Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 33
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Íslenska sjónvarpsfélagið (=Síminn)
Ármúla 25
108 Reykjavík
Í DAG barst mér í hendur reikn-
ingur yðar vegna áskriftar minnar
að ADSL-sjónvarpi fyrir sept-
embermánuð. Það vakti athygli
mína, að reikningsupphæðin hafði
hækkað í 1.885 kr., en var 1.695 kr.
fyrir síðasta áskriftartímabil. Þó að
bréf yðar sé póststimplað 27. sept-
ember sl., er gjalddagi samkvæmt
reikningnum tilgreindur hinn 20.
september sl.
Þegar reikningurinn var skoð-
aður nánar, kom í ljós, að hækkun
þessi stafaði af því, að nú hafði
bætzt við svokallað útskriftargjald
að upphæð 190 kr.
Þessa nýju gjaldtöku, sem sam-
svarar rúmlega 11% hækkun á
sjónvarpsgjaldinu, tel ég algjörlega
óheimila og mótmæli henni. Óska
ég þess vegna eftir því, að þér
staðfestið það við mig (með nýjum
reikningi eða með öðrum hætti), að
þér fallið frá gjaldtöku þessari.
Berist mér ekki slík staðfesting
fyrir hinn 1. október nk. segi ég
hér með upp nefndri áskrift að
ADSL-sjónvarpi hjá yður vegna
brostinnar forsendu fyrir áskrift-
inni.
Mér þykir ljóst, að þessi gjald-
tökutilraun er gerð að fordæmi
nokkurra annarra fyrirtækja, eink-
um stórfyrirtækja með áskrift al-
mennings að þjónustu sinni. Þessi
gjaldtaka í formi svokallaðra seð-
ilgjalda er löglaus, enda er þessum
fyrirtækjum samkvæmt lögum
skylt að senda viðskiptavinum sín-
um reikninga um viðskiptin án sér-
staks aukakostnaðar. Gjaldtakan
fer fram í skjóli þess, að um til-
tölulega lágar upphæðir er að ræða
fyrir hvern einstakling, svo að
kostnaður einstaklinganna við að
leita réttar síns verður úr hófi mið-
að við hagsmuni þá, sem í húfi eru.
Hins vegar skiptir þessi ólöglega
gjaldtaka milljörðum á ári hverju,
þegar hún safnast saman í fjár-
hirzlum stórfyrirtækjanna. Er því
orðið tímabært, að almenningur
taki sig saman og hætti að láta fé-
fletta sig með þessum hætti.
Reykjavík, 28. september 2005,
HÖRÐUR EINARSSON,
Seljugerði 9, 108 Reykjavík.
Opið bréf
Frá Herði Einarssyni:
Í NÝÚTKOMNUM Vogum, mál-
gagni sjálfstæðismanna í Kópavogi,
segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæj-
arfulltrúi og formaður skipulags-
nefndar, að „Tuttugu íbúar voru
ósáttir við skipulagið á Kópavogs-
túni“.
Það er ótrúlegt að lesa slíkar
rangfærslur eftir formann skipu-
lagsnefndar og óvenjulegt að snúið
sé út úr staðreyndum með svo
ósvífnum hætti.
Athugasemdir og ábendingar um
skipulagið voru lögð fram á fundi
skipulagsnefndar 20. september. Er
þar um fjölda ábendinga og at-
hugasemda að ræða. Rétt um 90 íbú-
ar skrifuðu undir áskorun á aðal-
fundi íbúasamtaka Vesturbæjar, 23.
ágúst síðastliðinn, um að lengja frest
til þess að gera athugasemdir fram
yfir boðað íbúaþing vegna ónógrar
kynningar. Sú beiðni var felld af
meirihlutanum í skipulagsnefnd.
25 starfsmenn leikskólans á svæð-
inu mótmæla hugmyndum í skipu-
laginu, og er stór hluti þeirra íbúar
bæjarins.
Auk þess bárust einstök bréf frá
38 íbúum í næsta nágrenni.
Þar fyrir utan eru athugasemdir
frá stjórnendum Landspítala – há-
skólasjúkrahús og Endurhæfingu
ehf. sem reka starfsemi á svæðinu.
Hvernig hægt er að halda því
fram að þetta séu „liðlega 20 at-
hugasemdir“ er algerlega óskilj-
anlegt.
Það er Gunnsteini Sigurðssyni
sem formanni skipulagsnefndar ekki
sæmandi að hafa í frammi slíkan
málflutning og hann ætti að sjá
sóma sinn í því að biðja íbúa Kópa-
vogs afsökunar.
FLOSI EIRÍKSSON,
bæjarfulltrúi
í Kópavogi.
Röng og blekkjandi
ummæli
Frá Flosa Eiríkssyni:
REYKJAVÍK, 27. september, 2005.
Styrmir minn!
Eins og þú veist hef ég keypt
Moggann minn daglega í áratugi.
Segja má að sérhver brún liðinna
daga hafi verið nátengd Mogganum.
Mogginn hefur því gefið mér dags-
nesti undanfarinna áratuga – með að-
skildum myndum – bæði tímanna og
mannanna. Mogginn hefur líka gefið
mér pólitískar myndir – myndir, sem
ýmist hafa fallið að mínum – eða ekki.
Ég hef brugðist við þeim bæði í hljóði
og skrifum. Oftast í hljóði. Og eitt
hefur mér ávallt fundist vera á hreinu
– hingað til: Með eða á móti Mogg-
anum hef ég alltaf getað treyst hon-
um. Svo hefur mér fundist. Stundum
hef ég mátt þola Mogganum óþægi-
legustu andhverfu skoðana minna,
eins og til dæmis varðandi ESB-aðild,
gagnagrunns- og fjölmiðlamálið. En
oftar hef ég þó fundið klára samleið
með kratískum viðhorfum Moggans í
grundvallar velferðar- og öðrum
mannúðarmálum. En nú sýnast mér
komin óvænt tímamót. Tímamót til-
finninga og trúnaðar. Tímamót sakn-
aðar og jafnvel sorgar. Því mér finnst
ég hafa misst vin. Mér finnst ég hafa
misst Moggann minn. Og þú, Styrmir
minn, þú átt þarna sök í máli. Þú hef-
ur sýnilega átt þátt í því að nota
Moggann minn til að leggja fólk og
fyrirtæki í einelti. Það er mér al-
gjörlega óskiljanlegt. Þú, sem prédik-
ar svo oft gott siðferði handa okkur
hinum. Þú, sem hefur viljað vera góði
tóngjafinn í íslensku þjóðlífi. En mis-
notar svo sjálfur Moggann minn á
nornafundum með frænda mínum og
Kjartani, til að fá útrás fyrir illan
ásetning ad modum Jónínu Ben.
Hvað hefur eiginlega komið fyrir
ykkur? Og eigendur Moggans blessa
svo ósómann í stað þess að syrgja
með þér. Mér hefur þótt afskaplega
vænt um Moggann minn – allt frá
bernsku. Og því hef ég getað fyr-
irgefið honum margt. En Mogginn
minn er nú kominn í hlutverk, sem ég
sætti mig ekki við. Og því neyðist ég
nú til að láta leiðir okkar skilja. Ég
get ekki styrkt ykkur og Moggann í
ljótri aðför að fólki og félögum, sem
þið flokkið sem óvini ykkar. Þess
vegna segi ég hér með upp áskrift
minni að Morgunblaðinu – frá og með
dagsetningu þessa bréfs.
Með þökk fyrir allt gamalt og gott.
GUNNAR INGI
GUNNARSSON
læknir.
Opið bréf til ritstjóra
Morgunblaðsins
Frá Gunnari Inga Gunnarssyni:
! ! "
#
$ %%
$!
#
&
' ()* +)**
' ()* +),*
' ()* +))*
' ()* +)+*