Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÝRIVEXTIR HÆKKA Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentustig 4. október næstkomandi og verða þeir 10,25% frá og með þeim degi. Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, segir ójafn- vægið í þjóðarbúskapnum hafa auk- ist og aðstæður um margt líkar þeim sem ríktu undir lok síðustu aldar. Hægt að bjarga börnum Hægt væri að bjarga lífi milljóna barna í þróunarlöndunum með því að fjölga bólusetningum gegn ýms- um banvænum smitsjúkdómum eins og mislingum og kíghósta. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, UNI- CEF, sem kynnt var í gær. Hægt væri að fækka dauðsföllum meðal barna undir fimm ára aldri um 1,4 milljónir á ári með einföldum bólu- setningum. Mannfall í Írak Þrjár bílsprengjur urðu minnst 85 manns að bana í sjítaborginni Balad í norðanverðu Írak í gær. Bílarnir sprungu við fjölfarnar versl- unargötur og var fjöldi kvenna og barna meðal fórnarlambanna. Talið er að hermdarverkamenn vilji með tilræðunum auka á misklíð milli sjía- og súnní-múslíma í landinu. „Sullurum“ fjölgar á Vogi Nokkuð hefur fjölgað undanfarin ár í hópi fertugra og eldri sem koma til meðferðar á Vogi. Skýrist þetta hugsanlega af nýjum þjóðfélags- vanda tengdum léttvíns- og bjór- neyslu. Slík neysla er gjarnan kölluð að „sulla“. 85% karla og 88% kvenna sem koma í meðferð reykja tóbak og segja læknar þá staðreynd mikinn heilbrigðisvanda. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12 Bréf 33 Úr verinu 12 Minningar 34/43 Erlent 14/16 Brids 43 Minn staður 17 Myndasögur 47 Akureyri 18/19 Dagbók 46/49 Höfuðborgin 18 Víkverji 46 Austurland 20 Staður og stund 48 Landið 20 Leikhús 50 Daglegt líf 21/22 Bíó 54/57 Menning 23, 50/57 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 24/33 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                    Metsölubók um allan heim Bókin sem útskýrir: • Hvers vegna karlmenn þurfa alltaf að hafa fjarstýringuna • Hvers vegna karlmönnum er svona illa við verslunarferðir • Hvers vegna karlmenn geta aðeins gert einn hlut í einu • Hvers vegna konur geta aldrei komið sér að efninu • Hvers vegna konur tala svona mikið • Hvers vegna konur nöldra Útgáfutilboð! 30% afsláttur í öllum Pennabúðum HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Hákon Eydal í 16 ára fangelsi fyrir að ráða fyrrum sambýlis- konu sinni, Sri Rhamawati, bana 4. júlí 2004. Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. mars sl. Hákon var fundinn sekur um manndráp með því að hafa veist að Sri, slegið hana fjögur högg með kúbeini í höfuð svo af hlutust lífshættulegir áverkar, vafið taubelti þrívegis um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést. Hákon viðurkenndi verknaðinn en krafðist sýknu vegna ósakhæfi. Til vara krafðist hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, eins og héraðs- dómur, að Hákon væri fyllilega sakhæfur og hefði unnið sér til refsingar með broti sínu. Ekki væri upplýst að þær refsilækkunarástæð- ur sem fjallað væri um í hegningarlögum hefðu átt við þegar verknaðurinn var framinn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að atlagan var heiftarleg og meðferð Hákons á líkinu smánarleg. Þá hefði hann neitað sök framan af og reynt að villa um fyrir lögreglunni við rann- sókn málsins. Var hann því dæmdur í 16 ára fangelsi. Hæstiréttur staðfesti sem fyrr segir dóm hér- aðsdóms með skírskotun til forsendna hans en í héraðsdómi kom m.a. fram að bersýnilegt hefði verið að Hákon ætlaði sér að svipta Sri lífi. Ekki þætti þó sannað að hann hefði ásett sér það fyrr en skömmu fyrir voðaverkið og yrði að byggja á þeim framburði hans að hann hefði ráðist á hana eftir að þeim varð sundurorða. Frá dóminum dregst 254 daga gæsluvarð- hald. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir, Gunn- laugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjendur voru Brynjar Níelsson hrl. og Benedikt Ólafsson hdl. Sækj- andi var Ragnheiður Harðardóttir vararíkissak- sóknari. Hákon Eydal dæmdur í Hæstarétti fyrir morðið á Sri Rhamawati Sextán ára fangelsi fyrir heiftarlega atlögu SÁ HLUTI söluandvirðis Símans, samtals 2,5 milljarðar, sem á að nota til að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála, rennur í sérstakan fjarskiptasjóð á árunum 2005 til 2009. Frumvarp um sjóðinn verður lagt fram á Alþingi í haust. Ríkis- stjórnin samþykkti það á fundi sín- um í vikunni. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, verður flutnings- maður frumvarpsins. Samkvæmt frumvarpinu mun samgönguráðherra skipa fimm menn í stjórn sjóðsins til þriggja ára í senn. „Hlutverk sjóðsins [verður] að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofn- kerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóð- félagsins á sviði fjarskipta enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum,“ segir m.a. í minnisblaði samgönguráðherra til ríkisstjórnarinnar. 2,5 milljarðar í fjarskiptasjóð Morgunblaðið/Arnaldur NORSKA söngkonan Sissel Kyrkjebø kom til landsins í gærmorgun ásamt um 120 manna fylgdarliði en hún syngur á þrennum tónleikum í Háskólabíói um helgina. Sissel var ánægð og sagðist hlakka til að fá loksins að syngja fyrir Íslendinga, að sögn Einars Bárðarsonar hjá Concert, sem stendur fyrir tónleikunum. Uppselt er á þessa þrenna tónleika en enn eru til miðar á aukatónleika sem Sinfóníuhljómsveit Óslóar og Oslo Bachkórinn halda í Grafarvogskirkju á sunnu- dagskvöldið en þar mun Sissel taka nokkur lög. Morgunblaðið/Árni Torfason Sissel við komuna á Hótel Holt í gærmorgun en hún hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga. Sissel Kyrkjebo komin ÍSLANDSBANKI hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lokið sölu skuldabréfa fyrir Clearwater Seafoods Limited Partnership, dótturfélag kanadíska sjávar- útvegsfyrirtækisins Clearwater Seafoods Income Fund. Andvirði skuldabréfanna, sem eru til fimm ára með gjalddaga árið 2010, er um 2,5 milljarðar króna og stefnt er að skráningu þeirra í Kauphöll Íslands. Skuldabréfin eru gefin út í ís- lenskum krónum og bera árlega verðtryggða 6,70% vexti. Clearwat- er hefur samhliða sölu bréfanna gert skiptasamning úr íslenskum krónum yfir í erlendar myntir og verður andvirðinu ráðstafað til endurfjármögnunar á öðrum skuld- um fyrirtækisins. Íslandsbanki sel- ur skuldabréf fyrir Clearwater BJÖRGUNARSVEITIN Björg í Snæfellsbæ var kölluð út til að fergja þakplötur við bæinn Gíslabæ á Hellnum í gærkvöld. Þakplöt- urnar rifnuðu þó ekki af þaki held- ur lágu þær í bunka við bæinn þar sem til stóð að skipta um plötur á bænum. Rokið reif í sundur bunk- ann og dreifði honum um öll tún með þeim afleiðingum að plöturnar fuku á girðingar og rákust á hús. Ekki urðu þó skemmdir af þessu, að sögn lögreglunnar í Ólafsvík. Þakplötur fuku á Hellnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.