Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 19 É g hitti þær báðar eft- ir langan aðskilnað og átti við þær ít- arlegt spjall, hvora í sínu lagi. Reyndar er ég efins um að þær hafi nokkru sinni þekkst enda þótt við værum allar samtíða í gamla MR enda skiptir það ekki máli. Lífsins öldur höfðu skolað þeim upp að ólíkum ströndum og eftir á að hyggja er áleitin sú gamla spurning hvað sé gæfa og hvað gjörvileiki. Báðar þessar konur hafa lok- ið háskólaprófi, báðar eiga hjónaskilnað að baki og báðar eiga mannvænleg börn. En reynsla þeirra og lífs- viðhorf eru svo gjörólík að þar skilur nánast himinn og haf. Önnur hefur nýlega tekist á við sársaukafullar breytingar af festu og varfærni án þess að brenna nokkrar brýr að baki sér. Hin glímir stöðugt við erfiðan fortíð- arvanda og virðist engan veginn sjá til sólar í þeim átökum. Fátt er ánægjulegra en að fá fréttir af góðu gengi gamalla vina sem maður hefur ekki hitt í ára- tugi og finna aftur tæran sam- hljóm sem nánast var gleymdur. Að sama skapi er dapurlegt að hlýða á raunatölur þeirra sem manni var hlýtt til á æskuár- unum en ekki ætla ég mér þá dul að ég hafi á hraðbergi einhverjar skyndilausnir við þeim. Raunar hef ég á tilfinningunni að hin ógæfusama málvina mín hafi trú- að mörgum öðrum fyrir sorgum sínum. Varla mátti á milli sjá hvor kvennanna tveggja var gjörvi- legri á æskuárum en ólíkar voru þær. Önnur var hæglát, sam- viskusöm og föst fyrir. Hin var ótvírætt skemmtilegri, afar list- ræn og hvatvís. Var það ef til vill þessi ólíka skapgerð sem gæfu- muninn gerði? Þeirri síðarnefndu hætti til að vaða elginn og fara svolítið fram úr sjálfri sér. Slíkt þarf ekki að vera ávísun á ógæfu enda þekki ég marga jarðvöðla og flumbrur sem beinlínis gneista af hamingju og hafa lag á að draga lærdóma af árekstrum og biturri reynslu. Báðar kunn- ingjakonur mín- ar áttu í ein- hverjum útistöðum við mæður sínar í æsku. Að vísu var það mjög al- gengt á þessum tímum og kannski á öllum tímum, þótt sjö- undi áratugur síðustu aldar hafi verið óvenjumikið átakatímabil að því leyti. Þarna er ég kannski komin að kjarna málsins. Sú konan, sem breytti um stefnu í lífinu, hafði gert upp við fortíðina og losað sig úr viðj- um hennar. Hin lítur stöðugt á sig sem fórnarlamb slæmra upp- eldishátta og gildir þá einu þótt foreldrar hennar séu gengnir undir græna torfu. Hún leikur fórnarhlutverkið í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er hennar ógæfa. Sá sem skýlir sér á bak við misgjörðir annarra og tekur ekki ábyrgð á eigin gerðum hlýtur að verða að rekaldi í straumkasti til- verunnar. Hinn, sem hefur hygg- indi og þor til að beita upp í vindinn, er viðbúinn hvassri ágjöf en markmið hans er að landa lífs- fleyi sínu farsællega. Sá maður er förunautur gæfunnar. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson Tvær konur Tækniþróunarsjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Næsti umsóknarfrestur fyrir verkefnisstyrki Tækniþróunarsjóðs er 15. september næstkomandi. Tækniþróunarsjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir iðnað- arráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rann- sóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Leiðbeiningar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís, rannis.is Hámarksframlag til framúrskarandi rannsóknaverkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þremur árum, 20 milljónum króna á tveimur árum eða 10 milljónum króna á einu ári, sem getur dreifst misjafnlega á stuðningsárin allt eftir fram- gangi verkefnisins og fjárþörf. Sé sótt um hærri stuðning en 30 milljónir á þremur árum er umsókn hafnað. Unnt er að sækja um stuðning til allt að þriggja ára en stjórn sjóðsins staðfestir framlög til eins árs í senn. Frekari stuðningur er háður fram- vindu og að skilað sé umsömdum árangri. Minnt skal á að forverkefnisstyrkir hafa opinn umsóknarfrest, en þeir geta numið allt að einni milljón króna. 12.00–13.00 Hádegisverður 13.00–13.10 Setning Sigurður Líndal prófessor emeritus 13.10–13.40 Þjóðaratkvæðagreiðslur að gildandi rétti Karl Axelsson hrl. og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, formaður nefndar um tilhögun þjóðarat- kvæðagreiðslu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar, gerir grein fyrir gildandi ákvæðum um þjóðaratkvæða- greiðslur og sjónarmiðum um túlkun þeirra. 13.40–14.10 Þjóðaratkvæðagreiðslur í Danmörku og reynsla Dana af þeim Dr.jur. Jens Peter Christensen prófessor við Árósar- háskóla gerir grein fyrir stjórnarskrárbundnum ákvæðum um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og reynslu Dana af framkvæmd þeirra. 14.10–14.40 Þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu Pierre Garrone deildarstjóri á skrifstofu Feneyjanefndar Evrópuráðsins fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu og gerir grein fyrir þeim sjónarmiðum sem Evrópuráðið beitir sér fyrir við framkvæmd þeirra. 14.40–15.10 Þátttaka almennings í pólitískri ákvörðunartöku Kristín Ástgeirsdóttir formaður lýðræðisnefndar norrænu ráðherranefndarinnar segir frá skýrslu nefndarinnar og ábendingum um leiðir til að hvetja og virkja almenning til þátttöku í pólitískri stefnumótun og ákvörðunartöku. 15.10–15.40 Hlé 15.40–16.30 Viðhorf stjórnmálamanna Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrárnefnd lýsa viðhorfum sínum til umfjöllunarefnisins: Geir H. Haarde fjármálaráðherra, varaformaður stjórnarskrárnefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður Jónína Bjartmarz alþingismaður Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður 16.30–17.00 Umræður og samantekt Eiríkur Tómasson prófessor, formaður sérfræðinga- nefndar stjórnarskrárnefndar, dregur saman niðurstöður fundarins að loknum umræðum. 17.00 Móttaka Lögfræðingafélag Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík, sími: 568 0887, fax: 568 7057. Lögfræðingafélag Íslands efnir í samstarfi við stjórnarskrárnefnd til málþings um þjóðaratkvæðagreiðslur og þátttöku almennings í ákvörðunartöku um opinber málefni í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 16. september 2005 Málþingsstjórn: Kristján Andri Stefánsson sendifulltrúi, stjórnarmaður í Lögfræðingafélaginu Málþingið er öllum opið, en þátttaka óskast tilkynnt í síma 568 0887 milli kl. 13-15 alla virka daga eða í tölvupósti á netfangið: logfr@logfr.is Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 13. september. Þátttökugjald fyrir félaga í Lögfræðingafélagi Íslands er kr. 9.000, en fyrir aðra kr. 11.000. Lögfræðingafélag Íslands E N N E M M / S IA / N M 17 9 2 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.