Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 35
MINNINGAR
að leysa samviskusamlega af hendi.
Gísli vann við sjúkraflutninga um
árabil og starfaði hjá Rauða kross-
inum á Suðurnesjum. Mannkostir
hans birtust í starfi sem leik. Hann
var ljúfur, glaðvær og átti mjög
auðvelt með að umgangast fólk.
Reynsla hans af erfiðum slysum og
sorg gerði það að verkum að hann
var fremstur meðal jafningja þegar
kom að áfallahjálp. Áhugi hans á
því að Suðurnesjafólk hafi aðgang
að slíkri hjálp varð til þess að hann
réðst í það ásamt öðrum framsækn-
um einstaklingum að stofna félagið
Áfallahjálp á Suðurnesjum. Hann
vann mjög ötullega að uppbyggingu
Áfallahjálpar og störf hans eru
ómetanleg. Við samstarfsfélagar
hans viljum þakka honum hin óeig-
ingjörnu störf með virðingu og
djúpum söknuði.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Suðurnesjamenn allir hafa misst
mikið með fráfalli Gísla Viðars.
Harmur eiginkonu, barna, for-
eldra, ættingja og vina er þó mun
þyngri. Við viljum votta þeim okkar
innilegustu samúð og heiðra minn-
ingu Gísla Viðars með því að halda
áfram að starfa í anda hans.
Samstarfsfólk í áfallahjálp á Suð-
urnesjum,
Sólveig Þórðardóttir.
Kveðja frá LSS
Stórt skarð var höggvið í raðir
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna þegar félagi okkar og vinur,
Gísli Viðar Harðarson, féll skyndi-
lega frá. Gísli Viðar hafði starfað
við sjúkraflutninga og slökkvistörf í
aldarfjórðung. Hann var því með
reyndustu mönnum í okkar hópi og
meðal þeirra sem reynst hafa fé-
lögum sínum og stéttinni hvað best.
Störf Gísla Viðars einkenndust af
umhyggju fyrir öryggi og velferð
samborgaranna. Það lýsti sér vel í
daglegu starfi jafnt sem störfum
hans að málefnum stéttarinnar og
að mannúðar- og öryggismálum á
vegum Rauða kross Íslands. Hann
stundaði kennslu í skyndihjálp um
áratugaskeið og var virtur og við-
urkenndur í okkar hópi sem kenn-
ari og leiðbeinandi í ýmsu sem lýt-
ur að störfum slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna. Gísli Viðar
tók að sér margháttuð trúnaðar-
störf fyrir landssambandið og leysti
þau af þeirri trúmennsku og alúð
sem var einkennandi fyrir hann.
Hann vann einnig ötullega að fram-
förum í sjúkraflutningum og neyð-
arvörnum á vegum Rauða kross Ís-
lands.
Gísli Viðar öðlaðist virðingu fé-
laga sinna og vináttu sem fagmaður
og góður félagi. Hans verður sárt
saknað. Við sendum eiginkonu
hans, börnum og öðrum aðstand-
endum og vinum innilega samúðar-
kveðju.
Fyrir hönd félaga í Landssam-
bandi slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna,
Vernharð Guðnason, formaður.
Kveðja frá
Suðurnesjadeild RKÍ
Stórt skarð er höggvið í raðir
Rauða kross Íslands við fráfall
Gísla Viðars Harðarsonar. Gísli
Viðar var mikill og ötull félagi í
Rauða kross hreyfingunni. Hann
tók ungur við sem formaður í Suð-
urnesja-deild árið 1986 og stýrði
deildinni í 12 ár sem formaður, á
þeim tíma snérist starfið í deildinni
fyrst og fremst um rekstur sjúkra-
bíla en undir stjórn Gísla jókst
starfsemin verulega og í dag sinnir
deildin flestum áhersluverkefnum
RKÍ, og er á engan hallað þegar
fullyrt er að hann hafi farið þar
fremstur meðal jafningja. Einnig
tók Gísli virkan þátt í umræðunni í
landsfélaginu og fór ekki leynt með
sínar skoðanir þar frekar en ann-
arsstaðar, og þegar hann tók til
máls lagði fólk við hlustir því hann
talaði af mikilli sannfæringu og
kom oftast vel undirbúinn. Gísli var
mikill áhugamaður um forvarnir og
skyndihjálp. Hann starfaði sem
leiðbeinandi í skyndihjálp fyrir
Rauða krossinn í u.þ.b. 25 ár, og
eru þeir orðnir margir nemendurn-
ir sem hafa setið námskeið hjá hon-
um í gegnum tíðina, einnig sinnti
hann kennslu í skyndihjálp og
björgun fyrir starfsfólk sundstaða
ásamt öðrum námskeiðum á vegum
RKÍ og fleiri aðila. Gísli var trúr
sínum nemendum og ef hann vissi
til að þeir hefðu þurft að nota kunn-
áttu sína í erfiðum tilfellum fór
hann iðulega til þeirra eftirá til að
athuga hvernig þeir hefðu það og til
að hughreysta, þannig minnumst
við Gísla Viðars, hann var alltaf
boðinn og búinn að aðstoða ef á
þurfti að halda. Eftir að Gísli lét af
formennsku í Suðurnesjadeild tók
hann sæti í varastjórn deildarinnar
og var eftirtektarvert að sjá hversu
vel honum tókst það, því hann tróð
eftirmönnum sínum aldrei um tær
en var hins vegar aldrei langt und-
an ef þurfti að taka erfiðar ákvarð-
anir.
Við kveðjum nú Gísla Viðar eftir
langt en samt alltof stutt samstarf
og um leið vottum við ættingjum og
vinum hans okkar dýpstu samúð.
Megi algóður Guð vera með ætt-
ingjum og vinum Gísla Viðars í
þeirra miklu sorg.
Rúnar Helgason formaður.
Kveðja frá Félagi
leiðbeinenda í skyndihjálp
Það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti þegar fregnin barst um
að Gísli Viðar væri allur.
Gísli Viðar var einn af þeim sem
létu sig skyndihjálparmálefni
varða. Hann var ötull og ósérhlífinn
þegar kom að þeim málum. Alltaf
var hann tilbúinn að leggja málefn-
inu lið og ófáar ferðirnar voru farn-
ar til Reykjavíkur vegna þessara
mála auk þeirra spora sem hann
vann á heimavelli.
Gísli Viðar taldi ekki eftir sér að
leggja félaginu lið með ráðum og
dáð. Þetta voru ekki allt saman
formlegir fundir heldur oftar en
ekki mál sem rædd voru í síma þeg-
ar hann var á vaktinni. Þannig var
að vaktir okkar Gísla lágu alltaf
saman, þegar Gísli var á vaktinni
hjá Brunavörnum Suðurnesja var
ég á vaktinni hjá Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins. Það voru mörg
mál rædd og sum til lykta leidd í
þessum samtölum. Voru þau hvorki
fá né stutt þessi samtöl sem við átt-
um. Þau mál sem ekki voru af-
greidd í símanum áttu að bíða þess
tíma þegar við værum komnir á
elliheimili. En því miður verður
ekki af því.
Leiðir okkar Gísla lágu saman í
kringum 1980. Við kynntumst í
gegnum sjúkraflutninga, slökkvilið,
skyndihjálparkennslu og Rauða
kross Íslands. Á þessum vettvangi
störfuðum við hlið við hlið og þekkti
ég Gísla Viðar að góðu einu og allt-
af var stutt í léttleikann. Hann
gerðist leiðbeinandi í skyndihjálp
1981 og kenndi til dauðadags. Hann
studdi vel við bakið á stjórn FLÍS
og gegndi trúnaðarstörfum fyrir fé-
lagið. Nokkrum sinnum var þess
farið á leit við Gísla að hann tæki
að sér stjórnarsetu í félaginu. Ekki
eru nema tvær vikur síðan þetta
var síðast inni í umræðunni.
Spor Gísla liggja víða um skyndi-
hjálpina og má þar m.a. nefna
kennslu, kennsluefni, stefnumótun,
sundlaugarefni, hjartastuðtæki, svo
eitthvað sé nefnt. Gísli var vel að
sér í þessum málum og leitaði hann
víða til þess að afla sér þekkingar á
málefnunum.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Gísli Viðar unnið mikið og óeig-
ingjarnt sjálfboðaliðastarf í þeim
félögum sem hann hefur starfað í.
Gísli var vel liðinn og góður dreng-
ur. Hans verður sárt saknað.
Fyrir hönd FLÍS votta ég fjöl-
skyldu Gísla Viðars mína dýpstu
samúð. Megi guð styrkja ykkur í
sorginni.
Oddur Eiríksson,
formaður FLÍS.
Ég kynntist Gísla fyrir 11 árum í
störfum fyrir Rauða kross Íslands.
Gísli var þá formaður Suðurnesja-
deildar Rauða krossins. Hann hafði
þar ásamt öflugum hópi byggt upp
mjög gott skipulag á neyðarvörnum
sem varð fyrirmynd sem notuð var
um allt land. Saman fórum við Gísli
víða um land til að halda námskeið
þar sem hann miðlaði af reynslunni
frá Suðurnesjum. Það voru
skemmtileg kynni sem ég bý ætíð
að. Alla tíð síðan áttum við marg-
víslegt samstarf á vettvangi Rauða
krossins.
Gísli átti mjög auðvelt með að ná
til fólks, margreyndur skyndihjálp-
arleiðbeinandi og leiðbeinandi á
námskeiðum fyrir sjúkraflutninga-
menn. Var hann þar svo eftirsóttur
að hann hafði eiginlega of mikið að
gera. Það var gaman að starfa með
Gísla Viðari. Hann var traustur
hugsjónamaður og hress í bragði þó
ekki væri langt í alvöruna varðandi
verkefnin sem verið var að vinna.
Þau voru tekin föstum tökum og
ekki kastað höndunum til neins.
Í minningunni er Gísli góður fé-
lagi sem alltaf var boðinn og búinn
til að aðstoða ef til hans var leitað.
Það er mikill harmur að svo góður
drengur skuli falla frá í blóma lífs-
ins. Ég vil votta aðstandendum
Gísla og þá sérstaklega Vilborgu og
börnunum mína innilegustu samúð.
Kristján Sturluson.
Við hjá Bláa lóninu vorum þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fá að njóta
leiðsagnar Gísla Viðars Harðarson-
ar við skipulagningu og fram-
kvæmd öryggismála fyrirtækisins.
Hann náði vel til starfsfólksins,
kom fram af hlýju og öryggi og það
var ómetanlegt að fá að njóta
reynslu hans og þekkingar. Á erf-
iðum stundum var stuðningur Gísla
Viðars okkur einnig mikils virði.
Við minnumst Gísla Viðars sem ein-
staklega heillandi persónuleika og
kveðjum við hann með söknuði. Við
sendum aðstandendum hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk Bláa lónsins.
Fyrir hönd Slökkviliðs Akureyr-
ar langar mig til að minnast í
nokkrum orðum vinar okkar og fé-
laga, Gísla Viðars Harðarsonar,
sem var kallaður frá okkur allt of
fljótt.
Í Gísla Viðari spegluðust mann-
kostir sem segja má að hafi orðið
öllum fyrirmynd sem kynntust hon-
um. Hann var mjög vandaður í öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur
hvort sem verkin voru smá eða
stór. Hann lagði sig fram um að all-
ir væru með, hvort sem var í leik
eða starfi, og gerði það á sinn hóg-
væra hátt. Hæfileikar hans til að
miðla þekkingu og reynslu voru
einstakir og hann hafði þessa góðu
nálægð þannig að öllum leið vel í
návist hans. Hann hafði góðan
húmor en fór vel með hann, þannig
að öllum var ljóst hvenær honum
var alvara. Í góðra vina hópi var
hann ómissandi félagi, hann hafði
skoðanir sem voru byggðar á þekk-
ingu og reynslu og kom þeim þann-
ig á framfæri að aðrir hrifust með.
Ég átti þess kost, ásamt fleiri
slökkviliðsmönnum víðsvegar að af
landinu, að vera með Gísla Viðari á
námskeiði Brunamálastofnunar nú í
september í Reykjavík og í Revinge
í Svíþjóð. Þetta var góður og sam-
hentur hópur og ég hugsaði einmitt
oft um það hversu heppnir við vær-
um að hafa menn eins og Gísla með
okkur. Hann var einstakur félagi,
ræðinn, glaðlegur en einbeittur
þegar þess þurfti. Það var okkur
því mikið reiðarslag að frétta að
hann hefði orðið bráðkvaddur að-
eins nokkrum dögum eftir að við
komum heim. Minningarnar
streyma fram og það er erfitt að
ímynda sér að hitta ekki Gísla aftur
í góðra vina hópi slökkviliðsmanna.
Stórt skarð er höggvið í hópinn.
Ég vil senda samúðarkveðjur
slökkviliðsmanna á Akureyri til
vinnufélaga og vina Gísla Viðars
hjá Brunavörnum Suðurnesja og
einnig til fjölskyldu hans og vina.
Missir ykkar er mikill en minningin
um einstakan vin og félaga lifir.
Blessuð sé minning hans.
Ingimar Eydal.
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SOFFÍA I.S. SIGURÐARDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hrafnistu,
Reykjavík,
andaðist miðvikudaginn 28. september.
Halla Sigurðardóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson,
Hilmar Sigurðsson, Hrefna Jónsdóttir,
Sigurður Sófus Sigurðsson, Helga Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, amma og systir,
HREFNA INGIMARSDÓTTIR
íþróttakennari,
Skólagerði 3,
Kópavogi,
lést mánudaginn 26. september.
Stefán Þór Ingason, Einar Ingi Sigmarsson,
Sigmar Þór Ingason, Sigríður Elísabet Stefánsdóttir,
Björn Elías Ingimarsson, Ingi Þór Stefánsson,
Margrét Ingimarsdóttir, Atli Ágúst Stefánsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RANNVEIG BÖÐVARSSON,
Vesturgötu 32,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
28. september.
Matthea Kristín Sturlaugdóttir, Benedikt Jónmundsson,
Haraldur Sturlaugsson, Ingibjörg Pálmadóttir,
Sveinn Sturlaugsson, Halldóra Friðriksdóttir,
Rannveig Sturlaugsdóttir, Gunnar Ólafsson,
Sturlaugur Sturlaugsson, Jóhanna Hallsdóttir,
Helga Ingunn Sturlaugsdóttir, Haraldur Jónsson,
Ingunn Helga Sturlaugsdóttir, Haukur Þorgilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi.
JÓHANN BRAGI HERMANNSSON,
Víkurbakka 2,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að
morgni miðvikudagsins 28. september.
Guðrún Ingadóttir,
Kristín Jóhannsdóttir, Steinar B. Valsson,
Ragna Jóhannsdóttir, Pálmar Viggósson,
Björk Bragadóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
ANNA EINARSDÓTTIR,
Ársölum 3,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn
28. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ragnar Jón Jónsson,
Ragnar Helgi Ragnarsson, Maren Kjartansdóttir,
Heiðrún Ragnarsdóttir, Ragnar F. Magnússon,
Ragnheiður Anna Ragnarsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.