Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 24
Þ
etta byrjaði með
því að ég ritaði
grein um Lagar-
fljótsorminn í tíma-
ritið Týli þegar ég
bjó á Akureyri,“
segir Helgi Hall-
grímsson um tilurð
bókarinnar Lagarfljót - Mesta
vatnsfall Íslands, og að hún hafi
átt sér langan aðdraganda. „Bókin
varð ekki meðvituð fyrr en um
aldamótin síðustu. Fyrst og fremst
voru það virkjunarframkvæmdirn-
ar við Kárahnjúka sem urðu til
þess að bókin skapaðist. Ég vildi
gera grein fyrir hvernig fljótið er
núna svo þær upplýsingar væru til
á einum stað. Eftir hálft annað ár,
þegar búið verður að veita vatni
Jökulsár á Dal í fljótið, er ekki
lengur hægt að rannsaka hvernig
það var áður, en því miður hefur
þetta vatnsfall allt of lítið verið
kannað og við vitum fátt um t.d.
lífríkið. Við þær rannsóknir sem
fóru fram í tengslum við umhverf-
ismat Kárahnjúkavirkjunar varð
Lagarfljót hornreka og ekki var
lögð nægjanleg áhersla á að kanna
það miðað við að þarna er verið að
breyta vatnsfallinu til frambúðar.“
Helstu breytingar sem verða á
Lagarfljóti í kjölfar virkjunarinnar
eru litabreyting, grugg allt að
fimmfaldast og gagnsæi minnkar
um helming. Það hefur gríðarleg
áhrif á gróður í vatninu, sem er
háður ljósi og mun leiða til rýrn-
unar þörunga og smádýralífs og
þar með einnig á fiski og fugli. Á
nokkrum stöðum í Lagarfljóti eru
straumlaus stöðuvötn. Lögurinn er
meginstöðuvatn fljótsins og hið
þriðja stærsta af vötnum landsins.
Talið er að sumarhiti lækki um
hálfa til eina gráðu í Leginum.
Ekki er reiknað með að vatns-
borðshæð Lagarins breytist að
ráði því að sprengt verður klapp-
arhaft við Lagarfoss. Þær aðstæð-
ur geta þó skapast að flóðhæð
verði meiri þegar lón eru full á
haustin.
Helgi telur að ós Lagarfljóts
hljóti að breytast vegna aukins
vatnsmagns. Vatnsmagn Jöklu
minnkar um 2⁄3 en tvöfaldast næst-
um í Lagarfljóti. Þá mun sjórinn
ganga á Héraðssand vegna stór-
minnkaðs framburðar Jöklu.
Eins og eftirmæli
„Ég er að kveðja Lagarfljótið
með þessari bók og finnst eins og
ég hafi verið að skrifa eftirmæli,“
segir Helgi og hefur vissan grun
um að hafa flutt í heimahaga sína
á Fljótsdalshéraði frá Akureyri til
að vinna þetta verk. „Ég er svolít-
ið forlagatrúar og þá hættir manni
til að hugsa svona. Annars var það
fyrst og fremst aðstaðan til skóg-
ræktar heima á óðalinu, Droplaug-
arstöðum í Fljótsdal, sem dró mig
austur árið 1987. Nú vil ég helst
flytja burtu, því mér finnst vera
búið að svipta mig heimasveit
minni.“
Helgi segist hafa hvílt hugann
við skógrækt og ekki síst þegar
honum var þungt í sinni. „Það er
mjög hollt og gagnlegt að stunda
skógrækt og ég væri líklega dauð-
ur ef ég hefði ekki gert það. Dul-
spekingar segja að vættir séu í öll-
um trjám; trjáandar. Trén eru
merkilegar lífverur, stór og mikil
og svo gömul mörg. Jafnvel fleiri
þúsund ára og hafa þess vegna svo
mikla reynslu sem engin dýr búa
yfir, nema þá í gegnum erfðir. Tré
eru þess vegna kannski fullkomn-
ustu verur jarðarinnar og taka
okkur fram að ýmsu leyti. Ég
hefði ekkert á móti því að vera tré
í næsta lífi.“
Farið vítt um sviðið
Lagarfljótsbókin, sem telur 420
bls., skiptist í sex kafla. Í fyrsta
kafla er fjallað um náttúruna, eðli
fljótsins og Lagarins, eðlis- og
efnafræði og það sem viðvíkur
náttúrufari að öðru leyti. Annar
kaflinn segir frá lífríki og veiði,
veiðimöguleikum og öllum þeim
tilraunum sem gerðar hafa verið
til að koma laxi í efri hluta Lag-
arfljóts. Þá er kafli um sam-
göngur, brýr, ferjur, vöð og sigl-
ingar, bæði um Löginn og í
Lagarfljótsós, þar sem margar til-
raunir voru gerðar um aldamótin
1900 til að setja höfn. Fjórði kafli
fjallar um virkjanir, fyrst og
fremst um Fljótsdalsvirkjun og
Kárahnjúkavirkjun og ýmsar
smærri virkjanir eins og Lagar-
fossvirkjun, sem er í fljótinu
sjálfu. Fimmti kafli tekur á furð-
um og undrum í Lagarfljóti og er
einkum um Lagarfljótsorminn.
Lokakaflinn heitir List og róm-
antík og þar er m.a. fjallað um ný-
nefnið Löginn, sem ekki eru allir
sáttir við á Héraði þótt nafnið sé
yfir hundrað ára gamalt.
Helgi segir torveldast hafa verið
að afla heimilda í náttúrufræði-
kaflann. „Þar vantaði rannsóknir,
t.d. á smádýralífi og þörungum.
Við vitum tiltölulega lítið um teg-
undir og magn og hvernig það
breytist eftir árstíðum.“
Ríkastar heimildir voru á hinn
bóginn um veiðar í fljótinu og
virkjanir. Hann tekur skýrt fram
að hvað sem líði skoðunum hans á
virkjunarframkvæmdum við Kára-
hnjúka sé bókin vonandi laus við
hlutdrægni.
Helgi segir öll viðfangsefni bók-
arinnar hafa höfðað til sín. „Mest
þó náttúran og furðuleg fyrirbæri í
fljótinu. Ég hef alltaf verið tví-
skiptur þarna á milli og þykir frá-
leitt að neita því að yfirskilvitleg
fyrirbæri séu til. Ég tel að hægt sé
að ganga út frá því sem vísu að
þarna sé eitthvað sem er vert að
hugsa um og reyna að skilja. Þetta
er eins og náttúran sjálf, manni
finnst mikilvægt að lýsa tegundum
plantna og dýra til að efla þekk-
inguna og hafa gaman af. Eins er
með yfirskilvitleg fyrirbæri. Enda
tengjast náttúran og dultrúin
óneitanlega mikið saman í Lag-
arfljóti. Gasið sem sprettur upp í
fljótinu hefur alltaf verið tengt
Orminum og ekki almennilega
hægt að greina þar á milli. Bæði
venjulegt fólk og skyggnt virðist
geta séð einhverjar furðulegar
skepnur í Lagarfljóti sem er
ómögulegt að skýra. Niðurstaðan
er líklega sú að Lagarfljótsormur-
inn muni vera vættur eins og
huldufólk, dvergar og þess hátt-
ar.“
Helgi segir fjöldann allan af
álfa- og huldufólksbyggðum um-
hverfis Lagarfljót, þótt ekki sé vit-
að af slíku á ströndinni. Nykrar
hafi og sést við fljótið og meira að
segja sækýr.“
Hið rósama fljót
Hann segir vandasamt að svara
hvaða þýðingu Lagarfljót hafi í
hans huga. „Það er svo með allt
vatn að það höfðar á einhvern hátt
til manna. Erum við ekki fyrst og
fremst vatn? Svo margt er líkt
með vatni og lífi. Okkur finnst
vatnið lifandi af því að það hreyfist
og heyrist í því. Svo er það öldu-
slátturinn, sem samsvarar hjart-
slætti okkar. Því er eðlilegt að
menn hafi trúað á vötn og vatnsföll
um allan heim á öllum tímum
mannkynssögunnar. Alkunnugt er
að menningin svokallaða spratt
upp við hin stóru vatnsföll í Mið-
austurlöndum og Egyptalandi.
Spurning er hvort menning væri
yfir höfuð til og við á villimanna-
stigi ennþá, ef ekki hefðu verið
þessir fljótsdalir. Þar þurfti að
nota vitið til að nýta flóðin. Menn
urðu að segja fyrir um þau og til
þess þurfti stærðfræði- og stjörnu-
fræðikunnáttu. Fólk hefur alltaf
trúað á vættir í fljótunum. Þetta
voru mjög máttugar vættir, stund-
um einskonar guðir sem voru
dýrkaðir. Að vísu eru engar heim-
ildir um slíkt við Lagarfljót, enda
var heiðnin svo stutt hér á Íslandi.
Einar Pálsson gat sér þó til um að
einhver forn trú hefði verið á Lag-
arfljóti.“
Persónuleg hughrif Helga af
Lagarfljót kvatt með
Helgi Hallgrímsson fjöl-
fræðingur hefur lokið
stórum áfanga ötuls ævi-
starfsins með ritun bókar
um Lagarfljót. Hann sagði
Steinunni Ásmundsdóttur
undan og ofan af bókinni,
sem hann segir eftirmæli
sín um fljótið.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Helgi Hallgrímsson fjölfræðingur á Egilsstöðum hefur lokið ritun eftirmæla um Lagarfljót.
24 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Framsóknarkonur: FJölmennum á landsfling LFK!
Landsfling
Framsóknarkvenna
Tólfta landsfling Landssambands Framsóknarkvenna
ver›ur haldi› á Ísafir›i 16.–18. september næstkomandi.
Auk venjulegra flingstarfa ver›a atvinnumál kvenna og
sta›a kvenna í atvinnulífinu í brennidepli á opnum fundi.
Dagskrá flingsins og nánari uppl‡singar má sjá á
www.lfk.is. Skráning flingfulltrúa er á skrifstofu
Framsóknarflokksins í síma 540-4300 e›a me› tölvupósti
á lfk@lfk.is fyrir flri›judaginn 13. september.
LANDSSAMBAND FRAMSÓKNARKVENNA
Valger›ur Sverrisdóttir Siv Fri›leifsdóttir Jónína Bjartmarz Dagn‡ Jónsdóttir Una María Óskarsdóttir Bryndís Bjarnarson
Herdís Sæmundardóttir Unnur Stefánsdóttir Svanlaug Gu›nadóttir Albertína Elíasdóttir Magdalena Sigur›ard. Kolbrún ÓlafsdóttirInga Ólafsdóttir