Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 50
STEMNINGIN var mögnuð á tónleikum rokkaranna í Franz Ferd-
inand í Kaplakrika á föstudagskvöldið. Jeff Who? sá um að hita
upp fólkið sem var búið að reima dansskóna fast á sig þegar
skosku fjórmenningarnir stigu á svið. Keyrslan var stöðug í tæpan
einn og hálfan tíma og gengu tónleikagestir ánægðir út í hress-
andi haustloftið.
Glaðir gestir
Paul
Nick
50 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Fékk Grand Prix
verðlaunin í Cannes.
Hefur fengið einróma lof
gagnrýnenda um heim allan.
Sýnd kl. 2 og 4 ísl tal
Sýnd kl. 2, 4 og 6 ísl tal
Sýnd kl. 8 og 10.20
Frábærtævintýri
fyrir alla
fjölskylduna!
kl. 2, 4 og 6 Í þrívídd
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
Sýnd kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30
Sýnd kl. 6 og 10.10
Sýnd kl. 8 B.i 10 ára
KVIKMYNDIR.COM
S.K. DV
BESTA GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20 B.i 10 ára
Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna!
VINCE
VAUGHN
OWEN
WILSON
BESTA
GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
H.J. / Mbl.. . l.
O.H.H. / DV
H.J. / Mbl.
. . . /
. . / l.
H.J. / Mbl.. . l.
Fékk Grand Prix
verðlaunin í Cannes.
Hefur fengið
einróma lof
gagnrýnenda um
heim allan.
Sýnd kl. 8 og 10.10
KVIKMYNDIR.IS
Sími 564 0000
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 16 ára
ÞEGAR EKKI ER MEIRA
PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR
DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
Miðasala opnar kl. 15.15
kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 2 og 4 í þrívídd
Frábært
ævintýri fyrir
alla fjölskylduna!
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU
3 bíó - 400 kr. í bíó!*
FRANZ Ferdinand átti að koma til
landsins í vor en tónleikunum var frest-
að. Í raun má líta á það sem lán í óláni að
þeir komu frekar nú því tónleikagestir
fengu í staðinn að heyra mun meira nýtt
efni en ella. Heyrðist meira að segja lag
sem aldrei fyrr hafði fengið að hljóma op-
inberlega.
Frestunin olli reyndar því að ekki seld-
ist upp á tónleikana strax því að stemn-
ingin datt niður og 300 miðar voru eftir í
vikunni. Þeir kláruðust þó allir síðasta
daginn og þessir skosku rokkarar stigu á
svið fyrir fullum Kaplakrika. Staðurinn
býður uppá meiri nálægð en Laugardals-
höllin og náðu allir að berja goðin augum
svo vel væri.
Þó Alex Kapranos hafi byrjað á því að
syngja „It’s always better on holiday“ er
það ekki stefna sveitarinnar. Hún er á
öðru ári sínu í mikilli tónleikakeyrslu
þannig að það er ekki mikið frí fyrir
strákana. Enga þreytu er þó að sjá á
þeim en það var engan dauðan punkt að
finna á þeim klukkutíma og tuttugu mín-
útum sem gamanið stóð yfir.
Franz Ferdinand er ekki hljómsveit
sem lofar upp í vel sniðna ermina á sér.
Tónleikar þeirra eru hraðir og snarpir,
rétt eins og flest lögin.
Hröð sigling sveitarinnar inn í frægð-
ina er nú jafn mikill hluti sögunnar og
maðurinn sem þeir fengu nafnið á sveit-
inni frá. Franz Ferdinand kann að nýta
sér þennan meðbyr. Ný plata er vænt-
anleg frá sveitinni í byrjun október og
fengu tónleikagestir að heyra einhver sjö
ný lög af um 18 laga prógrammi.
Þrátt fyrir að gestir hefðu ekki heyrt
neitt af þessum nýju lögum var þeim vel
tekið. Einhverjir höfðu þó heyrt „Do You
Want To“ þar sem myndbandið er komið
í spilun þótt smáskífan sé ekki komin út.
Lagið er reyndar ekki lýsandi fyrir vænt-
anlega plötu en það er frábært smáskífu-
lag, einstaklega grípandi með kaldhæðn-
um texta, ekta Franz.
Lagið „I’m Your Villain“ fékk hvað
bestu viðbrögðin af þeim nýju. Það er um
ársgamalt, líkist í raun gamla efninu
meira en mörg af hinum nýju lögunum.
Því koma viðbrögðin ekki á óvart. Þeir
hafa oft spilað það á tónleikum og fór lag-
ið þeim mjög vel. Fólk klappaði taktinn í
„Evil and a Heathen“, einu af þessum
stuttu og smellnu lögum sveitarinnar.
Af „gömlu smellunum“ kemur heldur
ekki á óvart að „Take Me Out“ hafi gert
allt vitlaust. Alex kynnti það líka sem
„gamlan standard“ og allir sungu með.
Einnig var fyrirsjáanlegt að „The Dark
of the Matinee“ og „Michael“ fengu sterk
viðbrögð en það gerði hlustunina ekkert
leiðinlegri enda voru þessir „gömlu
standardar“ fluttir á óaðfinnanlegan
hátt.
Einna skemmtilegasta nýja lagið sem
flutt var er samnefnt væntanlegri plötu,
„You Could Have It So Much Better“.
Franz er þekkt fyrir mikil danslög en
nýja lagið „Outsiders“, sem flutt var í
fyrsta sinn á tónleikunum, er enn diskó-
skotnara en áður hefur heyrst frá þeim.
Mikið „grúv“ er í laginu og dansaði allur
salurinn.
Stemningin var mjög óþvinguð á tón-
leikunum og hefur þar mikið að segja að
Alex hefur þann hæfileika að láta fólki
líða vel. Hann er magnaður leiðtogi sveit-
ar, með mjög skemmtilega sviðs-
framkomu. Hann tekur splittstökk eins
og ekkert sé og þegar hann steig uppá
trommusettið og leit yfir salinn var hann
eins og grískt goð. Þetta þýðir samt ekki
að hann heimti alla athyglina því per-
sónuleikar hinna, Pauls, Nicks og Bobs,
fá aldeilis að skína. Franz Ferdinand er
ein af þessum sveitum þar sem útkoman
verður eitthvað miklu stærra en þeir
fjórir persónuleikar sem settir eru í pott-
inn.
Alex lét sér ekki nægja að segja bara
„takk“ uppá íslensku heldur spurðu
hann: „Eru ekki allir í stuði?“ Og það er
alveg öruggt. Það voru allir í stuði en
greinileg almenn ánægja var með tón-
leikana. Það er hægt að hafa það miklu
betra með Franz Ferdinand og fullur
Kaplakriki var vissulega á þeirri skoðun.
Betra líf
TÓNLIST
Tónleikar
Tónleikar Franz Ferdinand í Kaplakrika föstu-
dagskvöldið 2. september. Um upphitun sá
Jeff Who?
Franz Ferdinand Inga Rún Sigurðardóttir