Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ AUSTURLAND Raufarhöfn | Bændurnir Gunnar Guðmundsson í Sveinungsvík, Helgi Árnason, Hjarðarási, Kristinn Stein- arsson, Reistarnesi, Sigurður Árna- son, Presthólum, og Jón Þór Guð- mundsson, Leirhöfn, ákváðu að koma til móts við kaupendur kynbótahrúta með því að halda sýningu á afurðum sínum í Reiðhöllinni á Raufarhöfn, sl. laugardag. Þessi frumraun þeirra hefur vakið mikla athygli og áhugi kaupenda lét ekki á sér standa. Yfir fimmtíu kaup- endur boðuðu komu sína, en veðrið setti heldur betur strik í reikninginn, svo einhver afföll urðu, eins og geng- ur. Kaupendur báru almennt lof á „Hrútadaginn mikla“, eins og einn nefndi það. Kostina töldu þeir vera þá að hafa alla bestu hrútana á einum stað. Það væri einnig aðhald á selj- endur að vanda sig. Seljendur voru almennt sama sinnis og töluðu um að mikill tími hefði farið í það í gegnum árin að smala sömu hrútunum dag eftir dag og sýna væntanlegum kaup- endum. Margar sölur hefðu farið fram fyrir kurteisissakir, svona til að bóndinn fengi eitthvað upp í fyr- irhöfnina. Með þessu væri brotið blað í þessum viðskiptum. Til sýnis og sölu voru 130 kynbóta- hrútar, sem flestir seldust. Einnig var boðinn upp einn kynbótahrútur úr Sveinungsvík. Sá var sleginn Gunnari Sigurðssyni. Krossi, Beru- firði á 35.000 kr. Hrútar með ættartölu Að sögn Gunnars í Sveinungsvík er yfir 60 ára reynsla á kynbótum í sauð- fjárrækt á svæðinu. Hann kvað mega rekja ættir allra hrútanna á sýning- unni aftur til ársins 1940 með meiri nákvæmni en hægt er hjá mannfólk- inu. Markvisst hefur verið unnið að ræktun fjár, sem gefur af sér betri af- urðir. Hann tók sem dæmi að hrút- urinn, sem var boðinn upp, hefði tvö- falt meiri kjötfyllingu í hrygg og í læri. Á manna máli þýðir það að kóte- lettan er helmingi þykkari en gerist og gengur. Jóni Jónssyni frá Hvanná á Jök- uldal líkaði vel það sem hann sá. Hann hefur um 400 fjár á fóðrum. Hann keypti sér hrút í fyrra og var kominn aftur til að kaupa. Hann hafði á orði að auk þess að skoða hrúta væri alltaf gaman þar sem bændur koma saman. Hjónin Íris Georgsdótt- ir og Steinar Halldórsson, Auðsholti, Hrunamannahreppi, þurftu að skera niður fé sitt, vegna riðu, fyrir tveimur árum. Þau voru komin norður til að sækja sér nýjan bústofn, 400 gimbrar og 25 hrúta. Þau lýstu ánægju sinni með sýninguna og töldu hana spara sér mikla fyrirhöfn. Hrútadagurinn mikli á Raufarhöfn Morgunblaðið/Erlingur Thoroddsen Til sýnis og sölu Gunnar Guðmundsson, Jón Þór Guðmundsson og Hildur Jóhannsdóttir taka hrútana af bílnum á hrútasýningunni á Raufarhöfn. Stund milli stríða Sigurður Árnason, Helgi Árnason, Kristinn Steinarsson og Þóra Jósepsdóttir gæða sér á nestinu, en í nógu var að snúast. Egilsstaðir | „Ég hef unnið mikið með menningarlegan bakgrunn fólks og reynt að finna sjálfa mig, því ég hef búið svo lengi erlendis“ segir Kristín Scheving, sem nú sýn- ir verk sín á Egilsstöðum. „Ég hef tekið bresk áhrif og frönsk í minn karakter og er að leita að Íslend- ingnum í mér. Ég fer til baka og reyni að muna hvernig var að vera Íslendingur, íslenskt barn, og ég vinn mjög mikið með ömmur mínar. Hef tekið mikið af viðtölum og myndað þær. Á sýningunni er t.d. verk sem heitir Minningar og er tekið upp á gamla Super 8-vél. Ég vinn með endurminningar og ber mig saman við þeirra kynslóð.“ Kristín, sem fæddist í Reykjavík árið 1973 og hefur verið í Frakk- landi og á Bretlandseyjum frá 1995 við nám og störf, segir endurminn- ingar sínar um bernsku á Íslandi brjótast fram í litum og hreyfingu. „Það var oft sagt við mig þegar ég var að sýna úti, að greinilega sæist á vídeólistaverkunum að ég væri málari; ég er alltaf að mála með upptökuvélinni.“ Kristín er lærður málari, hún fór svo í ljósmyndun og lærði eftir það vídeó- og hljóðlist. Á sýningunni, sem fram fer í salnum Kompunni við Lyngás, er úrval vídeó- listaverka hennar auk málverka. Eitt vídeóverkanna fjallar t.d. um þrjár konur, íslenska, breska og franska, sem allar fara í gegnum daginn á sama hátt og Kristín ber saman það sem er líkt og ólíkt með dagsferli þeirra. Hún hefur frá 2003 tekið þátt í á fjórða tug samsýninga, auk þess sem hún hefur haldið einkasýn- ingar, m.a. í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Kanada, Ástralíu, Póllandi, Serbíu, Þýskalandi, Hollandi og hérlendis. Hún nam við Manchester Metropolitan University, Ecole Su- perieure des Arts Decoratifs de Strasbourg og Universite des Sciences Humaines í Frakklandi. Stjórnar Húsinu Kristín var nýlega ráðin sem for- stöðukona Hússins á Egilsstöðum. „Mig var farið að langa til að koma heim og ég ætlaði aldrei að búa úti alla ævi,“ segir hún um lendingu sína á Egilsstöðum. „Ég veit ekki hvað ég verð lengi á Íslandi, kannski í nokkur ár. Mig langaði í eitthvað allt annað. Ég hafði verið að kenna í Manchester, sem er frek- ar röff borg, skemmtileg en það er mikið af glæpum þar og mikill hraði. Ég er með lítið barn og lang- aði að fara eitthvað út í náttúruna og finna aftur sköpunarþörfina. Hún hefur alltaf snúist um Ísland og ég var búin að vera of lengi í burtu. Ég bý núna 10 km fyrir utan Egilsstaði og get ekki hætt að horfa í kringum mig og dást að umhverf- inu, litum, ilmi og formum. Það mun skila sér út í verkin mín. Ég fæ rosagóð viðbrögð frá unga fólkinu sem ég er að vinna með og sam- starfið verður áreiðanlega gott. Við í Húsinu ætlum að vinna stutt- myndir og skoða tölvulist, hljóðlist, tónlist og leiklist svo eitthvað sé nefnt.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Heitt og kalt Eðlisþættir Íslands brjótast fram í málverkum Kristínar. Ömmur á Super 8 Vinnur með heimþrá Kristín Scheving opnar sýningu á Egilsstöðum. Jökuldalur | Ung snót frá Eg- ilsstöðum, Elísabet Erlends- dóttir, var á dögunum gestkom- andi á bænum Brú á Efri-Jökuldal. Þar var margt við að vera, m.a. hægt að grúska í gömlu skemmudóti, skopast við máríuerlur í tómum fjárhúsum og klifra upp á regn- vota rúllubagga til að hreykja sér hátt. Upp kom í hugann þegar þessi mynd af Elísabetu á Brúarböggunum var skoðuð að yfirskriftin gæti verið „Bændur og búalið, nú er ástæðulaust að heyja framar því rúllubaggarnir fást í BT.“ Eða hvað? Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Rúllubaggar í BT Hringvegur | Samband sveitarfé- laga á Austurlandi (SSA) hefur ítrekað fyrri samþykktir sam- göngunefndar SSA um að hraða eins og frekast er kostur fram- kvæmdum við hringveginn á Aust- urlandi og krefst þess að lokið verði við að leggja hann bundnu slitlagi sem allra fyrst. Fyrir liggi að einu kaflarnir á honum sem ekki eru bundnir var- anlegu slitlagi eru á Austurlandi (65 km). SSA lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að ekki hafi verið litið til þessa sem forgangs- verkefnis við útdeilingu fjár- munum sem fengust við sölu Sím- ans. Ekki verði lengur við það unað að þessir kaflar þjóðvegarins verði áfram látnir sitja á hakanum. Leggja beri höfuð áherslu á að ljúka varanlegri vegagerð á að- alflutningaleiðum sem fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.