Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 29
sem væri ljóst að væri að hrökklast frá völdum.
Schröder er góður ræðumaður og ekki verður
frá honum tekið að hann er slyngur stjórnmála-
maður hvort sem það reyndist rétt mat hjá honum
að boða til kosninga eða ekki. Í raun má segja að
ekki hefði verið betri kostur að sitja vængstýfður
út kjörtímabilið.
Angelu Merkel hefur vaxið ásmegin í kosninga-
baráttunni, en hún er ekki jafn sjálfsörugg og and-
stæðingur hennar. Enginn frýr henni þó vits og
margreyndur þýskur blaðamaður sagði bréfritara
að hún væri mjög skörp og fljót að greina hluti.
Þetta kæmi vel fram í návígi, en skilaði sér hins
vegar ekki á sjónvarpsskjánum eða þegar hún tal-
aði yfir stórum samkundum. Staða Merkel er í
raun um margt merkileg. Ekki er nóg með að hún
er fyrsta konan, sem er í framboði til kanslara í
Þýskalandi, heldur kemur hún frá Austur-Þýska-
landi og fór því ekki hina hefðbundnu leið til valda
í flokknum. Það kom Merkel til góða þegar upp
komst um víðtæka spillingu í kringum kosninga-
sjóði kristilegra demókrata. Hneykslið batt held-
ur snautlegan enda á pólitískan feril Helmuts
Kohls, en Merkel tengdist misferlinu með engum
hætti og komst til valda í flokknum í krafti þess að
nú riði á að sýna að alvara ríkti á bak við það að
snúa ætti við blaðinu og spillingin heyrði fortíðinni
til. Á kosningafundum er Merkel fagnað eins og
poppstjörnu og áheyrendur halda á lofti appels-
ínugulum spjöldum, sem á er letrað Angie. Helm-
ut Kohl hefur hins vegar verið endurreistur og á
flokksfundi í Dortmund í vikunni var honum fagn-
að eins og hetju. Á götum úti má meira að segja
sjá auglýsingaspjöld með mynd af kanslaranum,
sem kenndur er við sameiningu Þýskalands. Sim-
ons hjá Spiegel segir að það að Kohl skuli hafður
að vopni í kosningabaráttu kristilegra demókrata
beri því vitni að þeir vilji sýna rótgrónum kjós-
endum flokksins að samfella sé á milli hans og
Merkel.
Áhöld eru um það hversu sterk staða Merkel sé
innan flokksins. Innan flokksins séu margir henni
andsnúnir, meðal annars vegna þess að hún hafi
stytt sér leið upp valdastigann í flokknum í stað
þess að fara hina hefðbundnu leið. Jens Teschke,
fréttastjóri netmiðilsins Netzeitung í Berlín, segir
að í kosningabaráttunni séu slíkar tilfinningar
lagðar til hliðar. „Þeirra meginmarkmið er að
sigra,“ segir hann. „Ef það gengur með Merkel er
það gott og persónulegur metnaður annarra mæt-
ir afgangi. En ef hún sigrar ekki verður það henni
að kenna.“ Teschke segir að Merkel hafi áttað sig
á því eftir að hún beið lægri hlut fyrir Edmund
Stoiber, leiðtoga kristilega flokksins í Bæjara-
landi, í baráttunni um að verða kanslaraframbjóð-
andi kristilegu flokkanna í síðustu kosningum að
hún þyrfti að mynda sér sitt eigið bakland. „Hún
hefur búið til sitt eigið tengslanet,“ segir hann.
„Hún hefur þróað með sér tilfinningu fyrir því
hvað það er mikilvægt að tengjast fólki og er hætt
að vera einleikari.“
Sú tilfinning virðist vera ráðandi í Þýskalandi
að stjórnarskipti séu í vændum. Hins vegar ríkir
ákveðin þreyta og tortryggni meðal kjósenda, sem
kemur fram í því að þorri landsmanna lítur svo á
að það muni litlu breyta hver sitji við völd. Þessa
afstöðu má meðal annars rekja til þeirrar tilfinn-
ingar að stjórnmálamennirnir ráði litlu um gang
mála á tímum hnattvæðingar. Meiru ráði utanað-
komandi áhrif, sem þeir hafi ekkert um að segja.
Það má í raun segja að Þjóðverjum líði eins og
þeir séu leiksoppar. Þeir vilja halda í velferðar-
kerfið og félagslegt öryggi, en ótryggt umhverfið
leyfir ekki þann munað. Mörgum Þjóðverjum
finnst að tími hárra launa sé liðinn. Sama megi
segja um tíma hinna voldugu stéttarfélaga, sem
eitt sinn gátu tekið efnahagslífið kverkataki og
tókst þannig að skapa hið ósveigjanlega umhverfi,
sem hefur orðið mörgum fyrirtækjum eins og
spennitreyja og flestir Þjóðverjar gera sér nú
grein fyrir að vinda þarf ofan af eigi þýskt at-
vinnulíf að komast á skrið á ný. Allt í kring eru
lönd þar sem launakostnaður er aðeins brot af því
sem hann er í Þýskalandi og þýsk gæðafram-
leiðsla vegur ekki upp þann mun.
Sársaukafullur
sannleikur
Í kosningunum fyrir
þremur árum gagn-
rýndu margir stjórn-
málaflokkana fyrir að
þora ekki að segja kjósendum hreint út að grípa
þyrfti til aðgerða til að rétta þýskt efnahagslíf við
á ný og þær gætu orðið sársaukafullar. Það er erf-
itt að veiða atkvæði með hótunum um að gera lífið
erfiðara.
Stjórn Schröders gerði sér hins vegar grein fyr-
ir því að ekki var um annað að ræða en að grípa til
aðgerða. Vaxandi atvinnuleysi og stöðnun gerðu
það óhjákvæmilegt. 2003 hrinti stjórnin af stokk-
unum áætlun, sem kennd var við árið 2003. Þær
fólust meðal annars í því að stokka upp kerfi at-
vinnuleysisbóta og félagslegra bóta og höfðu til
dæmis í för með sér að farið var að refsa fyrir að
þiggja ekki störf í boði. Þessar breytingar urðu ef
til vill ekki til þess að draga úr atvinnuleysi eins og
vonast hafði verið til, en hafa hins vegar orðið til
þess að valdahlutföllin milli atvinnurekenda og
stéttarfélaga hafa breyst hinum fyrrnefndu í hag.
Aðrar aðgerðir virðast hins vegar hafa haft ein-
hver áhrif og ýmis jákvæð teikn eru á lofti í þýsku
efnahagslífi. Til dæmis var í þessari viku greint
frá því að atvinnuleysi hefði minnkað um 0,1% í
ágúst og hefur það nú gerst nokkra mánuði í röð.
Í nýlegri fréttaskýringu í tímaritinu The Econ-
omist kemur fram að þýskt efnahagslíf er að taka
við sér, þótt það hafi ef til vill ekki enn skilað sér til
almennings. „Mikil bölsýni hefur ríkt um þýskt
efnahagslíf á undanförnum árum,“ sagði í grein
blaðsins. „Kannski of mikil vegna þess að eftir ný-
legum gögnum að dæma hefur það hægt og rólega
tekið við sér og gengur nú betur en flestir áttu von
á. Meðal jákvæðra merkja hefur verið öflug
frammistaða stórra þýskra fyrirtækja, sem hafa
greint frá drjúgum hagnaði. Meira að segja at-
vinnuleysið, sem löngum hefur verið svartur blett-
ur, er farið að minnka. Og þótt margir Þjóðverjar
dragi í efa röksemdirnar fyrir frekari umbótum í
efnahagsmálum verða þeir að viðurkenna að þeim
vegnar mun betur en til dæmis Frökkum eða Ítöl-
um, að hluta til vegna hinna nýlegu umbóta.
Skyndilega virðist Þýskaland tiltölulega heilbrigt
og það er ástæða til hóflegrar bjartstýni um að
enn gæti ástandið batnað – en aðeins ef hinir póli-
tísku vindar blása í segl frekari umbóta.“
Á fjölmiðlasýningunni í Berlín gefur að líta
framúrstefnulegar nýjungar fyrirtækja um allan
heim, en Þjóðverjar eru hins vegar síður en svo í
fararbroddi að innleiða nýjungar. Í umfjöllun The
Economist er fjallað um þýsku „nýsköpunar-
gjána“ sem lýsir sér í því að þótt Þjóðverjar séu
duglegir að finna upp hluti gangi þeim síður að
fylgja uppfinningum sínum eftir og koma þeim á
markað. Einn viðmælandi blaðsins segir að Þjóð-
verjar séu fjandsamlegir í garð tækninnar.
Teschke hjá Netzeitung segir að þetta viðhorf geti
oft orðið til trafala. „Þjóðverjar eru seinir að til-
einka sér nýja tækni,“ segir hann. „Þetta er til
dæmis öðru vísi í Bandaríkjunum þar sem nýj-
ungum er tekið opnum örmum. Hér er fólk hik-
andi og fer sér hægt.“
Staða þýsks efnahagslífs hefur vitaskuld áhrif
langt út fyrir landamæri Þýskalands. Veikt
Þýskaland veikir evrópskt samstarf og veikir Evr-
ópusambandið. Mestur uppgangur er nú í hinum
nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins á meðan
doði ríkir víða í Vestur-Evrópu. En það er ekki
nóg að knýja fram umbætur til þess að hjólin fari
að snúast fyrir alvöru í Þýskalandi þótt þær séu
forsenda þess að framhald verði á þeirri þróun,
sem er lýst hér að framan. Það þarf einnig að
verða breyting á því hugarfari Þjóðverja sem
Teschke nefnir og kemur fram í því að stundum
eru þeir nánast fjandsamlegir nýjum hugmynd-
um.
Annað kvöld, sunnudagskvöld, munu Schröder
og Merkel leiða saman hesta sína í sjónvarpskapp-
ræðum. Mikil eftirvænting ríkir vegna kappræðn-
anna. Stjórnmálaskýrendur búast flestir við að
Schröder muni eiga auðveldara með að gera sér
mat úr kappræðunum og markvisst er reynt að
draga úr væntingum vegna frammistöðu Merkel.
Sérfræðingar eru sammála um að kappræður á
borð við þessar geti skilað lítilli sveiflu í fylgi fram-
bjóðandenna, en hún muni ganga til baka á nokkr-
um dögum komi ekkert annað til. Sjálf úrslitin
munu hins vegar ekki ráðast fyrr en á síðustu vik-
unni fyrir kosningar.
Reuters
der og Angelu Merkel setja svip sinn á þýskar borgir fyrir komandi kosningar.
Mörgum Þjóð-
verjum finnst að
tími hárra launa sé
liðinn. Sama megi
segja um tíma hinna
voldugu stéttar-
félaga, sem eitt sinn
gátu tekið efnahags-
lífið kverkataki og
tókst þannig að
skapa hið ósveigj-
anlega umhverfi,
sem hefur orðið
mörgum fyrir-
tækjum eins og
spennitreyja og
flestir Þjóðverjar
gera sér nú grein
fyrir að vinda þarf
ofan af eigi þýskt at-
vinnulíf að komast á
skrið á ný.
Laugardagur 3. september