Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 47
MENNING
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Námskeið fyrir börn.
Taltímar.
Einkatímar.
Kennum í fyrirtækjum.
Frönskunámskeið
hefjast 19. september
Innritun 5. til 16. september
Tryggvagötu 8,
101 Reykjavík, fax 562 3820.
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: alliance@simnet.is
Upplýsingar
í síma 552 3870✆
Afmælisþakkir
Innilegar þakkir færi ég fjölskuldu minni og
vinum, sem glöddu mig með gjöfum, blómum
og heillaskeytum á 90 ára afmælisdaginn
19. ágúst.
Guð blessi ykkur öll.
Gunnar Guðjónsson,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi.
Rannsóknasjóður
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Umsóknarfrestur 1. október 2005
Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með
umsóknafrest 1. október 2005.
Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim
tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga,
rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með
hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna;
grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.
Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og
tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna.
Eftirfarandi atriði vega þungt samkvæmt almennri stefnu Vísinda- og
tækniráðs frá 18. desember 2003 og síðari ályktunum ráðsins:
• Að verkefnið stuðli að uppbyggingu á vísindalegri og tæknilegri
þekkingu.
• Að verkefnið hafi mikið gildi og miði að vel skilgreindum
ávinningi fyrir íslenskt samfélag eða atvinnulíf.
• Að verkefnið stuðli að myndun rannsóknarhópa og
þekkingarklasa og stuðli að samvinnu milli háskóla,
rannsóknastofnana og fyrirtækja.
• Að verkefnið feli í sér þjálfun ungra vísinda- og tæknimanna.
• Að verkefnið stuðli að alþjóðlegri sóknargetu íslenskra
vísindamanna og aukinni þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði
vísinda.
Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest
1. október:
• Öndvegisstyrki.
• Verkefnisstyrki.
• Rannsóknastöðustyrki.
Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu
styrk til verkefna árið 2005 með áætlun um framhald á árinu 2006 skulu
senda áfangaskýrslu til sjóðsins eigi síðar en 1. nóvember 2005.
Ítarlegar upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð fyrir hverja
styrktegund er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is). Þar er einnig
úthlutunarstefna Rannsóknasjóðs birt í heild sinni.
Árnesingakórinn í Reykjavík
auglýsir eftir söngfólki í allar raddir.
Meðal verkefna framundan:
- Upptaka á geisladiski í vetur.
- Þriggja kóra mót í október.
- Aðventutónleikar í lok nóvember.
- Árshátíð í febrúar.
- Vortónleikar í maí.
- Afmælishátíð í febrúar 2007.
- Utanlandsferð sumarið 2007.
Kórfélagar eru á aldrinum frá 20 ára og upp úr, búsettir á
höfuðborgarsvæðinu. Einungis hluti kórsins á ættir að
rekja til Árnessýslu og því eru ættartengsl ekki skilyrði.
Nánari upplýsingar veita Gunnar Ben söngstjóri í síma
697 8791 (eftir klukkan 16) og Ragnheiður Birna
Björnsdóttir formaður í síma 694 1431.
Heimasíða kórsins er www.kor.is
SÝNING Íslenska dansflokksins á
verkinu „Við erum öll Marlene Diet-
rich FOR“ eftir Ernu Ómarsdóttur í
Þýskalandi og Austurríki hefur
fengið góða dóma í þarlendum fjöl-
miðlum en þeir eru sammála um að
hún sé einkar áhrifamikil. Íslenski
dansflokkurinn hefur m.a. sýnt „Við
erum öll Marlene Dietrich FOR“ á
danshátíðinni Impulstanz í Vín,
Tanz im August í Berlín, Noordezon
festival í Groeningen í Hollandi og á
Brigittines í Brüssel.
Samspil margra miðla
„Reið, eyðileg og mjög, mjög há-
vær,“ segir í fyrirsögn heilsíðuum-
fjöllunar Berliner Zeitung um sýn-
ingu Íslenska dansflokksins. Þar
segir meðal annars að verkið, sem sé
samvinnuverkefni Iceland Dance
Company og Maska Productions í
Ljúblíana, sé „eyðileg, reið, og upp-
lausnarkennd pönkuppákoma“.
„Þessi sýning fjallar ekki um stríð,
hún er stríð,“ segir Berliner Zeit-
ung.
Í heilsíðuumfjöllun Jazzzeit er
ferill Ernu rakinn í ítarlegu máli en í
umfjöllun um
sýninguna segir
að það sé ekki
bara dansinn sem
heilli hana. Sam-
spil leikhúss,
kvikmynda og
tónlistar séu þeir
þættir sem hún
hafi áhuga á og
nýti sér í sam-
vinnu við slóvenska leikstjórann og
höfundinn Emile Hrvatin. Þunga-
miðja þessa áhrifamikla margmiðl-
unarverks sé stríð, misnotkun valds,
hermenn og skemmtun og þar komi
fram tengslin við Marlene Dietrich,
sem hafi með söng sínum skemmt og
styrkt huga hermanna á vígvöllun-
um. „„Er þörf á skemmtun í stríði?“
er sú spurning sem Ómarsdóttir og
Hrvatin setja fram þar sem þau
varpa ljósi á sambandið milli listar,
listamanna, stríðs og skemmtunar.
[–] Í stað Marlene Dietrich syngja
þrjár rokksöngkonur í hljóðnemana.
Með áhrifaríkum, grípandi myndum
sem láta áhorfandann ekki í friði er
hér ráðist gegn fölsku hermanna-
bræðralagi og stríðsljóma,“ segir í
Jazzzeit.
Í grein Falter segir m.a. að þeir
tíu einstaklingar sem komi fram í
verkinu séu dansarar, leikarar eða
tónlistarmenn og þeir setji á svið
„eldfima“ sýningu. Í henni skelli
saman fortíð og nútíð. Fagnandi
hermenn og konur sem bjóði þjón-
ustu sína og líkama fyrir kjöt komi
til skiptis inn á sviðið, leikin sé per-
vertísk útgáfa af lagi Johns Len-
nons, Imagine, kona fari úr háhæl-
uðum skóm og smyrji sig með
marmelaði um leið og hún fetti sig
og bretti.
Íslenski dansflokkurinn sýnir verk Ernu Ómarsdóttur í Evrópu við góðan orðstír
„Fjallar ekki um stríð,
hún er stríð“
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Sýningin We are all Marlene Dietrich FOR, fellur í kramið á meginlandinu.
Erna Ómarsdóttir