Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á síðustu dögum hefur fréttaflutningur af „ofurhversdagslegu“ nauðgunarmáli í Reykjavík árið 2002 gengið óvenju illa fram af fólki. Ég leyfi mér að kalla málið ofurhvers- dagslegt nauðgunarmál, en bið um leið hlutaðeigandi af heilum hug afsökunar; – ég leyfi mér það, vegna þess að það er í sjálfu sér engin frétt lengur að nauðg- unarkærur druslist einhvern veg- inn og einhvern veginn í höndum lögreglunnar, að saksóknari sjái ekki ástæðu til að gefa út ákærur á hendur nauðgurum, eða að dóm- stólar meti slíka ofbeldisverknaði örðu vísi en hversdagsleg sjopp- urán. Ég er að tala um mál, þar sem stúlka kærði þrjá menn fyrir hóp- nauðgun; rannsókn málsins með slíkum endemum að kæra var látin niður falla, en stúlkunni tókst að ná nokkurri uppreisn æru, með því að höfða einkamál á hendur óþokkunum og hafa betur. Og hvers vegna hefur þetta of- urhversdagslega nauðgunarmál gengið svo illa fram af fólki? – ekk- ert óvenjulegt við það, annað en það að stúlkan skyldi með harð- fylgi neita að gefast upp. Það eru fyrst og fremst við- brögð lögreglunnar sem vekja sterk viðbrögð og reiði nú. Lög- reglan hefur berað sig að slíkum kattarþvotti og því sem ég vil kalla vanþekkingu á ofbeldi, að það er með ólíkindum. Lögreglan hefur reynt að draga fjöður yfir það að enn einu sinni klúðraðist nauðg- unarmál vegna þess að þar á bæ kunna menn annaðhvort ekki til verka, eða skilja hreinlega ekki eðli málsins. Ekki hefur bætt úr skák, að lögmaður stúlkunnar, hefur sakað lögregluna um að segja ekki satt og rétt frá um til- högun rannsóknarinnar sem klúðraðist í viðleitni hennar við að breiða yfir eigin mistök. En nú er komið nóg. Það geng- ur ekki að við séum farin að taka það gott og gilt, að verra sé að kæra nauðgun, en að láta ofbeldið yfir sig ganga. Það virðist þó vera sá eini lærdómur sem kvenfólk getur dregið af meðferð slíkra mála. Það er ekki beinlínis hægt að kalla það góðan vitnisburð um færni lögreglunnar. Lögreglan, sem að meirihluta er skipuð karlmönnum, hlýtur að bera þarna mikla ábyrgð gagnvart þolendunum, sem í langflestum til- fellum eru konur. Vegna þess að hún hefur ekki gert það nægilega vel, eins og þetta dæmi og ótal fleiri sýna, þá hafa kynferðisbrota- mál snúist upp í það að vera „karl- ar á móti konum“, þar sem konur sitja illu heilli uppi með óþolandi fórnarlambsímynd og karlar með ímynd ofbeldishneigðarinnar. Það yrði kannski lögreglunni til aukins skilnings, að við hættum að tala um nauðganir, – hentum einfald- lega orðinu, og færum að nefna verknaðinn þeim orðum sem notuð eru þegar karlmenn beita aðra karlmenn ofbeldi, – tala um grófar líkamsárásir í staðinn, jafnvel hrottalegar líkamsárásir, – því nauðganir eru jú ekkert annað en það, – orðið nauðgun virðist ein- faldlega vera of mjúkt til þess að karlþjóðin sem þarf að höndla slíka verknaði í kerfinu meti þá til jafns við hrottalegu líkamsárás- irnar. Það yrði kannski til þess að nauðganir yrðu teknar jafnföstum og fagmannlegum tökum og önnur ofbeldismál. Fyrsta skrefið er að lögreglan endurskoði sérkennilegar hug- myndir sínar um hvað felist í of- beldi, og átti sig á því að það getur verið með ýmsu móti. Ofbeldi er ofbeldi hvort sem það er hávært eða þögult, og hvort sem því fylgja sýnilegir áverkar eða ekki. Þol- endur nauðgana eiga ekki að þurfa að leggja líf sitt að veði til þess eins að verða teknir trúanlegir. Þau orð í yfirlýsingu lögreglunnar um að ekkert á vettvangi um- ræddrar nauðgunar hafi bent til þess að ofbeldisverknaður hefði verið framinn og að engir sýnilegir áverkar hafi verið á þolandanum, eru ómarktæk, því hvorugt heldur sem rökstuðningur þess að EKKI hafi verið um ofbeldi að ræða. Það er nákvæmlega þetta skilnings- leysi lögreglunnar á eðli nauðgana sem er svo hættulegt. Þegar lögreglan er búin að taka til í sínum ranni, þurfa dómstól- arnir að gera slíkt hið sama, því ekki hafa þeir sýnt eðli nauðg- unarmála meiri skilning en lög- reglan. Þau allt of fáu mál sem komast frá ákæruvaldinu til dóm- stóla, eiga ekki sjö dagana sæla í dómskerfinu; – alltént ekki fyrir þolandann. Það er við sömu erki- drauga að glíma; – skilningsleysið á eðli ofbeldisins. Þá virðist jafnvel engu breyta þótt ungum telpum sé nauðgað, – niðurstaða dóma er samskonar lærdómur fyrir kven- þjóðina og draga má af meðferð slíkra mála hjá lögreglu: „stelpur, haldiði kjafti.“ Tvö ofbeldismál vöktu athygli mína fyrir nokkru; – þau voru í umræðunni um svipað leyti, og sýndu svo kaldranalega hvernig málum hér er háttað. Á Akureyri beittu tveir menn þann þriðja ofbeldi sem leiddi til þess að tvær framtennur brotnuðu í þeim sem ráðist var á. Misynd- ismennirnir voru dæmdir í eins og þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða fórn- arlambinu 330 þúsund krónur hvor. Á Reykjanesi var maður ákærður fyrir að beita þrjár dætur sínar ofbeldi. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn tveimur þeirra, og til að greiða þeim 800 og 400 þúsund krónur. Af dómnum voru 18 mán- uðir skilorðsbundnir. Það kostar því að jafnaði tveggja mánaða fangelsi og 330 þúsund krónur að berja eina tönn úr manni, en þriggja mánaða fang- elsi og 600 þúsund krónur að beita eina dóttur kynferðislegu ofbeldi. Erum við sátt við slíkar nið- urstöður? Nú er komið nóg! Það kostar því að jafnaði tveggja mán- aða fangelsi og 330 þúsund krónur að berja eina tönn úr manni, en þriggja mánaða fangelsi og 600 þúsund að beita eina dóttur kynferðislegu ofbeldi. VIÐHORF Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Í UMRÆÐUM undanfarið um til- högun forsjármála og hugsanlegar breytingar á þeim, hefur núverandi fyrirkomulag, þ.e. að við skilnað fari forsjá barna til annars foreldrisins, verið mikið gagnrýnt. Helstu for- sendur gagnrýninnar eru að með eins foreldris forsjá er hitt foreldrið (það forsjárlausa, fað- irinn í yfir 90% tilvika) gert óþarft eða í mesta lagi eins konar skemmtanastjóri. Samkvæmt rann- sóknum í Englandi missa t.d. 40% for- sjárlausra foreldra (feðra) allt samband við börn sín eftir skiln- að. Það þýðir að u.þ.b. 40% skilnaðarbarna missa allt samband við feður sína. Mjög lík- legt er að hlutfallið sé svipað á Íslandi. Það þýðir að 8.400 skilnaðarbörn búa við föðurleysi. Félag ábyrgra feðra leggur mikla áherslu á að sameiginleg forsjá með jafnri umönnun sé eðlilegasta fyr- irkomulagið eftir skilnað eða sam- búðarslit og best til þess fallið að leysa úr ágreiningi sem upp getur komið og langbesta úrræðið sem býðst til að gera börnum áfall skiln- aðar sem auðveldast og takmarka áhrif hans á framtíð barnanna. Rannsóknir erlendis gefa mjög sterklega til kynna að sameiginleg forsjá með jafnri umönnun komi bæði börnum og foreldrum best. Þetta fyrirkomulag gerir ráð fyrir að báðir foreldrar séu hæfir til að takast á hendur ábyrgðina sem foreldra- hlutverkið krefst, rétt eins og gert er ráð fyrir með flest fólk fyrirfram, þ.e. sem eignast börn. Fyrirkomulagið felur m.a. í sér eftirfarandi:  Báðir foreldrar hafa veruleg og viðvarandi samskipti með börnum sínum (hér er átt við að lágmarki 30% af umönnunartímanum). Með þessu hafa börnin fjölskyldutengsl við báða foreldra sína.  Báðir foreldrar hafa jafna stöðu gagnvart lögunum, þar á meðal gagnvart skólum, læknum o.s.frv.  Báðir foreldrar taka þátt í mik- ilvægum ákvörðunum um líf barns- ins.  Báðir foreldrar styðja barnið tilfinningalega jafnt sem fjárhagslega. Helstu og sterkustu rökin fyrir þessu fyr- irkomulagi eru þessi: Börnin fá þá tilfinn- ingu að báðir foreldrar sinni þeim, annist þau og elski. Þessi tilfinning viðheldur heilbrigðri sjálfsmynd barnanna. Þar sem hvorugt for- eldrið er sigurvegari og hitt tapar öllu eru valda- hlutföll jöfn, samskipti haldast í jafnvægi og skilnaður foreldranna verður minna áfall fyrir börnin. For- eldrarnir vita frá upphafi að þau þurfa að deila ábyrgð og völdum varðandi barnið og hafa því engan ávinning af ágreiningi eða deilum eins og núverandi fyrirkomulag býð- ur því miður upp á. Með jafnri umönnun fá börnin þá tilfinningu að þau þurfi ekki að gera upp á milli foreldra sinna. Þau upp- lifa ekki brotna sjálfsmynd af þess- um sökum. Skilnaður er alltaf áfall, hvort heldur hann verður af fúsum vilja eða ekki. Áfallið er oft mest fyrir börnin. Með sameiginlegri forsjá og jafnri umönnun er mjög dregið úr áhrifum áfallsins og börnin fá fleiri tækifæri til að þroska eigið sjálf en ella. Útilokun annars foreldrisins frá ábyrgð og ákvörðunum um framtíð barnsins eftir skilnað jafngildir því að þetta foreldri hafi enga ábyrgð eða ákvörðunarvald í lífi barnsins fyrir skilnað. Það hljóta allir að sjá hversu fáránleg sú hugmynd er. Það kann jafnvel að vera mannréttinda- brot gagnvart foreldrinu og barninu. Hagsmunir barnsins eru best tryggðir með virkri þátttöku beggja foreldra. Það verður að teljast grimmúðlegt og ómennskt að halda öðru foreldrinu frá barni sínu svo fremi að ekki sé um óhæfa foreldra að ræða. Að sama skapi er það óhæfa að halda barni frá ömmum og öfum, nema ríkar ástæður liggi til. Það eru mannréttindi barna að þekkja, tengjast og mynda fjöl- skyldutengsl við báða foreldra sína. Stríð getur ekki eyðilagt þessi mann- réttindi. Af hverju ætti skilnaður að geta það? Foreldrar sem mynda og viðhalda eðlilegum tengslum við börn sín eru tilbúnari en ella til að leggja út pen- inga vegna uppeldis og menntunar barnanna. Þessi vika frá 26. september til 2. október, er alþjóðleg vika foreldra- jafnréttis. Félag ábyrgra feðra á Ís- landi, Fathers 4 Justice í Bretlandi og víðar, sem og fleiri samtök víðs vegar um heiminn standa nú fyrir margvíslegum aðgerðum til að minna á þau sjálfsögðu réttindi allra barna að báðir foreldrar annist uppeldi þeirra. Aðskilnaður frá foreldri er eitt versta atlæti sem börnum er boð- ið upp á í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar. Allir ættu að geta tekið undir að gott atlæti í æsku geri fólk betur búið undir lífið en vont atlæti, að gott atlæti er það eina sem þjónar hagsmunum barnsins. Foreldrajafnrétti – Sameiginleg forsjá og jöfn umönnun Garðar Baldvinsson skrifar í tilefni af Alþjóðlegri viku foreldrajafnréttis ’Sameiginleg forsjá ogjöfn umönnun barna eft- ir skilnað kemur börn- unum best.‘ Garðar Baldvinsson Höfundur er formaður Félags ábyrgra feðra. Í ALLTOF langan tíma hafa höf- uðborgarbúar setið á hakanum varð- andi uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Það er því sérstök ástæða til að fagna því að í gær skrifuðum við heilbrigðisráðherra undir samkomulag um byggingu nýs hjúkr- unarheimilis sem mun rísa í Sogamýrinni, austan við Mörkina. Á heimilinu verða um 110 hjúkrunarrými sem er fjöldi sem hefur veru- lega þýðingu fyrir þessa þjónustu í borg- inni, en nú bíða um 250 manns eftir plássi.. Fyrir tæpum fjórum árum ákvað Reykja- víkurborg að gera hvað hún gæti til að fjölga hjúkrunarrýmum í borg- inni og bauðst til að borga tvöfalt lögboðið framlag ef það mætti verða til þess að flýta uppbyggingunni. Af- raksturinn var viljayfirlýsing borg- arstjóra og heilbrigðisráðherra um öfluga uppbyggingu hjúkrunarheim- ila í borginni. Á hverju ári frá því skrifað var undir viljayfirlýsinguna hefur Reykjavíkurborg lagt til hliðar fé eyrnamerkt þessari uppbyggingu og því munu útgjöld borgarinnar ekki hækka á næstu árum, þó heild- arkostnaðurinn við nýja heimilið í Sogamýrinni muni væntanlega nema um 1,3 milljörðum króna. Þjónusta hjúkr- unarheimilanna á það sammerkt með annarri heilbrigðisþjónustu og öryggisþjónustu sam- félagsins að við viljum helst ekki þurfa að nota hana. Rétt eins og lögregla og slökkvilið, þarf þjónustan að vera öflug og þó fyrst og fremst að vera til stað- ar þegar við neyðumst til að nota hana. Þess vegna er Reykjavík- urborg tilbúin til að leggja fleiri lóð á vog- arskálarnar en borginni ber, lögum samkvæmt. Auk þess að leggja til lóð undir heimilið, mun borg- arsjóður greiða 30% bygging- arkostnaðar í stað hinna lögboðnu 15 prósenta. Tímarnir sem við lifum eru tímar mestu auðlegðar Íslandssögunnar. Vissulega er auðæfunum misskipt en fólk og fyrirtæki byggja sem aldrei fyrr. Einkaaðilar eru einmitt að byggja fjölda íbúða fyrir aldraða í næsta nágrenni við væntanlegt hjúkrunarheimili. Okkur ber skylda til að búa vel að þeim sem skópu grundvöll þess auðs sem við búum að. Því hefur Reykjavíkurborg fyrir sitt leyti fullan hug á að standa und- ir eðlilegri kröfu þess gamla fólks sem á við sjúkdóma að stríða um góða heilbrigðisþjónustu. Stórt skref er stigið með undirritun samn- ingsins í gær, sem ber með sér að tekið verður verulega á í þessum brýna hagsmunamáli. Nýtt hjúkrunarheimili – til hamingju Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um nýtt hjúkrunarheimili ’Fyrir tæpum fjórumárum ákvað Reykjavík- urborg að gera hvað hún gæti til að fjölga hjúkr- unarrýmum í borginni og bauðst til að borga tvöfalt lögboðið framlag ef það mætti verða til þess að flýta uppbygg- ingunni.‘ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.