka tárakirtla. Eftir mikla togstreitu og margvíslega atburði samþykkir Óttar að spila að nýju með KR, en með því skilyrði þó að „risinn“ í Vest- urbænum mæti hommaliðinu í fótboltaleik, leik sem fer fram á Gay Pride. Spurt er að leikslokum. Kvikmyndin er framleidd af Kvikmyndafélagi Íslands, sem Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson standa á bak við, finnska framleiðslufyrirtækinu Sol- arFilm og breska framleiðslufyrirtækinu FAME. Kostnaðaráætlun mynd- arinnar hljóðar upp á 120 milljónir króna. Leikstjórn er í höndum Róberts I. Douglas og er hann einnig handritshöfundur ásamt Jóni Atla Jónassyni. Með aðalhlutverk fara leikararnir Björn Hlynur Haraldsson, Sigurður Skúla- son, Helgi Björnsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og hinn bráðefnilegi Arn- aldur Ernst. Barði Jóhannsson sér um tónlistina í myndinni ásamt orkuboltunum í Mínus og er hið taktþunga hjarta hljómsveitarinnar, Björn Stefánsson trommari, í miklum ham á ellefu laga plötunni sem kemur út af þessu til- efni. Einnig má búast við að Mínus sýni á sér nýjar og óvæntar hliðar í samvinnunni við Barða. Þess má geta að Strákarnir okkar hefur verið valin til sýningar á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, sem haldin er 8.–17. september. Óttar Þór uppgötvar sjálfan sig og eigið kyn Barnsmóðir Óttars Þórs og fyrrverandi kærasta (Lilja Nótt Þórarinsdóttir) grætur mörgum tárum og skilur ekki neitt í neinu þegar hún fréttir að áhugi hans beinist nú að öðrum körlum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.