Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 48

Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 48
48 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ RAPPARINN Snoop Dogg hefur krafið bílasölufyrirtæki um tveggja milljóna dollara bætur fyrir að hafa notað ímynd hans og málfar í óleyfi í auglýsingum. Stefnan var lögð fram á þriðju- daginn og í henni sakar Dogg, réttu nafni Calvin Broadus, Gary Barbera En- terprises um að misnota vöru- merki hans, þar sem það noti „ruglingslega svipað orðtak og Snoop Dogg- vörumerkið“. Í auglýsingunum sést Snoop ásamt orðunum „Is Bar-BIZZLE The SH-izzle?“ sem erfitt er að út- leggja á íslenska tungu. Snoop kærir bílafyrirtæki Snoop er ekki sáttur. Strákarnir okkar heitir kvik-mynd eftir Róbert Douglassem frumsýnd var á föstu-daginn. Þegar kom að því að velja tónlist í myndina datt aðstand- endum hennar það snjallræði í hug að fá rokksveitina Mínus til að vinna með tónlistarmanni úr annarri átt, Barða Jóhannssyni, hrista saman harðkjarnarokk og innblásna popp- músík og sjá hvað kæmi útúr öllu saman. Afraksturinn varð og fínn, músíkbrot í myndinni og svo ellefu laga plata, Strákarnir okkar sem skrifuð er á hljómsveitina Mín- usbarða – nema hvað. Þeir Mínusmenn Kristján Frosti Logason og Björn Stefánsson mæta í viðtal með Barða Jóhannssyni til að ræða Mínusbarða og samstarfið al- mennt. Þeir rekja söguna svo að að- standendur myndarinnar hafi fengið Mínusfélaga til liðs við sig og síðan var leitað til Barða um samstarf við þá og hann tók málaleitan þeirra vel. Upptökur fóru að mestu fram í Hljóðrita í Hafnarfirði, en þegar mætt var í hljóðverið segjast þeir ekki hafa verið með neitt í hönd- unum, engar hugmyndir að lögum og reyndar enga hugmynd um hvað myndi verða úr samstarfinu al- mennt. „Við mættum bara í stúdíóið, settumst hver við sitt hljóðfæri og byrjuðum að glamra,“ segir Frosti og Barði bætir við að í þrjá daga hafi þeir tekið upp hugmyndir sem síðan var unnið frekar úr, sumu hent en annað nýtt út í hörgul. Sex manna hljómsveit Þó þeir hafi farið í hljóðverið með tvær hendur tómar höfðu þeir eðli- lega í huga ákveðnar stemmningar og atriði úr myndinni, enda voru þeir búnir að sjá hana og vissu eftir hverju var verið að leita. „Þetta sam- starf gekk geysilega vel,“ segir Björn, „þetta var eins og að vera í sex manna hljómsveit og ég hef sjaldan skemmt mér eins vel í stúd- íói.“ Þegar þeir voru búnir með lögin og tóku að máta þau við myndina segja þeir að flest lögin hafi fengið að standa eins og þau voru, en sum tóku þeir upp aftur til að gera þau sem best úr garði. Þeir Barði og Frosti eru sammála um að það séu ekki endilega bestu lögin sem kalli á mesta vinnu og Barði segir að í þessu starfi hafi það lag sem hann haldi mest upp á verið tekið upp á mettíma. Hvorki Mínus né Bang Gang Það er snúið að gera plötu með kvikmyndatónlist svo vel sé, því oft- ar en ekki verður úr sundurlaust samsafn laga en ekki heilsteypt verk sem lýtur inni rökum. „Það er erfitt að segja til um það,“ segir Frosti, „en það er þó víst að þetta er ekki Mínusplata og ekki Bang Gang plata. Hún er eiginlega óháð mynd- inni og á henni er fullt af tónlist sem ekki var notuð í myndinni,“ segir Frosti og þeir Björn og Barði taka undir það, segja að þeim þyki platan heilsteypt hljómsveitarplata. „Það var ekkert erfitt að skapa stemmn- ingu fyrir hvert atriði,“ segir Björn og Barði heldur áfram: „Í raun gaf það okkur frelsi að semja fyrir myndina því fyrir vikið, við gátum leið okkur með stefnur því við vorum að þjóna vissum atriðum í myndinni. Músíkin varð því fjölbreyttari en annars.“ Þó Mínus sé hér að fást við talsvert öðruvísi tónlist frá því sem hún hefur áður gert, segjast þeir fé- lagar Frosti og Björn ekki sjá það fyrir sér að Mínus eigi eftir að þróast í aðra átt en sveitin stefnir í dag. „Við vorum náttúrlega að fást við gríðarlega fjölbreytta tónlist, danstónlist, dauðarokk, cheesy há- skólarokkballöðu og svo framvegis, en Mínus er ekki að fara breytast í eitthvað annað en Mínus“ Lærdómsrík upplifun „Það var líka mikil upplifun að vinna með Barða,“ segir hann og Björn segir að þeir hafi lært mikið af samstarfinu, kynnst nýjum aðferð- um við upptökur og þar fram eftir götunum. Barði segir að þetta hafi líka verið mikil upplifun og lær- dómsrík fyrir sig. „Ég er því vanur að ráða öllu þegar ég er að taka upp og það var því mjög gaman að vera með í sex manna hljómsveit og vera með í ákvörðunum, ræð 16,66%. Það er líka mjög gaman að kynnast því hvernig hljómsveit starfar af því ég hef eiginlega aldrei verið í hljóm- sveit.“ „Það voru menn búnir að vara okkur við, sögðu að Barði væri erf- iður í samstarfi, hann ætti það til að segja hlutina beint út,“ segir Björn, „en svo komumst við að því að hann er bara eins og við í Mínus, segir það sem honum liggur á hjarta, og því var þetta mjög opið og skemmtilegt samstarf.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Strákarnir í Mínusbarða Í aðdraganda kvikmyndarinnar Strákanna okkar varð til hljómsveitin Mínusbarði sem sendir frá sér disk á morgun. Mínus í nokkuð breyttri mynd sem ballsveitin Plús í Strákunum okkar. ÞAÐ myndaðist góð stemning á tónleikum Reprasensitive Man á GrandRokki á fimmtudagskvöld. Hljómsveitin er skipuð þeim Ólafi Birni Ólafssyni, Örvari Þóreyj- arsyni Smárasyni og Hildi I. Guðnadóttur en þau hafa auk þess getið sér gott orð í hljómsveit- unum múm og Stórsveit Nix Noltes. Tónleikarnir voru fyrstu opinberu tónleikar sveitarinnar hér á landi en áður hefur hljóm- sveitin leikið í Berlín og New York. Auk Reprasensitive Man kom hinn ungi Johnny Poo fram (kauði ku ekki vera eldri en þrett- án vetra), Auxpan og Cotton plús einn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónleikagestir tóku vel undir með Reprasensitive Man. Hildur I. Guðnadóttir, Óli Björn Ólafsson og Örvar der Alte. Opinberir tónleikar Tónleikar | Reprasensitive Man lék á GrandRokki ÓTTAR Þór (Björn Hlynur) er einn besti knattspyrnumaður landsins og aðalstjarnan í Frostaskjólinu. Hann er sjálfsagt farinn að nálgast þrí- tugt, var giftur Guggu (Lilja Nótt), drykkfelldri fegurðardís, og eiga þau soninn Magnús (Arnaldur Ernst), sem er að byrja að fóta sig á hálum brautum unglingsáranna. Allt lítur út fyrir að vera í bærilegu standi, eða hvað? Þá bresta ósköpin á, Káerring- urinn snjalli tilkynnir umheiminum að hann sé hommi. Fyrst félögunum í liðinu, föður sínum sem jafnframt sér um þjálfun (Sigurður Skúlason), og fjölskyldunni. Í stuttu máli bregðast flestir ókvæða við, fjölskyldan fer nánast öll á límingunum, félagarnir á vell- inum og stjórnin úthýsa snarlega þessu glæsilega tákni karlmennsk- unnar úr KR. Hraðlestin brunar út úr gamla, verndaða umhverfi stjörn- unnar út á óljósar hommalendur samfélagsins og til að byrja með virðist flest stefna niður á við. Síðan tekur að rofa til, Óttar kemst í hommaliðið Pride United í Ut- andeildinni og umhverfið fer smám saman að viðurkenna staðreynd- irnar, gamli markahrókurinn er jafnvel á leið aftur í Frostaskjólið. Nýja myndin hans Róberts Douglas snýst talsvert um homma- brandara og spaugilegu hliðarnar á því vandasama máli þegar ein- staklingur kemur út úr skápnum. Erfiðleikarnir, árekstrarnir og sjokkið fá kómíska, stundum farsa- kennda meðferð, lítið sem ekkert farið ofan í stöðu samkynhneigðra í samfélaginu eða hvernig Óttar sam- lagast því og það honum, en það hef- ur sjálfsagt ekki verið ætlunin. Douglas og Jón Atli meðhöfundur hans leggja áhersluna á spaugilegri hlið fordómanna en bak við grínið býr vissulega snefill alvöru. Það háir Strákunum okkar að slík efnismeðferð gerir að verkum að í myndinni rekast á sjónarmið sem ríktu í afstöðu gagnkynhneigðra til samkynhneigðra fyrir einhverjum árum, ef ekki áratugum, og frelsið sem ríkir í þessum málum í dag og er víða til staðar í myndinni, Gay Pride-gangan stangast á við homma- fóbíu sem við verðum að leita með logandi ljósi í Reykjavík ársins 2005. Efnið er í sjálfu sér alltof mikilvægt til að fá yfirborðskennda meðhöndl- un, í mesta lagi hálfsoðna. Engu er líkara en að Óttar Þór fái skyndilega Knattspyrnu- stjarna klöngrast úr skápnum KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Róbert Douglas. Handrit: Jón Atli Jónasson og Róbert Douglas. Kvik- myndataka: G. Magni Ágústsson. Tón- list: Barði Jóhannsson og Mínus. Hljóð: Vilhjálmur Goði og Huldar Freyr. Klipping: Ásta Briem. Búningar: Linda Björg Árna- dóttir og Thelma Björk Jakobsdóttir. Leikmynd Konrad Haller. Framleiðendur Júlíus Kemp og Ingvar Hreiðar Þórð- arson. Aðalleikendur: Björn Hlynur Har- aldsson, Helgi Björnsson, Jón Atli Jón- asson, Sigurður Skúlason, Lilja Nótt, Arnmundur Ernst, Björk Jakobsdóttir, Þorsteinn Bachmann. 85 mínútur. Kvik- myndafélag Íslands o.fl. Ísland. 2005. Strákarnir okkar 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.