Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gert er ráð fyrir aðframkvæmdumvið Kárahnjúka- virkjun ljúki að mestu 2007, en síðasta hlutanum, veitu Jökulsár í Fljótsdal, 2008. Samkvæmt upp- runalegri kostnaðaráætl- un í árslok 2002, er gert ráð fyrir að heildarkostn- aður verði um 85 milljarð- ar miðað við verðlag á þeim tíma og öll tilboð eru innan þess ramma. Fyrir rúmlega tveimur mánuð- um kom fram að kostn- aður yrði um 90 milljarðar og er viðbótarkostnaðurinn skýrður sem verðlagsbætur. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar vegna Kára- hnjúkavirkjunar, segir að í öllum áætlunum sé gert ráð fyrir að kostnaður hækki í takt við verð- lagshækkanir í landinu, eins og til dæmis byggingavísitölu, meðan á byggingu stendur. Samningar við verktaka feli í sér verðbætur í samræmi við verðlag. Ofan á til- boð verktaka sé áætlaður ófyr- irsjáanlegur kostnaður. Hluti af verkinu sé unninn á verðlagi 2003, hluti á verðlagi 2004, og svo framvegis, og verðbæturnar fari því smáhækkandi eftir því sem líði á verkið. „Upprunalega áætl- unin stendur,“ segir Sigurður Arnalds. „Það hefur ekki orðið nein hækkun á okkar kostnaði umfram þessar venjulegu verð- breytingar.“ Reynslan skilar sér Unnið er að stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga. Í nóv- ember í fyrra var tilkynnt um frekari framkvæmdir og var kostnaðurinn metinn á um 454 milljónir dala. Það samsvaraði þá rúmlega 31 milljarði en um 28,5 milljarði miðað við gengið nú. Á þessu ári var ákveðið að auka af- kastagetu álversins um 130 þús- und tonn á ári í stað 122 þúsund tonna og verður heildarfram- leiðslugetan með því um 220 þús- und tonn. Við þessa ákvörðun jókst áætlaður kostnaður um 20 milljónir dollara. Gert er ráð fyrir að þessum áfanga verði náð á næsta ári og að gangsetning verði þegar um miðj- an febrúar. Heildarkostnaður er metinn á um 474 milljónir dala samkvæmt kostnaðaráætlun eða tæplega 30 milljarða. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að kostnaður sé samkvæmt áætl- un. Framkvæmdin sé bókfærð í dollurum og hækkunum á einu sviði sé reynt að mæta með hag- ræðingu á öðru. Vissulega hafi ol- íuverð, stálverð og álverð hækk- að, og eins hafi gengi íslensku krónunnar styrkst verulega, en reynt sé að gera öll innkaup á eins hagstæðan hátt og mögulegt sé og gæta aðhalds í hvívetna. Hann vekur athygli á því að þótt Norðurál framleiði ál þurfi fyr- irtækið að kaupa ál í leiðara vegna þess að álið í leiðarana er í öðru formi en það ál sem fyrir- tækið framleiðir. „Þegar kostnað- aráætlunin var gerð í fyrra var gert ráð fyrir ákveðinni óvissu og við erum innan marka kostnaðar- áætlunar,“ segir Ragnar og bætir við að menn hafi getað séð hluta þróunarinnar fyrir og byggi jafn- framt á reynslunni. Ráðist hafi verið í miklar framkvæmdir fyrir um átta árum og aftur árin 2000 til 2001 auk yfirstandandi verk- efna. Sömu íslensku verkfræðing- arnir og sömu íslensku verkfræði- fyrirtækin hafi að mestu leyti unnið að þessum framkvæmdum og eins sé að sumu leyti um sömu birgja að ræða. „Við höfum mikla reynslu af því að byggja á Íslandi og reynslan skilar sér.“ Engar kollsteypur Hitaveita Suðurnesja er að byggja orkuver á Reykjanesi og á framkvæmdum að ljúka eftir um ár en stefnt er að því að gangsetja 1. maí 2006. Fyrir um tveimur árum var undirritaður samningur um að byggja þetta 100 megavatta orku- ver og afhenda raforku til Norð- uráls. Júlíus Jón Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að kostnaðaráætlunin hafi hljóðað upp á 10 til 11 milljarða og kostn- aður verði nærri lagi. „Það verða engar kollsteypur,“ segir hann. Áætlað í íslenskum krónum Orkuveita Reykjavíkur stendur í ýmsum framkvæmdum. Á morg- un verður t.d. vígður nýr rafall Nesjavallavirkjunar og eykur hann afl hennar úr 90 MW í 120 MW. Framkvæmdir hófust fyrir um tveimur árum og var áætlaður kostnaður vegna stækkunarinnar um 2,5 milljarðar. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að ekki aðeins hafi fjárhagsáætlun staðist held- ur hafi framkvæmdir verið mán- uði á undan áætlun. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum við Hellisheiðarvirkj- un Orkuveitu Reykjavíkur ljúki 2015 og áætlaður heildarkostnað- ur er um 25 milljarðar. „Í augna- blikinu lítur út fyrir að þetta muni allt saman verða á áætlun,“ segir Guðmundur Þóroddsson. „Við áætlum í íslenskum krónum og því virkar gengisbreytingin ekki illa á okkur,“ bætir hann við. Fréttaskýring | Kostnaður og kostnaðar- áætlanir álvera og virkjana Engar óvæntar hækkanir Kostnaðaráætlanir vegna virkjana á Íslandi virðast standa í flestum tilvikum Frá Kárahnjúkavirkjun. Kostnaður Alcoa gæti hækkað um 19 milljarða  Morgunblaðið greindi frá því í gær að kostnaður við byggingu Alcoa-Fjarðaáls, álvers Alcoa- fyrirtækisins á Reyðarfirði, gæti orðið allt að 25% hærri en upp- haflegar áætlanir gerðu ráð fyr- ir. Gert var ráð fyrir að heild- arkostnaður yrði 1,1 milljarður Bandaríkjadala, um 68 millj- arðar íslenskra króna, en 25% hækkun þýðir 19 milljarða króna hækkun eða heildarkostnaður 87 milljarðar. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÆTLA má að 42% ungs fólks séu í áhættuhópi vegna fíkniefnaneyslu, segja þær Jóhanna Rósa Arn- ardóttir, félags- og menntunarfræð- ingur, og Elísabet Karlsdóttir fé- lagsráðgjafi, sem kynntu í vikunni niðurstöður nýrrar rannsóknar sem ber heitið „Hugmyndir ungs fólks um forvarnir og aðgengi að fíkniefn- um“. Þar kemur jafnframt fram að miklu máli skiptir hvernig forvarna- fræðsla fari fram og hverjir veiti hana. Til nánari útskýringar er áhættu- hópur skilgreindur sem aðili sem hafi t.d. drukkið oft og verið boðin fíkniefni, reykt oft og verið boðin fíkniefni eða aðili sem hefur neytt fíkniefna. Aðspurðar segja þær að það hafi komið sér á óvart hversu stórt hlutfall væri um að ræða. „Það er ekki þar með sagt að þau komi til með að neyta fíkniefna. En ein- hverjir í þessum hópi eru búnir að auka líkurnar á fíkniefnaneyslu, en um 13% af þessum hópi hafa þegar neytt fíkniefna,“ segir Jóhanna. Hluti af könnuninni var birtur í jan- úar sl. og greindi Morgunblaðið frá því að um 62% ungs fólks hefði verið boðin fíkniefni. Skýrslan var unnin af Hug- heimum sem er rannsóknarfyrirtæki í félagsvísindum sem þær Jóhanna og Elísabet standa að. Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á síma- könnun sem var framkvæmd í októ- ber 2004. Tekið var 1.200 manna til- viljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á aldrinum 18–20 ára. Svar- hlutfall var 68,5% en nettósvörun 73,3%. Fram kemur að þátttaka í for- varnafræðslu sé álíka mikil meðal svarenda sem flokkist í áhættuhópi og þeirra sem ekki flokkist í áhættu- hópi. Þá segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að forvarnafræðsla sem miði að almennri upplýsingagjöf þurfi ekki að skila sér í minni neyslu meðal þeirra sem hana stundi. Nið- urstöður rannsóknarinnar bendi til þess að þeir sem hafi reykt, drukkið áfengi eða neytt fíkniefna hafi ekki sótt forvarnafræðslu minna en hinir sem höfðu ekki neytt þessara efna. „Það má segja að niðurstöður hér bendi til þess að sú fræðsla sem þátt- takendur hafa fengið hafi ekki dreg- ið úr líkum á því að þau reyki, drekki áfengi eða neyti fíkniefna. Hins veg- ar er hugsanlegt að fræðslan, sér- staklega meðal þeirra sem höfðu ein- göngu fengið fræðslu í skólanum, dragi úr líkunum á því að þeir hafi oft eða stundum reykt sígarettur eða vindla sl. 12. mánuði eða reykt hass eða maríjúana,“ segir Jóhanna og bætir því við að það megi jafnframt draga þá ályktun að ef fræðslan dragi úr neyslu kannabisefna sé lík- legt að hún dragi einnig úr neyslu annarra fíkniefna. Ungt fólk vill forvarnafræðslu Þær Jóhanna og Elísabet bentu á að skv. niðurstöðum rannsókn- arinnar vilji ungt fólk fræðslu um skaðsemi reykinga, áfengis og fíkni- efna. Skiptar skoðanir voru uppi hvernig fræðslunni ætti að vera háttað en flestir nefndu þó almenna fræðslu, samfélagsþætti (s.s. auglýs- ingar) eða reynslusögur fólks sem áhrifaríkar leiðir til forvarna- fræðslu. Ljóst er að unga fólkið fær fræðslu en 93% ungs fólks á aldr- inum 18–20 ára hafa fengið formlega fræðslu um skaðsemi reykinga. Um 96% höfðu fengið fræðslu varðandi skaðsemi fíkniefna en færri, um 69%, hafa fengið fræðslu um skað- semi áfengis. Að sögn Jóhönnu voru svarendur almennt jákvæðir gagn- vart þeirri fræðslu sem þeir fengu. Elísabet bendir á að það skipti miklu máli að forvarnafræðsla miði við ald- ur og þroska þess einstaklings sem fræðslunni er ætlað að ná til. Jó- hanna bendir jafnframt á mikilvægi þess að sá sem veiti fræðsluna sé vel þjálfaður til þess. Aðspurð telur hún að það sé afar misjafnt hversu vel fræðsluaðilar séu þjálfaðir í dag. Fyrrverandi fíklar og alkóhól- istar sinna mestri fræðslu Niðurstöður benda til að fyrrver- andi fíkniefnaneytendur eða alkóhól- istar séu þeir aðilar sem mest sinni fræðslu um reykingar, áfengi og fíkniefni hér á landi. Um 88% svar- enda sögðust hafa fengið fræðslu hjá þeim. Niðurstöðurnar sýna að mark- tækt fleiri svarendur sem höfðu neytt fíkniefna á sl. 12 mánuðum, en þeir sem höfðu ekki neytt fíkniefna, sögðust hafa fengið fræðslu hjá fyrr- verandi fíklum, alkóhólistum eða meðferðarfulltrúum. Talið er hugs- anlegt að sá hópur sem neyti fíkni- efna sé líklegri að sækja fræðslu hjá fyrrverandi fíkniefnaneytendum. Í skýrslunni segir að hugsanlegt sé að áhrif frá fræðslunni séu þau að hún veki forvitni ákveðins hóps sem ann- ars hefði ekki farið að prófa fíkniefni. Þ.e. að fræðslan hreinlega kenni ungu fólki hvernig það eigi að bera sig að í fíkniefnaheiminum eða veki forvitni þeirra á að kynnast fíkniefn- um í stað þess að forðast þau. Á hinn bóginn virðist þátttaka í forvarnastarfi lögreglu draga úr lík- um á því að ungt fólk neyti annarra fíkniefna en hass eða maríjúana oft eða stundum. Um 87% ungs fólks hafa tekið þátt í forvarnafræðslu lög- reglu. Þátttakan kemur þó ekki í veg fyrir að ungt fólk prófi þessi efni. Jóhanna Rósa Arnardóttir, félags- og menntunarfræðingur, og Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi kynna nið- urstöður rannsóknarinnar um fíkniefnaneyslu ungs fólks hér á landi. Unga fólkið vill meiri forvarnafræðslu. Um 42% ungs fólks í áhættu- hópi vegna fíkniefnaneyslu Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is                                             SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ telur í nýjum úrskurði ekki ástæðu til að aðhafast vegna sam- runa Atorku Group hf. og hrein- lætisvörufyrirtækisins Besta ehf. Telur eftirlitið, sem lögum sam- kvæmt fékk tilkynningu um sam- runann í sumar, að viðskiptin hafi ekki skaðleg samkeppnisleg áhrif á umræddum markaði þar sem önnur félög í eigu Atorku starfi að mestu leyti á öðrum mörkuðum en Besta. Með kaupsamningi 8. júlí sl. keypti Atorka Group allt hlutafé í Besta. Rúmum mánuði síðar var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um samrunann. Markmið Atorku var að hasla sér völl á markaði sem félagið hafði ekki starfað á áður. Var starfsemi Besta talin fara vel saman við rekstur ann- arra fyrirtækja félagsins á sviði heildsöludreifingar, s.s. IceP- harma, A. Karlssonar, Gróco og Ísmed. Ekki skaðleg áhrif af samruna Atorku og Besta FORVAL VG í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga fer fram á morgun, laugardag, í húsa- kynnum VG, Suðurgötu 3. Frambjóðendur eru í stafrófsröð: Árni Þór Sigurðsson, Ásta Þor- leifsdóttir, Grímur Atlason, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Magnús Bergsson, Sóley Tómasdóttir, Svan- dís Svavarsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Þorvald- ur Þorvaldsson. Forval VG í Reykjavík á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.