Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 27
byggingar flugvallarsvæðisins. Allra hagur, einnig verktaka, að læra af reynslu annarra og engin tilhugsun ógeðfelldari en ef við bættist enn eitt nákalt og mannfjandsamlegt íbúðar- hverfið, í skerandi ósamræmi við eldri byggð og náttúrusköpin allt um kring. Nokkur spölur frá gamla miðbæn- um að vesturhöfninni og leiðin mestan part lítið upplífgandi fyrir augað, full- mikið af þungum og hörðum bygging- um, hvar viðkomandi virðast hafa gleymt að til eru boga- og skálínur. Byggingarsvæðið nýja enn í hers höndum vegna mikilla framkvæmda, ég og nokkrir aðrir forvitnir ferða- langar þurftum að taka á okkur nokk- urn krók til að komast að þeim hluta þess sem lengst er komið áleiðis og sums staðar fullbúinn. Turninn, helsta kennileiti hverfisins, undinn og spírallaga, gnæfir yfir, lokið við ytri byrði að best varð séð en þó margt ófrágengið í kringum hann og enginn fluttur inn. Fullbúnu íbúðasamstæð- urnar margar mjög forvitnilegar, fjöl- þættar og hugmyndaríkar en samt er langt í land að náð hafi verið með tærnar þar sem kaupstefnan var með hælana en alltof snemmt að dæma um lyktir verkefnisins í heild sinni, trúa mín að þegar á næsta ári muni mál skýrast. Sýningin/kaupstefnan BoO1 virðist hafa haft nokkur hrif á þróunina í byggingariðnaðinum því að á síðast- liðnum þrem árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Evrópu. Þar áður hafði hver bókin rekið aðra hvar lærð- ir spáðu hnignun og dauða stórborga, en nú hafa orðið mikil umskipti svo að menn eru farnir að tala um endur- reisn þeirra. Fólk vill lifandi miðborg- arkjarna en þar með er ekki sagt að það gerist með fjölgun verslana, öld- ur- og kaffihúsa heldur litríku lífrænu og mannvænu umhverfi, fyrst og fremst byggð þar sem fólk getur verið í friði, að mestu laust við hávaða frá umferðinni og öðrum skarkala. Borg- irnar eiga svo komið fyrst og fremst að vera fyrir fólkið sem býr í þeim, síður umferðina og viðskiptin, rík ástæða til þess að við séum hér með á nótunum, nóg um slysin allt um kring og sýnist von á fleirum. Í ranghverfri viðleitni við að halda í við alþjóðlega strauma hafa ráðamenn einmitt tekið stefnuna á það sem lærðir segja nú höfuðástæðuna fyrir hnignun stór- borga á undanförnum árum og ára- tugum. Spurningin hlýtur fyrst ogfremst að vera hvað erReykjavík og hvernig heldurborgin einkennum sínum í samræmi við nánasta umhverfi sitt, eldri byggð, landsvæðið, eyjarnar úti með Sundum og fjallahringinn. Þetta á líka við um Akureyri þar sem menn eru sömuleiðis að láta sig dreyma um alþjóðlegt yfirbragð bæjarkjarnans, troða kuldalegum eftirlíkingum stór- borga inn í hann í skerandi ósamræmi við það sem fyrir er, landslag og nátt- úrusköp. Þokki Reykjavíkur og Ak- ureyrar byggist helst á þeim sérkenn- um sem enn eru fyrir hendi og þau kunna útlendir vel að meta, eru engan veginn hingað komnir til að þefa uppi mistök og úrkynjun á heimaslóðum. Hafa menn gleymt hvernig Tómas Guðmundsson orti um Laufásveginn og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um sína heimasveit; Sigling inn Eyja- fjörð? Meginveigurinn er hér að höndla anda staðanna og tel ég ástæðu til að minna aftur á orð Jeans Nouvels: „Ég vona að fólk muni skilja að arkitektúr hefur ekkert með uppfinningar forma að gera. Ekki um leikvöll fyrir börn og gamalmenni að ræða. Arkitektúr er hinn raunverulegi orrustuvöllur andans.“ bragi@internet.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 27 Guðrún Ebba Kjartan Bolli Vilhjálmur Kristján Þorbjörg Helga Guðlaugur Þór Benedikt Hanna Birna Marta Gísli Marteinn Jórunn Björn Búum til betri borg - saman Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna Við leggjum upp í fundaferð og bjóðum öllum íbúum Reykjavíkur að taka þátt í spennandi umræðum um framtíð borgarinnar. Búum saman til betri borg. www.betriborg.is Mánudaginn 5. september kl. 20.00: Breiðholt - Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5. Miðvikudaginn 7. september kl. 20.00: Háaleiti, Fossvogur, Hlíðar - Kringlukránni, Kringlunni. Fimmtudaginn 8. september kl. 20.00: Kjalarnes - Fólkvangi. Fimmtudaginn 8. september kl. 20.00: Grafarholt - Holtakránni, Kirkjustétt 2-6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.