Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur GrétaKetilsdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1947. Hún lést á Líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 19. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ketill Hlíðdal Jónasson, f. í Húna- vatnssýslu 4. júlí 1918, d. 1997, og Margrét Ingunn Ólafsdóttir, f. í Húnavatnssýslu 16. ágúst 1923. Systkini Unnar Grétu eru: 1) Ólöf Guðrún (f. 1949), gift Haraldi Ágúst Bjarnasyni, en þau eiga soninn Ólaf Ágúst, en fyrir átti Ólöf soninn Hrafn Aðalstein. 2) Jónas Ingi (f. 1956), kvæntur Sigríði Hrönn Helgadóttur, sam- an eiga þau dótturina Kötlu Mar- gréti, fyrir átti Jónas Margréti Ingunni, Davíð Geir og stjúpdótt- urina Silju, Sigríður átti fyrir þrjú börn, Sveinbjörn Davíð, Daða Örn og Hönnu Rut . 3) Egg- ert (f. 1958), kvæntur Rannveigu Jónsdóttur. Unnur Gréta var gift Hrólfi S. Gunnarssyni en þau hófu sambúð 1976. Hrólfur átti frá fyrra hjóna- bandi fimm börn, þau eru: 1) Sig- ríður Alda (f. 1955), gift Ingólfi J. Sigurðssyni. Synir Sigríðar eru Birgir Þór og Friðrik Már. Birgir á synina Kormák Andra og Alex- ander Ívar. Friðrik er kvæntur Evu Gunnarsdóttur og eiga þau dæturnar Ísól Öldu og Svölu Sól- lilju. 2) Jónas Sævar (f. 1957), maki Aðalheiður Guðjónsdóttir, þau eiga soninn Vil- hjálm. Fyrir átti Jónas dæturnar Sig- urrósu, Birnu Dís (d. 1995), Helgu Björk (d. 1995). Maki Sigurrósar er Bjarni Auðunsson og eiga þau dæturn- ar Hjördísi Maríu og Ísabellu Rán. 3) Gunnar Sigurjón (f. 1959), kvæntur Díönu Oddsdóttur, saman eiga þau börnin Bryndísi Ölmu, Flosa og Alexöndru. Fyrir átti Gunnar soninn Hrólf Sigur- jón. 4) Rögnvaldur Arnar (f. 1965) kvæntur Ellu Kristínu Björnsdótt- ur. Saman eiga þau börnin Berg- lindi, Ásgeir og Jón Axel, fyrir átti Rögnvaldur soninn Ívar Kristin. 5) Anna Rún (f. 1968). Unnur Gréta lauk prófi frá Gagnfræðaskóla verknáms. Lengi starfaði hún í Verslunarbankan- um, þá vann hún hjá föður sínum á Lúkasverkstæðinu, starfaði í nokkur ár hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu og einnig sá Unnur Gréta ásamt Hrólfi um rekstur fyrir- tækja þeirra í sjávarútvegi um margra ára skeið. Síðustu æviárin rak Unnur Gréta ásamt Sonju Johansen snyrtivöruverslunina Gullbrá í Nóatúni. Unnur Gréta gekk í Oddfellowregluna 1994, stúku nr 4, Sigríði. Útför Unnar Grétu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskuleg dóttir. Þú komst sem blessun í líf okkar. Ég vil þakka Guði fyrir þann tíma sem hann gaf okkur saman. Það eru þung spor sem ég stíg í dag. Þú full af lífsorku á miðjum aldri ert tekin frá okkur, en ég gömul og lúin lifi áfram. Þvílíkt óréttlæti. Ég vil kveðja þig með með nokkr- um ljóðlínum: Þú komst, eins og gjöf sem gleður, sem geisli er óvænt skín. Hlý eins og vindar vorsins virtist mér návist þín. Ég þakka þær góðu gjafir sem Guð hefur beint til mín. Þú komst eins og gjöf sem gleður sem geisli er óvænt skín. (G. V. G.) Mamma. Elsku Unnur Gréta, mamma mín. Þú gekkst mér í móður stað þeg- ar ég var sjö ára. Þetta hefur ekki verið auðvelt hjá þér, stórt heimili og pabbi mikið á sjónum. Fyrri móðir mín varð bráðkvödd þegar ég var sex ára en ég trúði því að hún myndi koma aftur og ég var ekki sátt við að fá nýja konu í hennar hlutverk. Ég var þér oft erfið. Ég lét mig dreyma um að mamma kæmi aftur og þú myndir fara í burtu. Þegar fram liðu stundir fór mér að þykja vænt um þig, mig dreymdi enn að mamma kæmi aftur en ég vildi ekki að þú færir frá mér. Þú lagðir þig alla fram í uppeld- inu, þú hafðir fyrir því að kenna mér góða siði og aga mig þegar þurfti. Það hefði eflaust verið léttara að leyfa mér að ganga sjálfala en það var ekki í þínum karakter. Ég var oft reið og sár, fannst þú of ströng en lærði seinna að meta það sem þú gerðir fyrir mig. Þú átt stóran þátt í því hver ég er í dag. Okkar samband hefur breyst í gegnum árin, þroskast með okkur. Við urðum samrýndar mæðgur, á milli okkar ríkti gagnkvæmt traust og virðing, einlæg vinátta. Veikindi þín styrktu bönd okkar enn meira. Þeir sem hittu þig á förnum vegi undanfarin ár gerðu sér ekki grein fyrir því hvað þú varst veik, við sem stóðum þér næst vissum hvílíkan kraft þú þurftir að virkja til að keyra þig áfram. Ég er stolt af þér, af lífskraftinum og baráttuþrekinu sem þú sýndir fram á þinn síðasta dag. Við eigum öll takmarkaðan tíma hér á jörðinni en samt látum við eins og hann sé óendanlegur. Við látum eril dagsins koma í veg fyrir samverustundir með ástvinum, það er alltaf tími til að sinna þeim seinna. Við fengum að vita í upphafi árs 2004 að krabbameinið væri ólæknandi, þetta væri spurning um tíma. Við vissum ekki hve langan tíma við myndum eiga saman en við gerðum okkur grein fyrir að hann var takmarkaður. Það var ákveðin gjöf, tækifæri til að nýta tímann vel. Við nýttum tímann vel og áttum yndislegar stundir sem ég mun aldrei gleyma. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þennan tíma með þér, þakklát fyrir allar góðu stundirnar, þakklát fyrir að fá að styðja þig á erfiðum stund- um og þakklát fyrir að hafa fengið að halda í hönd þína þegar þú kvaddir þennan heim. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Með kærleika og ást. Þín dóttir Anna Rún. Elsku amma, manni þykir nú þetta líf skrýtið. Maður er viss að maður fái bara að lifa því eftir pönt- un og fari svo þegar maður er búin að öllu og kominn á aldur. En það er víst ekki þannig eins og við þekkj- um báðar. Þú ert búin að berjast við sjúkdóminn þinn af mikilli hetjudáð og oft þegar maður hélt að nú væri komið að þessu stóðst þú bara upp aftur með þvílíkum krafti og komst manni á óvart. Mig langaði bara með örfáum orðum að þakka þér, elsku amma mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú ert búin að vera stoð mín og stytta í mörg ár. Þið afi hafið alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég hef þurft á ykkur að halda, hvort sem það var til að passa stelpurnar mínar, hlusta þeg- ar ég þurfti að tala eða koma með súpu ef ég var lasin. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Það á eftir að vera rosalega tómlegt án þín en ég reyni að hugga mig við það að nú þurfir þú ekki lengur að berjast, heldur fáir að hvílast. Ég þakka fyr- ir allar góðu minningarnar sem ég á. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér þarna hinum megin af mömmu minni, systrum mínum og pabba þínum og fleirum. Ég þakka þér fyrir allt, elsku amma mín. Þín Rósa. Unna Gréta systir lést að morgni 19. september sl. Er ég sat hjá henni á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðasta ævikvöld hennar vissum við öll að komið var að leið- arlokum. Allir hennar kraftar voru þrotnir í baráttu við þennan ógeð- fellda vágest sem krabbamein getur orðið. Allt fram á síðustu daga hélt hún reisn sinni og hinn ákveðni og sterki persónuleiki sem einkenndi hana hélst öllum vökustundum, sem hún átti milli svefns og meðvitund- arleysis. Yfir þriggja ára hetjulegr- ar baráttu Unnu Grétu systur við endalausa röð nýrra einkenna sjúk- dómsins er lokið. Nú situr hún hjá æðri máttarvöldum, en við sitjum eftir og reynum að skilja tilgang alls þessa. Unna Gréta var elst okkar systk- ina, níu árum eldri en ég. Hún hafði strax ákveðnar skoðanir og er mér sagt að þegar móðir okkar kom með mig af fæðingardeildinni hafi hún kvartað mikið og látið ófriðlega vegna athygli þeirrar sem móðir mín veitti mér. Þetta átti þó eftir að breytast fljótt og var ég í miklu uppáhaldi hjá henni. Er Unna Gréta fæddist var hún mikil blessun fyrir foreldra okkar, þar sem þau höfðu misst nokkur börn um fæðingu. Hún lét hafa fyrir sér fyrstu árin. Margrét föðuramma hennar bjó þá á heimilinu og var hún ávallt fljót til ef heyrðist í barninu, þar sem Unna Gréta var hennar augnayndi. Unna Gréta var dugnaðarforkur, stundaði ballett af krafti og var dugleg í skóla. Ung fór hún að eigin ósk í sveit norður á Strandir á Finn- bogastaði við Trékyllisvík. Þar eyddi hún mörgum sumrum hjá Steina og Pöllu, en hún rifjaði oft upp góðar minningar frá þeim sum- ardvölum. Snemma hélt hún til annarra landa til að víkka sjóndeildarhring- inn. Til Englands fór hún 16 ára til að starfa, þar sem hún eignaðist marga vini. Líf Unnu Grétu tók þó snögga stefnubreytingu eitt laugar- dagskvöld er hún var á leið í leigubíl heim á Kleppsveginn. Strætisvagn lenti á bílnum og hlaut hún óteljandi áverka, sem mörkuðu líf hennar. Barðist hún fyrir heilsu sinni þá af sama krafti og síðustu æviár sín. Unna Gréta var ávallt vinsæll vinnukraftur, þar sem hún var reglusöm, samviskusöm og heiðar- leg, svo tekið var eftir. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var vel gert, og fengu samferðamenn hennar oft að finna fyrir henni ef henni mislíkaði verk þeirra. Lengi vann hún í Versl- unarbankanum, og var ekki ósjald- an sem fyrrum samstarfsfólk úr Ís- landsbanka bað um kveðju til hennar. Þá var hún lengi hjá Ferða- skrifstofunni Sunnu, þar sem henni bauðst að sinna einu af áhugamál- um sínum sem voru ferðalög til ann- arra landa. Um nokkurt skeið vann hún hjá föður okkar á Lúkasverk- stæðinu, sem hann átti og rak. Þá sá Unna Gréta ásamt Hrólfi um rekst- ur fyrirtækja þeirra í sjávarútvegi um margra ára skeið. Síðustu ævi- árin vann hún við eigið fyrirtæki, Snyrtivöruverslunina Gullbrá í Nóatúni. Unna Gréta var sérstaklega dug- leg við að rækta vinasambönd og þótti mér sérstaklega indælt að fylgjast með þeirri tryggð sem æskuvinkonur hennar sýndu henni allt fram á síðustu stundu. Óteljandi heimsóknir hennar til Kollu og Jón- asar og Þórunnar og Franks í Bandaríkjunum sýndu einnig þessa miklu ræktarsemi. Unna Gréta kynntist eiginmanni sínum Hrólfi Gunnarssyni árið 1975. Hrólfur hafði þá fyrir nokkru misst eiginkonu sína frá fimm börn- um. Unna Gréta koma inn í líf barnanna á erfiðum tíma, en má segja að þá hafi hún gengið yngstu börnunum, þeim Önnu Rúnu og Arnari, í móðurstað. Miklir kær- leikar og vinskapur þróaðist með þeim öllum. Og á erfiðum stundum eins og er elsti sonur Hrólfs varð fyrir miklum missi í Súðavíkur- snjóflóðunum, sýndi hún hve mikill stuðningur var að henni. En það munum við sem eftir lifa að Unna Gréta var ávallt tilbúin til að rétta þeim hjálparhönd sem þess þurfti. Vil ég votta Hrólfi og hans börn- um samúð mína á þessum tímamót- um. Mamma, Lóló systir, Eddi og ég horfum á eftir stóru systur í nýja heima, stóru systur sem var alltaf svo tignarleg og falleg. Ég veit að það þarf örugglega að koma reglu á hlutina þar sem hún dvelur nú og henni mun örugglega farnast það jafnvel og hér. Með söknuði kveð ég þig, stóra systir. Jónas Ingi. Elsku systir, nú kveð ég þig með söknuð í hjarta. Það er margs að minnast og margar hjartans stundir sem spretta upp ljóslifandi. Sendi- ferðir í bakaríið með desertinn handa ykkur systrum á sunnudög- um. Þú og ég á bílaverkstæðinu með pabba. Vinkvennapartíin heima á Kleppsveginum. Þú og Hrólfur í heimsókn hjá mér í Svíþjóð og ekki síst stundirnar á Laugarásveginum. Baráttan var ströng og brött við vá- gestinn, en þú barst þig með reisn og styrkur þinn verður mér hvatn- ing að eilífu. Þinn bróðir, Eggert. Í dag kveðjum við elskulega syst- ur og mágkonu, Unni Grétu, sem hefur háð hetjulega baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Með þakklæti og söknuði setjum við hug okkar fram í eftirfarandi erindi: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Við biðjum guð að varðveita minningu hennar og styrkja Hrólf og alla fjölskylduna á erfiðum tím- um. Ólöf og Haraldur. Á sólríkum haustdegi 19. septem- ber síðastliðinn bárust okkur fregn- ir um andlát okkar elskulegu frænku, vinkonu og svilkonu Unnar Grétu. Eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm í þrjú og hálft ár var þrautum hennar nú lokið og hvíldin eilífa tekin við. Það fyrsta sem kemur í huga okk- ar er við hugsum um okkar kæru vinkonu er djúpur söknuður því missirinn er mikill. Það er erfitt að koma orðum að öllum þeim hugs- unum sem þjóta nú um huga okkar en góðar minningar ylja okkur um hjartastað og þær munu styðja okk- ur í gegnum söknuðinn á komandi mánuðum. Það er mikil gæfa að hafa fengið að kynnast Unni Grétu og hafa not- ið vináttu hennar og góðmennsku í gegnum árin. Þó að Unnur Gréta hafi komið inn í fjölskylduna fyrir um 30 árum þá efldist samgangur- inn til muna eftir lát eiginmanns/ föður okkar fyrir um 15 árum, en Unnur Gréta var gift bróður hans, Hrólfi Gunnarssyni. Það er sannar- lega kaldhæðnislegt að hugsa til þess að nú, 15 árum síðar, er Unnur Gréta fallin fyrir sama sjúkdómi og eiginmaður/faðir okkar og á sama aldri, tæplega 57 ára gömul. Í erf- iðleikum okkar eftir andlát hans sýndi sig svo glögglega hversu góð- hjörtuð þau hjónin voru þar sem þau voru óspör á stuðninginn. Sá stuðningur batt okkur nánari bönd- um og allar götur síðan hefur sam- gangurinn á milli þeirra og fjöl- skyldu okkar verið mikill og góður. Þannig hafa þau t.d. alltaf verið ómissandi við öll fagnaðartilefni í fjölskyldunni, hvort sem um var að ræða afmæli, útskrift, skírn eða annað. En vitaskuld þurfti ekki endilega sérstakt tilefni til, heim- sókn til þeirra eða frá þeim var allt- af kærkomin. Minningarnar frá ánægjulegum samverustundum eru margar og þær eru okkur afar kær- ar. Sú minning sem er okkur einkar ofarlega í huga nú er þegar Unnur Gréta hélt á litlu nöfnu sinni undir skírn í fyrrasumar. Ánægjan sem skein úr augum hennar leyndi sér ekki þrátt fyrir að hún hafi verið mikið veik þá. En það er einmitt til marks um styrk hennar í baráttunni við sjúkdóminn. Hún lét ekkert aftra sér þrátt fyrir veikindin og var dugleg að gera það sem hana lang- aði til. Það verður ekki annað sagt en að hún hafi tekist á við sjúkdóm- inn af svo miklu hugrekki að til fyr- irmyndar var. Þrátt fyrir veikindin hélt Unnur Gréta glæsileik sínum en það skipti hana miklu máli að líta alltaf vel út. Því gat fólki auðveld- lega dulist hversu alvarleg veikindi hennar voru í raun og veru. En það vissu þeir að sjálfsögðu sem stóðu henni næst. Unnur Gréta var einstaklega góð- hjörtuð kona og áhugasöm um ann- arra manna hagi. Hún ræktaði vin- skap við fjölskyldu og vini af einstakri alúð. Það var alltaf skemmtilegt að vera nálægt henni. Hún var mikill húmoristi og sagði svo skemmtilega frá að öllum var mikil gleði af. Hún var einstaklega myndarleg húsmóðir og listakokkur enda þótti henni sjálfri líka gott að borða góðan mat. Því var alltaf gott að leita ráða hjá henni þegar veisla var fyrir höndum og hún var alltaf tilbúin til að reiða fram hjálpar- hönd. Unnur Gréta var líka mikill fagurkeri enda var smekkvísi henn- ar einstök, það sást svo vel á glæsi- legu heimili þeirra hjóna. Unnur Gréta var ákaflega barn- góð og var mikil amma í sér, meira að segja litlu telpunum þremur í okkar fjölskyldu. Því hafði hún ein- staklega gaman af því að fá loksins litla nöfnu í fyrrasumar sem hún fylgdist vel með og varð að fá að sjá reglulega. Unnur Gréta hafði gaman af því að ferðast og gerðu þau hjónin tölu- vert af því. Hún fór líka í innkaupa- ferðir fyrir verslunina sína Gullbrá en ein okkar fór nokkrum sinnum með henni í slíkar ferðir. Í þeim ferðum kom í ljós dugnaðurinn og krafturinn sem einkenndu Unni Grétu, jafnvel eftir að hún varð veik. Ferðir þær voru afskaplega skemmtilegar enda var ánægjulegt að ferðast með henni. Hún sá líka alltaf til þess að vel færi um okkur og ef henni mislíkaði eitthvað þá hikaði hún ekki við að gera eitthvað í málinu. Ferðirnar voru nýttar til hins ítrasta. Unnur Gréta þekkti alltaf til góðra veitingastaða til að borða á og þannig var slakað á eftir erilsaman dag í innkaupum. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um okkar kæru Unni Grétu. Það er dapurt að hugsa til þess að við munum ekki njóta nær- veru og vináttu hennar áfram á komandi árum. Fráfall hennar skil- ur eftir sig stórt skarð í fjölskyldu okkar og hennar verður sárt saknað. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt en svona er það samt. Það þekkjum við af eigin raun. Við vitum hins vegar líka að lífið heldur áfram og minn- ingin um góðar samverustundir munu fylgja okkur um ókomna tíð. Sorgin er sár en minningin gleður. Elsku Hrólfur, Anna Rún, Mar- grét og aðrir aðstandendur. Við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Alda Kjartansdóttir, Anna Lilja Flosadóttir, Rósa Dögg Flosadóttir. Stuttu fyrir andlát Unnar Grétu frænku minnar sat ég í haustblíð- unni í kjarrinu í Tunguskógi við Skutulsfjörð og tíndi aðalbláber fyr- ir hana en mér hafði borist ósk hennar af sjúkrabeði um að fá að bragða á aðalbláberjum með rjóma. Sat ég þarna í berjalautinni og hugsaði til æskuáranna og grét yfir örlögum hennar. Hún frænka mín, aðeins þremur mánuðum eldri en ég, var alltaf fremst í flokki í frænkuhópnum sem samanstóð af UNNUR GRÉTA KETILSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.