Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 41 MINNINGAR ✝ Einar KristjánPálsson fæddist á Akureyri 1. maí 1944. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu aðfaranótt 24. september. For- eldrar hans voru Páll Bjarnason, f. 10. nóv. 1908 á Kambstöðum í S-Þing., d. 12. júlí 1973, símvirkjaverk- stjóri á Akureyri, og Aðalbjörg Guðrún Jónsdóttir, f. 11. mars 1915 á Akur- eyri, d. 11. okt. 1986. Systkini Ein- ars eru: Aðalgeir Pálsson, f. 18. okt. 1934, Guðný Þórhalla Páls- dóttir, f. 25. okt. 1935, d. 14. nóv. 1988, og Hallgrímur Jónas Pálsson, f. 29. ágúst 1939. Einar kvæntist Guðrúnu B. Jón- asdóttur 18. des 1965. Þau skildu 1992. Börn þeirra eru: 1) Ásta Ein- arsdóttir, f. 13. des 1967, maki Björn Óskar Björnsson, f. 26. apríl 1964. Börn þeirra eru Birkir Einar Björnsson, f. 19. apríl 1993, og Guðrún Björg Björnsdóttir, f. 18. jan. 1996. 2) Jónas Páll Einarsson, f. 23 jan. 1969. 3) Viðar Einarsson, f. 20. sept. 1971, barn hans er Kristbjörg Ásta Við- arsdóttir, f. 6. maí 1999. 4) Guðrún Eir Einarsdóttir, f. 3. apr- íl 1977, synir hennar eru Arnaldur Breki Kjartansson, f. 3. mars 1999, og Arnór Brim Kjartansson, f. 11. okt. 2002. Einar útskrifaðist úr MA 17. júní 1964. Hann var einn vetur í Há- skóla Íslands 1964–1965, fór til Englands 1965 í gleraugnanám og lauk því í júní 1967. Hann opnaði Gleraugnasöluna Geisla í júlí 1967 og starfaði síðan við hana allan sinn starfsaldur. Einar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Hvernig minnist maður manns? Hvar mótast menn af því sem þeir síð- an verða og hvað stuðlar að ákvörð- unum og hegðun þess einstaklings á hans mismunandi tímaskeiðum á hans lífi? Faðir minn fékk það hlut- skipti í lífinu að feta þá braut sem ekkert barn óskar sér og því miður sá hann ekki leiðina frá þeirri braut. Hvers vegna hann gafst upp á barátt- unni, veit ég ekki og er ekki mitt að dæma. Persónuleiki miðast að ýmsum þáttum sem við mætum á lífsleiðinni, svo sem uppeldi og umhverfi. Faðir minn hafði sjúkdóm sem hann réð ekki við og leiddi hann síðan til dauða. Þessi sjúkdómur varð þess valdandi að hegðun hans og atferli gerðu hann að þeim manni sem hann var síðustu ár hans og fæstir vildu umgangast. Því dvaldi hann síðustu ár sín í kvöl- um einmanaleikans og uppgjafar. Hvar í baráttunni er lífið það erfitt að maður gefst upp á að bjarga sér og hvað getur maður gert til að hjálpa? Ein leiðin er að reyna að bjarga sjálf- um sér og fara. Sem ég gerði, en eftir á koma upp spurningar, hvað ef og hvað þá? Sársaukinn og samviskubit- ið ber að dyrum. Því yfirgefur maður suma ástvini sína á erfiðum tímum? Á mínum yngri árum átti ég föður sem var mótaður af sínum fyrri árum. Hann sýndi sína umhyggju og ást á þann hátt sem hann kunni og taldi rétt. Hann var ávallt reiðubúinn að aðstoða þá sem leituðu til hans eða honum fannst þurfa hjálp. Með öðrum orðum var hann ákaflega hjartahlýr og gerði ekki flugu mein. Þar af leið- andi fannst mér erfitt að fylgjast með hvernig líf hans og hegðun breyttist síðustu ár. Kannski var það ástæðan að ég yfirgaf hann, ásamt fordómum og þekkingarleysi. En nú er þessi góði og hjartahlýi maður farinn frá mér. Hans erfiðu lokaár eru liðin, nú fær hann þá hvíld og ró sem hann á skilið. Megi Guð geyma hann og varð- veita á meðan ég geymi minningu hans í hjarta mínu. Þinn elskandi sonur, Jónas Páll. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Jafnvel þú, pabbi minn, og nú ertu dá- inn. Þegar hringt var í mig og mér til- kynnt það, komu fram allar æsku- minningarnar mínar. Þú varst góður maður, vildir allt fyrir mig og alla gera. Ég man eftir þér þegar þú kysstir mig góða nótt og sagði „fal- lega stelpan mín“. Ég man eftir öllum veiðiferðunum, sérstaklega þegar þú veiddir mig í eyrað með orminum og öllu, ferðinni til Hollands og Kýpur. Við vorum mikið saman þegar ég var lítil og ég var pabbastelpa. Ég fann bréfið sem ég sendi þér eitt sinn þeg- ar ég var sjö ára stelpa sem þú hefur geymt hjá þér í öll þessi ár. Í því stóð ljóð um þig sem ég samdi. Þarna gengur pabbi minn sem er svo voða sætur. Þú þarft ekki að skammast þín þó að þú sért feitur. Ég vissi alltaf að þú varst stoltur af mér og í gamla daga leit ég upp til þín. En þegar maður missir þessa ímynd frá sér verður maður reiður og bitur, lætur það stjórna sér. Þess vegna gat ég ekki grátið við fréttunum, ég átti mjög erfitt með að fara inn á spítala. Ég hef aldrei misst einhvern sem var mér svo náinn, vissi að þú yrði kaldur og var hrædd við að snerta þig. Ég beið eftir að presturinn kæmi til að fara með mér inn, því ég vissi ekki við hverju ég mátti búast. En þarna lást þú, í svo miklum friði og svo mynd- arlegur. Ekkert veikur, bara fallegur. Þú fannst loksins friðinn eftir öll þessi ár við bardagann við sjúkleika þinn. Ég sá bara hvað himnaríki er fallegt þegar ég sá andlitið þitt. Ég kyssti þig, tók um þig og grét, bað þig um að fyrirgefa mér. Ég hélt alltaf að það væri tími til að snúa við blaðinu. En nú færð þú ást og umhyggju hjá mömmu þinni og öllum uppi, nú læknast þú og nú skilur þú að ég vildi gera allt fyrir þig en gat það ekki. Samt er maður sorgmæddur, því ég veit að þú vildir ekki deyja, þú vildir vera frískur og fá okkur til baka. En ég verð bara að hugsa um það að þetta var best fyrir þig og þú veist núna að ég elska þig og með tímanum verður þetta allt fyrirgefið. Þín litla stelpa, Guðrún Eir. Fyrsta minning mín um Einar bróður minn eru frá 1. maí 1944. Kvöldið áður sofnaði ég í rúmi mínu í svefnherbergi foreldra minna, en vaknaði á verkalýðsdaginn inni í stofu þar sem ekki var verið nema á tylli- dögum. Eitthvað merkilegt var að gerast, og það kom í ljós að foreldrum mínum hafði fæðst sonur. Áður áttu foreldrar okkar þrjú börn, Aðalgeir fæddan 1934, Guðnýju fædda 1935 og undirritaðan 1939. Það kom að því að foreldrar okkar ætluðu að skíra nýja soninn og ákváðu að skíra hann í höfuðið á afa okkar og ömmu Einari og Kristjönu, svo sveinninn var skírður Einar Kristján. Einhverjum árum seinna var Einar spurður af ókunnugum hvað hann héti og stráksi svaraði Einar Amma. Einar bróðir minn var alinn upp við mikið ástríki foreldra sinna að Odda- götu 7 og veit ég að þau höfðu mikið dálæti á honum meðan þau lifðu. Einari var margt til lista lagt og átti ekki langt að sækja það, t.d. skrif- aði hann mjög góða rithönd, teiknaði og málaði ótrúlega vel og hefði hann ræktað listgáfu sína er ég viss um að hann hefði skilið eftir sig listaverk líkt og faðir hans gerði. Einar fór suður til Reykjavíkur eft- ir stúdentspróf til að læra viðskipta- fræði. Þar sem hann hafði mjög næmt auga fyrir ljósmyndun og til að ná sér í vasapeninga fór hann á öldurhúsin á kvöldin og tók myndir af því fólki, sem það vildi. Hann framkallaði svo mynd- irnar af því og seldi. Stærsta vinning í lífi sínu fékk Ein- ar þennan vetur. Þá kynntist hann Guðrúnu Jónasdóttur sem svo varð eiginkona hans. Eftir einn vetur í viðskiptafræði ákvað Einar að söðla um. Þau Guðrún fóru til Lundúna, hann til að læra sjóntækni en Guðrún til að selja Bret- um íslenskan mat. Eftir að Einar lauk náminu hjá Bretunum fluttu þau Guðrún til Ak- ureyrar og stofnuðu heimili og gler- augnasöluna Geisla og er það fyrir- tæki rekið enn í dag. Núna undir stjórn dóttur þeirra og frænda Ein- ars, Árna Péturs. Einar og Guðrún eiga fjögur vel- gerð börn þau Ástu, Jónas Pál, Viðar og Guðrúnu Eir. Öll fjölskyldan hafði mjög gaman af því að fara á skíði og varð það til þess að Einar vildi stuðla að því að æska landsins kæmi saman í Hlíðarfjalli einu sinni á ári. Hann var í stjórn Andrésar-leikanna í mörg ár. Heimili Einars og Guðrúnar var annálað fyrir það að þar voru allir vel- komnir en þó ekki síst fyrir það að Guðrún er einstök kona, góð húsmóð- ir, afbragðs kokkur og alltaf létt í lund. Mínar bestu óskir til allra ástvina Einars. Far þú í friði, kæri bróðir. Hallgrímur Pálsson. Elsku afi minn, nú ertu farinn upp til himna. Þar sem stjörnurnar skína svo skært. Ein stjarnan er amma sem vísar þér leiðina til sín. Því saman ætl- ið þið að lýsa upp himininn. Og þegar við horfum upp þá skína tvær stjörn- ur hlið við hlið og þá vitum við að þar eruð þið amma sem vísið okkur veg- inn um ókomna tíð. Nú kveðjum við þig, elsku afi, og vonum að þér líði vel. Ástar- og sakn- aðarkveðjur. María Katrín og Hekla Rán. Elsku afi Einar. Ég elska þig heitt og mikið. Mér fannst gaman að leika við þig og þú gafst okkur alltaf sum- ardót. Ég ætla að tína fallegt blóm handa þér og setja í kirkjugarðinn. Við fórum stundum út að fá okkur frískt loft saman. Þegar fullorðnir áttu afmæli komstu til okkar. Gler- augun þín eru glitrandi og falleg. Ég veit núna að þér líður vel og ert engill hjá Guði. Kveðja. Arnaldur Breki. Ó, Jesú, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín, sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (Hallgr. Pét.) Elsku afi, pabbi og tengdapabbi. Við þökkum fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við höf- um fengið að njóta með þér. Nú hefur þú fengið frið og hvíld. Megir þú hvíla í friði. Ásta, Björn Óskar, Birkir Einar og Guðrún Björg. Kæri frændi, nú er komið að kveðjustund. Á þannig tímamótum byrja minningar að streyma. Ég man nú kannski mest og best eftir þér þeg- ar ég var lítil stelpa, þó svo minningar séu margar síðan. Þú varst yngstur af þínum systkinum, litli bróðir, og ég var fyrsta barnabarn afa og ömmu í Oddagötunni. Ég var mikið hjá ykkur og á margar fallegar minningar frá þeim tíma. Þú hjálpaðir svo sannar- lega til að sú minning lifir. Þú varst alltaf með myndavélina á lofti og tókst óteljandi myndir af mér og bróður mínum. Framköllunarvélin var í kjall- aranum, framkallaðar voru myndir af öllum stærðum og gerðum, klipptar út og nokkrar myndir á ég þar sem þú litaðir þær með trélitum og enn í dag eru þetta fallegustu myndir eins og þær hefðu verið teknar í lit. Það væri nú annars ekki mikið til af myndum. Samskipti okkar hafa ekki verið mikil til margra ára, en hugur minn oft verið hjá þér. Ég óska þess frá mínum dýpstu hjartarótum að þú haf- ir fengið frið í þínum þreytta og þjáða líkama, þar sem ævi þín hefur ekki verið dans á rósum til margra ára. Foreldrar þínir og systir taka þér opnum örmum, þú varst í miklu uppá- haldi hjá þeim. Börnin þín fjögur bið ég Guð að vernda og að gamla góða minningin lifi í þeirra hjörtum á með- an þú varst upp á þitt besta. Vertu sæll, frændi. Þín Aðalbjörg (Bogga). Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó himnesk rödd er sagði: Það er nóg. Skrifað stendur „Leitið og þér munið finna“. Þessi orð komu mér í hug, er mér barst fregnin um að vinur minn, Einar Kr. Pálsson, hefði kvatt þetta jarðneska líf. Áratuga löng leit að lífshamingju var nú á enda. Í mörg ár hafði allra leiða verið leitað, bæði hérlendis og erlendis, en sú leit bar ekki árangur. Því er það, að þrátt fyr- ir söknuð er eins og ég finni til þakk- lætis, þegar erfiðri lífsbaráttu er lok- ið. Kunningsskapur okkar Einars, er síðar leiddi til mikils vinskapar, hófst fyrir tæpum þremur áratugum. Fyrir tilstilli góðra manna höfðum við leitað vestur um haf til að fá aðstoð við að öðlast nýja lífssýn. Sú aðstoð fólst í leiðbeiningum um breytt hugarfar í þeim tilgangi að fá betri skilning á til- gangi lífsins. Allt frá þeim tíma hefur vinskapur okkar verið allnáinn. Frómur maður sagði: „Þegar vinur minn er vansæll leita ég hann uppi, þegar hann er hamingjusamur bíð ég komu hans.“ Sjaldan leið langur tími milli þess, að við heyrðum hvor í öðr- um. Þannig var vinátta okkar, – traust alla tíð. Einar var í mörg ár mikill áhuga- maður um alls konar útiveru. Hann stundaði stangveiði, fór til rjúpna og hafði unun af því að ferðast. Á yngri árum hafði hann einnig mikinn áhuga á ljósmyndun. En skíðaíþróttin held ég að hafi verið honum hvað hjart- fólgnust. Auk þess að stunda þá íþrótt sjálfur var hann um margra ára skeið virkur þátttakandi í að skipuleggja skíðamót unglinga á Akureyri og taka á móti þeim unglingum sem komu víða að af landinu til þátttöku í þeim. Fann ég að það starf hafði gefið hon- um mikið. Eftir stúdentspróf lagði Einar stund á sjóntækjanám í Englandi og að því loknu setti hann á stofn sjón- tækjaverslun á Akureyri. Sem sjón- tækjafræðingur var hann mikill völ- undur. Hann var í eðli sínu hagur mjög og vandvirkur. Hann sinnti verslun sinni vel, meðan starfsgeta leyfði. Allur tækjakostur var góður og vöruúrval ætíð gott. Þrátt fyrir að hann hætti að starfa við verslun sína fylgdist hann ætíð vel með hvernig ár- aði og gladdist þegar vel gekk. Menn hafa kosti og galla. Sá kostur sem hátt er skrifaður er heiðarleiki. Hann er lofsverð dyggð, mannlegur fjársjóður sem ekki er hægt að stela. Heiðarleg- ur maður er gulls ígildi. Hann er traustur og áreiðanlegur. Þennan eðl- iskost hafði Einar til að bera og þann- ig mun ég minnast hans. Um leið og við Birna vottum að- standendum Einars öllum einlæga samúð okkar vil ég kveðja hann með orðum Kahlil Gibran: „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngu- maður sér fjallið best af sléttunni.“ Blessuð sé minning góðs vinar. Þorsteinn Guðlaugsson. Góður vinur minn er látinn. Einar var vinur minn til margra ára. Hann var mjög góður maður og mátti ekk- ert aumt sjá. Hin síðari ár þegar Ein- ar varð orðinn veikur fylgdist hann með börnum og barnabörnum eins og hann gat. Hann var hreykinn af börn- um sínum. Einar skildi við konu sína og síðar hóf hann búskap með Ingunni Ólöfu Ólafsdóttir. Ingunn átti börn frá fyrra hjónabandi sem Einar reyndist vel í alla staði. Ég votta börnum og barna- börnum Einars mína dýpstu samúð. Ég vil þakka Auði dóttir Ingunnar heitinnar fyrir hvað hún reyndist Ein- ari vel alla tíð. Megi góður guð vaka yfir ættingjum og vinum Einars Sig- urðssonar. Þar er farinn góður mað- ur. Guðjón Sigurðsson, Sigríður Ásgeirsdóttir. EINAR KRISTJÁN PÁLSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs sambýlis- manns míns og bróður okkar, SVERRIS KARLSSONAR, Jaðarsbraut 31, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Björg Hermannsdóttir, Sigurður Karlsson, Birgir Karlsson. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GRÓU SÓLBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Stóra-Sandfelli. Jóna Kristbjörg Jónsdóttir, Magnús Stefánsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs sambýlis- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS EYÞÓRSSONAR, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Borghildur Þórðardóttir, Hólmfríður Svala Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Björk Jóhannsdóttir, Páll Eyþór Jóhannsson, Sesselja Bjarnfríður Jónsdóttir, Einar Jörundur Jóhannsson, Þórdís Ólafsdóttir, Heiðar Ingi Jóhannsson, Kristjana Andrésdóttir, Ólafur Unnar Jóhannsson, Oddrún Elfa Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.