Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 19

Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR HAUST OG VETUR 2005 MODERN RETRO Kanebo dagar í Hygeu Kringlunni föstudag og laugardag Húðsérfræðingur og förðunarfræðingur Kanebo verða í Hygeu Kringlunni í dag, föstudag, og á morgun laugardag Förðun með því nýjasta frá Japan Húðgreining Sérstök kynningartilboð Sýning | Margrét M. Norðdahl opnar á morgun, laugardaginn 1. október, kl. 16, sýningu á Café Kar- ólínu en hún nefnist: „The tuktuk (a journey).“ Margrét útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur verið iðin við sýningar síðan. Verkið samanstendur af mynd- bandi, hljóði, ljósmyndum, mál- verkum og teikningum. Friðarferli | Tim Murphy flytur fyrirlestur á fundi sem Stefna efnir til á morgun, laugardaginn 1. októ- ber, kl. 14 í húsnæði sínu, Hafn- arstræti 98. Hann mun fjalla um friðarferlið á Norður-Írlandi, for- sögu og horfur. Murphy er Íri, lekt- or við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, en áður hefur hann kennt við háskóla í Englandi, Frakklandi, Indlandi og Írlandi m.a. um eiturlyfjalöggjöf, stjórn- arskrárlöggjöf, lagaheimspeki o.fl. Sýning | Elín Hansdóttir opnar sýningu í Galleríi Boxi á morgun, laugardaginn 1. október, kl. 15. Verkið SPOT er leikur með rými og ljós. Opið er á fimmtudögum og laugardögum, frá kl. 14 til 17 en einnig eftir samkomulagi. Sýningin stendur til 22. október. Gott haustveður | Félagar í Veð- urklúbbnum á Dalbæ á Dalvík telja erfitt að spá fyrir um veðrið í kom- andi mánuði, október. Flestir voru þó á því að 3. október myndi veðrið batna, þar sem tungl kviknar í suðaustri. Töldu menn þó að nokkrir dagar yrðu frekar leið- inlegir, en október í heild yrði með fremur gott haustveður. Einn klúbb- félaga skilaði séráliti þar sem hann var ekki öruggur um að veðrið skán- aði nú eftir helgi. Taldi frekar að um veturnætur kæmi góður kafli. NÁMSKEIÐ fyrir foreldra grunn- skólabarna um NemaNet verður haldið í Brekkuskóla á miðvikudag, 5. október. Um er að ræða tvö námskeið, það fyrra hefst kl. 17 en það síðara kl. 20. NemaNet byggist á kenningu Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur námsráðgjafa, en hún hefur veitt nemendum ráðgjöf um árangurs- ríkar náms- og lestraraðferðir í aldarfjórðung. Hornsteinn þess er lestrarlíkan, en NemaNetið var þróað á for- sendum þess, þannig að nemandi geti nýtt kunnáttu sína um lestr- araðferðir á skilvirkan hátt með aðstoð tölvunnar. Heimanám, skilaverkefni í heimanámi, gagna- safn og þekkingarbanki eigin námsvinnu, allt er þetta vistað á kerfisbundin hátt á einum vísum stað. Þekkingarbankinn fylgir nemandanum frá ári til árs og á milli skólastiga. NemaNet er m.a. fyrir foreldra sem vilja taka þátt í og fylgjast með námi barna sinni, en það gefur þeim færi á virkri þátttöku í því. Það hentar einnig kennurum við námsáætlanagerð, nálgun og fram- setningu efnisþátta, til símats og í einstaklingsmiðuðu námi. Þá getur það hentað námsmönnum með sér- tækar þarfir, svo sem dyslexíu, at- hyglisbrest eða prófkvíða. NemaNetið er eins konar vinnu- borð námsmannsins á vefnum, ætl- að til að veita aðhald og stuðning í heimanámi, en kerfið býr yfir hvetjandi lausnum sem efla ein- beitingu og skilning auk þess að þjálfa minni. Það er aðgengilegt úr hvaða nettengdri tölvu sem er. Námskeið fyrir for- eldra um NemaNet KVENNALIÐ KA/Þórs er mætt til leiks á ný á Íslandsmótinu í hand- knattleik en liðið dró sig út úr keppni á síðustu leiktíð vegna meiðsla leikmanna og manneklu. Liðið ætlar sér stóra hluti í ár og hefur fengið til liðs við sig nýja leik- menn í baráttunni. Inga Dís Sigurð- ardóttir er komin heim á ný en hún lék með Gróttu/KR í fyrra og þær Sigurbjörg Hjartardóttir markvörð- ur og Guðrún Linda Guðmundsdótt- ir hafa tekið fram skóna að nýju. Þá hefur Jurgita Markevicut, landsliðs- kona frá Litháen, einnig bæst í leik- mannahópinn. Haddur Júlíus Stefánsson er þjálfari liðsins en honum til aðstoð- ar er Einvarður Jóhannsson. Í vik- unni skrifaði fulltrúi kvennaliðs KA/ Þórs undir styrktarsamninga við sjö fyrirtæki á Akureyri en þau eru Landsbankinn, P.A. byggingaverk- taki, Rafmenn, Kjarnafæði, G. Hjálmarsson, Bakaríið við brúna og Dekkjahöllin. Kvennalið KA/Þórs í slaginn á ný         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.