Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 25
UMRÆÐAN
Í ERINDI sínu á stúdentadag-
inn sagði Sigursteinn Másson að
,,skeytingarleysi um andlega líðan,
kröfuharka og jafnvel mannfjand-
samleg framkoma á köflum skuli
einkum fyrirfinnast í deildum eins
og læknisfræði og sálfræði“. Sig-
ursteinn sagði einnig að á ári
hverju bærust hryllingssögur af
framkomu gagnvart nýnemum í
þessum deildum. Auk þess að
stunda almenna mannfjandsemi
stærðu kennarar sig af því hve
margir féllu í kúrsum hjá þeim.
Ætla mætti af þessum ummælum
og fjölmiðlaumfjöllun um hana að
háskólanám í sálfræði og lækn-
isfræði væri mikil ógn við geð-
heilsu íslenskra ungmenna. Hér
verður fjallað um hvort þessi gíf-
uryrði eigi við rök að styðjast.
Rangtúlkun á rannsóknum
Sigursteinn vísar í breska rann-
sókn þar sem fram kom að 25%
breskra háskólanema væru haldin
geðsjúkdómi og að þeir væru tíð-
ari hjá háskólanemum en öðrum.
Hann hélt því fram að þessar töl-
ur mætti yfirfæra á íslenska há-
skólanema og því ættu 1000–2000
nemar í Háskóla Íslands við geð-
ræna röskun að stríða. Í skýrslu
sem breska geðlækningafélagið
gaf út (og Sigursteinn vísar
reyndar sjálfur í) má finna yfirlit
yfir fjölda rann-
sókna á geðheilsu
háskólanema. Í téðri
skýrslu er skýrt
tekið fram að ekki
sé hægt að fullyrða
að fleiri breskir há-
skólanemar séu
haldnir geðrösk-
unum en jafnaldrar
þeirra. Enn fremur
kemur þar fram að
tíðni alvarlegra geð-
sjúkdóma og sjálfs-
víga er minni á með-
al háskólanema í
Bretlandi og Bandaríkjunum en á
meðal jafnaldra þeirra almennt. Í
ljósi þess að tíðni geðraskana er
ekki hærri á meðal háskólanema
en jafnaldra þeirra og að fjórð-
ungur fólks glímir á einhverjum
tímapunti á lífsleiðinni við geð-
ræna erfiðleika er fjarstæða að
halda því fram að fjórðungur há-
skólanema sé haldinn geðröskun.
Hér er alls ekki verið að gera
lítið úr þeim þjáningum sem geð-
raskanir valda né heldur er því
haldið fram að háskólinn geti ekki
búið betur að nemendum með geð-
raskanir. Umræða um geðraskanir
nemenda og úrræði til handa þeim
er jákvæð. Til þess að hún geri
einhverjum gott þarf slík umræða
að vera málefnaleg og yfirveguð.
Nemendur telja kennara í sál-
fræðiskor afar vinsamlega
Sigursteinn sagði að árlega ber-
ist margar hryllingssögur um
framkomu kennara gagnvart nem-
endum í ofangreindum deildum.
Þrátt fyrir þennan fjölda hryll-
ingssagna, væri ekkert gert vegna
sjálfstæðis deildanna. Staðreyndin
er hins vegar sú að ef nemendum
þykir á einhvern hátt brotið á
rétti sínum geta þeir leitað til
nemendaráðgjafa, skorar- og
deildarfulltrúa nemenda, nem-
endafélaga, skorarformanna,
deildarforseta og rektors, að
ógleymdri réttindaskrifstofu Stúd-
entaráðs. Er það virkilega svo að
allt þetta fólk fylgist aðgerð-
arlaust með á meðan geðheilsu
fjölda nemenda er stefnt í voða?
Varhugavert er að alhæfa um
allt háskólasamfélagið út frá sögu-
sögnum eða erkidæmum. Aftur á
móti fyrirfinnast gögn sem eru
mun traustari til að alhæfa um
reynslu nemenda. Í öllum nám-
skeiðum háskólans taka nemendur
þátt í svokölluðum kennslukönn-
unum, þar sem þeir geta metið
viðmót kennara, gæði kennslu,
námsefnis og svo framvegis. Við
könnuðum hvernig síðasta
kennslukönnun kom út í stóru
fyrsta árs námskeiði í sálfræði,
þar sem ætla mætti að mann-
fjandsemin og hrokinn væri hvað
mestur. Nýnemar áttu að gefa við-
móti kennara einkunn á fimm
punkta mælistiku þar sem einn
merkir að kennarar séu miður vin-
samlegir en fimm að kennarar séu
afar vinsamlegir. Meðaltal sál-
fræðiskorar var rúmir fjórir af
fimm. Því er eðlilegt að spyrja sig
hvort ástandið geti verið eins
hræðilegt og Sigursteinn lýsir því,
þegar mikill meirihluti nemenda
heldur fram hinu gagnstæða.
Góður háskóli
gerir kröfur
Rétt er hjá Sigursteini að í há-
skóla eru mun meiri kröfur gerðar
en í framhaldsskóla og álag á ný-
nema því mikið. Ef Háskóli Ís-
lands vill njóta virðingar í al-
þjóðlegu háskólasamfélagi sem og
á vinnumarkaði þarf að setja
markið hátt og gera ýtrustu kröf-
ur til nemenda.
Margt hefur verið gert á síð-
ustu árum í sálfræðiskor og í há-
skólanum almennt til að auðvelda
nýnemum lífið. Hér mætti nefna
aðgang að aðstoðarkennurum,
viðtalstíma kennara og sérstakt
fyrsta árs námskeið um akadem-
ísk vinnubrögð. Stúdentaráð,
nemendafélög og námsráðgjöf
vinna einnig gott starf við að
huga að hagsmunum og velferð
nemenda. Nýnemar geta sótt
námskeið í tímastjórnun og náms-
tækni auk þess sem háskólanem-
ar sem stríða við geðræna erf-
iðleika geta sótt meðferð til langs
eða skamms tíma hjá sérfræð-
ingum námsráðgjafar. Þó náminu
fylgi álag er nemendum hjálpað
að takast á við álagið á faglegan
og fjölbreyttan hátt.
Mannfjandsamleg
gagnrýni
Ljóst má telja að það er sárt
fyrir kennara, sem hafa gert að
ævistarfi sínu að miðla þekkingu
til annarra, að vera ásakaðir um
að stefna geðheilsu nemenda í
voða með hroka og fjandsemi.
Auk þess sem Sigursteinn Más-
son nefnir hvorki rök né tæk
gögn aðdróttunum sínum til
stuðnings, getur seint talist nær-
gætið að ásaka náungann um að
hafa andlega niðurbrotsstarfsemi
að aðalstarfi. Einhverjir myndu
jafnvel líta á slíkar ásakanir sem
mannfjandsamlega framkomu.
Mannfjandsamleg framkoma
gagnvart háskólakennurum
Andri Fannar Guðmundsson og
Kjartan Smári Höskuldsson
fjalla um mannfjandsamlega
gagnrýni
’Ætla mætti af þess-um ummælum og fjöl-
miðlaumfjöllun um
þau að háskólanám í
sálfræði og lækn-
isfræði væri mikil ógn
við geðheilsu ís-
lenskra ungmenna. ‘Andri Fannar
Guðmundsson
Andri Fannar er verkefnastjóri.
Kjartan Smári er ráðgjafi.
Kjartan Smári
Höskuldsson