Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorkell MániÞorkelsson
fæddist á Bragagötu
í Reykjavík 27. júní
1927. Hann andaðist
á Landspítalanum í
Fossvogi hinn 21.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Þorkell
Helgason, f. 10. des-
ember 1900, dáinn
20. desember 1986,
og Ástríður Ingi-
björg Björnsdóttir,
f. 10. janúar 1902, d.
30. júlí 1951. Systkinin voru níu.
Eru þrjú þeirra látin, þau Helga,
Björn og Sigríður. Eftir lifa; Þor-
geir, Þormóður, Gunnvör, Hannes
og Auður.
Þorkell Máni kvæntist 30. jan-
úar 1960 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Kristínu Jóhannesdóttur,
húsmóður, f. 4. ágúst 1922. For-
eldrar hennar voru, Margrét
Jónsdóttir og Jóhannes Bárðar-
son. Börn Kristínar og stjúpbörn
Þorkels Mána eru: 1) Robert Edw-
ard Rader, f. 28. desember 1942.
Kona I: Tina Rader, þau skildu.
Þeirra börn Dónald, f. 1968, dóttir
hans Paige og Kimberly, f. 1971,
synir hennar og eiginmanns henn-
ar, Lee Cheahire, eru Change og
Riley. Kona II: Priss Rader. 2)
Dónald Farr Rader,
nú Jóhannesson, f.
10. febrúar 1945.
Kona I: Jónína Bald-
vinsdóttir, þau
skildu. Þeirra börn,
Unnur Mjöll, f. 1971,
hennar börn og eig-
inmanns hennar
Einars Helga Jóns-
sonar: Arnar Björn,
Hekla Sóley og
Bergdís Björk og
Snorri Freyr, f.
1975, sonur hans og
Söru Lindar Þórðar-
dóttur er Gunnar Atli. Kona II:
Helga Mattína Björnsdóttir. 3)
Margrét Ann Rader, f. 28. október
1950. Eiginmaður: Þorfinnur
Karlsson (látinn), þau skildu. Son-
ur þeirra Kristinn Máni, f. 1982.
Þorkell Máni ólst upp í Soga-
mýri. Hann lauk búfræðiprófi frá
Hólaskóla árið 1946. Hann vann
almenna verkamannavinnu þar til
hann lauk námi sem meistari í
blikksmíði frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1972. Eftir það starfaði
Þorkell Máni við blikksmíðar.
Hann varð að láta af störfum rúm-
lega sextugur að aldri vegna
vöðvasjúkdómsins MND.
Útför Þorkels Mána verður
gerð frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku Máni minn, þú komst inn í
líf mitt fyrir 46 árum, þá ég tæp-
lega níu ára gamalt stelpuskott.
Ekki var ég nú par hrifin þegar
mamma mín kynnti okkur fyrir
þér, þú verðandi stjúppabbi minn.
Kannski er það ekkert skrítið því
fram að þeim tíma hafði ég haft
mömmu mína og tvo eldri ynd-
islega bræður bara fyrir mig þar
sem ég hafði misst föður minn í
bílslysi tæplega þriggja mánaða
gömul.
Þetta átti svo sannarlega eftir að
breytast þegar ég tók þig í sátt,
betri stjúppabba og vin var ekki
hægt að hugsa sér en þig, elsku
Máni.
Þú varst mér alltaf svo góður
þannig að ég hefði ekki getað valið
mér betri stjúppabba en þig, þótt
ég hefði mátt ráða því sjálf.
Traustari og heiðarlegri manni
hef ég varla kynnst, rólegur og yf-
irvegaður. Sagðir fátt en því
styttra í þitt fallega bros, þegar þú
brostir þá komu þessir fallegu spé-
koppar þínir í ljós.
Get ég seint fullþakkað þér hvað
þú varst alltaf til staðar fyrir mig
og afastrákinn þinn. Ykkar sam-
band var alveg einstakt.
Það er alveg ómetanlegt fyrir
Mána minn að hafa fengið að alast
upp með þér og ömmu sinni. Alltaf
til staðar fyrir hann enda við svo
heppin að eiga heima í saman húsi
og þið. Samband okkar allra hefur
alltaf verið einstaklega gott.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig, t.d. hvað þú varst
handlaginn. Það var alveg sama
hvað ég bað þig um að gera fyrir
mig hvort sem það tengdist raf-
magni, setja hluti saman eða bara
hvað sem var, allt gast þú gert.
Ferðalögin sem okkar litla fjöl-
skylda fórum saman, út í Grímsey
að heimsækja Dónald og Helgu
Mattínu. Vestfirðina sem við fórum
fyrir mörgum árum síðan, hvað þú
varst heillaður af þeim. Nú síðast
fyrir tveimur árum á Austfirðina.
Veðrið sem við fengum í þeirri ferð
var alveg yndislegt, fegurðin var
þvílík að við gleymum því seint.
Það var svo gaman að ferðast með
þér, þú svo vel lesinn og fróður um
okkar fallega land.
Eitt áttum við sameiginlegt,
íþróttirnar, þá sérstaklega fótbolt-
ann. Þú Valsari, ég KR-ingur.
Hvað þú hefðir orðið ánægður með
þína menn þegar þeir hömpuðu
bikarnum um síðustu helgi. Arsen-
al var einnig þitt lið. Þú horfðir á
alla þá leiki sem voru sýndir í sjón-
varpinu, þótt þeir væru ruglaðir og
meira að segja voru nokkrir þeirra
án tals. Hvað þú varst ánægður
þegar Skjár einn fór að sýna bolt-
ann.
Þú varst alveg einstaklega barn-
góður, enda löðuðust börn að þér.
Besti æskuvinur og félagi Mána,
Árni Egill, kallaði þig alltaf afa og
gerir það ennþá. Kannski ekkert
skrýtið, þú varst afinn í hverfinu,
alltaf tilbúinn að hjálpa krökkun-
um. Ykkar fallega og hlýlega heim-
ili alltaf opið fyrir félögum Mána.
Máni minn, nú kveð ég þig í bili
og geymi allar aðrar minningar um
þig í hjarta mínu.
Bið ég góðan Guð um að gefa
okkur öllum styrk, sérstaklega
mömmu okkar, til að takast á við
lífið við þessar breyttu aðstæður.
Hvíl í friði.
Þín stjúpdóttir,
Margrét Ann.
„Hann kvartar ekki hann Leifi,
þótt hann finni til.“ Þetta sagði
gömul vinkona okkar gjarnan um
þá, sem ekki vildu að maður hefði
áhyggjur af þeim. Við hjónin voru
svo heppin að geta heimsótt stjúpa
minn Mána nokkrum sinnum á
Borgarspítalann, þar sem hann
barðist við sjúkdóma síðustu vik-
urnar. Nei, hann Máni kvartaði
aldrei, hvorki þá eða nokkurn tíma
frá því að ég kynntist honum fyrst,
fyrir rúmum 45 árum. Máni kom
og ég fór. Þannig er lífið. Hann
kom á heimilið okkar og kvæntist
mömmu en ég unglingurinn hélt af
stað út í lífið. Heimakærari manni
hef ég aldrei kynnst. Mamma,
Margrét systir og Máni yngri, voru
allt hans líf, frá því hann kom á
Ránargötuna.
Máni var fróðleiksfús maður
með afbrigðum. Hann las meira en
flestir sem ég hef kynnst, missti
helst aldrei af fréttatímum í út-
varpi og sjónvarpi. Ef maður var
ekki viss um eitthvað sem maður
vildi vita, um menn eða málefni,
gat maður spurt hann og þá stóð
aldrei á svörum. Ættfræðikunnátta
hans var lygileg og gat hann yf-
irleitt rakið fyrir okkur ættir, langt
aftur í tímann.
„Hvað er þetta, Kristín?“ Þetta
voru kannski hvössustu orð sem
Máni notaði ef honum fannst
mamma framkvæma eitthvað of
hratt eða hrósa „hægri“ mönnum
of mikið!
Já, Máni var með mildustu
mönnum, hjartahlýr og sanngjarn
með afbrigðum.
Við Helga munum alltaf sakna
þess að hafa hann ekki á sínum
stað, á heimilinu hans á Ránargötu
44. Megi blessun fylgja stjúpa mín-
um á næsta stað.
Dónald Jóhannesson, Grímsey.
Hann heilsaði heiminum í kring-
um sumarsólstöður og á haustjafn-
dægri kvaddi hann. Tengdafaðir
minn, Þorkell Máni, var örugglega
sólskinsbarn. Hann var einn af níu
börnum hjónanna Ástu og Þorkels,
sem bjuggu búi sínu í Sogamýri.
Fyrir 78 árum var sveit á þessu
svæði í Reykjavík. Ég trúi því að
Máni afi, eins og við kölluðum
hann jafnan, hafi með bros á vör
leikið sér um tún og grundir. Látið
lítið fyrir sér fara, verið ljúfur og
glaður mömmuhnokki, í stórum
hópi systkina. Ásta móðir hans var
kölluð alltof snemma frá hópnum
sínum og heyrði ég ávallt í gegn
söknuðinn eftir móðurinni, blíðu og
umvefjandi, þegar tengdafaðir
minn nefndi hana á nafn. Ást hans
til hennar var bæði heit og sterk.
Á túnunum í Sogamýrinni vakn-
aði áhugi Mána á búskap og rækt-
un. Ungur hélt hann í Hólaskóla og
lauk þaðan prófi sem búfræðingur.
Hólastaður með alla sína mögnuðu
sögu, hafði sannarlega áhrif á unga
manninn. Alla ævi naut hann þess
að lesa og fræðast. Öll árin tuttugu
og fjögur sem ég átti hann að,
mátti sjá stóra bókastafla á fallega
skrifborðinu hans í horninu á borð-
stofunni á Ránargötu. Þar var
hans helgidómur. Umkringdur
fróðleik, gjarnan með pípu í hönd
og gömlu gufuna lágt stillta í bak-
grunni, er sterkasta myndin af
honum.
Þorkell Máni hafði ungur
heillast af stefnumálum kommún-
ista. Hann vildi jöfnuð í þjóðfélag-
inu. Með vinum sínum í ungliða-
hreyfingunni ferðaðist hann um
lönd Austur-Evrópu og hitti félaga
þar, sem voru á sömu bylgjulengd.
1. maí var dagurinn hans. Prúðbú-
inn snemma dags, gjarnan með
hattinn svarta á höfðinu, sat hann
við skrifborðið sitt og hlustaði á
hátíðardagskrána. Eins lengi og
hann gat fór hann í bæinn í kröfu-
göngu, fylgdist með sínum mönn-
um og brosti breitt þegar fólks-
fjöldinn tók undir í
„Internationalen“.
Þorkell Máni var glæsimenni.
Hár og herðabreiður með sitt karl-
mannlega andlit, heillaði hann
tengdamóður mína, Kristínu, á
balli á Borginni. Hún var þá ung
ekkja með þrjú börn, það yngsta,
Margrét, aðeins níu ára. Í febrúar
á þessu ári, höfðu þau verið í
hjónabandi í 45 ár. Ef einhver
maður sem ég hef kynnst á lífsleið-
inni hefur haft að leiðarljósi ensku
setninguna, „My home is my
castle“ þá var það Máni tengdafað-
ir minn. Heimilið hans og konan
hans, hún Kristín, voru honum allt.
Á Ránargötu 44 bjuggu þau alla
tíð. Að koma inn til þeirra var eins
og að koma inn í vin. Erill og um-
ferð utandyra en inni fyrir kyrrð
og notalegheit. Falleg málverk á
veggjum, stór bókaskápurinn,
mjúkir hægindastólar, gáfu sann-
arlega góða tilfinningu. Kristín
konan hans, listræn og smekkleg,
sá til þess að heimilið var hans
höll! Hann ljómaði eins og ástfang-
inn unglingur, þegar hann leit
hana, prúðbúna, ganga um stofur.
Drengjunum hennar Kristínar
tveimur, Robert og Dónald, var
Máni mildur stjúpi. Yngsta
barninu Margréti var hann í raun
sem faðir. Þau voru náin og sam-
band þeirra einkar kært. Margrét
sýndi það líka í verki, þegar einka-
sonur hennar fékk nafn. Kristinn
Máni heitir hann og ber nöfn
ömmu og afa. Segja má að afi Máni
hafi ekki séð sólina fyrir nafna sín-
um, í orðsins fyllstu merkingu.
Tengingin á milli nafnanna alveg
einstök og falleg á allan hátt. Afi
Máni var Mána yngra ekki bara af-
inn góði, heldur líka pabbi og besti
vinur. Máni fylgdi hverju fótmáli
nafna síns, stoltur og hamingju-
samur.
Það verður skrýtið að koma á
Ránargötuna og sjá ekki húsbónd-
ann, Þorkel Mána, og finna hlýjuna
og ástúðina sem streymdi frá hon-
um til okkar, barnanna hans, án
nokkurra orða. Hann hafði annan
tjáningarmáta en við hin.
Megi ljósið bjarta, eilífa, umvefja
þennan yndislega mann, Þorkel
Mána Þorkelsson, tengdaföður
minn, með hjartans þökk fyrir allt
og allt.
Helga Mattína Björnsdóttir,
Grímsey.
Afi, ég held að Ránargata 44 og
fjölskyldan sem býr þar hafi verið
ein af þeim fáu sem hafa aldrei
breyst. Þú andaðist daginn eftir 23
ára afmælið mitt 21. sept. og það
eru fyrstu breytingarnar sem ég
hef upplifað á lífi okkar, fjölskyld-
unnar á Ránó 44. Þetta hefur alltaf
verið eins í öll þessi ár, ekkert okk-
ar hefur flutt burt, enginn bæst við
í fjölskylduna, bara við fjögur. Ég,
þú, mamma og amma. Þessar fjór-
ar persónur eru okkar heild og
núna vantar þig. Það er eins og
fjórðungur sé farinn frá okkur í
bili og bara þrír fjórðu eftir á þess-
um stað sem er mjög skrítin til-
finning. Mér líður eins og við séum
samt öll hérna eins við séum ennþá
ein heild og það stafar af þessari
sterku nærveru sem maður finnur
frá þér. Mestu breytingar sem
hafa orðið á okkar lífi voru þegar
ég fór frá ykkur til Indlands í hálft
ár. Ég man svo vel hvað það var
gaman að koma heim til þeirra
sem maður elskaði mest. Ég veit
líka hversu gaman það verður að
hitta þig aftur, elsku afi minn. Þú
varst ekki bara afi minn heldur
einnig föðurímynd og einn af mínu
bestu vinum. Okkar afa- og barna-
barnssamband var mjög einstakt
út af því að þú bjóst fyrir ofan mig
og í gamla daga sást þú um mig.
Fórst með mig út að ganga og ef
ég vildi ekki vera í kerrunni lengur
lét ég þig halda á mér og í fangi
þínu leið mér best. Svo þegar ég
varð eldri fór ég að sjá um þig,
keyra þig á bókasafnið og til lækn-
is þar sem þú varst tilbúinn og bú-
inn að setja upp hattinn klukku-
tímum áður en þú áttir að mæta.
Okkar stundir saman verða ekki
fleiri og það er eitt það erfiðasta
sem ég þarf að sætta mig við.
Já, afi minn, bæði við tveir og
við fjölskyldan höfum átt einstakar
stundir saman og það er sárt að
þær verða ekki fleiri í bili en það
kemur að því að ég, þú, mamma og
amma förum í ísbíltúr þar sem þú
splæsir. Minningarnar eru svo
margar að það tæki langan langa
tíma að telja þær allar upp. Ég
ætla að láta þetta nægja nema
minnast á eitt sem mér var svo
kært. Nafn þitt er Þorkell Máni og
kallaði ég þig afa, en
það var ekki bara ég sem kallaði
þig afa heldur Árni besti vinur
minn og þitt annað barnabarn að
mínu mati. Árni kallaði þig líka afa
eins og ekkert væri honum eðli-
legra, það fannst mér vera svo hlý-
legt og sætt. Svo man ég eftir því
þegar við fjölskyldan fórum eitt-
hvað að keyra og þegar það var
kominn tími til að fara, þá kallaði
mamma eða amma: „Afi komdu.“
Mér fannst það svo skemmtilegt að
heyra mömmu og ömmu kalla þig
afa.
Ég brosti út að eyrum og er
ennþá að brosandi. Ég fékk 23
yndisleg ár með þér og þakka ég
fyrir þau. Allri þinni ást og um-
hyggju sem þú gafst mér gæti ég
aldrei lýst með orðum. Þetta er til-
finning sem á ekki að lýsa með
orðum heldur á maður að upplifa
hana á eigin hátt.
Afi, þú þögla týpa sem öllum lík-
aði svo vel við, mikið á ég eftir að
sakna þín og bíð spenntur eftir að
hitta þig aftur en núna kveð ég þig
í bili, elsku besti afi minn. Ég bið
Guð að geyma þig svo þú getir
haldið áfram að passa mig um alla
framtíð, elsku besti afi.
Þinn afastrákur
Máni.
ÞORKELL MÁNI
ÞORKELSSON
Fagurt er haustið
með rósrauðum roða á himni
við sjóndeildarhring
fögur drúpir hún höfði
rósin mín rauða í hélunni
kaldir fingur mínir
lesa fíngerð blöð hennar
fölnandi rós
– minning frá liðnu sumri.
Enginn tími býður okkur upp á
fegurri liti en haustið. Laugardags-
köldið 17. september birtist okkur í
vestri hið fegursta sólarlag. Allir
hugsanlegir litir frá dimmrauðu,
blóðrauðu og gullnu prýddu himin-
inn og sýndi okkur svo ekki varð um
SIGRÍÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
✝ Sigríður Jó-hannesdóttir
fæddist að Saurum í
Helgafellssveit 8.
júní 1939. Hún and-
aðist á krabba-
meinslækningadeild
Landspítalans 18.
september síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni 28.
september.
villst hver er máttug-
astur í sköpun fegurð-
ar þessa heims og gaf
okkur fullvissu þess
að líf er að loknu jarð-
lífi.
Morguninn eftir
hinn 18. september
kvaddi æskuvinkona
mín Sigríður Jóhann-
esdóttir þetta líf eftir
hetjulega baráttu við
erfið veikindi.
Kynni okkar Siggu
vinkonu minnar hóf-
ust í Miðskóla Stykk-
ishólms og við urðum strax nánar
vinkonur. Við vorum eins og systur
og máttum varla hvor af annarri sjá.
Við gengum í eins fötum og hjálp-
uðumst að með það sem við gátum.
Guðrún móðir hennar tók mér eins
og einni af fjölskyldunni og ég fann
mig alltaf velkomna á heimili henn-
ar.
Sigga var afburða námsmaður og
virtist ekkert hafa fyrir því að læra.
Hún var glæsileg og háttvís í allri
framkomu. Það geislaði af henni
hvar sem hún fór með sitt ljósa lið-
aða hár og fallega bros og um hana
var alltaf hópur aðdáenda.
Tímarnir breytast og leiðir okkar
í lífinu lágu því miður ekki oft sam-
an. Við settumst að og stofnuðum
fjölskyldur sín í hvorum landshlut-
anum. Í dagsins önn urðu samveru-
stundir okkar alltof fáar. Samt var
eins og ekkert breytti þeirri stað-
reynd að við vorum alltaf vinkonur
og vissum alltaf hvor af annarri þótt
vík væri milli vina.
Í síðasta samtali mínu við Siggu
vinkonu sagði hún við mig: „Það er
alveg sama hvað langt er á milli
okkar, við vitum alltaf hvor af ann-
arri.“
Það er ekki ætlun mín að rekja
æviferil Siggu hér. Spor hennar
voru ekki alltaf létt en hún bar sinn
kross með styrk og æðruleysi.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
þær samverustundir sem við Sigga
vinkona mín áttum saman. Minning-
arnar um hana eru mér dýrmætar
og á þær bar aldrei skugga. Um
þær leikur bjarmi og fegurð sólar-
lagsins við Breiðafjörð og þegar ég
lít það mun ég minnast orða hennar:
„Við vitum alltaf hvor af annarri.“
Far þú í friði kæra vinkona.
Ég og fjölskylda mín vottum fjöl-
skyldu Sigríðar og vinum hennar
innilega samúð. Guð styrki ykkur í
sorg ykkar.
Emilía Guðmundsdóttir frá
Dröngum.