Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 37
okkur tveimur og Lóló systur henn-
ar. Hún svo hávaxin og myndarleg
stúlka, ólík litlu buddunum sem við
Lóló vorum. Unnur Gréta stjórnaði
okkur Lóló yfirleitt og alltaf vissi
hún hvað hún vildi. Hún passaði vel
upp á okkur gagnvart öðrum og lét
engan komast upp með neitt múður,
enda réttlætiskennd hennar með
sterk. Þessir foringjahæfileikar
frænku minnar komu einnig greini-
lega í ljós í Laugarnesskóla. Þar átti
Unnur Gréta stóran vinahóp og
þótti mér stundum gott að nota
frændsemina við hana mér í hag.
Þannig leit ég alltaf upp til frænku
minnar. Mér er minnisstæð ferm-
ingarveislan hennar í Skíðaskálan-
um í Hveradölum en þar var setið til
borðs og borðað þríréttað og var
það í fyrsta sinn sem ég tók þátt í
slíkri veislu. Frænka mín sat fyrir
miðju háborði og kom fram eins og
heimsdama, líkt og hún hefði aldrei
gert annað. Okkur Lóló fannst hún
vera orðin fullorðin og horfðum á
hana með með mikilli virðingu. Og
einhvern veginn varð þessi ferming-
arveisla forsmekkurinn að framtíð-
inni hjá frænku minni.
Unnur Gréta frænka mín varð
glæsileg ung kona og við fórum svo
sannarlega ólíkar leiðir. Ég stofnaði
mína fjölskyldu úti á landi en hún
hafði áhuga á að sjá sig um í veröld-
inni, varð sigld athafnakona og ferð-
aðist víða. Yndislegar voru sögur
hennar af ferðalögum og ýmsu fólki
sem hún hitti á lífsleiðinni og ein-
hvern veginn tókst henni alltaf að
sjá einhverja spaugilega hlið á mál-
unum. Það var aldrei nein lognmolla
í kringum hana og oft tókst henni að
koma manni á óvart og hvað mest er
hún kynntist ástinni í lífi sínu,
Hrólfi, sem þá var loðnuskipstjóri
og ekkill með stóran barnahóp. Á
augabragði varð Unnur Gréta sjó-
mannskona, móðir og fljótlega
amma. Þetta nýja hlutverk tók
Unnur Gréta að sér með mikilli já-
kvæðni og eljusemi og kynnti aðra
ættinga fyrir nýju fjölskyldunni
sinni. Eftir því var tekið í fjölskyld-
unni hve samband Unnar Grétu við
Önnu Rún, yngsta barn Hrólfs, hef-
ur alltaf verið bundið kærleika og
umhyggju og þegar Unnur Gréta
ræddi um börnin og barnabörnin
var það alltaf af miklu stolti.
Unnur Gréta barðist af miklum
lífsvilja gegn hinum illvíga sjúk-
dómi sem sigraði að lokum. Hún
sinnti fjölskyldu sinni og vinum sem
og fyrirtækinu og ferðaðist eins
lengi og hún mögulega gat og naut
hverrar stundar. Sumir dagar voru
þó erfiðari en aðrir. Umvafin sínum
nánustu kvaddi hún þennan heim.
Eftir sitja ættingjar og vinir með
sorg í hjarta en minningin um mik-
ilhæfa dugnaðarkonu lifir.
Elsku Hrólfur og fjölskylda, svo
og Unna frænka, Lóló, Eddi og Jón-
as, megi almáttugur Guð vera ykk-
ur styrkur í sorginni og góðar minn-
ingar um yndislega og mikilhæfa
konu ylja okkur öllum um ókomin
ár. Elsku frænka, ég kveð þig með
söknuði.
Guðrún Á. Stefánsdóttir.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Ófeigsdóttir.)
Það er erfitt að horfa á eftir
æskuvinkonu sem kveður í blóma
lífsins, allt of fljótt, langt um aldur
fram. Hún háði harða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm sem hún sannarlega
ætlaði að sigra en að lokum hafði
hann yfirhöndina.
Við vorum fimm vinkonur í skóla
lífsins, gengum saman fyrstu sporin
á unglingsárum og höfum fylgst að
allar götur síðan. Lífsgleði og kát-
ína fylgdi hópnum okkar þótt sólin
skini ekki alla daga. Fljótt mynd-
uðust trygg vinabönd með mökum
okkar og börnum og eigum við
margar góðar minningar um ljúfar
samverustundir sem við varðveitum
hvert í sínu hjarta.
Unnur Gréta var lífsglöð, einlæg
og hreinskiptin og dró ekki dul á
skoðanir sínar. Hjálpsemi var henni
í blóð borin. Hún var með eindæm-
um staðföst og stóð heil að baki öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Unn-
ur Gréta var glæsileg kona og allt í
kringum hana bar vott um fagur-
kerann sem í henni bjó.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Hrólfur, Unna og aðrir ást-
vinir, við biðjum góðan Guð og alla
hans engla að gefa ykkur styrk í
sorginni. Við ásamt fjölskyldum
okkar minnumst Unnar Grétu með
djúpri virðingu og innilegu þakk-
læti. Blessuð sé minning hennar.
Guðríður og Pétur,
Margrét og Þórir,
Ragnhildur og Þorvaldur,
Sigríður og Gunnar.
,,Save all your kisses for me...bye
bye baby bye bye,“ er tengt minni
fyrstu æskuminningu af Unni Grétu
frænku þegar hún kom úr einni af
mörgum Spánarferðum sínum og
gaf mér fyrsta reiðhjólið mitt.
Einhvern veginn náði Unnur
Gréta alltaf djúpt til mín með sinni
köldu hreinskilni vafinni inn í eld-
heita væntumþykju og hlýju. Með
okkur tókst mikill og dýrmætur vin-
skapur.
Þeir sem bundust vinaböndum
við hana Unni Grétu eignuðust mik-
inn og traustan vin sem var eins og
klettur í hafinu og að innan fullur af
ást og hlýju. Þessi hlýi klettur veitti
mörgum öryggi, styrk og skjól í
ólgusjó lífsins.
Það tóku allir eftir sem hittu
Unni Grétu að þarna fór glæsileg
kona með glæsilegan stíl. Allt sem
hún gerði var gert 100% og gert
með flottum stíl, meira að segja
graflaxinn sem hún bjó til hafði sinn
stíl.
Ég mun alltaf geyma í hjarta
mínu minninguna um þá gestrisni
og ótrúlegu hlýju sem Unnur Gréta
sýndi konu minni Joy, þegar hún
flutti með mér til landsins.
Mikið fannst mér síðan um það
trygglyndi og stuðning sem ætt-
ingjar og bestu vinir Unnar Grétu
sýndu henni í baráttunni við sinn
sjúkdóm.
Elsku Hrólfur og Anna Rún, þið
hafið farið í gegnum erfiða baráttu
og nú misst mikið. Megi Guð veita
ykkur allan þann styrk og kraft sem
þið þurfið á að halda.
Að jarðsetja börnin sín er einn
hinn dýpsti harmur. Megi Guð vera
þér óendanlegur styrkur, elsku
amma.
Kæri Jesús taktu vel á móti
frænku minni, Unni Grétu Ketils-
dóttur.
Hrafn Aðalsteinn Ágústsson.
Mig langaði með nokkrum orðum
að minnast Unnar Grétu og um leið
þakka fyrir allar samverustundir
okkar. Þegar ég lít til baka eru
margar góðar minningar sem koma
upp í hugann.
Ég og fjölskylda mín höfum síð-
astliðin ár verið þeirrar gæfu að-
njótandi að eyða gamlárskvöldi með
Unni Grétu, Hrólfi og Önnu Rún.
Síðustu áramót eru þar engin und-
antekning og áttum við yndislega
kvöldstund saman. Þín og afa verð-
ur sárt saknað um komandi áramót.
Unnur Gréta hefur alltaf átt og
mun alltaf eiga stóran hlut í mínu
hjarta. Hún var ótrúleg kona og það
vita allir sem til hennar þekktu.
Hún var alltaf fyrst til að hjálpa
öðrum og var alltaf jafn blíð og góð
og hugsaði vel um alla þá sem voru í
kringum hana. Enda leið ekki sá af-
mælisdagur eða aðfangadagur
nema fyrsti pakkinn væri frá Unni
Grétu, Hrólfi og Önnu Rún.
Það kemur ekki á óvart að það
var Unnur Gréta sem vandi mig af
því að nota snuð. Ég man það enn í
dag þegar ég stóð í stiganum á
Laugarásveginum og Unnur Gréta
sagði mér að hún þekkti lítinn strák
úti á landi, sem ætti ekkert snuð.
Hún má eiga það að hún var oft á
tíðum mjög ákveðin og þvílíkum
sannfæringarkrafti hefur hún búið
yfir, því ég þurfti ekki að hugsa mig
lengi um áður en ég afhenti henni
snuðið, ásamt bleikri dulu sem fór
aldrei langt frá snuðinu mínu. Það
er ekki í frásögur færandi nema fyr-
ir þær sakir að um 20 árum seinna
afhenti Unnur Gréta mér umslag
með snuðinu og bleiku dulunni. Það
var skemmtileg gjöf og varðveiti ég
hana vel.
Elsku Unnur Gréta, þín er sárt
saknað. Það er ómetanlegt að hafa
fengið að kynnast manneskju eins
og þér, því þær finnast ekki á
hverju strái.
Ég bið góðan Guð að vera með
Hrólfi, Unnu, Önnu Rún og öðrum
ástvinum á þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Lára Guðrún.
Elsku Unnur Gréta. Við leiðarlok
er mér er ljúft að minnast þín með
fáeinum orðum.
Ég átti því láni að fagna að eiga
samfylgd þína af og til frá því þú
varst barn að aldri, elsta dóttir góð-
vinkonu minnar. Þér voru gefnar
margar góðar gjafir í vöggu og lán-
aðist að vinna vel úr þeim. Þú bjóst
yfir aðsópsmiklum persónuleika,
þér lét vel að tjá það sem þér bjó í
brjósti og hreinskiptni þinni og ráð-
vendni var viðbrugðið.
Það var ætíð ánægjuefni að koma
í verslunina þína fallegu þar sem þú
þjónaðir viðskiptavinum af þekk-
ingu og alúð. Þú hafðir lag á því að
gera hinn aðskiljanlegasta varning
svo aðlaðandi og fýsilegan að tæp-
ast varð hjá því komist að gling-
urhneigðar kerlingar eins og ég
festum kaup á einhverju. Í verslun
þinn var aukheldur sérlega gott
andrúmsloft og þér var sýnt um að
láta viðskiptavinunum líða vel.
Unnur Gréta var mikil fjölskyldu-
manneskja og ræktaði þau tengsl
öðrum fremur. Nú hefur þessi
þróttmikla kona verið hrifin frá ást-
vinum sínum á besta aldri en eftir
lifir sterk minning um væna konu
sem lét að sér kveða.
Ég bið að Drottinn blessi minning þína
- og birtu færi gegnum sorgarský.
Fjölskyldu þinni votta ég mína
dýpstu samúð.
Guðrún V. Gísladóttir.
Nú hefur sólin sest í hinsta sinn
fyrir Unni Grétu Ketilsdóttur. Kær
vinkona hefur kvatt þetta tilveru-
stig. Það er erfitt að koma orðum að
þeim hugsunum sem streyma í
gegnum huga minn nú. Ekkert get-
ur undirbúið mann fyrir slíkan
missi. Skarðið sem fráfall hennar
skilur eftir sig verður aldrei fyllt.
Unnur Gréta hefur haft mikil
áhrif á mig frá því að ég kynntist
henni fyrir 30 árum. Það var aðdá-
unarvert hvernig hún kom inn í fjöl-
skylduna á þeim tíma. Ég ber mikla
virðingu og aðdáun fyrir Unni
Grétu vegna þess dugnaðar og
glæsileika sem hana einkenndu.
Það var virkilega gaman hana heim
að sækja og matarboð þeirra hjóna
voru hreint glæsileg. Við gátum
endalaust talað um mat saman, sér í
lagi á síðari misserum, enda voru
matur og matarveislur sameiginlegt
áhugamál okkar.
Það var sannarlega gott að eiga
Unni Grétu að. Maður spyr sig af
hverju hún, af hverju núna og hver
er tilgangurinn með andláti henn-
ar?
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast Unni Grétu og
fyrir góðar samverustundir í gegn-
um árin.
Hrólfi Gunnarssyni, fjölskyldu og
öðrum aðstandendum votta ég mína
dýpstu og einlæga samúð.
Benedikt Franklínsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 37
MINNINGAR
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, systur og mágkonu,
INGU INGÓLFSDÓTTUR,
Núpalind 6,
Kópavogi.
Gunnlaugur Guðmundsson,
Elín Gunnlaugsdóttir,
Heimir Gunnlaugsson, Hulda Sigurbjörnsdóttir,
Egill Gunnar Ingólfsson, Kristrún Gunnarsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN REYKDAL,
Hlíðarvegi 27,
Siglufirði,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 1. október 14.00.
Ólafur Ragnarsson, Elín Bergs,
Jónas Ragnarsson, Katrín Guðjónsdóttir,
Edda Ragnarsdóttir, Óskar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
sonar okkar, unnusta, bróður og barnabarns,
FRIÐJÓNS HAUKSSONAR,
Háeyrarvöllum 26,
Eyrarbakka.
Einnig sendum við innilegt þakklæti til starfsfólks
Landspítala háskólasjúkrahúss.
Haukur Jónsson, Aldís Anna Nílssen,
Eva Rós G. Hauth,
Eydís Hauksdóttir,
Elvar Hauksson,
Ólöf Hauksdóttir,
Eydís Vilhjálmsdóttir,
Bryndís Sveinsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR KETILS GAMALÍELSSON
frá Stað,
Ásvöllum 3,
Grindavík,
verður jarðsunginn frá Grindarvíkurkirkju laugar-
daginn 1. október kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Orgelsjóð Grindavíkurkirkju.
Guðbjörg S. Thorstensen,
Hermann Th. Ólafsson, Margrét Benediktsdóttir,
Bjarni G. Ólafsson, Hafdís Karlsdóttir,
Gestur Ólafsson, Linda Kristmundsdóttir,
Sólveig Ólafsdóttir, Eiríkur Dagbjartsson,
Elsa K. Hermannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR,
Hólmgarði 12,
Reykjavík.
Og þakkir til starfsfólks á Öldrunardeild 4b, Land-
spítala Fossvogi, fyrir góða ummönnun.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Jens Kristjánsson,
Kristín María Þorvaldsdóttir, Sigurður H. Ólafsson,
Jón Þorvaldsson,
Karen Þorvaldsdóttir, Jakob Steingrímsson,
Ásgeir Þorvaldsson, Halldóra Ásgeirsdóttir,
Ragnar Þorvaldsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Sigurður Frímann Þorvaldsson, Sigríður Þ. Ingólfsdóttir,
Hildur Þorvaldsdóttir, Baldur Hreinsson
og fjölskyldur.