Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 47
DAGBÓK
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Ráðstefna Gjörgæslu- og svæfingar-hjúkrunarfræðinga verður haldin ámorgun að Hörgatúni 2, Garðabæ.Dagskrá dagsins er þétt skipuð fjöl-
breyttum erindum um rannsóknir og framfarir á
ýmsum sviðum hjúkrunar. Þar verða flutt erindi á
borð við „Hjartaverndandi áhrif innöndunar-
svæfingalyfja“, „Illkynja háhiti“ og „Hugmynda-
fræði gjörgæsluhjúkrunar“. Erindin flytja ís-
lenskir fagaðilar auk þess að ráðstefnuna
heimsækja Norðmennirnir Anna Bågenholm og
Torvind Næsheim frá Tromsö.
Fyrsta erindi ráðstefnunnar flytur Margrét
Felixdóttir. Erindið fjallar um afleiðingar hita-
taps í svæfingu en fyrirlesturinn byggir Margrét
á niðurstöðum rannsóknar sem hún vann í
tengslum við lokaritgerð BS-náms síns við Há-
skóla Íslands í vor: „Í heiladingli er hitaviðbragðs-
þröskuldur sem veldur því að stjórnkerfi líkamans
bregst við hitabreytingu innan við 0,2°C við eðli-
legar kringumstæður. Svæfingalyf geta lækkað
þennan þröskuld tvítugfalt. Þau valda flutningi á
hita frá innri líffærum til útlægra vefja og húðar,
útiloka meðvituð varnarviðbrögð, hægja á efna-
skiptum, seinka varnarviðbrögðum heiladinguls
og hindra skjálfta,“ útskýrir Margrét. „Aðrir
þættir sem hafa áhrif á hitatap eru meðal annars
berskjölduð líkamssvæði, líkamsmassi og heilsu-
far sjúklings, kaldur sótthreinsunarvökvi og ef
kaldur vökvi eða blóð er gefið í æð.“
Af getur hlotist væg ofkæling, þar sem líkams-
hiti fer niður í 32–35°C og getur slíkt haft töluverð
neikvæð áhrif á sjúklinginn. „Ofkæling eykur t.d.
hættu á alvarlegum breytingum á hjarta- og æða-
kerfi, veldur hömlum á storkuþáttum og eykur
hættu á auknu blóðtapi. Æðasamdráttur sem
verður í kjölfar kælingar leiðir til minna flæðis
súrefnis til vefja sem minnkar viðnám við sýking-
um og dregur úr störfum ónæmiskerfisins. Þann-
ig getur lækkun á líkamshita um 1,5°C aukið
kostnað sjúklings um 150–450 þús. krónur, að
ótöldum auknum óþægindum.“
Margrét segir að á 9. áratugnum hafi heilbrigð-
isstarfsmenn farið að huga betur að hindrun hita-
taps og rannsóknum á afleiðingum þess. „Sem
betur fer hafa orðið miklar framfarir þó enn megi
ýmislegt betur fara. Mikilvægt er því að fræða
starfsfólk svo það sé betur meðvitað um mikilvægi
þess að viðhalda eðlilegum líkamshita í svæfingu.
Engin ein hjúkrunarmeðferð er fullnægjandi ein
og sér til að koma í veg fyrir óviljandi hitatap hjá
sjúklingi og til að ná sem mestum árangri er
áhrifaríkast að sameina mismunandi hitameð-
ferðir. Að viðhalda eðlilegu hitastigi í svæfingu er
einn af mikilvægum þáttum í starfi svæfinga-
hjúkrunarfræðinga þar sem þeir bera ábyrgð á að
forgangsraða, fyrirbyggja fylgikvilla og setja í
gang nauðsynlegar hjúkrunaraðgerðir, bæði fyrir,
í og eftir svæfingu og skurðaðgerð.“
Hjúkrun | Niðurstöður rannsóknar á hitatapi í svæfingu ræddar í erindi á ráðstefnu
Gjörgæslu- og svæfingahjúkrun
Margrét Felixdóttir
er fædd 14. október
1953. Hún lauk námi frá
Hjúkrunarskóla Íslands
1976, svæfingahjúkr-
unarfræð. frá Nýja
Hjúkrunarsk. 1983.
Hún þreytti Ameríska
hjúkrunarprófið 1993
og BS í hjúkrun frá HÍ
2005. Margrét starfaði
á gjörgæslud. Bsp.
1977–1981, svæfingad. Bsp. 1983–1992. Í St.
Agnes Medical Center, Fresno, CA, 1993–
1995. Síðan þá hefur hún starfað á svæfinga-
deild LSH í Fossvogi. Börn Margrétar eru
Signý íslenskufræðingur fædd 1976 og Felix
fæddur 1995.
H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9
NÝJAR VÖRUR
Dýravernd
ÉG hef mikinn áhuga á dýravernd
en mér finnst það vera málaflokkur
sem alltof lítið er fjallað um. Og ég
veit ekki hvernig þessum málum er
almennt háttað hér á landi. Eru
dýraverndunarsamtökin á Íslandi
nógu virk?
Fyrir 2–3 árum sendi ég fyrir-
spurn á dyravernd@dyravernd.is og
spurðist fyrir um íslenska kvikmynd
sem sýnd var í sjónvarpinu, myndin
gerðist í Tyrklandi og þar var sýnt
er naut var aflífað með því að skera
það á háls. Og tók það nokkurn tíma.
Mér skilst að þegar flutt er í nýtt
hús í Tyrklandi þá sé þetta venja.
Svarið var svona frá dýraverndunar-
samtökunum „Spurðu hann (hér
kom gælunafn leikarans) um þetta“ .
Þetta virtist ekki skipta miklu máli.
Ég veit að það er erfitt að breyta sið-
um og venjum í öðrum löndum, en er
ekki hægt að senda mótmæli?
Og er við sjáum illa farið með dýr,
eigum við ekki að láta í okkur heyra?
Er samvinna á milli dýraverndunar-
samtaka hér og samtaka í öðrum
löndum?
Er það rétt að í sumum löndum
(t.d. Norðurlöndunum) séu músl-
ímskir slátrarar sem aflífa dýr á
þann hátt sem trúarbrögðin segja til
um? Og eru þá dýralæknar sem
fylgjast með að það sé gert á sem
kvalaminnstan hátt? Er það gert á
Íslandi? Sá spyr sem ekki veit. Ef
einhver ykkar eru fróðari en ég þá
vinsamlegast látið í ykkur heyra.
Dýravinur.
Hulduslóð og friðland
EFTIR að hafa lesið sögurnar
Hulduslóð og friðland eftir Lisu
Marklund hugsa ég til unga fólksins.
Ungt fólk lendir oft í vanda, ástin
getur stundum snúist í andhverfu
sína, ekki eru allir góðir. Þegar ást-
vinur á í hlut er erfiðast að koma
auga á hið vonda og sá sem verður
fyrir því fer að ásaka sjálfan sig og
líður illa þótt hann sé saklaus.
Í bókinni Friðland kemur fram að
örlögin ráðast inn í líf okkar og með
því að missa aldrei sjálfstraustið er
hægt að bregðast við og snúa illum
örlögum til góðs. Það gæti styrkt
fólk að vita að það stendur ekki eitt.
Hugsandi húsmóðir.
Einhliða málflutningur
Í MÍNU ungdæmi var sungin vísa
sem hljóðaði eitthvað á þessa leið:
Allir með strætó, allir með strætó,
enginn með Steindóri, því hann er
svo mikill svindlari. Mér datt þetta
vísubrot í hug eftir að hafa hlustað á
Útvarp Sögu sem mér finnst vera
komið með Baugsmálið of mikið á
heilann. Fólk verður leitt á einhliða
málflutningi. En það er bót í máli að
Sigmund er kominn aftur á Mogg-
ann með sitt frábæra spaug.
Guðrún Magnúsdóttir.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. Rf3 d5 2. d4 c6 3. c4 e6 4. Rc3 dxc4 5.
a4 Bb4 6. e3 b5 7. Bd2 Db6 8. axb5 cxb5
9. Re5 Rf6 10. b3 Rd5 11. Rxb5 c3 12.
Rxc3 Rxc3 13. Dc2 Rc6 14. Bxc3 Rxe5
15. dxe5 Bb7 16. Bc4 Bxg2 17. Hg1 Be4
18. Dxe4 Bxc3+ 19. Ke2 0–0
Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl-
félaga sem lauk fyrir skömmu St. Vin-
cent í Ítalíu. Stefan Bromberger (2.491)
hafði hvítt gegn Christian Cacco
(2.348). 20. Hxg7+! Kxg7 21. Hg1+ Kh8
22. Bd3 f5 23. exf6 Dc7 23. … Hf7 hefði
ekki gengið upp vegna þess að þá yrði
hrókurinn á a8 óvaldaður. 24. Hg7 Dxg7
25. fxg7+ Kxg7 26. Dxe6 Bf6 27. Dg4+
Kf7 28. Dd7+ og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
50 ÁRA afmæli. 2.október nk.verður fimmtug Ragnheiður
Ingimundardóttir, bóndi og húsfreyja
á Hrófá. Af því tilefni tekur hún á móti
gestum á heimili sínu laugardaginn 1.
október eftir kl. 17. Allir vinir og
vandamenn hjartanlega velkomnir.
Brúðkaup | Gefin voru saman 16. júlí
sl. af sr. Bjarna Karlssyni þau Unnur
Mjöll S. Leifsdóttir og Einar Þór
Gústafsson.
Brúðkaup | Gefin voru saman í Kópa-
vogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirs-
syni þau Lísa Björk Ingólfsdóttir og
Gunnar Waage. Heimili þeirra er við
Borgarholtsbraut 72, Kópavogi.
Bikarinn.
Norður
♠Á73
♥D765
♦KG
♣K832
Vestur Austur
♠D1092 ♠86
♥G8 ♥94
♦ÁD862 ♦1097543
♣Á5 ♣974
Suður
♠KG54
♥ÁK1032
♦–
♣DG106
Suður spilar sex hjörtu og fær út
tígulás.
Þótt útspilið sé sagnhafa hagstætt,
kemur tígulkóngurinn að litlu gagni og
leysir ekki vandann í spaðalitnum. Þar
verður að svína gosanum, en sú svíning
gengur ekki, eins og sjá má.
Spilið er frá úrslitaleik bikarkeppn-
innar á sunnudaginn. Ásgeir Ásbjörns-
son, liðsmaður Grants Thorntons, var í
sæti sagnhafa og honum hugnaðist ekki
spaðasvíniningin. Ástæðan var sú að
Eyktarmaðurinn Aðalsteinn Jörgensen
hafði doblað opnun suðurs á einu hjarta
í upphafi sagna. Sem benti til að hann
ætti lengd í spaða og drottninguna með.
Ásgeir reyndi því að leggja snöru fyr-
ir Aðalstein. Hann tók tvisvar tromp og
spilaði svo laufgosa að heiman, eins og
hann ætlaði að svína fyrir drottninguna.
Ef vestur lætur lítið lauf í slaginn, fer
sagnhafi inn á blindan á spaðaás, tekur
tígulkóng og sendir vestur inn á lauf-
ásinn. Vestur verður þá að spila spaða
upp í gaffalinn eða tígli í tvöfalda eyðu.
En Aðalsteinn hafði engan áhuga á
slíkum málalokum – hann rauk strax
upp með laufásinn og spilaði meira
laufi. Og tryggði sér þannig slag á
spaðadrottningu í lokin.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
60 ÁRA afmæli. Í dag, 30. septem-ber, verður sextugur Guð-
mundur Ágúst Aðalsteinsson. Hann
og eiginkona hans, Margrét Guðlaugs-
dóttir, eru stödd í Kaupmannahöfn,
Hótel Opera, Tordenskjoldsgade 15, s.
0045 3347 8300.