Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 31
UMRÆÐAN
EINU sinni var roskin kona sem
við fyrstu kynni virtist hin mætasta
og besta kona. Hún
varði stórum hluta frí-
tíma síns, og hann var
allnokkur, í það að
heimsækja sjúklinga á
Landakotsspítala í
Reykjavík. Fljótt á litið
virðist þetta vera for-
skriftin að hinni full-
komnu ömmu. En þeg-
ar kafað var niður kom
annað í ljós. Sjúkling-
arnir sem gamla konan
heimsótti dóu allir
fljótlega eftir að hún
hafði heimsótt þá. Í
fyrstu grunaði engan
að hvíthærða blíða konan með hatt-
inn hefði eitthvað með þessi dauðs-
föll að gera. Margir af þessum sjúk-
lingum voru langt leiddir af
krabbameini svo það gat talist eðli-
legt að þeir dóu. Hins vegar tóku að
renna á menn tvær grímur þegar
sjúklingur með botnlangabólgu og
annar með rifinn liðþófa dóu eftir að
sú gamla hafði verið í heimsókn. Eft-
ir stutta rannsókn kom hið sanna í
ljós. Gamla konan heimsótti þessa
sjúklinga og talaði þá í gröfina. Hún
sagði þeim öllum að þeir litu skelfi-
lega út og kallaði til presta hægri
vinstri. Fólkið sem lá þarna trúði
þessum engli dauðans og missti lífs-
neistann og dó.
Einhvern veginn svona rámar mig
að ein af smásögum Þórarins Eld-
járns hafi verið. Endursögnin er vís-
ast röng en innihaldið nokkuð nærri.
Hún rifjaðist upp fyrir mér um dag-
inn þegar ég heyrði lafhrædda borg-
arfulltrúa Reykjavíkurlistans tjá
kjósendum sínum að ef listinn byði
ekki fram í næstu kosningum væri
allt tapað. Steinunn Valdís, Alfreð
Þorsteinsson, Björk og Stefán – öll
stóðu þau og fluttu dómsdagsspá.
Hvaða endemis kjaftæði er þetta?
Hvaða trú hefur þetta fólk á gildi
jafnaðar, félagshyggju eða umhverf-
isvernd ef það treystir sér ekki til
þess að berjast fyrir
þeim gildum án hjálp-
ardekkja og enda-
lausra málamiðlana?
Við þurfum ekki á slík-
um pólitíkusum að
halda sem ætla að tala
það sem við trúum á í
gröfina með slíkri hálf-
leiksræðu. Svona væl á
ekki heima í fram-
varðasveit flokks sem
ætlar sér að hafa áhrif
og völd.
Það er vel hægt að
tala sjúkling með inn-
gróna tánögl til heljar.
Það er leikur einn. Hins vegar hefur
það sýnt sig að stjórnmálamenn geta
talað upp góðæri þegar sá gállinn er
á þeim. Í borg þar sem bylting hefur
átt sér stað sl. 12 ár í átt til fé-
lagshyggju er algjör óþarfi að kasta
perlunum fyrir fulltrúa ný-
frjálshyggjuhegranna í D-listanum.
Kjósendur þurfa sterkan valkost nú
þegar auglýsinga- og yfirborðs-
mennskan mun ná nýjum hæðum.
D-listinn er í slíkum sárum að hon-
um er vart hugað líf – en einmitt
slíkur listi líkt og lasinn geitungur að
hausti er hættulegur. Hann stingur
við minnsta tækifæri. Þessi sterki
valkostur getur verið VG en þó að-
eins ef við öll og framvarðasveit okk-
ar hefur trú á verkefninu og gefur
ekki út ótímabær og heimskuleg
dánarvottorð. Í hálfleik á að segja:
Upp með brækurnar nú eða sokkana
– rústum þeim!
Þú ert dauðvona
– segir hver?
Grímur Atlason skrifar
um stjórnmál ’Svona væl á ekkiheima í framvarðasveit
flokks sem ætlar sér að
hafa áhrif og völd. ‘
Grímur
Atlason
Höfundur er í stjórn VGR.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Fréttir í
tölvupósti
Skipholti 29a,
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili. is
Einar Guðmundsson, lögg. fast.
Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast.
Bogi Pétursson, lögg. fast.
sími 530 6500
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Falleg, sjarmerandi og vel skipulögð 81,5 fm 4ra
herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjórbýlishúsi.
Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og tveimur
stofum. Eldhús með nýlegri fallegri innréttingu,
borðkrókur. Baðherbergi flísalagt, innrétting og
baðkar. Hjónaherbergi rúmgott með miklu
skápaplássi. Tvær samliggjandi rúmgóðar og
bjartar stofur, svefnherbergi innaf annarri stofunni.
Sameiginlegt þvottahús í risi. Íbúðin er öll
parketlögð nema á baðherb. og eldhúsi. Hátt er til
lofts í íbúðinni, fallegir loftlistar. Búið er að afsýra
hurðirnar í íbúðinni. Hús í góðu standi. Verð 17,9
millj.
Opið hús verður í dag, sunnudag,
milli kl. 14 og 16.
Opið hús í dag milli kl. 14 og 16
Holtsgata 20
Látraströnd - Seltjarnarnesi
Mjög fallegt og afar vel staðsett 252 fm einbýlishús með 28,4 fm innbyggðum
bílskúr. Á aðalhæð eru m.a. stórt hol með ofanbirtu, 3 rúmgóð herbergi, stórar
og bjartar stofur með útgangi á verönd til suðurs., eldhús með miklum innrétt-
ingum og góðum borðkrók og flísalagt baðherb. auk gesta w.c. Einnig er her-
bergi og þvottaherbergi í kjallara. Verðlaunalóð með fjölda trjáa og plantna.
Hellulögð verönd og viðarverönd. Verð 70,0 millj.
Nesvegur- Marbakki
Einbýlishús á stórri sjávarlóð á sunnanverðu Seltjarnarnesi.
Afar vel staðsett og reisulegt 314 fm einbýlishús á stórri sjávarlóð mót suðri.
Húsið er kjallari, hæð og ris auk bílskúrs og stendur á um 1.500 fm eignarlóð al-
veg niður á sjávarkambinum. Eignin skiptist m.a. í stórar samliggjandi stofur,
stórt eldhús, 5 herbergi og 2 baðherbergi. Aukaíbúð er í kjallara hússins í dag.
Suðursvalir út af stofum með óhindruðu sjávarútsýni. Ræktuð lóð. Stór hellu-
lögð heimreið.
EINSTÖK EIGN, FRÁBÆR STAÐSETNING.
Lindarberg - Hafnarfirði
Stórglæsilegt 252 fm einbýli á tveimur
hæðum með 34 fm innb. bílskúr. Húsið
er allt innréttað á afar vandaðan og
smekklegan hátt úr ljósum viði, innrétt.
úr birki og parket er allt úr massívri eik.
Granít í gluggakistum að stórum hluta.
Lofthæð á efri hæð allt að 4 metrar.
Kamína í stofu. Stórar suðursvalir.
Húsið er teiknað af Guðmundi Gunn-
laugss. og er vel staðsett innst í botnlanga og við opið svæði. Mikils útsýnis
nýtur yfir Hafnarfjörðinn og út á sjóinn. .
Hæðarbyggð - Garðabæ
Glæsilegt 347 fm einbýlishús á tveimur
hæðum með tveimur 2ja herb. aukaíb.
á jarðhæð, hvor um sig með sérinn-
gangi. Efri hæðin skiptist í forstofu,
hol, gesta w.c., rúmgott eldhús m. ný-
legum innrétt. og tækjum og góðri
borðaðstöðu, borðstofu, tvær setu-
stofur, rúmgott sjónvarpshol m.útg. á
suðursvalir., fjögur herb., þvottaherb.
og rúmgott flísalagt baðherbergi. Mikið
útsýni úr stofum. Tvöfaldur bílskúr. Hiti í innkeyrslu og stéttum að hluta. Falleg
ræktuð lóð, teiknuð af Auði Sveinsdóttur. Verð 61,0 millj.
Grandavegur- eldri borgarar.
3ja herb. íbúð
87 fm 3ja herb. íbúð á 6. hæð í lyftu-
húsi fyrir eldri borgara ásamt stæði í
bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Íbúðin
skiptist í forstofu með skáp, parket-
lagða stofu með útgangi á svalir, eld-
hús, tvö herb., bæði með skápum, flí-
salagt baðherb. og þvottaherb. Mikið
útsýni yfir fjallahringinn og sjóinn. Mikil
sameign. Tvær lyftur. Húsvörður og
ýmis þjón. Verð 27,5 millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Öldugata- glæsileg 3ja herb. íbúð
ásamt bílskúr.
Glæsileg og algjörlega endurnýjuð 75
fm 3ja herb. íbúð með góðri lofthæð
ásamt 21 fm bílskúr. Nýjar eikarinnrétt-
ingar eru í íbúðinni, vandað eikarparket
á gólfum, fallegt baðherbergi, flísalagt í
hólf og gólf, björt stofa og 2 rúmgóð
herbergi, bæði með skápum. Suður-
svalir. Allar lagnir eru endurnýjaðar og
hús hið ytra. Verð 29,9 millj.
Barðavogur-einbýli.
Mjög vel skipulagt og afar vel staðsett
163,2 fm. einbýlishús á þremur pöllum
auk 28 fm bílskúrs. Húsið skiptist m.a.
í þrjár samliggjandi stofur, eldhús,
baðherbergi, þrjú svefnherbergi,
geymslur og þvottaherbergi. Auk
þessa er sér stúdíóíbúð á neðsta palli
hússins. Húsið er til afhendingar strax.
Verð 38,9 millj.