Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi FJÖLGUN á allra síðustu árum í hópi fertugra og eldri sem koma til meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi í fyrsta sinn, skýrist hugsanlega af nýjum þjóðfélagsvanda sem stafar af léttvíns- og bjórneyslu. Fólk hef- ur þá jafnvel um nokkurn tíma verið að „sulla“ sem kallað er, í bjór og léttvíni en kemst smám saman í vandræði með sína drykkju. „Þetta er annað munstur,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, í samtali við Morgunblaðið en hún hélt erindi á ráðstefnu geð- lækna á Grand hóteli í Reykjavík í gær. „Sumir hafa jafnvel átt við vanda að etja lengi en hafa getað mun frekar til meðferð- ar vegna lyfjanotkunar en karlar. 35% kvenna sem komu á Vog í fyrra nota það mikið af ró- andi lyfjum (svefnlyf, kvíðastillandi eða ró- andi lyf) að það taldist hluti af þeirra vanda en það átti aðeins við um 21% karlanna. Spurð um ástæðu þess að konum sé að fjölga í meðferð á Vogi segir Valgerður: „Skýringin er von- andi sú að fordómarnir fyrir því að konur geti haft þennan sjúkdóm séu að minnka. Ég held að vandi kvenna sé ekkert minni þó að það líti þannig út þegar skoðaðar eru tölur sem sýna að aðeins þriðjungur sjúkling- anna séu konur.“ Af þeim 18 þúsund einstaklingum sem leitað hafa á Vog frá stofnun hans árið 1977 eru um 5.000 konur. Reykingar standa í stað 88% allra kvenna sem fóru í með- ferð á Vogi á síðasta ári reyktu. Sama hlutfall kvenkyns sjúklinga reyktu árið 1997. 83% karla reyktu árið 1997 en sú tala hafði hækkað í 85% á síðasta ári. Á sama tíma hafa reykingar almennt í þjóðfélaginu minnkað mikið en í dag er talið að um 20% Íslendinga reyki. „Þetta er gríðarlegur heilsufars- vandi,“ segir Valgerður um hátt hlutfall reykingamanna meðal sjúk- linganna. Fjölgun í hópi fertugra og eldri sem koma til meðferðar á Vogi í fyrsta sinn Margir í vanda vegna bjór- og léttvínsneyslu Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is haldið öllu í lagi en svo fer það úr böndunum með þessari tegund af neyslu.“ Valgerður fjallaði í erindi sínu sérstak- lega um konur og kom fram að sífellt fleiri konur koma til með- ferðar á Vogi og nú er svo komið að þær eru rúmlega þriðjungur nýrra sjúklinga sjúkrahússins árlega. Neysla þeirra er ólík eftir aldri, þær yngri nota helst ólögleg vímuefni en aðeins 15% kvenna yngri en 20 ára sem koma til meðferðar nota ekki slík efni. Sé litið til kynjanna koma konur Fjármögnun óperuhúss langt komin HUGMYNDIN um óperuhús í Kópavogi er komin langt á leið með að verða að veruleika, að sögn Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs. Fjár- mögnun ætti að ljúka í næsta mánuði gangi allt að óskum. Verður þá hafist handa við teikningar hússins og í kjölfarið ættu framkvæmdir að fara af stað. Frumteikningar eru unnar eftir hugmyndum Gunnars sjálfs. Húsið verður um 2.500 fm að flat- armáli og á að rúma 700 áhorfendur í sæti. Það verður staðsett sunnan við Gerðarsafn og Salinn. Húsið verður grafið niður að hluta en lang- tímamarkmiðið er að tengja öll mannvirkin saman þannig að hægt verði að samnýta þau í framtíð- inni. Vonast er til að endanlegar teikningar verði tilbúnar fyrir áramót. Meðfylgjandi mynd sýnir staðsetningu óperu- hússins við Menningarmiðstöð Kópavogs, Gerð- arsafn og Kópavogskirkju. | 6 GUNNAR Heiðar Þorvaldsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, var enn og aftur á skotskónum fyrir sænska knattspyrnuliðið Halmstad í gærkvöld. Gunnar skoraði fyrsta mark sinna manna þegar þeir lögðu portúgalska liðið Sporting Lissabon á úti- velli, 3:2, í UEFA-keppninni, og réðust úr- slitin í framlengingu. Þetta var 19. mark Gunnars Heiðars á leiktíðinni fyrir Halms- tad og með sigrinum tryggði liðið sér sæti í riðlakeppni UEFA-bikarsins. Annað Ís- lendingalið komst áfram í keppninni. AZ Alkmaar, sem Grétar Rafn Steinsson leik- ur með, sló út rússneskt lið. | D2 AP Nítjánda mark Gunnars Heiðars RÆKJUVINNSLAN Íshaf á Húsavík segir öllu starfsfólki sínu, um 25 manns, upp störfum frá næstu mánaðamótum vegna erfiðra rekstrarskilyrða rækju- iðnaðarins. Þá hefur verið ákveð- ið að hafa aðeins eina vakt hjá Strýtu, rækjuvinnslu Samherja á Akureyri, í stað tveggja og verð- ur um 30 manns sagt þar upp störfum. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva, telur að um næstu áramót verði ekki starfandi nema átta rækju- vinnslur hér á landi. Það eru helmingi færri verksmiðjur en voru starfræktar fyrir einu til tveimur árum. Lægra skilaverð Skilaverð rækjuafurða í ís- lenskum krónum hefur lækkað um 25–30% á undanförnum ár- um. Að sögn Arnars má m.a. rekja þessa lækkun til offram- boðs á rækju í Evrópu, ekki síst frá Kanada. Því hafi fylgt lækkun á rækjuverði. Einnig hafa rækju- veiðar nær alveg brugðist hér við land og verksmiðjurnar hafa ver- ið háðar því að kaupa hráefni er- lendis frá. Hráefnisverðið í er- lendri mynt hefur ekki lækkað í takt við lækkun afurðaverðsins. „Ofan í þá erfiðleika sem fyrir voru í rækjuvinnslunni undanfar- in fjögur til fimm ár, hefur styrk- ing á gengi krónunnar haft tölu- vert mikil áhrif á að fyrirtækin hafa nú hvert af öðru gripið til aðgerða, m.a. uppsagna,“ sagði Arnar. Helmingi færri rækju- verk- smiðjur  Íshaf á Húsavík | 12 55 manns sagt upp á Norðurlandi Morgunblaðið/BFH Mývatnssveit | Kári Þorgrímsson í Garði var að skoða kornakur sinn í gær. Þar er ekki sérlega fallegt yfir að líta eftir hálfsmán- aðar kuldakast. Kári telur þó að kornið hafi verið orðið nokkurn veginn þroskað og stefndi í viðunandi uppskeru áður en hretið kom. Hann telur að þriðjungur uppsker- unnar sé glataður nú þegar. Nokkrir góðir dagar gætu bjargað miklu. Í Mývatnssveit voru þrír bændur með kornrækt í sumar, samtals 10 til 12 hektara, og vantaði aðeins fáa daga í að þreskivél kæmist til þeirra fyrir hret. Í dölum Þing- eyjarsýslu er korn enn óskorið á allmörgum ökrum. Kári telur að það þurfi a.m.k. þrjá verulega góða daga til að bjarga megi korn- uppskeru hjá Þingeyingum. „Þetta er hrein andstyggð“ Í Bárðardal hefur snjóað heilmikið og var kominn 40 cm jafnfallinn snjór við bæinn Svartárkot, að sögn Tryggva Harðarsonar, fyrrverandi bónda. Á bænum er heimaraf- stöð sem truflaðist vegna krapa í vatni í fyrrinótt og það fé sem hefur verið smalað er allt í húsi enda algerlega jarðlaust. „Þetta er að verða langt og leiðinlegt haust,“ sagði Tryggvi. „Það þarf geysimikla hláku til að þennan snjó taki upp. Þetta er hrein andstyggð.“ Vegurinn heim að bæ var skafinn á miðvikudagsmorgun og þar eru nú ríflega eins metra háir ruðningar. „Langt og leiðinlegt haust“ AUKA þarf sjálfstæði heimilis- lækna og jafnframt að auka val og fjölbreytileika í grunnþjónustu við sjúklinga til að tryggja hag þeirra og heimilislækna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem unnin var á vegum Læknafélags Íslands og kynnt er í dag á aðal- fundi félagsins. Þetta verður, samkvæmt skýrsl- unni, aðeins gert með samningi um sjálfstætt starfandi heimilislækna sem dragi úr miðstýringu. Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ, segir tilgang starfshópsins sem vann skýrsluna að reyna að end- urreisa sjálfstæðan heimilislækna- rekstur og benda á aðra möguleika en heilsugæslustöðvarnar. Þetta hafi verið reynt í heilsugæslunni í Lágmúla og Salastöðinni, en í of litlum mæli. Þá mætti reksturinn vera enn sjálfstæðari og óháðari ríkinu en hann er. Í skýrslunni kemur einnig fram að athyglisvert sé að hjá nágranna- þjóðum okkar byggist kerfið meira á sjálfstætt starfandi heimilislækn- um og að þróunin virðist vera í þá átt. Starfsemi sjálfstætt starfandi heimilislækna geti verið staðsett hvar sem er og að skjólstæðingar geti valið sér lækni svo lengi sem listi læknisins sé opinn, tengsl þeirra haldist svo lengi sem skjól- stæðingurinn óski og rofni ekki þótt hann flytjist á milli íbúðar- hverfa. | 4 Sjálfstæði heimilis- lækna verði aukið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.