Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR HAUST OG VETUR 2005 MODERN RETRO Kanebo dagar í Hygeu Kringlunni föstudag og laugardag Húðsérfræðingur og förðunarfræðingur Kanebo verða í Hygeu Kringlunni í dag, föstudag, og á morgun laugardag Förðun með því nýjasta frá Japan Húðgreining Sérstök kynningartilboð Sýning | Margrét M. Norðdahl opnar á morgun, laugardaginn 1. október, kl. 16, sýningu á Café Kar- ólínu en hún nefnist: „The tuktuk (a journey).“ Margrét útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur verið iðin við sýningar síðan. Verkið samanstendur af mynd- bandi, hljóði, ljósmyndum, mál- verkum og teikningum. Friðarferli | Tim Murphy flytur fyrirlestur á fundi sem Stefna efnir til á morgun, laugardaginn 1. októ- ber, kl. 14 í húsnæði sínu, Hafn- arstræti 98. Hann mun fjalla um friðarferlið á Norður-Írlandi, for- sögu og horfur. Murphy er Íri, lekt- or við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, en áður hefur hann kennt við háskóla í Englandi, Frakklandi, Indlandi og Írlandi m.a. um eiturlyfjalöggjöf, stjórn- arskrárlöggjöf, lagaheimspeki o.fl. Sýning | Elín Hansdóttir opnar sýningu í Galleríi Boxi á morgun, laugardaginn 1. október, kl. 15. Verkið SPOT er leikur með rými og ljós. Opið er á fimmtudögum og laugardögum, frá kl. 14 til 17 en einnig eftir samkomulagi. Sýningin stendur til 22. október. Gott haustveður | Félagar í Veð- urklúbbnum á Dalbæ á Dalvík telja erfitt að spá fyrir um veðrið í kom- andi mánuði, október. Flestir voru þó á því að 3. október myndi veðrið batna, þar sem tungl kviknar í suðaustri. Töldu menn þó að nokkrir dagar yrðu frekar leið- inlegir, en október í heild yrði með fremur gott haustveður. Einn klúbb- félaga skilaði séráliti þar sem hann var ekki öruggur um að veðrið skán- aði nú eftir helgi. Taldi frekar að um veturnætur kæmi góður kafli. NÁMSKEIÐ fyrir foreldra grunn- skólabarna um NemaNet verður haldið í Brekkuskóla á miðvikudag, 5. október. Um er að ræða tvö námskeið, það fyrra hefst kl. 17 en það síðara kl. 20. NemaNet byggist á kenningu Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur námsráðgjafa, en hún hefur veitt nemendum ráðgjöf um árangurs- ríkar náms- og lestraraðferðir í aldarfjórðung. Hornsteinn þess er lestrarlíkan, en NemaNetið var þróað á for- sendum þess, þannig að nemandi geti nýtt kunnáttu sína um lestr- araðferðir á skilvirkan hátt með aðstoð tölvunnar. Heimanám, skilaverkefni í heimanámi, gagna- safn og þekkingarbanki eigin námsvinnu, allt er þetta vistað á kerfisbundin hátt á einum vísum stað. Þekkingarbankinn fylgir nemandanum frá ári til árs og á milli skólastiga. NemaNet er m.a. fyrir foreldra sem vilja taka þátt í og fylgjast með námi barna sinni, en það gefur þeim færi á virkri þátttöku í því. Það hentar einnig kennurum við námsáætlanagerð, nálgun og fram- setningu efnisþátta, til símats og í einstaklingsmiðuðu námi. Þá getur það hentað námsmönnum með sér- tækar þarfir, svo sem dyslexíu, at- hyglisbrest eða prófkvíða. NemaNetið er eins konar vinnu- borð námsmannsins á vefnum, ætl- að til að veita aðhald og stuðning í heimanámi, en kerfið býr yfir hvetjandi lausnum sem efla ein- beitingu og skilning auk þess að þjálfa minni. Það er aðgengilegt úr hvaða nettengdri tölvu sem er. Námskeið fyrir for- eldra um NemaNet KVENNALIÐ KA/Þórs er mætt til leiks á ný á Íslandsmótinu í hand- knattleik en liðið dró sig út úr keppni á síðustu leiktíð vegna meiðsla leikmanna og manneklu. Liðið ætlar sér stóra hluti í ár og hefur fengið til liðs við sig nýja leik- menn í baráttunni. Inga Dís Sigurð- ardóttir er komin heim á ný en hún lék með Gróttu/KR í fyrra og þær Sigurbjörg Hjartardóttir markvörð- ur og Guðrún Linda Guðmundsdótt- ir hafa tekið fram skóna að nýju. Þá hefur Jurgita Markevicut, landsliðs- kona frá Litháen, einnig bæst í leik- mannahópinn. Haddur Júlíus Stefánsson er þjálfari liðsins en honum til aðstoð- ar er Einvarður Jóhannsson. Í vik- unni skrifaði fulltrúi kvennaliðs KA/ Þórs undir styrktarsamninga við sjö fyrirtæki á Akureyri en þau eru Landsbankinn, P.A. byggingaverk- taki, Rafmenn, Kjarnafæði, G. Hjálmarsson, Bakaríið við brúna og Dekkjahöllin. Kvennalið KA/Þórs í slaginn á ný         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.