Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 49
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
18
0
0
9
Stjörnumessa: Har›ari keppni en nokkru sinni fyrr!
sun
kl.20Popppunktur
Hefst í kvöld!
fuglaflensuna þegar hann opnar
skápdyrnar, vísvitandi afbökuð ára-
tuga mannréttindabaráttu og sívax-
andi skilningur samfélagsins, alltént
umburðarlyndi, fyrir hlátrasköll.
Annar ljóður á Strákunum okkar
er leikaravalið í aðalhlutverkið.
Björn Hlynur er góður leikari en
álíka trúverðugur sem hommi og
Arnold Schwarzenegger á með-
göngutímanum í Junior, sællar
minningar. Samskipti hans og nýja
kærastans eru einkar pínleg.
Strákarnir okkar eiga líka sína
góðu spretti, þeir félagarnir, Róbert
og Jón Atli eru fyndnir og það vakir
ekki hvað síst fyrir þeim að fá sam-
félagið til að hlæja að eigin for-
dómum og fjölmargar uppákomur
eru bráðskondnar þótt maður hafi á
tilfinningunni að aðstæðurnar sem
mynda þær séu í raunveruleikanum
langt að baki í jafnréttismálum
homma og lesbía. Það má vera að ég
viti ekki betur. Karlremban og
stjörnudýrkunin, sem gjarnan fylgir
þessari „göfugu“ íþrótt, er einnig
gerð að aðhlátursefni, og ekki van-
þörf á að margra dómi. Á það ber
einnig að líta að mynd á borð við
Strákana okkar opnar umræðuna,
færir samkynhneigð nær þeim
hversdagslega farvegi sem hún á að
vera í í umræðunni.
Björn er vissulega ekki trúverð-
ugur hommi, hálfvelgja í kynhneigð
hans hjálpar heldur hvorki honum
né myndinni. Á hinn bóginn er Jón
Atli þeim mun meira sannfærandi í
hlutverki Orra, sem tekur homm-
anum bróður sínum einsog hundsbiti
sem venst. Björk Lára er fjallhress
sem aðstoðarþjálfari hommaliðsins
og Helgi Björns er ekki sem verstur
heldur sem maðurinn hennar, að-
alþjálfarinn sem má muna sinn fífil
fegri á fótboltavellinum. Bestur af
öllum er Arnaldur Ernst, hans við-
brögð eru þau eðlilegustu í myndinni
og hann vinnur einkar trúverð-
uglega úr erfiðu hlutverki stráks á
viðkvæmum aldri sem lendir í
hverju áfallinu á fætur öðru. Það má
eitthvað yfirnáttúrlegt gerast ef
hann verður ekki orðaður við Edd-
una í haust.
Yfirbragð Strákanna, leikstjórn
og tæknivinna eru í ágætu með-
allagi, þó hefði hljómburðurinn mátt
vera skýrari á stöku stað. Í það heila
tekið er ljóst að Strákarnir okkar
kemur eins og frískur gustur sem
opnar umræðuna og á góða aðsókn
skilið.
„Strákarnir okkar eiga líka sína góða spretti, þeir félagarnir, Róbert og Jón Atli, eru fyndnir og það vakir ekki
hvað síst fyrir þeim að fá samfélagið til að hlæja að eigin fordómum,“ segir m.a. í dómnum.
Sæbjörn Valdimarsson
Fréttir á SMS