Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 29 UMRÆÐAN LAUGARDAGINN 1. október tekur formlega til starfa Þjónustu- miðstöð Breiðholts. Á henni starfa nokkrar fagstéttir sem er ætlað að þjónusta íbúa Breiðholts undir slag- orðinu – Frá vöggu til grafar. Með stofnun þjónustumiðstöðva í Reykjavíkurborg koma saman á einn vinnustað nokkrar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, sálfræð- ingar, unglingaráðgjafar og kennslu- ráðgjafar í leik- og grunnskólum. Í Þjónustumiðstöð Breiðholts er auk þess lögreglan með sína starfsmenn. Í Breiðholti eru 5 grunnskólar og 14 leikskólar og á Þjónustumiðstöðinni starfa tveir kennsluráðgjafar í grunnskólum, Guðrún Þórsdóttir og Hrund Logadóttir. Í gegnum nám og áratuga störf innan fagstétta skapast vinnuhefðir og áherslur sem eru til að mæta sem best þeim sem verið er að vinna með. Þó kennsluráðgjöf sé ung grein á Ís- landi, tæplega tuttugu ára, hefur hún vissulega mótað sínar áherslur og vinnulag til að ná sem bestum ár- angri í flóknu starfi. Aðkoma kennsluráðgjafa í grunn- skólana er alltaf á forsendum skól- anna og það eru skólastjórnendur og kennarar sem óska eftir ráðgjöf og aðstoð. Þeir þættir sem kennsluráðgjaf- inn vinnur með fyrst og fremst eru bekkjarstjórnun, líðan kennara, líð- an nemenda, samskipti innan bekkj- ar, milli kennara og nemenda og milli kennara, foreldrasamstarf og foreldrasamskipti, skólamenning, úrræði innan skólans, kennsluhætt- ir, kennsluáætlanir, nám nemenda og kennsla kennaranna, námsgögn, nýbreytni- og þróunarvinna í skóla- starfi og leiðir til að kennarar nái betri árangri með fjölbreyttan nem- endahóp. Kennsluráðgjöf er fyrir alla kenn- ara einfaldlega vegna þess að eðli ráðgjafarinnar ræðst af þeirri stöðu sem kennarar eru í hverju sinni og því geta stjörnu-kennarar haft jafn mikið gagn af kennsluráðgjöf og þeir kennarar sem standa frammi fyrir erfiðum verkefnum í kennslunni. Kennsluráðgjafinn leitast við að hafa áhrif til góðs í víðu samhengi innan skólans og hans heildarsýn er alltaf skólamenning skólans og sam- spilið milli kennara, nemenda og starfsmanna innan skólans. Kennsluráðgjöfin hefst á þeim stað þar sem kennarinn er og á þeim við- fangsefnum sem blasa við það sinnið. Kennsluráðgjöfin dýpkar og skerpir sýn kennarans á starf sitt og und- antekningarlítið lyftir hún undir starfsgleðina og eykur bjartsýni á að takast á við nýbreytni í starfinu. Það kemur fyrir að nýir kennarar króist af í vondum aðstæðum í starf- inu og sjái engar lausnir framundan. Skólakerfið hefur misst unga kenn- ara m.a. vegna þess að á viðkvæmum byrjunartíma fengu þeir ekki þá ráð- gjöf og stuðning sem fleytti þeim áfram og gaf þeim nýtt mat á stöð- una og sjálfa sig sem kennara. Sú staðreynd að kennsluráðgjafar hafa verið örfáir og að við breytingar inn- an menntakerfis borgarinnar hefur þeim fækkað um meira en helming er áhyggjuefni. Með auknum kröfum til skólanna og kenn- ara hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir kennsluráðgjöf og nú. Kennsluráðgjöf er í sinni bestu mynd afar ódýr lausn fyrir skóla- kerfið vegna þess að hún styrkir kennarann í starfi og getur haft margföldunaráhrif frá einum kennara yfir í allan skólann og komið af stað þróunarferli sem skilar sér marg- falt í inntaksmeira námi hjá nem- endum. Í ágreiningsmálum milli heimilis og skóla getur greinandi og hlutlaust mat kennsluráðgjafans haft úr- slitaáhrif á lausn erfiðra samskipta- mála. Skólar og foreldrar geta óskað eftir aðstoð kennsluráðgjafa ef erf- iðleikar koma upp í samskiptum for- eldra og skóla. Kennsluráðgjöf á að vera eðlilegur hluti af starfsemi allra skóla og koma inn á fyrstu stigum í áætl- anagerð kennaranna. Hún á að vera tiltæk hvenær sem kennaranum finnst boðaföllin ofrísa í starfinu og hann þarf á handleiðslu og ráðgjöf að halda. Hún á einnig að vera tiltæk þegar kennarann langar til að koma á nýbreytni í starfi og þarf að hugsa upphátt með sérfræðingi sem hefur reynslu og þekkingu til að sjá fyrir og getur lagt á ráðin um nýja og spennandi brúarsmíð í skólastarfi. Kennsluráðgjöf og skólastefna eru samtvinnaðir þættir. Í raun ætti að gera átak í að fjölga kennsluráð- gjöfum til að auðvelda skólum að koma til móts við sífellt auknar kröf- ur um einstaklingsmiðað nám, skóla án aðgreiningar, stóraukið foreldra- samstarf, samvinnu við grennd- arsamfélagið og fjölbreytni í kennslu svo sem í meiri útikennslu til að styrkja kennara betur til að takast á við starfið. Kennsluráðgjöf fyrir alla skóla Hrund Logadóttir og Guðrún Þórsdóttir fjalla um kennslu- ráðgjöf í Breiðholti ’Kennsluráðgjöf ogskólastefna eru sam- tvinnaðir þættir.‘ Guðrún Þórsdóttir Höfundar eru kennsluráðgjafar í Þjónustumiðstöð Breiðholts. Hrund Logadóttir FRAMKVÆMDUM við nýjan vegarkafla á Suðurlandsvegi frá Hveradalabrekku að Litlu- Kaffistofunni fer senn að ljúka. Mikil bót verður að þessum vegarkafla en við framkvæmdir við hann var tekið fullt tillit til ábendinga varðandi ör- yggisatriði og á samgönguráðherra hrós skilið vegna þess og greinilegt að um stefnumarkandi ákvarðanir var að ræða. Í fyrsta lagi var tekin ákvörðun um þriggja akreina veg, í öðru lagi gerð mislægra gatna- móta inn á Þrengsla- veg og í þriðja lagi var tekin ákvörðun um víraleiðara á miðju vegarins. Þessir þættir munu greiða fyrir um- ferð og auka öryggi á veginum. Ljóst er að áfram verður unnið að vega- bótum á Suðurlands- vegi í þessum anda, með gerð þriggja ak- reina vegar með vegriði. Fyrir ligg- ur að 300 milljónir eru áætlaðar í veginn 2007 og gert ráð fyrir að nýta þær til að gera þriggja akreina veg frá Lögbergsbrekku að Litlu- Kaffistofunni og frá Hveradala- brekku að Kambabrún. Ekki er gert ráð fyrir vegriði en kostnaðarauki vegna þess er ekki verulegur en hver kílómetri víravegriðs kostar 6–8 milljónir króna. Hönnun 2 + 1-vegar á þessum kafla hefst í lok þessa árs. Því ber að fagna að samgöngu- yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að gera úrbætur á Suðurlandsvegi og þannig tekið undir áherslur þing- manna, sveitarstjórnarmanna og al- mennings. Við þessa ákvörðun hefur samgönguráðherra horft til mikillar umferðar og mikillar slysahættu á þessari leið. Ljóst er að þær úrbætur sem gera þarf taka nokkurn tíma og því nauðsynlegt að marka þeim far- veg á samgönguáætlun til næstu 12 ára en vinna við hana hefst nú á haustmánuðum. Fyrsta skref úrbóta hefur verið stigið með framkvæmdunum í Svína- hrauni og 300 milljóna fjárveitingu 2007 til 2 + 1-vegar frá Lögbergs- brekku að Kambabrún. Næstu skref sem marka þarf er að 2 + 1-vegurinn nái alla leið milli Reykjavíkur og Sel- foss með sértækum að- gerðum í Kömbunum til að auka öryggi. Veg- urinn verði búinn miðjuvegriði og gert verði ráð fyrir lýsingu á honum. Um leið og þessi skref eru mörkuð á áætluninni er verið að nálgast það lokamark- mið að á þessari leið verði fjögurra akreina upplýstur vegur. Framkvæmdir við 2 + 1-veg nýtast vel þegar kemur að uppbyggingu 2 + 2-vegar sem yrði þá með vegriði í stað að- skilnaðar. Full samstaða er um fram- kvæmdir við Suðurlandsveg. Yfirlýs- ing þess efnis liggur fyrir hjá Sam- bandi sunnlenskra sveitarfélaga og þingmenn Suðurkjördæmis eru einnig einhuga um úrbætur á þessari leið. Þingmenn kjördæmisins munu fylgja því eftir að úrbætur á Suður- landsvegi milli Reykjavíkur og Sel- foss komist inn á samgönguáætlun svo farvegur framkvæmda verði tryggður. Miklar úr- bætur á Suð- urlandsvegi Drífa Hjartardóttir skrifar um vegaframkvæmdir á Suður- landsvegi Drífa Hjartardóttir ’Þingmenn kjördæm-isins munu fylgja því eftir að úrbætur á Suð- urlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss komist inn á samgöngu- áætlun svo farvegur framkvæmda verði tryggður.‘ Höfundur er alþingismaður í Suðurkjördæmi. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.