Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 29 UMRÆÐAN LAUGARDAGINN 1. október tekur formlega til starfa Þjónustu- miðstöð Breiðholts. Á henni starfa nokkrar fagstéttir sem er ætlað að þjónusta íbúa Breiðholts undir slag- orðinu – Frá vöggu til grafar. Með stofnun þjónustumiðstöðva í Reykjavíkurborg koma saman á einn vinnustað nokkrar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, sálfræð- ingar, unglingaráðgjafar og kennslu- ráðgjafar í leik- og grunnskólum. Í Þjónustumiðstöð Breiðholts er auk þess lögreglan með sína starfsmenn. Í Breiðholti eru 5 grunnskólar og 14 leikskólar og á Þjónustumiðstöðinni starfa tveir kennsluráðgjafar í grunnskólum, Guðrún Þórsdóttir og Hrund Logadóttir. Í gegnum nám og áratuga störf innan fagstétta skapast vinnuhefðir og áherslur sem eru til að mæta sem best þeim sem verið er að vinna með. Þó kennsluráðgjöf sé ung grein á Ís- landi, tæplega tuttugu ára, hefur hún vissulega mótað sínar áherslur og vinnulag til að ná sem bestum ár- angri í flóknu starfi. Aðkoma kennsluráðgjafa í grunn- skólana er alltaf á forsendum skól- anna og það eru skólastjórnendur og kennarar sem óska eftir ráðgjöf og aðstoð. Þeir þættir sem kennsluráðgjaf- inn vinnur með fyrst og fremst eru bekkjarstjórnun, líðan kennara, líð- an nemenda, samskipti innan bekkj- ar, milli kennara og nemenda og milli kennara, foreldrasamstarf og foreldrasamskipti, skólamenning, úrræði innan skólans, kennsluhætt- ir, kennsluáætlanir, nám nemenda og kennsla kennaranna, námsgögn, nýbreytni- og þróunarvinna í skóla- starfi og leiðir til að kennarar nái betri árangri með fjölbreyttan nem- endahóp. Kennsluráðgjöf er fyrir alla kenn- ara einfaldlega vegna þess að eðli ráðgjafarinnar ræðst af þeirri stöðu sem kennarar eru í hverju sinni og því geta stjörnu-kennarar haft jafn mikið gagn af kennsluráðgjöf og þeir kennarar sem standa frammi fyrir erfiðum verkefnum í kennslunni. Kennsluráðgjafinn leitast við að hafa áhrif til góðs í víðu samhengi innan skólans og hans heildarsýn er alltaf skólamenning skólans og sam- spilið milli kennara, nemenda og starfsmanna innan skólans. Kennsluráðgjöfin hefst á þeim stað þar sem kennarinn er og á þeim við- fangsefnum sem blasa við það sinnið. Kennsluráðgjöfin dýpkar og skerpir sýn kennarans á starf sitt og und- antekningarlítið lyftir hún undir starfsgleðina og eykur bjartsýni á að takast á við nýbreytni í starfinu. Það kemur fyrir að nýir kennarar króist af í vondum aðstæðum í starf- inu og sjái engar lausnir framundan. Skólakerfið hefur misst unga kenn- ara m.a. vegna þess að á viðkvæmum byrjunartíma fengu þeir ekki þá ráð- gjöf og stuðning sem fleytti þeim áfram og gaf þeim nýtt mat á stöð- una og sjálfa sig sem kennara. Sú staðreynd að kennsluráðgjafar hafa verið örfáir og að við breytingar inn- an menntakerfis borgarinnar hefur þeim fækkað um meira en helming er áhyggjuefni. Með auknum kröfum til skólanna og kenn- ara hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir kennsluráðgjöf og nú. Kennsluráðgjöf er í sinni bestu mynd afar ódýr lausn fyrir skóla- kerfið vegna þess að hún styrkir kennarann í starfi og getur haft margföldunaráhrif frá einum kennara yfir í allan skólann og komið af stað þróunarferli sem skilar sér marg- falt í inntaksmeira námi hjá nem- endum. Í ágreiningsmálum milli heimilis og skóla getur greinandi og hlutlaust mat kennsluráðgjafans haft úr- slitaáhrif á lausn erfiðra samskipta- mála. Skólar og foreldrar geta óskað eftir aðstoð kennsluráðgjafa ef erf- iðleikar koma upp í samskiptum for- eldra og skóla. Kennsluráðgjöf á að vera eðlilegur hluti af starfsemi allra skóla og koma inn á fyrstu stigum í áætl- anagerð kennaranna. Hún á að vera tiltæk hvenær sem kennaranum finnst boðaföllin ofrísa í starfinu og hann þarf á handleiðslu og ráðgjöf að halda. Hún á einnig að vera tiltæk þegar kennarann langar til að koma á nýbreytni í starfi og þarf að hugsa upphátt með sérfræðingi sem hefur reynslu og þekkingu til að sjá fyrir og getur lagt á ráðin um nýja og spennandi brúarsmíð í skólastarfi. Kennsluráðgjöf og skólastefna eru samtvinnaðir þættir. Í raun ætti að gera átak í að fjölga kennsluráð- gjöfum til að auðvelda skólum að koma til móts við sífellt auknar kröf- ur um einstaklingsmiðað nám, skóla án aðgreiningar, stóraukið foreldra- samstarf, samvinnu við grennd- arsamfélagið og fjölbreytni í kennslu svo sem í meiri útikennslu til að styrkja kennara betur til að takast á við starfið. Kennsluráðgjöf fyrir alla skóla Hrund Logadóttir og Guðrún Þórsdóttir fjalla um kennslu- ráðgjöf í Breiðholti ’Kennsluráðgjöf ogskólastefna eru sam- tvinnaðir þættir.‘ Guðrún Þórsdóttir Höfundar eru kennsluráðgjafar í Þjónustumiðstöð Breiðholts. Hrund Logadóttir FRAMKVÆMDUM við nýjan vegarkafla á Suðurlandsvegi frá Hveradalabrekku að Litlu- Kaffistofunni fer senn að ljúka. Mikil bót verður að þessum vegarkafla en við framkvæmdir við hann var tekið fullt tillit til ábendinga varðandi ör- yggisatriði og á samgönguráðherra hrós skilið vegna þess og greinilegt að um stefnumarkandi ákvarðanir var að ræða. Í fyrsta lagi var tekin ákvörðun um þriggja akreina veg, í öðru lagi gerð mislægra gatna- móta inn á Þrengsla- veg og í þriðja lagi var tekin ákvörðun um víraleiðara á miðju vegarins. Þessir þættir munu greiða fyrir um- ferð og auka öryggi á veginum. Ljóst er að áfram verður unnið að vega- bótum á Suðurlands- vegi í þessum anda, með gerð þriggja ak- reina vegar með vegriði. Fyrir ligg- ur að 300 milljónir eru áætlaðar í veginn 2007 og gert ráð fyrir að nýta þær til að gera þriggja akreina veg frá Lögbergsbrekku að Litlu- Kaffistofunni og frá Hveradala- brekku að Kambabrún. Ekki er gert ráð fyrir vegriði en kostnaðarauki vegna þess er ekki verulegur en hver kílómetri víravegriðs kostar 6–8 milljónir króna. Hönnun 2 + 1-vegar á þessum kafla hefst í lok þessa árs. Því ber að fagna að samgöngu- yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að gera úrbætur á Suðurlandsvegi og þannig tekið undir áherslur þing- manna, sveitarstjórnarmanna og al- mennings. Við þessa ákvörðun hefur samgönguráðherra horft til mikillar umferðar og mikillar slysahættu á þessari leið. Ljóst er að þær úrbætur sem gera þarf taka nokkurn tíma og því nauðsynlegt að marka þeim far- veg á samgönguáætlun til næstu 12 ára en vinna við hana hefst nú á haustmánuðum. Fyrsta skref úrbóta hefur verið stigið með framkvæmdunum í Svína- hrauni og 300 milljóna fjárveitingu 2007 til 2 + 1-vegar frá Lögbergs- brekku að Kambabrún. Næstu skref sem marka þarf er að 2 + 1-vegurinn nái alla leið milli Reykjavíkur og Sel- foss með sértækum að- gerðum í Kömbunum til að auka öryggi. Veg- urinn verði búinn miðjuvegriði og gert verði ráð fyrir lýsingu á honum. Um leið og þessi skref eru mörkuð á áætluninni er verið að nálgast það lokamark- mið að á þessari leið verði fjögurra akreina upplýstur vegur. Framkvæmdir við 2 + 1-veg nýtast vel þegar kemur að uppbyggingu 2 + 2-vegar sem yrði þá með vegriði í stað að- skilnaðar. Full samstaða er um fram- kvæmdir við Suðurlandsveg. Yfirlýs- ing þess efnis liggur fyrir hjá Sam- bandi sunnlenskra sveitarfélaga og þingmenn Suðurkjördæmis eru einnig einhuga um úrbætur á þessari leið. Þingmenn kjördæmisins munu fylgja því eftir að úrbætur á Suður- landsvegi milli Reykjavíkur og Sel- foss komist inn á samgönguáætlun svo farvegur framkvæmda verði tryggður. Miklar úr- bætur á Suð- urlandsvegi Drífa Hjartardóttir skrifar um vegaframkvæmdir á Suður- landsvegi Drífa Hjartardóttir ’Þingmenn kjördæm-isins munu fylgja því eftir að úrbætur á Suð- urlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss komist inn á samgöngu- áætlun svo farvegur framkvæmda verði tryggður.‘ Höfundur er alþingismaður í Suðurkjördæmi. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.